Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 1
16 síður
41» árgangur.
16. tbl. — Fimmtudagur 21. janúar 1954
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Vel er búið að Bæjarbókasaininu í irámtíðarhús-
Þetta er hús Bæjarbókasafnsins. Heimreiðin
skemmtilegan skrúðgarð með hávoxtum trjám.
liggur gegnum
EKáðherrarnir i Berlin
i lok þessarar viku
Dulles og fViolotov ræða tii-
lögu Eisenhoivers
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter-NTB.
BERLÍN OG LUNDÚNUM, 20. jan. — Utanríkisráðherrar fjórveld-
anna koma til Berlín í lok þessarar viku og góðar heimildir geta
þess, að Dulles, Eden og Bidault muni nota tækifærið til að sam-
ræma skoðanir sínar til málanna, áður en þeir mæta Molotov við
samningaborðið á mánudag. — Á meðan ræða sérfræðingar ráð-
herranna fyrirkomulag hennar og allt bendir til þess að þeir kom-
ist að góðu samkomulagi.
næði þess við Þingholtsstræti
Safnið, sem telnr um Sð jjús.
Holland
samþykkir
Evrópuher
• HAAG, 20. jan. — Hollend-
ingar staðfestu í dag sáttmál-
ann um Evrópuherinn. Var
samningurinn samþykktur í
þinginu í dag og til þess að
hann öðlist endanlegt gildi
vantar aðeins undirskrift
Júlíönu drottningar.
• Við atkvæðagreiðsluna
greiddu 36 þingmenn sáttmál-
anum atkvæði sitt en 4 voru
á móti. Mótatkvæðin voru
atkvæði þeirra tveggja komm-
únista er sæti eiga í deildinni,
atkvæði sósíalista eins og í-
haldsmanns. — Reuter-NTB
Dedij
nœstur
BELGRAD, 20. jan. — Vestur-
landafréttaritarar í Belgrad
telja líklegt að miðstjórn
júgóslavneska kommúnista-
flokksins muni reka Vladimir
Dedijer úr miðstjórninni. Or-
sökin er sú ein að hann tók
málstað Diljasar varaforsætis-
ráðherra landsins og þingfor-
seta er hann nýlega var rek-
inn úr miðstjórninni.
Blaðamennirnir finna frétt
sinni stuðning í málgagni stjórn-
arinnar, en þar er Dedijer talinn
réikull í rásinni og sagt að hann
beri kápuna á báðum öxlum.
Dedijer var hinn eini af 108
mönnum í miðstjórn kommún
istaflokksins, sem varði Diljas er
ákveðið var að víkja honum úr
émbættum og reka hann úr mið-
stjórninni. — Reuter-NTB
♦engin tímatakmörk
í Lundúnum var svo frá skýrt,
að hvorki Bretland, Frakkland
né Bandaríkin myndu setja á-
kveðin skilyrði um það hvenær
ráðstefnunni ljúki. Dulles sagði
við blaðamenn að hann byggist
ekki við að vera lengur en 3 vik-
ur í Berlín. Er á það bent að
Vesturveldaráðherrarnir geri ráð
Framh. á bls. 12
Bílarnir bruna
MONTE CARLO 20. jan. — Allir
bllarnir, sem þátt taka í kapp
akstrinum til Monte Carlo, að
einum Frakka undanskildum, eru
nú komnir til Clermónt-Perrond
1 góðu veðri. Aðeins á einum stutt
um kafla leiðarinnar, hafa þeir
fengið slæmt veður.
, —Reuter-NTB.
bækur, tekur til starfa í dag
Bærinn ver árlega 750
þús. kr. til starfsemi þess
Bæjarbókasafnið stuðlar að aukinni
menningu alþýðu manna.
BORGARSTJÓRINN, Gunnar Thoroddsen, opnaði í gærdag til
afnota fyrir bæjarbúa, Bæjarbókasafn Reykjavíkur, í hinum stór-
glæsilegu húsakynnum safnsins við Þingholtsstræti. — í lok ræðu
þeirrar, er borgarstjórinn flutti við þetta tækifæri, komst hann
meðal annars svo að orði, að Bæjarbókasafnið ætti að stuðla að
aukinni menningu alþýðu manna, með því að gefa henni aðgang
að góðum bókakosti safnsins til sinna nota. Og hér mun æskan fá
góð skilyrði til bóklestrar. — Bæjarbókasafnið verður opnað al-
menningi klukkan tvö í dag.
„Verið viðbúnir"
— er skipunin tii frönsku hersveitanna í Marokko
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
PARÍS, 20. jan. — Frönsku hersveitunum í Marokko hefur verið
fyrirskipað að vera tilbúnum til atlögu, ef til óeirða skyldi koma
eftir fund höfðingja spönsku Marokku, sem fram fer í Tetuan.
VIÐURKENNA HANN <
EKKI
Talið er að höfðingjarnir muni
á þessum fundi sínum neita að
viðurkenna soldán þann er
franska stjórnin skipaði ekki alls
fyrir löngu.
Eins og kunnugt er var hinn
eidri soldán settur af, og annar
skipaður er var Frökkum vin-
veittari. Höfðingjarnir í spönsku
Marokko munu hins vegar lýsa
yfir þeirri skoðun sinni að hinn
gamli fyrrverandi soldán, sé enn
hinn rétti soldán í Marokko.
Þessi mynd er úr lestrarsal Bæjarbókasafnsins. Þar geta samtímis setið að lestri 21 maður. Við
hvert borð er þægilegur stóll og góður leslampi varpar þægilegri birtu yfir bókina. Hér munu marg-
ir eyða frístundum sínum, því hér er gott næði til bókalesturs, því Iítt verður maður var við um-
ferðina á götunni. (Ljósm. Mbl4 Ól. K. M.)
öfn þessi fór fram í björtum
og vistlegum lestrarsal safnsins.
Hann er á efri hæð hússins. Voru
þar viðstaddir bæjarfulltrúar og
nokkrir gestir aðrir.
TOGARAR SELDIR —
BÆJARBÓKASAFNIÐ
STOFNAÐ
Gunnar Thoroddsen hóf mál
sitt með því að drepa á sögu Bæj-
arbókasafns Reykjavíkur allt frá
því að sú hugmynd kom fyrst
fram, en það var skömmu eftir
lok fyrri heimstyrjaldar. — Þá
voru allmargir togarar héðan úr
Reykjavík seldir suður til Frakk-
lands. Vegna þessarar fækkunar
atvinnutækja í bænum greiddi
ríkisstjórnin bænum nokkra fjár
hæð. Af henni voru 16000 krón-
ur látnar ganga til þess að hrinda
hugmyndinni um Bæjarbókasafn
Reykjavíkur í framkvæmd.
BÆJARFULLTRÚAR
OG BÓKFRÓÐIR
Bæjarstjórnin ákvað stofnun
safnsins á fundi sínum 18. nóv.
1920. — Var þá ákveðið, sagði
borgarstjóri, að stjórn safnsins
skyldi falin fimm mönnum, þrem
bæjarfulltrúum og tveim bók-
fróðum mönnum. — Voru í
fyrstu stjórn safnsins þau: Guð-
mundur Ásbjörnsson, Inga Lárus
dóttir og Ólafur Friðriksson, öll
bæjarfulltrúar, en hinir bók-
fróðu voru þeir: Prófessor Ólafur
Lárusson og Eggert P. Briem full
trúi. Var próf. Ólafur fyrsti for-
maður stjórnar safnsins.
Stjórn Bæjarbókasafnsins tókst
að fá húsnæði fyrir starfsemina
*að Skólavörðustíg 3. Þar tók
safnið til starfa 19. apríl 1932. —
Þar var það til húsa um fimm
ára skeið, en þá var húsnæðið
þar orðið alltof þröngt. — Því
strax í upphafi, þrátt fyrir fá-
breyttan bókakost þess, var mjög
góð aðsókn að Bæjarbókasafninu.
Fyrsta árið voru lánuð út 25.000
bindi.
Framh. af bls. 1. ,