Morgunblaðið - 28.11.1953, Page 14

Morgunblaðið - 28.11.1953, Page 14
14 MORCLKfíLAÐIÐ Laugardagur 28. nóv, 1953 l UÓNID OC LRMBID EFTIR E. PHILLIPS OPPENHEIM Framhaldssagan 41 Með ótrúlegri leikni, af jafn þunglamalegum karli, brá hann upp skammbyssu úr vasa sínum. Hann miðaði henni á Reuben, sem varð svo hverft við, að hann var nærri oltinn undir borðið. „Ekkert að óttast, piltur minn“ sagði fóstri hans. „Ég hef sálgað nokkrum náungum um dagana, en það hefur annaðjavort verið í ærlegri viðureign, eða þeir hafa verið svikarar. Engin miskunn með svikurum hafa verið ■ mín einkunnarorð. Og það hefur gef ist vel. Þrettán ár, og það hefur aldrei verjið ljóstrað upp um Lömbin. Sjö hafa reynt það, og j sjö leiði höfðu þeir upp úr því.“ „Við eigum á hættu að verða sviknir núna“, sagði Reuben föl- ur og órólegur. „Allt er undir því komið hver fyrri verður til. j Við höfum rætt um það hér og ; dregið um hlutverkin. Það hafa ■ verið valdir fjórir, tveir með byssur, tveir með hnífa.“ „Þetta minnir mig á nokkuð“ . sagði Tottie Green. „Ég kom til að tala við ykkur um David.“ j „Þú kemur þá rétt mátulegá" muldraði rám rödd við hinn borðsendann. „Hann verður ekki til á morgun. Við höfum slegið því föstu.“ „Alveg eðlilegt:" samsinnir Tottie. En finnst ykkur ekki að við ættum að fá hjá honum Meyj artárið, áður en þið berjið úr honum goluna?“ „Og láta þefa okkur uppi með- an við bíðum eftir honum“, taut- aði Reuben. „Auk þess er ekki víst að hann hafi steininn". „Hlustið, piltar mínir“, segir húsbóndi þeirra. „Davíd hefur áreiðanlega Meyjartárið, og það er hundrað og fjörutíu þúsund punda virði.“ Það varð allsherjar muldur frá öllum viðstöddum. „Já, hélt foringi þeirra áfram, „það verða tvö þúsund handa hverjum ykkar, sem hér eruð. Reuben efast um að David hafi gimsteininn. Hvar ætti hann þá að vera? Vátryggingarfélagið hef ur borgað. Einhversstaðar hlýtur hann að vera, og Davíd er sá eini sem getur vitað það. Hann bíður bara eftir því að málið falli í gleymsku, og selur hann svo. Þannig reikna ég þetta út og ég reikna venjulega rétt.“ „Hvort þetta er rétt eða rangt“ sagði Reuben þrjóskulega „verð- ur að sjá fyrir David. Við getum ekki hætt lífi okkar í það að bíða eftir gimsteininum". „Ekki svona svartsýnn, Reub- en“, sagði Tottie. „Mér datt í hug ! að láta Davíd devlja vikutíma í Íó og næði á hjúkrunarheimilinu j ',g hygg að í lok þess tíma mun- um við vita hvar Meyjartárið er niðurkomið'*. Þeir gripu flestir við þessari uppástungu og hlökkuðu yfir henni. „Hugsið um þetta, piltar", sagði Tottie. „Flýtið ykkur ekki um of. Svæfið hann með nokkrum höggum, og flýtið ykkur með hann á Hjúkrunarheimilið, í stað þess að kála honum strax á staðnum. Hvað mynduð þið hafa upp úr því að sópa búðarholurn- ar þarna? Tuttugu pund á mann. Er ekki betra að fá tvö þúsund?“ Tim þorskur stóð upp. „Við skulum koma með hann“ kallaði hann hátt. „Við þurfum ef til vill að vera harðhentir á honum — David er enginn lið- léttingur í slagsmálum — en við skulum ná honum lifandi“. Foringinn brosti ánægjulega. „Hvað segir þú, Ruben, ertu ánægður?“ * „Nei, það er ég ekki“, svaraði hann stuttarlega. „Ég veit fleira en þessir drengir. Ég hef látið hafa auga með David dag og nótt. Hann er þegar kominn í sam- bandi við lögreguna. Þeir þefa hann uppi ef við ljúkum ekki verkinu strax þarna í Widow j Row. Og annað get ég frætt ykk \ ur um.. Það hefur einn náungi frá Yardinum heimsótt David tvisvar, og í seinna skipið var Belle þar líka. Úm hvað haldið þið að þau þrjú hafi talað? Ég legg til að David sé afgreiddur í kvöld, svo engu sé hætt.“ „Og hvað um Belle?“ spurði Jim Bordon og stóð upp ógnandi. „Þú hefur ekki betra af þessu, Reuben“. Þeir töluðu allir í einu og gerðu hróp að honum. Hann settist í sæti sitt. „Drengurinn er frá sér“, sagði Tottie Green. „Ef einhver hreyfir við Belle, skal hann bíta í grasið, svo hjálpi mér guð! Ef einhver af þessum lögreglufuglum ætlar inn í hjúkrunarheimilið, er Dave búinn að vera. Nodal getur af- greitt hann á augabragði. Nokk- uð fleira, Reuben?“ „Hafið það eins og þið viljið“, tautaði ungi maðurinn, „en eitt vil ég láta ykkur vita. Ef David hefur ekki leyst frá skjóðunni innan tuttugu og fjögra tíma, máttu strika mig út af listanum, Tottie Green. Ég flyt með reitur mínar í aðra heimsálfu, og hver sem er má eiga minn hlut af Meyjartárinu.“ Tottie Green lyfti glasi sínu. Þeir stóðu allir upp. „Drengir góðir“, sagði hann, eldri og yngri félagar, Tottie Green skjátlast sjaldan. Aður en næsta vika er liðin mun hver ykkar vera orðinn tvö þúsund pundum ríkari, og þá mun ég kveðja ykkur. Látum aðra taka við. Tæmið glösin, piltar, og gangi ykkur vel í kvöld!“ Ljósin voru slökkt, leynihurð- in opnuð og þeir tíndust út í dagsljósið. XXIX KAFLI David varð að taka mikilvæga ákvörðun. Klukkan hafði rétt slegið tíu. Hann var einn í bóka- herberginu og beið eftir merki frá bílstjóra sínum, Jakob hnefa leikamanni, um að öllu væri ó- hætt og enginn launmorðingi væri falinn í nágrenninu. Hann vóg skammbyssu í lófa sér, efla- blandinn á svip, og langaði til að stinga henni á sig. Hann langaði þó aðeins til þess að slást — maður við mann — en hann bar ekkert traust til andstæðinganna, sem hann vildi refsa. Minningin um atburðina í íþróttaskólanum höfðu ásótt hann undanfarin dægur. En hann hafði gefið mönn um sínum ákveðnar fyrirskipanir og lét skammbyssuna aftur á sinn stað. Nú hringdi síminn og hann hikaði snöggvast við að lyfta tæk inu. Svo yppti hann öxlum og lagði það við eyrað. „Dave! Er það David New- berry? Svarið fljótt". ,,Ég er David“, svaraði hann. „Hvað er að, Belle?“ „Ég skreið fram úr rúminu. * Reuben hefur leikið á mig. Gerfi hjúkrunarkona og skottulæknir frá hjúkrunarheimilinu. Hinn var látinn fara. Bíðið! Ekki fara David. Bíðið meðan ég jafna mig“ Hann heyrði hana draga þungt andann. „David, ég laug um þetta í kvöld“, stundi hún. „Ég kom frá Tottie til að beita yður brögðum. Ég ætlaði að segja sannleikann, ef þér væruð góður við mig. Nú segi ég allt, þó ég láti lífið fyrir það. Allur flokkurinn fer til Widow Row — skammbyssur, hnífar. Þeir ætla að drepa yður og þeir hljóta að geta það. Þeir halda að þér munuð ljóstra upp um þá!“ David leit örvæntingaraugum á klukuna, drengirnir hans hlutu llppreisnin á eftir Tojo Píntu 23 cy þeirri, sem áður er nefnd. Voru það þeir James og Char- les. Hásetarnir þrír urðu eftir í bátnum, því að þeir gátu bókstaflega ekki hreyft sig sökum magnleysis og vosbúðar. Þeir James og Philip fikruðu sig upp sendna ströndina, en þá komust þeir ekki lengra. Þeir vissu hvorki í þennan heim né annan. Þegar Charles vaknaði aftur til meðvitundar, stóðu þrír menn yfir honum. Hann fann sér til mikillar ánægju, að hann lá í rúmi. Hann var mjög máttfarinn og gat í fyrstu ekki korhið upp neinu orði. En þegar hann hafði jafnað sig, spurði hann mennina hvar félagar sínir væru. „Þeir eru í góðum höndum,“ sagði dimm karlmannsrödd. „Nú skaltu hvíla þig enn um stund, en síðan geturðu sagt til þín,“ bætti röddin við. Hvort, sem það var ætlunin hjá Charles að sofna eða ekki, þá gleymdi hann sér. Og þegar hann vaknaði aftur, stóð James hjá honum og einn hásetinn. „Hvað kom eiginlega fyrir?“ spurði Charles, þegar hann opnaði augun. Um leið fór hann fram úr rúminu og virtist vera búinn að ná sér allvel. „Við erum staddir á ey nokkurri, sem heitir Barbuda, og ráða Englendingar yfir henni. Ég sagði mönnunum, sem hér eru, að við hefðum verið að veiðum hér fyrir utan. Skyndi- lega hefði skollið á óveður og okkur rekið frá eynni, en síðan hefðum við komizt hingað til eyjarinnar eftir mikla hrakn- inga dögum saamn. Eg fékk hins vegar þær upplýsingar, að eyjan væri byggð hvítum mönnum, og væri borg um 10 km héðan í burtu. Mennirnir virtust trúa mér, og sagði ég þeim þá, að við myndum halda til borgarinnar strax og við værum orðnir það hraustir, að við hefðum krafta til,“ sagði James við Charles og hina hásetana þrjá, sem af höfðu komizt. Hollenzku Gangadreglarnir eru komnir aftur í þessum breiddum: 70 cm. 90 cm. 100 cm. 120 cm. 140 cm. Vönduðustu og fallegustu gangadreglar, sem hér hafa sést, af þessari gerð. Gjörið pantanir yðar sem allra fyrst, svo þér getið fengið þá faldaða á þeim tíma, sem þér óskið. Gjörið svo vel og skoðið í gluggana nú um helgina. Geysir h.f. V eiðarf æradeildin. Nýtt Nýtt Teyg ju—slankbelf i Skólavörðustíg 3. Kambgarn 2 gerðir Cheviot brúnt og blátt, margar gerðir Laugaveg 1 þvottadoftið geysir gefur beztu raun'. Reynið nýja Geysi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.