Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 9
r Sunnudagur 13. des. 1953 MORGUNBLAÐIÐ 0 R eyk javíkurbréf: Laugardagur 12. desamber Fjárlögin í deiglunni — eflir áhrif kommúnista eyðiey — Brottför Áka ,Sýnið greifanum samúð‘ — ,Þjóðvörn‘ í menningarmálum — Tveir menn á — Byggingafrelsið er undirstaða um- Afgreiðsla fjárlaga ALÞINGI lauk s.l. fimmtudag, annarri umræðu um fjárlaga- frumvarpið. Fór hún með svip- uðum hætti og venjulega. Sam- þykktar voru allar breytingar- tillögur fulltrúa stjórnarflokk- anna í fjárveitinganefnd nema nokkrar, sem teknar voru aftur til 3ju umræðu. Stjórnarandstæðingar fluttu að vanda margar tillögur, sem nær allar höfðu í för með sér stór- felldar útgjaldahækkanir fyrir ríkissjóð. Hins vegar láðist til- lögumönnum að benda á tekju- stofna til þess að mæta hinum auknu gjöldum. En jafnhliða skömmuðu þeir ríkisstjórnina og flokka hennar fyrir of háar álögur. Þannig er þá samræmið í málflutningi stjórnarandstæð- inga. Þeir flytja tillögur um stóraukin útgjöld, en lýsa jafnframt yfir fjandskap sín- um við að ríki® hafi einhverj- ar tekjur tii þess að rísa und- ir framlögum sínum til verk- legra framkvæmda og fjöl- þættrar þjóðfélagsstarfsemi. Svo segja þeir að stjórnar- flokkarnir séu „á móti fram- förum“ vegna þess að tillögur þeirra voru felldar! Flestir viti bornir menn munu væntanlega sjá í gegn um þessi næfurþunnu leik- tjöld yfirborðsmennskunnar. m.. Endurskoðun ríkis- báknsins HÆKKUN fjárlaganna frá ári ul árs er annars fullkomið áhyggju- efni. Þetta litla og fámenna þjóð- félag getur ekki óendanlega hlað- ið nýjum útgjöldum á fjárlög sín. Þegar allt kemur til alls verður þjóðin sjálf að borga hverja krónu, sem hið opinbera eyðir til þarfra eða ónauðsyn- legra framkvæmda og þjónustu. Ólafur Thors forsætisráðherra sagði í stefnuræðu fyrir kosning- arnar í sumar, að ef Sjálfstæðis- flokkurinn fengi hreinan meiri hluta á Alþingi myndi hann beita sér fyrir heildarendurskoðun á öllum ríkisrekstri, með það fyrir augum, að freista þess að færa hann saman og draga úr ónauö- synlegum útgjöldum eftir föng- um. Magnús Jónsson framsögumað- ur meirihluta fjárveitinganefnd- ar við fjárlagaumræðuraar nú í bóta í húsnæðismálum vikunni drap einnig á nayðsyn þess að slík endurskoðun færi fram. Loks sagði Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra við þessar sömu umræður, að hann teldi óhjákvæmilegt að samfærsla rík- isbáknsins yrði tekin til athug- unar. Af þessum ummælum ætti að mega draga þá ályktun, að raun- hæfar ráðstafanir yrðu gerðar í þessa átt. Það er að vísu auðsætt, að styrk og samhent meirihluta- stjórn eins flokks myndi eiga hægra um vik með að fram- kvæma sparnað og samfærslu í ríkisrekstrinum en samsteypu- stjórn tveggja eða fleiri flokka. Sjálfstæðismenn eiga því miklu óhægra um að framkvæma skoð- anir sínar á þessum málum vegna þess, að þeir hafa ekki þingmeiri- hluta einir. En með góðum vilja beggja núverandi stjórnarflokka ætti þó að vera unnt að koma ýmislegum sparnaði við. Verður að vænta þess að fjármálaráð- herra hefjist handa um viðleitni í þá átt er hann undirbýr næsta fjárlagafrumvarp. Það þýðir: Haldið verndar- hendi yfir hrossakaupunum, forréttindunum og spilling- unni, sem eitrað hefur brezkt þjóðlíf. Ef þessi blaðamaður hefði verið viðstaddur þegar „Þjóð- varnarmenn“ kusu kommún- ista til áhrifastaða í tveimur íslenzkum menningarstofnun- um, hefði honum sennilega komið eitthvað svipað í hug um þá: „Sýnið greifanum samúð“. Það þýðir: Hjálpið kommúnisíum til þess að halda áhrifum í íslenzku menningarlífi og eitra íslenzkt þjóðln'. En nú er spurningin þessi: Hve margir af kjósendum hins svokallaða „Þjóðvarnar- flokks“ vilja „sýna greifan- um samúð“? Hve margt fólk innan vébanda þessa flokks, sem þykist fylgja sósíaldemo- kratiskri stefnu, vill láta nota sig til þess að efla áhrif komm únista í menningarmálum? — Þessi spurning vakir áreiðan- lega í hugum margra síðan kosningarnar fóru fram á Al- þingi. í Rússlandi er listamönnum „Sýnið greifanum samúð“ í ÞESSARI viku fóru fram á, , .. .. . , Alþingi kosningar í ýmsar nefnd- mot^hoggmynd^. semja tonv^ k flokksins, formaður hans og rit- ari, rufu þetta samkomulag. Þeir skiluðu auðum atkvæðaseðlum við allar þingkosningar, enda þótt flokksmenn þeirra væru í baráttusæti á öllum framboðslist- um. Vegna andstöðu sinnar við samstarf lýðræðisflokkanna klut'u I þeir sinn eigin flokk og tóku þann rislága kost, að sitja eins og tvö lítil og atkvæðalaus núll ' meðan stórpólitískar kosningar fóru fram í þinginu. Þessi framkoma formanns og ritara Alþýðuflokksins cr j fyrst og fremst sönnun þess,' að þeir liafa beðið pólitískt skipbrot. Þeir eru nú einangr- 1 aðir á eyðiey í sínum eigin flokki. | Á s.l. sumri gengu þeir á fund kommúnista og báðu þá um hlutleysi fyrir stjórn, sem þá langaði til þess að mynda með Framsóknarflokknum. — Þeir fengu vilyrði fyrir þvi, samkvæmt frásögn Alþýðu- blaðsins. En fyrirætlanir þeirra fóru samt út um þúfur. Hinir fyrirhuguðu samstarfs- menn voru ófúsir á að eiga líf stjórnar sinnar undir náð kommúnista. Og nú standa þessir menn uppi skipreika í ofsa sínum. í Alþýðu- flokksfélagi Reykjavíkur biðu þeir einnig mikinn ósigur fynr ir og ráð, sem Alþingi ber sam- kvæmt lögum að kjósa eftir hverjar almennar kosningar. í sambandi við þær bar það helzt til tíðinda, að hinir tveir þing- menn „Þjóðvarnar" töldu sér- staka ástæðu til þess að efla áhrif kommúnista í menningarmálum, með því að styðja þá til að fá fulltrúa kjörna í menntamálaráð og útvarpsráð. Kusu þeir Bergur og Gils framboðslista kommún- ista við kjör í þessi ráð með þeim árangri, að tveir Alþýðuflokks- menn féllu, en fulltrúar hinna „fjarstýrðu" hlutu kosningu. Þannig framkvæma „Þjóðvarn- armenn“ hina „sósíaldemokrat- ísku“ stefnu sína. — Þetta eru þeirra „þjóðvarnir". Merkur brezkur blaðamaður, sem einu sinni deildi harðlega á íhaldsflokkinn í Bretlandi fyrir hegnt fyrir að mála málverk, I uokkrum dögum, er tekin var ákvörðun um framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosn- og bókmenntir, sem ekki eru í anda marxismans. — íslenzkir kommúnistar hafa gengið undir jarðarmen þessarar stefnu gagn- vart fögrum listum. íngarnar. Brottför Áka Jakobssonar En „Þjóðvarnarmenn“ á Al- ÚRSÖGN Ákg Jakobssonar spillingu og afturhald, komst eitt isflokkarnir, Sjálfstæðismenn, sinn þannig að orði, að vígorð Framsóknarmenn og Alþýðu- hans hefði um langan aldur ver- flokkurinn höfðu samið um sam- ið þetta: vinnu sín i milli um nefndakjör. „Sýnið greifanum samúð“. ur kommúnistaflokknum hefur vak- ið mikla athygli. Einn af fremstu og vinsælustu leiðtogum flokks- ins hefur axlað skinn sín og kvatt kóng og prest. Annar fyrsti ráðherra kommúnista hér á landi hefur yfirgefið þá. Meðal almennings þarf þetta ekki að vekja neina furðu. Þessi saga hefur gerzt í öllum lýðræð- islöndum. Skynsamir og hugs- andi menn finna það fyrr en síðar að þeir eiga ekki samleið með fólki, sem afneitar hug- myndum frjálsra manna um al- menn mannréttindi. Ennþá eru nokkrir slíkir menn eftir í komm únistaflokknum hér á landi. Þeir munu fara í slóð hins fyrrveí- andi ráðherra. Jónas Haralz hag- fræðingur og ýmsir fleiri vortx En tveir af þingmönnum Alþýðu-áður farnir. Skriðan frá komm- þingi biðja Islendinga að „sýna greifanum samúð“, hjálpa kommúnistum til þess að láta hið skæra ljós stefnu sinnar í menningarmálum skína yfir land þessarar frels- isunnandi þjóðar. Látum svo vera. En vera má, að íslenzka þjóðin hafi fengið nokkru gleggri vitneskju en hún hefur áður haft um raun- verulegt eðli hins nýja flokks. Á eyðiey í ÞESSUM kosningum á Alþingi gerðist annar atburður, sem vak- ið hefur nokkra athygli. Lýðræð- únistum verður ekki stöðvuð á íslandi fremur en meðal frænd- þjóða okkar á Norðurlöndum. Stjórnarandstaðan og framkvæmdafrelsið FRUMVARP ríkisstjórnarinnai* um afnám fjárhagsráðs hefur nú verið samþykkt í báðum deild- um Alþingis. Eftir er aðeins ein umræða um það í Neðri deild, þar sem Efri deild breytti 1. grein þess lítillega í áttina til meira viðskiptafrelsis. Afstaða stjórnarandstöðunnar til þessa frumvarps er mjög at- hyglisverð. Hún hefur greitt at- kvæði gegn því og einstökum greinum þess. M. a. voru þing- menn hennar mótfallnir þeirri grein, sem kveður á um aukið byggingarfrelsi. En upphaf henn- ar er á þessa leið: „Frjálst skal vera að byggja íbúðarhús, þar sem hver íbúð, ásamt tilheyrandi geymslu, þvottahúsi og þess háttar, er allt að 520 rúmmetrum, svo og- peningshúa, heyhlöður, ver- búðir og veiðarfærageymslur. Ennfremur eru undanþegnar f járfestingarleyfum fram- kvæmdir, er kosta samtals allt að 40 þús. krónum.“ Þetta ákvæði þýðir, að svo að svo að segja allar íbúða- byggingar, sem almenningur í landinu vill ráðast í, ern gefnar frjálsar. Skriffinnskan, sem ríkt hefur í sambandi viff slíkar framkvæmdir er af- numin. Fólkið þarf ekki að knékrjúpa nefndum og ráðum til þess að mega byggja yfir sig. En kommúnistar, Alþýðuflokks menn og „Þjóðvörn“ með „sósíal- demokratisku" stefnuna, greiddu atkvæði gegn þessu aukna fram- kvæmd af r elsi!! Það er sannarlega von að fólk spyrji: Hvað vakir eiginlega fyrir þess um mönnum, sem þó segjast vera ákaflega áhugasamir um að draga úr höftunum og leyfa ein- staklingunum að snúa sér við án leyfis hins opinbera? Ætla þeir t. d. að framkvæma loforð sín um umbætur í hús- næðismálum með því að berjast gegn því að hömlurnar á bygg- ingaframkvæmdum séu afnumd- ar? Hver getur ráðið slíka kross- gátu! Framh. á bls. 11,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.