Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 7
Sunnudagur 13. des. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 7 Arfur kynslóðmma KKISTAI. GUÐMUNDSSON Ritsafn IV. Arfur kynsióð- anna. — Borgarútgáfa 1953. ENDA þótt höfundur þessarar bókar, sem inniheldur tvær önd- vegissögur hans, Morgunn lífsins og Sigmar, sé löngu þjóðfrægur maður, er kannski ekkert á móti því að minna lesendur góðra bók- mennta á þessa nýútkomnu bók. ftiiræður í dag alveg raunhæfar sögur og, eins og venja er hjá þessum höfundi, ramlega byggðar án allra útúr- dúra. Þær voru samdar á beztu tímum nýbókmennta okkar á þessari öld, í skáldsagnagerð. Nú virðist einhver lægð í gerð stórra skáldsagna, góðar, hressilegar sögur, ritaðar í íslenzkum anda koma strjált og með dræmingi. Annars vil ég staðhæfa, að ís- lenzkar skáldsögur, langar og stuttar, t.d. sögur Kristmanns Guðmundssonar, standa alls ekki að baki samskonar bókmenntum annara þjóða á þessari öld. Krist- mann er fullgildur og í fremstu röð, hvar sem er, og þessar tvær sögur eiga mikilsverðan þátt í því að svo er. Arfur kynslóðanna er fyrirmyndar skáldverk. Það er saga stórbrotins fólks, séð og rituð af sönnum listamanni. Þorsteinn Jónsson. GuðnMindur Tómas Eggertsson ÞEIR MENN, sem á undanförn- um áratugum, hafa að staðaldri unnið fyrir sínu daglega brauði við fermingu og affermingu skipa í Reykjavíkurhöfn, munu minnast margra, sem smátt og smátt hafa fallið úr þeim flokki af ýmsum ástæðum, meðal ann- Kristmann Guðmundsson Kristmann er löngu kominn í hóp hinna útvöldu og einmitt þessar tvær sögur eru meðal allra beztu ritverka hans. Þær hafa verið þýddar á fjölda tungu- mála menningarþjóða heims og borið hróður skáldsins og íslands um víða veröld. Upphaflega voru þær skrifaðar á norsku, en í Nor- egi dvaldi skáldið, sem kunnugt er, lengi. Guðmundur Hagalín hefur áður þýtt Morgunn lífsins á íslenzku, ágætlega vel, en þetta er ný þýðing eftir Helga Sæ- mundsson. Ég vil ekki dæma milli þýðinga þessara, enda hef ég ekki þýðingu Hagalíns við hendinga, en víst er það, að ís- lenzkun Helga er afbragðsvel af hendi leyst, málið lifandi og list- rænt. Ingólfur Kristjánsson, rít- höfundur, hefur þýtt Sigmar vel og smekklega og af mikilli vand- virkni. Þessi prýðilega skáldsaga hefur ekki áður komið út á ís- lenzku, þó merkilegt sé, þar eð hún er engu lakari en Morgunn lífsins frá efnislegu og skáldlegu sjónarmiði. Það er ákaflega gaman að lesa þessar rómantísku hetjusögur Kristmanns, þar sem heilbrigð æska, manndómur og trú á lif og þroska, þrátt fyrir allt, andar á móti manni svo að segja frá hverri blaðsíðu. Þó eru þetta 1. fl. keppni lokið hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar HAFNARFIRÐI — Síðastliðinn föstudag lauk keppni í 1. flokki hjá Bridgefélagi Hafnarfjarðar. Sex sveitir tóku þátt í keppninni og varð sveit Sigmars Björnsson- ar stigahæst. Næstar og jafnar varð sveit Péturs Auðunssonar og Ólafs Guðmundssonar. — Þessar þrjár sveitir færast upp í meistaraflokk. Næstkomandi þriðjudag hefst firmakeppni hjá bridgefélaginu og taka þátt í henni 40—50 firmu. í fyrra var Akurgerði h.f. sigur úr bítum, en Gunnlaugur Guð- mundsson tollþjónn spilaði fyrir það fyrirtæki. — G. Alliance Francaisc í DAG efnir Alliance Francaise til kvikmyndasýningar í Nýja Bíó fyrir félaga sína og gesti þeirra. Hefst sýningin stundvís- le,ga kl. 1 e.h. Myndin, sem sýnd verður heitir „Les Dernieres Vacances“ með Odile Versois, Pierre Dux, Michel Francois og Jean dYd í aðalhlutverkum. Félagið hefir aflað sér þessar- ar myndar beint frá París, en þar hefir hún vakið mikla athygli, eins og annars staðar, þar sem hún hefir verið sýnd. ars fyrir aldurs sakir. Einn þeirra manna, sem þannig hefur lagt niður vopnin, er Guðmundur Tómas Eggertsson á Freyjugötu 10 A, en það er ekki langt síðan — sex ár eða þar um bil — og í dag heldur hann níræðisafmæli sitt, svo að auðséð er, að hann hefur ekki horfið af vinnustaðn- um fyrr en kvöld var komið. — Samverkamenn hans munu líka minnast hans sem þess manns, er aldrei lét sig vanta á vinnu- 'staðinn, hvernig sem viðraði og og aldrei skoraðist undan nt.in- um snúningi eða handarviki, sem á þurfti að halda. Var öllum góður og ástundaði samlyndi við hvern og einn. Guðmundur fluttist til Reykja- víkur 1920, en áður hafði hann verið bóndi í fæðingarhreppi sín- um, Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu, í nærfellt 30 ár, lengst af í Tröð. Hinir eldri Ilnappdælingar hafa að minnast árvakra og starfsama bóndans þar og hans snyrtilega búskapar, með þrifnað og reglusemi á hverri grein, þar sem hugsað var um það fyrst og fremst, að rækja sem bezt allar skyldur, án alls yfirlætis og kappkostað að halda vinfengi og friði við alla. Þess er líka að minnast frá heimili Guð- mundar, að öll börn hans, f jögur talsins, voru látin öðlast miklu meiri skólamenntun en skylt var að lögum, og var slíkt fullkomið einsdæmi meðal Hnappdælinga þeirra tíma. Að vísu mun það ekki hafa verið einvörðungu Guð mundar ráð, því hann átti mjög mikilhæfa konu. En starfsemi húsbóndans og forsjálni hans um búreksturinn var alltaf undir- staða efnahagsins og afls þeirra hluta, er gera skyldi. Guðmundur fæddist að Syðri- Skógum í Kolbeinsstaðahreppi og ólst upp þar og í Miðgörðum í sama hreppi, hjá foreldrum sín- um, Eggerti Eggertssyni, bónda og Þorbjörgu Kjartansdóttur, konu hans. Guðmundur var næst elztur sex alsyskina, er upp kom- ust. Er hann nú einn þeirra á lífi, en þau náðu öll háum aldri. Tveim þeirra hefur hann fylgt til grafar á þessu hausti, með fárra daga millibili, Guðmundur hóf búskap 1892 og kvæntist sama ár Pálínu Matthildi Sigurðardóttur, ljós- móður frá Tröð, hinni ágætustu konu. Stóð hjónaband þeirra í full 50 ár. Hún dó 1943. Öll börn þeirra lifa: Sigurður, lengi starfs- maður Vinnumiðlunarskrifstof- unnar í Reykjavík; Eggert, verka maður hjá Reykjavíkurhöfn; Val gerður, kennari við Austurbæjar skólann og Gísli, tollþjónn í Reykjavík. Nú dvelst Guðmund- ur á heimili Sigurðar, sonar síns og konu hans, Kristjönu Helga- dóttur. Hann er enn furðu hress eftir aldri, hefur ferlivist og get- ur lesið, en heyrn hans er mjög á þrotum. Fyrir mína hönd og annarra Hnappdælinga færi ég Guðmundi beztu árnaðaróskir á þessum merkisdegi hans, þakka honum öll unnin störf og langa og góða viðkynningu, og óska þess að lokum, að honum megi auðnast mildir ævidagar, unz yfir lýkur. Guðlaugur Jónsson. 1 - X - 2 ÚRSLIT getraunaleikjanna í gær urðu: Arsenal 2 — WBA 2 x Aston Villa 1 — Tottenham 2 2 Blackpool — Newcastle 3 2 Chelsea 3 — Manch. Utd 1 1 Huddersfild 2 — Presíon 2 x: Portsmouth 5 — Liverpool 1 1 Sheff. Utd 3 — Bolton 0 1 Sunderland 2 — Charlton 1 1 Bury 3 — Plymouth 0 1 Everton 3 — Nottingham 3 x: Hull 3 — Birmingham 0 1 Notts Co 2 — Leeds 0 1 Úrslit annarra leikja: Cardiff 1 — Middlesbro 0 Manch. City 3 — Sheff. Wedn 2 Wolves 1 — Burnley 2t Blackburn 3 — Rotherham 0 Brentford 0 — Stoke 0 Bristol 2 — Fulham 1 Derby 2 — Leicester 1 Doncaster 1 — Swansea 0 Lincoln 1 -— West Ham 2 Oldham 1 — Luton 2 1 — x — 2 Röðin fyrir 12 rétta er: x 2 2- — lxl — 111— x 1 1. Entlurminningar Eyjólfs frá Dröngum segja frá Jóni Rauðseying, Friðrik Eggerz, Kristjáni kammerráði, Jóni Mýrdal, Sigurði Geiteying Holger Ciausen, Gram kaupmanni, Hannesi stutía, Guðbrandi í Fagradal, Ingibjörgu Magnússen, Hafliða í Svefneyjum, norskum kaupmönnum og miklum fjölda annarra manna. Kaldur á köflum er kjörin jó'abók handa öllum þeim. sem unna þjóðlegum fróðleik og skemmlilegum frásögnum. ÚTGEFANDI Lislvinasalsens annaS kvöid ráSunaulsins LISTVINASALURINN heldur annað kynningarkvöld sitt á vetrinum á mánudagskvöldið 14. þ.m. í Þjóðleikhúskjallaranum ogr hefst það kl. 8,30. Að þessu sinni verður á dag- skránni eftirtalið efni: Magnús Pálsson leiktjaldamál- ari flytur erindi, er hann nefnir Leiksvið og leiktjöld, og mun þar sýna fram á þróun ieiksviðslistai hin síðari ár. Með erindinu verða. sýndar skuggamyndir. Annað atriðið er það, að þýzka tónskáldið Hans Ulrich Engel- mann mun leika frumsamda són- ötu fyrir píanó, opus 5. Dr. Engel- mann er meðal þekktustu af hin- um yngri tónskáldum Þjóðverja og byggir hann á hinu svonefnda 12 tóna kerfi. Hann hefur bæði samið hljómsveitarverk og óper- ur, og var hin síðasta ópera hans Helför Fausts, frumsýnd í Ham- borgaróperunni 1951. Að loknu veitingahléi verður sýnd litkvikmynd um barna- teikningar. Eins og venjulega er aðgangur ókeypis fyrir alla styrktarfélaga Listvinasalarins, og skulu skírteini sýnd við inn- ganginn. Sýning Þorvaldar Skúlasonar í Listvinasalnum hefur verið frá- bærlega sótt, og hafa sjö myndir selzt. Sýningunni lýkur í kvöld kl. 23. Sklpverjar á bv Gylfa AKUREYRI, 12. des. — Það vakti nokkurt umtal hér fyrir nokkru, er Bjarna Arasyni, ráðunaut Sambands nautgriparæktarfélags Eyjafjarðar var sagt upp starfi sínu, en hann hefir sem kunn- ugt er nýtekið Þjóðvarnartrú og gerzt ábyrgðarmaður málgagns þeirra Þjóðvarnarmanna hér á Norðurlandi. Fjölmennur bændafundur hald inn 9. þ. m. á Svalbarðströnd, mgótmælir harðlega gjörræði stjórnar Sambands nautgripa- ræktarfélags Eyjafjarðar, er hún í bréfi dags. 11. nóv. s. 1. segir Bjarna Arasyni upp starfi, sem ráðunaut sambandsins og for- stjóra sæðingarstöðvarinnar á Akureyri, án þess að bera fram nokkur frambærileg rök fyrir uppsögninni. Samþykkti fundurinn mótat- kvæðalaust áskorun til stjórnar innar um að taka nú þegar aft- ur uppsögn sína, ef það mætti verða til þess að Bjarni fengizt til þess að halda starfinu áfram. Jafnframt vottaði fundurinn báð- um starfsmönnum sambandsins, þeim Bjarna Arasyni og Bjarna Finnbogasyni, sitt fyllsta traust. Þá var og kosin nefnd á fund inum til þess að boða alla bænd- LUNDtJNUM, 12. des. — Sam- ur á sambandssvæðinu til fund-|band járnbrautarstarfsmanna ar á Akureyri hið bráðasta til fyrirskipaði í dag 400 þúsund þess að taka þar upp málið að félögum sínum að hefjá allsherjar nýju, ef umrædd stjórn verður | verkfall hinn 20. desember næst ekki við tilmælum fundarins um ! konfSndi. ‘— Fer sambandið rram afturköllun uppsagnarinnar. [á 15% launahækkun þessum — Vignir. starfsmönnum íil handa. á Palreksfirði rausn- arlega jólayjöf PATREKSFIRÐI, 12. des.: — Skipshöfnin á bv. Gyífa, gekkst nýlega fyrir fjársöfnun um borð í togaranum til kaupa á jólagjöf- um handa sjúklingum á sjúkra- húsinu hér á Patreksfiiði. Adolf Hallgrímsson, loftskeyta maður, afheníi í dag, fyrir hönd skipshafnarinnar, yfirhjúkrunar- konunni Ásdísi Magnúsdóttur, rausnarlega peningagjöf að upp- hæð kr. 5.600.00 í því skyni. Um leið og þessi gjöf skapar gott fordæmi til eftirbrcytni ber hún Ijósan vott um mannfélags- legan hugunarhátt. — Karl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.