Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Surnudagur 13. des. 1953 SRCM rORSYTRNNH - RÍKI MAÐURINN - Eftir Jotín Galsworthy — Magnú’s Magnússon íslenzkaði Pramhaldssagan 4 Swithin Forsyte, hár og sam- anrgkinn, með bringu eins og á flóðhesti, kom spígsporandi til þeirra. „Jseja, hvernig gengur það?“ spurði hann. Allir bræðurnir voru mjög við- kvæmir fyrir því, að ekki væri gert of lítið úr lasleika sínum. „Við vorum einmitt að tala um það“, sagði James, „að þér gengi hægt að megrast“. Ljósu augun í Swithin stækk- uðu, hann laut áfram, eins og heyrnarsljóir menn að jafnaði gera,.til þess að heyra, hvað þeir sögðu. „Magrari? Ég er einmitt eins og ég á að vera, en er ekki eins og saumnál, eins og þið eruð“. Anna frænka renndi augunum til þeirra. Augnarráðið var alvar- legt og umhyggjusamt. Bræð- urnir þrír athuguðu hana í laumi. Þeim duldist ekki, að hún var orðin hrörleg, en dásamleg kona var hún. Bráðum var hún áttatíu og fjögra, og gæti þó hæg- lega lifað tíu ár enn og þó hafði hún aldrei verið hraustbyggð. — Swithin og James, tvíburarnir, voru aðeins sjötíu og fjögra, og Nicholas barn að aldri, tæplega sjötugur. Heilsan var þeim dýrmætari en allt annað, sem þeir áttu á þessari jörðu. „Eiginlega líður mér vel“, hélt James áfram, „það eru bara taugarnar, sem eru í bölvuðu ó- lagi. Mér verður svo mikið um allt. Ég neyðist líklega til þess að vera með til Bath“. „Bath!“ hrópaði Nicholas. „Ég hef nú reynt Harrogate, og það kom að engu gagni. Það er sjáv- arloftið, sem ég þarf — og þá jafnast enginn staður á við Yar- mouth. Þar get ég sofið —“ „Lifrin í mér er í megnasta ó- lagi“, tók Swithin fram í. „Mér líður svo illa hérna", hann þreif- aði á hægri hliðinni. „Of lítil hreyfing", tautaði James. „Annars finn ég nú líka til þarna“. Swithin varð blóðrauður í framan eins og kalkúnhani. „Hreyfing“, sagði hann. „Ég hef nú nóg af henni. Ég nota til dæmis aldrei lyftuna í klúbbn- um“. „Mér var nú ókunnugt um það“, flýtti James sér að segja. „Ég veit yfirleitt aldrei neitt um neinn. Það er enginn, sem segir mér neitt“. Swithin leit fast á hann og spurði: „Hvaða ráða leitar þú við þessu?“ Það birti yfir James. „Ég tek inn blöndu af —“ „Góðan daginn frændi. Hvern- ig líður þér?“ June litla stóð fyrir framan hann, lítil og grönn, og rétti honum hendina. Það þyngdi aftur yfir James. „Hvernig hefur þú það?“ spurði hann og leit þungbúinn niður á hana. „Jæja, þú ætlar þá að fara til Wales á morgun til þess að heimsækja frænkur unnusta þíns. Það rignir nú þar, gæti ég trúað. Þetta hérna er skítti“, hann benti á krukkuna. „En það, sem húii móðir þín fékk í brúðargjöf frá mér, var ósvikið“. June rétti öllum frændum sín- um hendina og sneri sér svo að Önnu frænku. Gamla konan leit ástúðlega á hana og kyssti hana titrandi á kinnina. „Jæja, June litla, þú ætlar að verða híeilan mánuo að héimán". Unga stúlkan hélt áfram göngu sinni um salinn. Anna frænka fylgdi henni eftir með augunum. „Já“, hugsaði hún. „Það hefur komið fjöldi til þess að sam- fagna henni. Hún ætlar að verða mjög hamingjusöm". Svo hvarflaði hugur hennar til föður June, Jalyons unga, scm hljóp frá konu sinni og barni með útlenda kvenmanninum. Þvílíkt hörmulegt last fyrir föð- ur hans og þau öll. Eins og þetta var þá efnilegur piltur, Það var þó lán í óláni, að þetta vakti ekki opinbert hneyksli, því að kona Jó sótti hann ekki að lögum. En það var nú langt síðan þetta var. Og svo átti Jó þessa útlendu konu, sem árum síðar, þegar móð ir Jó var dáin, og eignaðist með henni tvö börn eða svo hafði henni verið sagt. Og síðan hafði Anna frænka aldrei séð hann, aldrei fengið að kyssa eftirlætið sitt, stolt ættarinnar. Þessar hugs anir ýfðu gamlar sorgir upp í hjarta hennar. Henni vöknaði um augu. Hún þurrkaði tárin burtu með vasaklútnum sínum. „Jæja, hvernig líður þér, Anna frænka?" var sagt fyrir aftan hana. „Það var Svames Forsyte, snoðrakaður, sléttur og skafinn. „Hvernig lízt þér á þessa trú- lofun?“ Anna frænka leit hreykin á hann. Hann var nú elztur af systkinabörnum hennar, eftir að Jolyon hafði sagt skilið við ætt- ingja sína, og var nú eftirlæti hennar. Hún treysti því, að hann mundi varðveita ættareinkennin. „Mjög gott fyrir unga mann- inn“, svaraði hún. „Hann er líka viðfeldinn maður, en ég efast um, að hann sé sá rétti handa June“. Svames snart við brúnina á gylltum kertastjaka. „Hún mun hafa lag á því að tengja hann“, svaraði hann, vætti fingurinn í lúunni og strauk hon- um yfir gylltar kúlurnar. „Þetta er ósvikin, gömul gylling. Svona handbragð sézt ekki nú. Hann mundi fara fyrir hátt verð á uppboði hjá Jobson“. Hann tal- aði hressilega, eins og sá gerir, sem veit að hann fjörgar og gleður. Annars var hann sjaldan alúðlegur. „Ég vildi gjarnan eiga hann“, bætti hann við. „Já, þú hefur nú svo gott vit á þesskonar“„ svaraði Anna frænka. „En hvernig líður Irenu minni?“ Brosið hvarf af andliti Svames. „Þökk fyrir, henni líður bæri- lega“, svaraði hann. „Hún kvart- ar bara undan því, að hún geti ekki sofið, en hún sefur þó tals- vert meira en ég“. Hann leit til konu sinnar, sem var að tala við Basinney fram við dyrnar. Anna frænka stundi. .„Það væri máski fullt eins gott, að þær June væru minna saman. Hún June mín er svo ákveðin í skoðunum sínum?“ Svames vaknaði, og roðinn færðist yfir sléttar kinnarnar. „Ég skil ekki, hvað hún getur dáðst að hjá þessum oflátungi“, en þegar hann varð þess var, að þau voru ekki lengur ein, þagn- i aði hann og fór aftur að skoða kertastjakann. „Það er sagt, að Jolson hafi I keypt eitt húsið enn“, sagði faðir i hans, sem stóð skammt frá hon- ; um. „Hann hlýtur að hafa nóg af j skildingunum, svo mikið, að j hann veit ekki hvað hann á að gera með þá. Á Montpelher Square, rétt hjá húsi Svames. En mér er ekkert sagt — Irena segir mér aldrei neitt“. „Agætur staður, tæpra tveggja mínútna gangur frá mér“, gall Swithin við. „Og frá mér, er ég aðeins átta mínútur að aka til klúbbsins“. Forsytana skipti það mjög miklu, hvar húsin þeirra voru og það var ekkert einkennilegt við það, því að lega þeirra sýndi, hvers þeir voru umkomnir. Faðir þeirra, sem var af bænd- um kominn, fluttist frá Dorset- shure til Lundúna á fyrstu árum nítjándu aldar. Upprunalega var hann múrari, en varð svo bygg- ingameistari og byggði fjölda húsa. Á síðustu árum ævi sinnar fluttist hann til Lundúna, og hélt áfram að byggja þar til dauðans. Hann var grafinn að Hightgate. Hann lét eftir sig þrjátíu þúsund pund, sem skiptust milli tíu „Ef þú þarft endilega að leggja leið þína út í heiminn, þá geturðu hundskazt við að fara einn,“ sögðu bræður hans og ráku um leið upp skellihlátur. Síðan lögðu bræðurnir tveir af stað. Og nokkru seinna fór Ösku-Axel einnig í burtu frá kotinu til þess að leita sér að konu. Hann kom inn í stóran og dimman skóg. Lengi dags gekk hann um skóginn, og var loks orðinn svo villtur, að hann rataði ekki aftur út úr honum. Þar, sem hann var í öngum sínum og yfirkominn af harmi, rakst hann allt í einu á gamlan mann. „Af hverju ert þú svona illa á þig kominn?“ spurði gamli maðurinn. Þá sagði Ösku-Axel honum alla söguna um hina vondu bræður sína, sem ekki vildu lofa honum að fara með sér. „Þú skalt ekki hafa áhyggjur út af því,“ sagði þá gamli maðurinn. „Farðu eftir þessari götu, og þá mætir þú froski nokkrum, sem spyr þig hvort þú viljir koma með sér heim til sín. Og það skaltu þiggja,“ bætti gamli maðurinn við. Og svo fór Ösku-Axel eftir götunni, sem maðurinn hafði vísað honum á. Eftir að hann hafði gengið nokkurn spöl eftir henni, mætti hann froskinum. „Góðan dag,“ sagði froskurinn. „Góðan dag, froskur sæll,’“ sagði þá pilturinn. Síðan fóru þeir að rabba saman, og þá spurði froskurinn piltinn, hvort hann vildi koma með sér heim. Jú, það vildi Stórkostlegt úrval af skófatnaði: háir hælar fleighælar (háir —■ lágir) lágir hælar kvart hælar Telpuskór Drengjaskór (svartir, brúnir, reimaðir og með spennu) Barnaskór (lakkaðir — leðurskór í mörgum litum) Inniskór, kven- og karla úr leðri og vefnaði Karlm.-bomsur (gabardine — gúmmí) Kven-bomsur (svartar — gráar) Barna-bomsur (gráar — rauðar — brúnar — bláar) Barna-gúmmístígvél (margar gerðir og litir) Lítið í gluggana. Allt mjög smekklegur skófatnaður. óuerzÍunm ^JJector Laugaveg 11 (Smiðjustigsmegin) Nýkomnir Þýzkir „Eisfinku kæliskápar Nokkrum stykkjum óráðstafað. — Komið og skoðið Z sýnishornin áður cn þér festið kaup annars staðar. Raflampagerðin Suðurgötu 3 — Sími 1926 1. bindi af :! 9 Endurminningtim sr. Halldórs Jónssonar frá RcynivöIIum, :! kemur í bókabúðir á morgun. 3 Útgefendur. i 3 • ••■■■■■■■■■•■■■■■ ■■> ■■'■■■■■■■■!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.