Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 2
MORGUNBLAfílB Smínudagur 13 des. 1953 Læknisráð vikunnar: ; Ferðala« fæð t O gegnum meltingarvegmn MATURINN, sem við borðum, á langa ferð fyrir höndum. Tyggja jþarf hann og blanda hann með munnvatni. Maganum fellur bezt að taka við honum vel tuggnum. En samtímis, sem við tyggjum hann, gefst okkur kost- ur á að njóta þess, hve vel hann smakkast. Meðan við njótum hins góða .smekks, gera bragðtaugarnar boð jmaga og þarmakirtlum, að nú sé .kominn tími til að framleiða safa, 4>ví nú sé von á góðgæti, sem þeir eigi að hirða um. í fæðu manna á að vera eggja- hvítuefni, fita, sykur og mjölvi, vatn og sölt allskonar og fjör- efni. Veggir meltingarfæranna eru þannig gerðir, að sama sem ekk- ert af eðlilegum fæðutegundum getur komizt í líkama vorn eða í gegn um garnavegginn, nema efni þessi séu klofin rækilega. Eggjahvítuefnin þarf að kljúfa í þau grunnefni sín, sem kallaðar eru aminosýrur, sykurinn og mjölefnin í þrúgusykur og á- vaxtasykur, fituna verður að kljúfa í glycerín og fitusýrur En hvers vegna skyldi náttúran hafa gerl lífsstarfséfni þessa svona flónka. Það má vera að eitt dæmi geti gert yður þetta skiljanlegra. Ef dælt er eggjahvítuupplausn, t.d. hænsnaeggjahvítu, beint í blóð manns, sýnir það sig, að verkanir þess eru sem um eitur væri að ræða. Sé þessi dæling endurtekin, fær viðkomándi maður bráðiega hitasótt og önn- ur sjúkdómseinkenni og hið annarlega eggjahvítuefni skilst fir líkamanum með þvaginu. Hið annarlega eggjahvítuefni, í þetta skipti hænsnaeggjahvíta, en einu gildir frá hvaða dýri hún er, nema hún sé runnin frá ann- arri manneskju, getur með engu móti komið mannslíkamanum að jiotum. I meltingarfærunum verður hún fyrst að klofna í ein- faldari efnasambönd, aminosýr- urnar, sem hún er byggð úr, en t>ær komast leiðar sinnar í gegn um veggi þarmanna og úr ami- nosýrunum getur mannslíkum- inn svo byggt upp sín sérstæðu eggjahvítuefni á þann hátt, sem honum hentar. Eg tek annað dæmi. Ef maður rífur múrsteinshús til grunna, þá fær maður mikið af lausum steinum og hægt er að byggja úr þeim nýtt hús. Vel má vera, að húsið, sem við rífum, hafi verið hátt og jafnt á allar hliðar. En húsið, sem við byggjum að nýju úr sömu stein- unum, getur orðið langt og lágt. Sömu steinana höfum við not- að í bæði húsin, en þau hafa orðið næsta ólík. Eggjahvíta úr hænsnum .... eggjahvíta úr mönnum. Melting manna verður með tvennum hætti. Maturinn er tætt uf sundur, tugginn, og hann verð ur fyrir efnabreytingum af melt- ingarvökvunum, er kljúfa efna- .sambönd hans. Þess vegna verður maturinn að fara langan veg um vélindið, niður í magann, en verður að vera þar tímum saman og tekur gagngerum breytingum. Frá mag anum er hann sendur smátt og smátt niður í skeifugörnina, sem .svo er nefnd eftir lögun sínni og er fyrsti hluti garnanna. í skeifu- görninni mætir maturinn þarma- ^afanum — gallinu og brissafan- um, en þaðan ýtist fæðan áðram jniður gegnum hinar 8 metra löngu garnir. A leið sinni gegnum þarmana heldur fæðan áfram að klofna í sína . frpmparta og þær mynd- breytingar komast í kring, en upptaka hinna sundurleystu fæðuefna byrjar. Fæðuefnin komast leíðar sinnar í gegn um þarmaveggina yfir í blóðið, nema fituefnin fara krókinn, fyrst inn í sogæðarnar, en þaðan inn í hringrás blóðsins. Fæðuefnin eru notuð til að bæta upp efnatap líkamans og slit líffæranna, til að halda við líkamshitanum, blóðrásinni, and- ardrættinum og annarri nauð- synlegri líkamsstarfsemi, til orku fyrir líkamshreifingarnar, eða í stuttu máli, til að halda við lýði hinni margbreyttu starf- semi, sem þarf til að halda hin- um mannlega líkama lifandi og starfandi. Ef við tökum til okkar meiri fæðu en við þurfum á að halda, safnast afgangurinn og leggst fyrir í líkamanum til betri tíma, þegar hans verður þörf. Matarlystin stjórnar með undraverðum hætti tilhneiging- um okkar tii matar, svo flestir fullorðnir menn halda nokkurn veginn sama líkamsþunga ár eft- ir ár. í ristlinum síast vatnið úr inni- haldi þarmanna, svo það verður mátulega fast í sér og hægðirnar verða mátulega þéttar til að fara út um endaþarminn, þegar tími er til þess kominn. En þetta er löng ferð, sem fæðan fer í gegn um meltingar- veginn, og tekur einn til tvo sól- arhringa. Frófkosising Sjálfstæðismanna í Reykjavík PRÓFKOSNINGIN um val manna á lista Sjálfstæðis-1 flokksins í Reykjavík stendur . yfir. J Allir kjósendur Sjálfstæðis- J fiokksins i bænum hafa rctt, til þess að taka þátt í henni. • Þeir, sem ekki eru skráðir mcðlimir í ncinu Sjálfstæðis- félagi hér í bænum, geta greitt atkvæði síh í kjörstoíunni í skrifstofu flokksíns í Sjálf- stæðishúsinu. I Félagsbundið fólk, sem ekki hefir fengið kjörgögn heim tii sín, verður að koma í kjör- stofuna og greiða þar atkvæði. Kjörstofan er opin frá kl. 2—7 í dag og allan daginn á morgun (mánudag). ! Sjálfstæðiskjósendur: Það er í yðar valdi að ráða því, hvernig listi flokksins við næstu bæjarstjórnarkosning- ar verður skipaður. — Takið þátt í prófkosningunni og, veljið þá sem þið treystið bezt. Kjörnefnd Sjálfstæðis- fclaganna í Reykjavík. áttatillaga íslands í lúnisdeilunni 6æfi ieift fii mikiis, \ákmh og varasiiegs árangars úss Akraness AKRANESI — í gær, laugardag- inn 12. des. afhenti frú Ingunn Sveinsdóttir gjöf frá gömlum Akurnesingi. sem nú er í Reykja- vík, peninga að upphæð kr. 2.000,00, sem er gjöf frá honum til Sjúkrahúss Akraness. Fyrir þessa myndarlegu gjöf leyfi ég mér að færa beztu þakk- ir. — Ráðsmaður Sjúkrahússins. Doktorsvörn fór fram við Háskólann í ?ærdag O o Guðni Jónsson varði ritgerð sína um Búendur og bólstaði í Slokkseyrarhreppi. í GÆRDAG fór fram við Háskóla íslands doktorsvörn magisters Guðna Jónssonar, skólastjóra Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. — Athöfnin, sem fór fram í hátíðasal, hófst kl. 1,30 og stóð yfir í tvo og hálfan tíma. Athöfnin var hin virðulegasta, svo sem vera ber. BÚENDUR OG BÓLSTAÐIR í STOKKSEYRI Athöfnin hófst með því, að einn þriggja dómnefndarmanna, dr. Símon Jóh. Ágústsson, pró- fessor, setti hana með fáum orð- um. Því næst tók doktorsefnið til máls og lýsti riti sínu, sem Dr. Guðni Jónsson fjallar um búendur og blóstaði í Stokkseyrarhreppi. Hafði hann að þessu formála um nám sitt í Háskólanum og aðdraganda ritsins. Kvaðst hann æfinlega hafa haft hinn mesta áhuga á ættfræðirannsóknum, enda er Guðni Jónsson einhver færasti maður í þeirri grein hér á landi. RÆÐUE ANDMÆLENDA Andmælendur voru þeir dr. Þorkell Jóhannesson próf. og dr. Björn Karel Þórólfsson skjala- vörður. Fyrri andmælandi, dr. ^ Þorkell, ræddi einkum um jarð- irnar sjálfar og ýmis hagfræði- leg atriði í því sambandi. Benti andmælandi á nokkrar misfellur, sem doktorsefnið gaf síðan skýr- | ingar á. — Þá tók til máls síðari andmælandi, dr. Björn Karel. * Vék hann að ættfræði ritgerð-1 arinnar og benti á nokkrar vill- ur og ályktanir, sem hann taldi lýta verkið. — Doktorsefnið þakkaði dr. Birni Karel ábend- ‘ ingarnar og kvað upplýsingar þessar vera þarflegar viðbætur við verkið, enda er aðeins eitt bindi af þrem um sögu Stokks- eyringa komið út. Dómnefndin vék nú frá um stund. Síðan lýsti dr. Símon Jóh. doktorsvörnina hafa verið tekna gilda af heimspekideild Háskóla íslands. Sleit hann síðan athöfninni og dómnefndarmenn óskuðu hinum nýja doctor philosophiae Guðna Jónssyni til hamingju. Líður vel SÍÐUSTU fregnir af brezku konungshjónunum herma, að þeim líði ágætlega á siglingunni yfir Kyrrahaf. THOR THORS, aðalfulltrúi íslands hjá S. Þ. flutti eftir- farandi ræðu, er hann lagði fram sáttatillögu íslands í Túnisdeilunni. Frú Pandit, forseti! ÍSLENZKA sendinefndin leyfir sér að flytja breytingartillögur við ályktun þá, sem fyrsta ncfnd- in hefur samþykkt í Túnismál- inu. Breytingaftillögur þessar eru að finna á skjali A/L 166. Fyrsta breytingartillagan er við þriðju málsgrein inngangs- orðanna, sem nú hljóða þannig: „Þar eð markmiði ályktunar þessarar hefur enn ekki verið náð“. Var málsgrein þessi nokk- uð ágreiningsatriði í fyrstu nefndinni og við viljum þess vegna að hún sé felld niður. Önnur og þriðja breytingartil- lagan eru við niðurstöður álykt- unarinnar, sem nú hljóða þannig: „1. Allsherjarþingið mælir með því, að allar nauðsynlegar ráðstafanir séu gerðar til þess að tryggja íbúum Túnis rétt þeirra til fullveldis og sjálf- stæðis. 2. Allsherjarþingið fer þess á leið við aðalritarann, að hann af-1 hendi ályktun þessa og fundar- gerðir frönsku stjórninni og flytji allsherjarþinginu skýrslu um málið á 9. fundi þess“. Tillögur íslenzku sendinefnd- arinnar eru, að í staðinn fyrir þessar tvær málsgreinar, sem a. m. k. að nokkru leyti hafa vald ið ágreiningi í fyrstu nefndinni, komi ein málsgrein svohljóðandi: „Allsherjarþingið mælir með því að samningar verði hafnir milli Frakkladns og Túnis með það fyrir augum, að íbúum Túnis verði tryggður réttur þeirra til sj álf sákvörðunar". Með tillögum þessum vill ís- lenzka sendinefndin komast hjá ágreiningsatriðum þeim, sem risu í fyrstu nefndinni. Ennfrem- ur er aðalritari leystur undan þeirri skyldu að hafa afskipti af máli þessu og ekki er til þess ætlast, að hann gefi skýrslu um málið á 9. fundi þingsins. Breytingartillögur íslenzku sendinefndarinnar eru lagðar fram til sátta. Við getum ekki lokað augunum fyrir þeirri stað- reynd, að hér eru tveir aðilar sem eiga í deilu. Það er skylda SÞ að sýna báðum aðilum við- eigandi virðingu og tillit. Þess vegna gerum við það að tillögu okkar, að allsherjarþingið mæli með því áð samningar fari fram milli Frakklands og íbúanna í Túnis. í 1. grein, 2. lið sáttmála SÞ segir svo, að einn aðaltilgangur SÞ sé, „að vinna að vinsamleg- um samskiptum þjóðanna á grundvelli virðingar fyrir jafn- rétti og sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna". Það er því eðlilegt að við leggjum til, að samningar milli Frakklands og íbúa Túnis skuli tryggja það, að íbúar Túnis nái rétti sínum til sjálfs- ákvörðunar. Háttvirtu samþings- menn, ég spyr ykkur: er ekki þetta skuldbinding semvið höfum allir tekizt á herðar og sem við þess vegna verðum að virða og framfylgja? Eins og ég sagði áðan eru breytingartillögur ísl. sendinefnd arinnar frambornar með sáttfýsi í huga og ég vil bæta því við, með auðmýkt í huga. Við erum að sjálfsögðu ekki aðili í þessari deilu, en eins og allar þjóðir höf- um við skyldur samkvæmt sátt- mála SÞ. Við óttumst einnig að stöðugt öngþveiti af hendi SÞ, eins og við sáum nýlega í Mar- occomálinu, hljóti óhjákvæmi- lega að orsaka það, að mikill fjöldi fólks víðsvegar um heim glati trú sinni á SÞ og þetta verði til þess að grafa undan áliti, veldi og styrkieika SÞ. Ef þaS fólk í heiminum, sem er óánægt með hlutskipti sitt í lifinu, örlög sín eða íramtíðarhorfur, finnur að það hefur ekkert að sækja til SÞ, þá mun þetta fólk, áður ers stundir líða, leita fullnægingu óska sinna á einhvern annan hátt og sennilega ná sínu markmiði Thor Thors á þann hátt, að dýrkeypt reyri'st í mannslífum og fjármunum fyr- ir hina stríðandi aðila, og -að» öllum líkindum fyrir fjöida marga aðra, heldur en rc.Ur)! mundi á verða, ef friðsamle?ar leiðir SÞ gætu reynzt til bjargar og bóta. Frú forseti, breytingartilU'gur okkar eru frambornar til þess að leitast við að fá meiri hluta íyr-*- ir veikri tillögu, sem gæti srmt sem áður leitt til mikils, já- kvæðs og varanlegs árangurs. og þser eru frambornar með rirð1- ingu fyrir báðum aðilunvm I þessari deilu og með fullu t'lliti til sjónarmiða þeirra begg :a. Ef við færum á þann veg a"> 'áði okkar þá geta SÞ orðið : 'j því liði í þessu máli, sem næ í: til heillavænlegs árangurs. Síðasia sýning á Harvey fyrir jól „HARVEY“, hinn óvenjuicgi og ágæti gamanleikur Mary Cnase, sem Þjóðleikhúsið sýnir nú, verð- ur sýndur í síðasta skipti fy ir jól í kvöld, sunnudag. „Harvey“, hin háttvísa og ó- sýnilega kanína félagi Elv/ood P. Dowds, hefir þegar afla'ð sér trausts vinahóps hér, ekki síður en annars staðar, þar sem þessí gamanleikur hefir verið sýndur, Aðsókn hefir líka verið mjog góð hér, en leikur Lárusar Páksonar og Arndísar Björnsdóttur, sem fara með aðalhlutverkin, hefir vakið hrifningu gesta og lelí dóm enda. — í kvöld cru sem sagt síðustu forvöð að sjá Harvey fyr- ir jólin. Handknaliieiksnu liS eri HANDKNATTLEIKSÍ.TÓT Reyykjavíkur heldur áfram í kvöld. Þá keppa: II. fl. kvenna: Ái'mann — Valur. III. fl. kvenna: Fram — KR. III. B. fl. Valur — Víkingur. II. fl. karla Fram — KR. II. fl. karla ÍR — Þróttur. II. fl. karla Ármann — Valur. Annað kvöld keppa: III. fl. B„ karla ÍR — Valur. III. fl. karla AB ÍR — Þróttur. III. fl. karla AB Ármann — ÍBH. III. .fl. karla AA Fram Víkingur. III, fl. karla AA KR — Valur. I. fl. karla Val- ur — Þróttur. I. fl. karla Fram — KR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.