Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 11
Sunnudagur 13. des. 1953 MORGVNBLAÐIÐ 11 Evlalia Guomundsdóttir 75 ára FRÚ EVLALÍA GUÐMUNDS- DÓTTIR í Bolungarvík varð 75 ára s.l. föstudag. Hún er fædd að Heydal í Reykjarfjarðarhreppi h. 11. desember 1878. Var faðir hennar Guðmundur Bjarni Arna son, síðar bóndi að Fossum í Skutulsfirði, en móðir, Sigríður Bjarnadóttir. Hún ólst að mestu upp hjá móður sinni til 11 ára aldurs, en eftir það vann hún aigjörlega fyrir sér sjálf. Seytján ára að aldri réðist hún í vist til merkishjónanna Jóns Einarsson- ar, bónda að Garðstöðum í Ögur- hreppi, og konu hans, Sigríðar Jónsdóttur. Var hún þar í 2 ár, og síðan 1 ár í Ögri hjá hinum landskunna atorku- og fram- faramanni Jakobi Rósinkarssyni og konu hans, Þuríði Ólafsdótt- ur. Á þessum árum fékk Evlalía greitt hærra kaup, en aðrar vinnukonur á sama tíma, og er það til marks um, að þá þegar hefur í ljós komið hið afburða starfsþrek og trúmennska, sem einkennt hefur Evlalíu allt henn- ar líf. Árið 1901 giftist Evlalía Sig- urði Þórðarsyni. Sigurður var einn af 10 börnum Þórðar Gísla- sonar og konu hans, Guðrúnar Ólafsdóttur, en þau voru síðustu búendur að Hestfjarðarkoti í Hestfirði. Þau Sigurður og Evlalía byrj- uðu búskap að Markeyri í Ögur- hreppi, en þar hafði Þórður, fað- ir Sigurðar, þá reist nýbýli. Fá- um árum síðar fluttust þau að Folafæti í Súðavíkurhreppi og bjuggu þar til ársins 1916, en þá lézt Sigurður eftir þunga legu í lungnabólgu. Sigurður var sérstakur atorku- og dugnaðarmaður. Hann stund- aði búskap og sótti sjó jöfnum höndum, eins og títt var um bændur við ísafjarðardjúp á þeim árum. Hann byggði mjög myndarlegt íbúðarhús á ábýlis- jörð sinni á þeirra tíma vísu, og þrátt fyrir það, að börnunum fjölgaði eftir því sem árin iiðu, komust þau hjón þó vel af og áttu snoturt bú. Við lát manns síns stóð Evla- lía ein uppi með 7 börn í ómegð, og reyndi nú mjög á þrek henn- ar og dugnað. Hún hélt áfram bú- skap, og réðist þá til hennar sem ráðsmaður, Jón Pétursson, ættað- ur úr Reykhólasveit. Bjuggu þau saman æ síðan, þar til er Jón lézt árið 1936. Árið 1935 brá Evlalía búskap, og fluttist til Bolungarvíkur og hefur átt þar heimili síðan. Eftir komu sína þangað tók hún að stunda vélprjóna sem atvinnu, og hefur gegnt því starfi síðan af alkunnum dugnaði og vand- virkni. Evlalía heldur ennþá ótrúlega lítið skertu sínu mikla starfs- þreki og situr enn langa vinnu- daga við prjónavélina, og því fer mjög fjarri, að hún hafi lært að tileinka sér nútímakröfur um daglegan vinnutíma og laun fyrir starf sitt. Og víst er um það, að margur Bolvíkingur hefur notið góðs af þessu starfi hennar fyrir litla greiðslu. Evlalía hefur á liðnum árum orðið að þola þungar raunir af völdum ástvinamissis. Tvö af börnum hennar dóu í bernsku, dóttur sína, Sigurbergu, missti hún á æskuskeiði, og sonur henn- ar, Þórarinn, hinn mesti efnis- maður, fórst í fiskiróðri með vél- bátnum „Sæbjörn" frá Súðavík, veturinn 1930. Öllu þessu hefur Evlalía tekið með stakri hugarró og þreki, sem aldrei lætur bug- ast. Börn Evlalíu, þau sem á lífi eru, eru þessi: Guðrún, hús- freyja; Sigurgeir, verksmiðju- stjóri; Hannes, vélstjóri; Björg, húsfreyja, — öll búsett í Bolung- arvík, og Þórður, skipstjóri, á ísa firði. Öll eru börnin hið mesta atorku- og dugnaðarfólk, svo sem þau eiga kyn til. Þeir Sigur- geir og Hannes hafa til skamms tíma verið útgerðarmenn og skipstjórar á bátum frá Bolung- arvík, og reynzt mjög fengsælir og atorkusamir sjómenn. Evlalía á nú 39 barnabörn og er langamma 18 barna. Á afmælisdaginn var hlýtt og bjart á heimili Evlalíu. Ástvinir hennar og aðrir vinir, þeir er til náðust minntust við hana, og þökkuðu henni af heilum huga alla hennar umhyggju, ástúð og mildi á liðnum árum, og færðu henni óskir um gleði og gæfu á ókomnum tíma. Undir þær óskir og þakkir munu allir þeir, er Evialíu hafa kynnst, einhuga taka. Vinur. — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 9. Þjóðin vill meira athafnafrelsi NEI, stjórnarandstaðan skapar sér áreiðanlega ekki aukið traust með því að berjast gegn tillög- um ríkisstjórnarinnar um aukið athafnafrelsi. Þjóðin vill meira athafnafrelsi. — Hún er orðin þreytt' á því, að þurfa að sækja ótal leyfi til opinberra nefnda og ráða. — Hún íagnar því, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur reist merki vaxandi byggingafrelsis. Hana vantar mikið af nýjum og fullkomnum íbúðarhúsum í stað gamalla og lélegra húskumbalda, bragga og skúra. Henni er aS vísu Ijóst, að öllu siæmu húsnæði verður ekki útrýmt í einu vetfangi. En byggingafrelsið er fyrsta sporið að því takmarki. Síðan verður eftir fremsta megni, og í samræmi við fjárhags- getuna á hverjum tíma, að afla lánsfjármagns til þess að byggja fyrir. Almenn spari- fjársöfnun verður að aukast og lánastofnanirnar að eflast til þess að þær geti sinnt því mikilsverða hlutverki sinu að styðja byggingarframkvæmd- ir í landinu. Að þessu vinnur Sjálfstæð- isflokkurinn markvíst og til þcss að koma þeessari stefnu sinni fram beiðist hann lið- sinnis allra frjálslyndra manna. - Veðrið Framh. af bls. 1. andi um sinn hag, en þar er skíða tíminn vanur að hefjast í janúar. EN BAÐSTRÖND FYLLIST FÓLKI í baðstaðnum Brighton í Eng- landi var 30 stiga hiti s.l. sunnu- dag og þúsundir manna á bað- strönd. Á sama tíma í fyrra var þar 2 stiga hiti. í Lundúnum eru menn að velta því fyrir sér, hvort ekki verði bráðum hægt að rækta banana að vetrarlagi í útborg- um Lundúna. A ISIZT AÐ AUGLÝSA A T / MORGUMiLAÐINU ,T Nýjar sænskar plötur: Sju ensamma kváller Elizabeth Göm det i hjartet Sángen frán Moulin Rouge Jag vántar pá min ván — o. m. fl. Sungnax af Harry Brandelius, Ingalill Rossvald, Ingalill Gahn, Marion Sundh og Deep River Boys. FÁLKINIM H.F. Hljómplötudeild (Sími 8-16-70) 2 nýjar píötur með Else Miihl: Aria úr operunni „Töfraflautan" (Mozart): „Der Königin der n.acht“ DB30006 íslenzk vögguljóð á hörpu Fuglinn í fjörunni Tvö hjarðljóð frá 18. öld DA 30000 ÞORSTEINN HANNESSON: Sverrir konungur (Sv. Sveinbjörnsson) Vetur (Sv. Sveinbjörnsson) JORXIOI FALKINN H.F. Hljómplötudeildin — (Sími 8-16-70) i Den slore Iranske kog^ebogf j I í I 3 l | í Vor Síðasta sendingin fyrir jól kemur í búðina í dag. — Þair, sem pantað hafa þessa fallegu matreiðslubók eru vinsamlega beðnir að sækja hana sem allra fyrst, því upplagið er mjög takmarkað. Leksikon Örfá sett eru nú til af þessari eftirsóttu alfræðabók. Pantanir, sem þurfa að afgreiðast fyrir jól, óskast sóttar fyrir miðvikudagskvöld. Eól? auerzíum ^dóapoldar f ■J l iJ m í Jólabók telpnanna Þeir foreldrar, sem bera fram- tíð barnanna fvrir brjósti, velja bækur, sem hafa gildi fyrir upp- eldi þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.