Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.12.1953, Blaðsíða 8
8 MORGUN BLAÐIÐ Sunnudagur 13. des. 1953 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stiórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3043. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 ó mánuði innanlands. I lausasölu 1 krónu eintakið. UR DAGLEGA ÚRSLIT alþingiskosninganna á s. 1. sumri sýndu það greinilega, að íslendingar vilja stefna í þá átt í stjórnmálum sínum, að ein- um stjórnmálaflokki verði falið meirihlutavald á íslandi. Stærsti flokkur þjóðarinnar, Sjálfstæðis- flokkurinn, vann fjögur ný kjör- dæmi og örfáum atkvæðum mun- aði að hann ynni sex önnur og þarmeð þingmeirihluta. Um langan aldur hafa slíkar breytingar ekki gerzt í kosning- um hér á landi. Þjóðin var orðin vön því, að sára litlar breytingar yrðu við kosningar á skiptingu kjördæma milli flokka. En hver var ástæða þessarar breytingar á s. 1. sumri? Hún var fyrst og fremst sú, að þjóðin er orðin leið á samstjórn- arskipulaginu, enda þótt það hafi verið óumflýjanlegt meðan eng- inn einn flokkur hefur haft meirihluta á löggjafarþinginu. Almenningur vill hreinni og skír- ari línur í stjórnmálaháttu sína. Hann vill vita fyrir víst, hver ber ábyrgð á hverju í því, sem miður fer í framkvæmd stjórn- valdsins, og hverjum beri að þakka það, sem vel er unnið. En eins og kunnugt er hafa kosningar undanfarin ár snúist meira og minna um klögumál milli þeirra flokka, sem starfað hafa saman, um það, hverjum beri að þakka þetta og hitt af því, sem stjórnir þeirra hafa vel gert og hver beri ábyrgðina á víxl- sporum, sem stigin hafa verið. Úr þessu verður að lokum graut- j ur, sem enginn botnar í. Afleið- ingin verður svo vaxandi stjórn- j málaleiði fólksins, myndun stefnulausra smáflokka og alls herjarglundroði. Fjöldi fólks í mörgum kjör- dæmum vildi koma í veg fyr- ir að slíkt ástand kæmist í algleyming. Þess vegna tók það þann kost, að efla stærsta og frjálsiyndasta stjórnmála- flokk þjóðarinnar, sem starf- að hefur af víðsýni og festu að þjóðmálunum um langt skeið. Við skulum gefa Sjálf- stæðisflokknum tækifæri til að stjóma einum, hugsaði þetta fólk. Þá vitum við hver úrræði hans eru, þegar hann fær aðstöðu til þess að fram- kvæma sína eigin stefnu. Og þá getum við líka dæmt hann af verkunum og dregið hann einan til ábyrgðar fyrir þau, fengið honum völdin áfram eða svipt hann þeim, ef hann hefur bmgðist trausti okkar. Þessi hugsunarháttur er í senn skynsamlegur, ábyrgur og lýð- ræðislegur. Og það er áreiðan- legt að fleira og fleira hugsandi fólk í landinu mun tileinka sér hann. framkvæmt stefnu sína í með- ferð hagrmunamála höfuðborg- arbúa og staðið einn ábyrgur gagnvart kjósendum við hverjar kosningar. Að sjálfsögðu hefur þessi bæj- arstjórnarmeirihluti Sjálfstæðis- manna ekki verið alvitur, þannig að ckkert sé hægt að gagnrýna i m.eðferð hans á málum bæjar- búa. En fólkið hefur fundið að hann stjórnaði af ábyrgðartil- finningu, frjálslyndi og umbóta- vilja. Það hefur séð, að undir forystu Sjálfstæðismanna í Reykjavík hafa fjölmörg merk- ustu framfaramál bæjarbúa og þjóðarinnar í heild verið borin fram til sigurs, til hagsbóta fyrir almenning. Sjálfstæðismenn hafa heldur ekki, þrátt fyrir meirihlutaað- stöðu sína í bæjarstjórn, hikað við að taka upp og framkvæma gagnlegar hugmyndir, sem ábyrg- ir menn í hópi andstæðinga þeirra hafa borið fram. Reynsla Reykvíkinga af meiri- hlutastjórn Sjálfstæðisflokksins í bæjarfélagi þeirra er þess vegna mjög góð og bendir langt áleiðis um það, hverskonar stjórnarfar henti þeim og þjóðinni allri bezt á komandi árum. AÁ ÞEGÁR sögð hefur verið saga; kvikmyndaleikara, sem frægð hafa hlotið, hefur það oftast verið saga um fátækan mann eða konu, sem síðar varð milljónamaeringur. Það gæti því verið tilbreytni í því að kynnast kvikmyndaleikkonu, sem alla tíð hefur lifaðæins og prinsessa. Það er leikkohan Elonora Rossi Drago, sem fræg er orðin fyrir leik sinn í kvikmyndinni Sensua- iita. * ★★★ ★★ HÚISf á vel efnaða foreldra í Genúa. Hún viðurkennir fúslega að foreldrar sínir hafi dekrað allt of mikið við sig. Ung- Jt itn/axm ocý lló&Leit LIFSNU ? rangri. Næstu árin var hún ým- 1 ist tízkudama, málari eða hún 1 ók bifreiðum í kappaksturkeppni. Hún bjó í einum af skýjakljúf- ur sjóliðsforingi leiddi hana frá hjónavígslualtarinu þegar hún var aðeins 17 ára gömul, en hún eirði ekki við hversdagsleg störf húsmóðurinnar. ★★★ ★★ TÓLF ára gömul talaði hún 3 tungumál, sýndi góða málarahæfileika og tók virkan þátt í íþróttum með góðum á- uu andi ihriiar: K Á gTundvelll þessarar reynslu mun frjálslyndasti og víðsýnasti hluti Reykvíkinga velja starfhæfa og dugandi karla og konur á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins, sem nú stendur yfir prófkosning um. Síðan munu kjósendur í heild velja milli hans og glundroða minnihluta flokk- anna, sem aðeins geta komið sér saman um uppnám og æs- ingar fyrir kosningar, en ófær ir eru um að mynda heilbrigða ábyrga og framkvæmdasama bæjarstjórn að þeim loknum. ,Rafvæðing" kommúnisfa Það er sérstök ástæða til þess að hugleiða þetta í sambandi við komandi bæjarstjórnarkosningar hér í Reykjavík. Reykvíkingar hafa borið gæfu til þess að kom- ast hjá samstjórnarskipulaginu í bæjarmálum sínum. Þeir hafa ald^-ei treyst á samvinnu margra andstæðra flokka um fram- kvæmd mála sinna. Þess vegna hafa þeir við hverjar bæjarstjóm arkosningar fengið Sjálfstæðis- flokknum hreinan meirihluta. Hann hefur þess vegna getað ÞAÐ ER gamalt máltæki, að sök bíti sekan. Sannast það áþreif- anlega á kommúnistum um þess- ar mundir. Þeir hafa undanfarin ár barizt með hnúum og hnefum gegn stórvirkjunum við Sog og Laxá. Nú þegar þessum glæsi- legu mannvirkjum er lokið og raforkan frá Sogi og Laxá er tek- in að fullnægja þörfum fólksins sjá þessir herrar afglöp sín í björtu skini þeirra ljósa, sem hún hefur glætt. Þeir vita líka að almenningur í landinu þekkir baráttu þeirra gegn hinum mik- ilvægu raforkuframkvæmdum. Og nú er það, sem kommún- istar láta Einar Olgeirsson flytja frumvarp, sem þeir segja að sé um „rafvæðingu“ landsins!! Þannig er reynt að breiða yfir svikin og andstöðuna við virkj- un írafoss og Laxár. Þetta fimbulfamb formanns kommún- istaflokksins á að draga athygli almennings frá baráttu hans gegn þeim stórvirkjunum, sem nýlegá er lokið og veita nú orku og yl til tugþúsunda íslendinga. Nei. kommar góðir. Þetta her- bragð dugir ekki. Svikin í raf- orkumálunum eru löngu sönnuð á ykkur. Frá Sigga úr Kefla- víkinni. ÆRI VELVAKANDI. Þú grípur alltaf vel á vanda- málum líðandi stundar og þess- vegna datt mér í hug að skrifa þér nokkrar línur og vekja at- ! hygli réttra aðila á dálitlu vanda- máli. Ég yar staddur fyrir nokkru síðan út á Sandi á Snæfellsnesi og þurfti að síma til Reykjavikur, stöðin þar opnaði kl. 9 og ætlaði ég að ná í skrifstofu í Reykjavík. Fór ég strax á stöðina kl. 9 en | var sagt að ekki væri hægt að komast áfram, því nú væri smá- stöðvartími, kl. 10 kom ég aftur, en þá voru svo mörg hraðsamtöl í Ólafsvík, að stöðvartíminn leið án þess að ég næði nokkru sam- tali, svo ég byrjaði aftur kl. 4 þegar stöðin var opin á ný, en þá var smástöðvartími til kl. 6 og mér var sagt að ég gæti ekki fengið neitt samtal fyrr en kl. 7, og þannig leið þessi dagur án þess að ég fengi nokkurt samtal 5 hreppar um sömu , línuna. VAR mér tjáð af símnotanda þar á staðnum að margir dag- ar liðu svo oft að ekki væri hægt að ná í símtöl sem þeim væru að gagni, þrátt fyrir lipurð og ein- stakan dugnað stöðvarstjóra, sem vildi gera öllum til hæfis. j Ég fór því að grennslast betur eftir símaþjónustunni þarna úti á Nesinu og var þá tjáð að ailt útnesið, þ. e. 5 hreppar yrðu aö nota einu og sömu línuna, en í þessum hreppum eru um 1300 íbúar. Er nú hægt að una við slíkt þegar símaþjónustunni fleygir svo ört áfram, þetta er eins og á fyrstu dögum hennar hér á landi. Afleit símaþjónusta. EG HEYRÐI einnig sagt, að mikið væri búið að gera til að vekja athygli símastjórnarinn- ar á þessu vandamáli, en allt kæmi fyrir ekki. Þessi sjávar- þorp, eins og Ólafsvík og Hellis- sandur yrðu að búa við svona af- leita símaþjónustu. Ekki myndi þetta þykjá gott í Sandgerði eða annars staðar sem ég þekki til. Vildi ég því að þú herra Vel- ( Vakandi, athugaðir þetta mál í j þínum pistlum ef ske kynni að einhver skriður kæmist á til úr- bóta. Með fyrirfram þökk. — Siggi úr Keflavíkinni.“ ViII fá ameríska skó. VELVAKANDI GÓÐUR! Hvernig skyldi standa á því, að hér flóir allt í amerískum vör- um, þörfum og óþörfum, nema amerískum skóm — þeir sjást ekki fremur en glóandi gull, Samt er viðurkennt, að ameríslf- ur skófatnaður er einstaklega góður, í senn smekklegur og hentugur. Ég lenti einu sinni í fyrra í þeirri raun að þurfa að standa upp á endann í næstum því þrjá klukkutíma — í háhæl- uðum skóm — en þeir voru amerískir og ég get varla sagt að ég fyndi itl þreytu, vegna þess, hve þægilegir skórnir voru. Óhætt er að staðhæfa, að ís- lenzkur iðnaður stendur hinum ameríska jafnfætis á mörgum sviðum — og verður stöðugt full- komnari, en í skóiðnaðinum standa Ameríkumenn óneitan- lega meðal hinna fremstu. t lang- an tíma hefir verið næstum ó- mögulegt að fá hér góða og þægi- lega hversdagsskó. Vildu ekki skó kaupmenn taka þessa athuga- semd til greina? — Lóa. Fuglarnir á Heljardalsvatni. NÁGRANNAR tveir, Gautur og Þorgautur, bjuggu í fyrnd- inni á bæjum þeim, sem við þá eru kenndir í Stíflu í Fljótum. Var í þeim fremur nágrannaríg- ur. Eitt sinn hittust þeir uppi á dal þeim, sem er uppi í fjallinu milli bæjanna og heitir Heljar- dalur. Var Þorgautur þar að veiða silung. Þóttist hann eiga vatnið, sem er á dalnum, en Gaut ur kom með net og þóttist einnig eiga veiðirétt í vatninu. Hér út af fóru þeir í ágreining og áfiog, sem lyktaði með því, að þeir fóru báðir í vatnið og urðu að fuglum tveim. Fuglar þessir eru enn á vatninu, og segjast nokkrir hafa séð þá. Þeir eru sagðir grá- mórauðir á lit, álíka stórir og hákarlaskúmar, hausdigrir og loðnir um hausinn og til að sjá eins og þeir hafi krampa. Þeir sjást helzt í þoku eða á undan iilviðrum og sjaldan eða aldrei sér þá nema einn í einu. Silungur allur hvarf úr vatninu við viður- eign þeirra nágranna og hefur aldrei síðan sézt í því nokkur lif- andi branda. Lík þeirra rak upp norðanvert við vatnið, og sést dys þeirra að sögn kunnugra manna enn í dag. Þess má geta, að enn er óvissa nokkur um landa merki milli jarðanna. Góð samvizka er betri en hundraff vitni. Elonora í Sensúalita. um Genúa og nágranni hennar (var kvikmyndaleikstjórinn Gio- vanni Paolucci. Þau hittust fyrst í lyftunni og hann beindi huga hennar til kvikmynda — og henni fannst það hljóta að vera jafn skemmtilegt að leika í kvik- myndum og að aka kappakstur- bilum. Og hún þurfti ekki nema að nefna nafn sitt til þess að fá hlutverk í næstu kvikmynd, sem gerð var. ★★★ ★★ ÆTLUN hennar var aldrei að gera nafn sitt frægt í sambandi við kvikmyndir. Það var aðeins tómstundagaman. Kappaksturinn fannst henni miklu skemmtilegri og áður en langt um leið fór hún til Spán- ar og mundi þá varla eftir að hún hafði leikið í kvikmynd- um. Örlögin leiddu hana aftur til altaris kvikmyndanna. Hún kynntist kvikmyndastjóranum Serafin og hann leiddi hana fram fyrir kvikmyndatökuvélina. Og nú þegar hún býr ásamt 6 ára dóttur sinni í Róm, meðan maður hennar dvelzt í Argentínu, hefur hún ákveðið að helga sig kvilt- mundunum — og að taka það áform sitt alvarlega. ★★★ ★★ FYRSTA stórhlutverk hennar var í kvikmyndinni Sensuatlita, kvikmynd, sem vak- ið hefur mikla athygli og Para- mount félagið tryggði sér rétt til að senda hana um allan heim. Viðfangsefnið er ekki óalgengt en verður að skoðast sem eftirlæt- isverkefni ítalskra kvikmynda- tökumanna: Tveir menn á ólík- um aldri elska sömu konuna. Venjulega hefur þeim leik lokið með því að annar maðurinn hef- ur dáið, en nú lætur hún lífið ásamt þeim er hún elskar. — Sagan er sögð á mjög áhrifarík- an hátt. ★★★ ★★ ÞAÐ er og eftirtektarvert að sagan gerizt í Podaln- um — á þeim sömu slóðum og flóðin miklu urðu í fyrra. Svæði þetta hefur alltaf verið vett- vangur mikilla atburða og oft raunalegra. Þarna hefur fólkið barizt fyrir lífinu — fólkið er skapmikið en hjartahlýtt og lífs- glatt. ★★★ ★★ ELONORA Rossi Drago er ung stúlka, sem kemur til búgarðs eins og biður- um at- vinnu— en erindið er þó í raun og veru að krækja sér í annan bróðurinn á bænum og tryggja lífsafkomu sína. Hún mun vart eftir þessa kvikmynd komast hjá því að fara til Hollywood, en erindrekar kvikmyndafélaganna þar hafa áður leitað eftir ítölsk- um kvikmyndaleikkonum, ítur- vöxnum og blóðheitum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.