Morgunblaðið - 26.11.1953, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1953, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. nóv. 1953 GARDÍNUSTEIMGUR Nýkomnar Gardínustengur (sundurdregnar) Einnig Patent — Gardínustengur með hjólum. Gormar — Hringir — Krókar og Gardínubönd. LUDViG STORR & CO. : Í : $ : i : \ : 3 ■ ■* : 3 ! i ■ / • II H KVÆDM BJARNA THORARENSENS Enn þá fást í bókaverzlunum hin fögru ljóðmæli Bjarna Thorarensens i vönduðu alskinnbandi. Verð kr. 45.00. Bókfellsú tgáfan Sími 81860 og 82150. : Hin margeftirspurða og ódýra ■ >, ■ ■ LllKu ávaxtasuEta ■ ■ Líllu hiudberiasulta ■ Lillu jarHarberjasuIta ■ ■ ■ : með heilum berjum ■ : er nú komin aftur í búðir. ■ ■ j (JJjnacj-eJ Ueykjauílmr L.j. »■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ Borgarl$arðar ! * ostur 30, 40 og 50% fitumagn. Ávallt fyrirliggjandi. 1| (JJ^ert ^JCriótjánóóon cJ CJo. k.j. : \ : 'í : i : I : i ■*■■ I ■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■>•■■■■■ T H ■:> 8TYRIMANN og tvo háseta vantar á M.b. Marz til línuveiða. Uppl. hjá skipstjóranum um borð í bátnum, við Grandagarð. Verzlun ■ ■ ■ - : Oska eftir verzlunarplássi í Miðbænum, eða í úthverfi z - • -*—• • : (\bæjarins. Strax eða síðar. — Þeir, sem geta sinnt þessu : ■ \ : tí Vinsamlegast leggi nafn sitt inn á afgr. blaðsins 1 lokuðu : ^umslagi fyrir 1. des. merkt: „yerzlun — 156“, — Thor Thors sendiherra Framh. af bls. 9. ar, sem er höfuðnefnd þingsins. Mætti virðast sem nægt hefði að minnstu þjóðinni væri einu sinni gerður sá heiður. I vor var frásögn í New York Times af veizlu, sem haldin var til heiðurs Hammerskjöld, sem þá var nýkosinn aðalforstjóri Sameinuðu þjóðanna. Pearson, utanríkisráðherra Kanada, sem hafði gefið kost á sér til þessarar stöðu tvivegis, og fallið, fyrst fyrir Tryggva Lie og síðan Hammerskjöld, hélt ræðu fyrir hinum nýja aðalforstjóra. „Ég kemst víst sjálfur seint í þessa stöðu“, sagði hann. „Eftir sjö ár, þegar tími Hammerskjölds er útrunninn, þá verður verður náttúrlega kosinn Dani, og enn líða sjö ár —“. „And then it will be Thor Thors of Iceland“ var gripið fram í. „Já auðvitað" svar- aði Pearson, „þá er röðin komin að vini mínum Thor Thors — ég verð að gefa upp alla von um þessa stöðu!“ Ég skal engu um það spá, hvort Thor Thors á eftir að verða aðal- forstjóri Sameinuðu þjóðanna. Ég læt mér nægja að segja — hver veit? Kristján Albertson. ÞEGAR að því kom, að íslend- ingar tækju meðferð allra sinna mála í eigin hendur, var öllum Ijóst, að mikill vandi væri lítilli þjóð á höndum um meðferð ut- anríkismála sinna. A þessum tímamótum hvarf Thor Thors af landi burt til þess að taka að sér utanríkisþjónustu lands síns á erlendum vettvangi. Thor Thors var þá með at- kvæðamestu stjórnmálamönnum landsins og hafði átt sæti á Al- þingi sem þm. Snæfellinga frá 1933. Hann hafði mikilvæga lífs- reynslu að baki á öllum sviðum útflutningsframleiðslu okkar og var gjörkunnugur atvinnu- og efnahagslífi landsmanna. Hann var menntaður hið bezta og vin- sæll af alþýðu manna. Fáir mundu hverfa á braut með traust ara veganesti til mikilvægustu starfa. Þegar íslendingar tóku þátt í heimssýningunni í New York 1939, var Thor Thors formaður sýningarráðs íslands. Hann var síðan skipaður aðalræðismaður í New York 1. ágúst 1940, en sendi- herra ísland í Washington 23. okt. 1941. Jafnframt hefir hann verið skipaður sendiherra í Canada 1947 og í Argentínu og Brasilíu 1951. Hann hefir þannig um þrettán ára skeið verið i utanrík- isþjónustu Islands í Vesturheimi, Öll þessi ár hafði Thor unnið að alþjóðarhagsmunum, utan alls flokkadráttar og „návígisins“ í opinberu lífi hér heima. Á þess- um vettvangi hafði sendiherrann áunnið sér óskorað alþjóðar- traust. Þess vegna var það sem flokksráð Sjálfstæðisflokksins beindi nær einróma þeirri áskor- un til Thor Thors að verða í kjöri við forsetakosningarnar 1952. Þessari áskorun hafnaði Thor Thors þá og taldi þjóðarnauðsyn eins og hann komst að orði, „að ná sem allra víðtækastri einingu um helzta sameiningartákn sundr aðrar smáþjóðar". Á þeim tíma, sem Thor Thors hefir verið vestan hafs hafa sam- skipti Islendinga við Ameríku verið mjög veigamikil á umfangs mestu sviðum. Á styrjaldarárunum beindust meginþættir verzlunar og við- skipta þangað. Eftir styrjöldina gengu Bandaríkin fram fyrir skjöldu til þess að aðstoða EyjQBuþjóðirnar í uppbygging- arstarfinu og lögðu gruh'avöllin'h a&þeirrii efnahagssamvinriu vest- rænna þjóða, sem íslendingar hafa verið þátttakendur í. Af framangreindum ástæðum má ráða áð gendiherrastarf Thoí*s Thors hefir verið ótrúlega um- fangsmikið. Hann hefir verið fulltrúi íslands í alvarlegustu samningagerðum og fyrirsvars- maður á alþjóðavettvangi þar sem hann hefir frá öndverðu ver- ið fulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum og alla tíð formaður þeirra íslenzku sendinefnda, sem þar hafa starfað. Einkum á stríðsárunum lágu leiðir fjölmargra Islendinga vest- j ur um haf til margvíslegustu er- indagjörða. Fyrr og síðar hafa í Islendingar notið fyrirgreiðslu sendiherrans í Washington til úr- , lausnar ólíklegustu málum. Er þá j þess að minnast að Thor Thors | hefir ekki óstuddur rækt sitt j mikilvæga starf, heldur hefir hin ágæta kona hans, frá Ágústa Ingólfsdóttir, í senn gert heimili þeirra hjóna að griðastað hverj- um þeim, sem í liðsbón var, jafnframt því sem hún, á opin- berum vettvangi sendiherrafrú- arinnar, hefir verið sómi lands síns og fulltrúi íslenzkrar kven- þjóðar með þeim hætti, sem bezt verður á kosið. Thor Thors, sendiherra, hefir umfram aðra haft víðtæk kynni af voldugum ráðamönnum ann- arra þjóða, sem oft hefir reynzt mikilvægt íslandi í vandasömum málum. Þegar starfssaga sendi- herrans verður rakin mun sjást, hversu ótrúlega fjölþættum og mikilvægum verkefnum hann hefir gengt í þágu lands síns. Hér verður ekki frekar að því vikið. Saga fimmt.ugs manns er ekki öll. í dag munu sendiherra- anum berast kveðjur yfir hafið. „Að heiman“ kemur það hugar- þel, sem snertir viðkvæmustu strengi þeirra, sem vinna landi sínu — fjarri fósturjarðar strönd- um. & Þorkell (lausen sjöfugur í dag á 70 ára afmæli Þorkell' Clausen, en hann er elztur hinna ; kunnu Clausen-bræðra, fæddur í Stykkishólmi, sonur Holgers Clausen kaupmanns og Guðrúnar Þorkelsdóttur, er var alsystir, Jóns Þorkelssonar þjóðskjala- j varðar. Þorkell fór ungur í siglingar víða um heim og hefur frá mörgu að segja, sem á dagana hefur drifið. Síðan sneri hann aftur heim og hefur unnið að verzl- unar- og iðnaðarstörfum síðan í félagi við bræður sína. Enn starf- ar hann við pappírspokagerðina í Reykjavík. j Um Þorkel má segja, að hann er þéttur á velli og þéttur í lund. Hann er ákveðinn og einbeittur i skoðunum og framkomu, en þó hvers manns hugljúfi, er honum kynnast. — Hann er fróður um marga hluti, víðsigldur og víð- lesinn, hnyttinn í svörum og glað lyndur, en vinavandur er hann. Áhu^asámúr hefur Þorkell jafn- an v.erið um stjórnmál og hann bregzt aldrei góðum málstað. Á ; þessum merkisdegi hans senda vinir hans honum beztu árnaðaróskir og óska þess, að harin megi lengi lifa. j ÞVEGILLINN verður ávallt vinsæl jólagjöf! Otsala í Reykjavík: BtrnjinfíH SKIPAÚTCeRf) . RIKISINS j „Hekla" austur um land í hringferð hinn 2. des. n. k. Tekið á móti flutn- ingi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Rauf- arhafnar, Kópaskers og Húsavík- ur í dag og á morgun. Farseðlar seldir á mánudag. iVf.s. Skjaldbreið vestur um land til Akureyrar hinn 2. des. n. k. Tekið á móti flutningi til Tálknafjarðar, Súg- andafjarðar, Húnaflóa- og Skaga- fjarðarhafna, Ólafsfjarðar og Dal víkur í dag og á morgun. Farseðl- ar seldir á þriðjudag. „Skaftfefiingur^ fer til Vestmannaeyja á morgun. Vörumóttaka daglega. IllótortaEíur 100—10 000 kg. IíanneR Þorsteinsson & Co.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.