Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. janúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ 7 Tíma-slúðri hnekkt ÞAÐ er oft furðulegt, hvað ein- stöku menn geta lagt sig fram að blása út smámuni, sem í raun og yeru eru hégómamál, ef þeir hafa von um að geta með því gert and- stæðingum sínum eitthvað til skammar. Glöggt dæmi um þetta er, hvernig Tímamenn hafa reynt eð blása út þetta framfærslumál þeirra Húsvíkinga vegna Jó- hanns Benediktssonar. Síðast í gær, sunnudaginn, skrifar alþing- jsmaður Karl Kristjánsson lang- hundsþvælu í Tímann og vill vera ósköp fyndinn og gáfaður. Ber hann þar, að honum finnist þungar vítur á okkur framf.fulltr. bæjarins. Ekki nenni ég að fara að svara orði til orðs, þesusm yaðli Karls né annarra þeirra, sem undanfarið hafa verið að kjamsa á þessu hégómamáli í Tímanum. En málið sjálft er þannig: Tveim ógæfumönnum og ráðleysingjum slær saman, þar sem þeir búa í sama bragga sinn í hvorum enda en aðskildar íbúð- ir, þeir ergja hvern annan, bera hvor á annan ýmsar sakir. Þetta endar þannig, að Jóhann fer úr sinni íbúð ofan í Herkastalann, án þess að við framfærslufulltrú- arnir hafi hugmynd um það, fyrr en nokkru síðar. Þetta er allt máliff. Svo byrjar Tíminn og birtir um þetta fyrstu skröksöguna, sem er sú, að við höfum ráðstaf- að þessari fjölskyldu á closett í Hjálpræðisherskastalanum og kjamsar nú listugt á góðgætinu. En í gær upplýsir, eða réttara yiðurkennir, herra Karl Krist- jánsson, að hann hafi ráðstafað fjölskyldunni á Herinn, en af- Jeiðing þess varð sú, að síðar um nokkrar nætur svaf konan og barnið á baðinu, ekki closetti, vegna þrengsla á hótelinu. Jó- hann var þar aldrei. Um þetta er svo vaðinn óhróðurs eigurinn i Tímanum dag eftir dag. Ekki nenni ég að vera að eltast við öll skrök og skammir, sem Tíminn er búinn áð möka utan um málið, en vil þó nefna nokkur atriði. 1. Skröksagan e rsú, að við höfum ráðstafað fjölskyldunni á klósett. 2. Að Ásgrímur Klemens, sem var í sama bragga og Jóhann sé hættulegur maður í sambýli. — Hann hefur verið hér svo skiptir tugum ára og aldrei gert flugu mein svo ég viti eða hafi heyrt. 3. Sagan er sú að Ásgrímur sé geðveikur. Þess hef ég aldrei orð- ið var og þótt læknir hafi gefið um það vottorð, er ekki þar með sagt, að hann sé það meira en margur annar, því að heyrt hef ég eftir iækni, að um eða yfir 90% af öllum mönnum séu að einhverju leyti geðveilir. — Skriffinnar Tímans ekki undan- skildir. Þá ætti ekki að vera meiri vandi að búa við Ásgrím, en t.d. Tímamenn og verðum við þó að sætta okkur við það. 4. Skröksagan er, að það sé einhver óhæfa að vilja ráðstafa Jóhanni á Arnarholtshælið vegna þess að þau séu með barn með sér. Þar hafa í mörg ár verið hjón með börn og eru enn og fer allt vel. 5. Skröksagan er sú hjá Karli í gær, að á Arnarholti sé þannig fólk, að ekki sé boðlegt fyrir Jó- hann að umgangast ?að. Því segir maðurinn þessa vitleysu. Hvar er nú mannvitið, góðleikinn og mannúðin, sem hann er að revna að punta sig með á kostnað'fá- tækrastjórnarinnar í Reykjavík, að bera þessar sakir á saklausa auðnuleysingja, sem örlögin hafá með ýmsum hætti dæmt úr leik til að bjarga sér hjálpar- laust og þess vegna orðið að leita á náðir þess opinbera um aðstoð alveg eins og Jóhann. — Nei, Jó- hann hefur undan engu að kvarta öðru en því, að við höfum verið ófúsir til að veita honum þau fríðindi fram yfir aðra framf. þurfa að kostahannogfjölsk.hans á hóteli, það er öll okfíar sök, — Honum standa opnar 2 íbúðir og báðar góðar, utan bótelsins, Ég hef enga löngun til að vera neitt að hnýta í Jóhann. Hann er hafður hér að skjálkaskjóli fyrir þá Tímamenn. Þeir ætla að reyna að slá sér eitthvað upp á honum í sínum brengingum, en tekst að vonum heldur ófimlega, því að öll ádeiluatriðin eru sannanleg skrök eða ótilhlýðilegar getsakir á menn og stofnanir, svo sem Arnarholtsheimilið, að þar sé ekki verandi. Þess skal þó að lokum getið, að svo mikið sem Jóhann og Tíminn kvarta undan Ásgrími Klemens er þó miklu fleiri sem kvarta undan sambúð við Jóhann. Ég læt alveg ósagt hvor þess- ara sambýlismanna, Jóhann eða Ásgrímur, á meiri sök í þessu sambýlismáli. Auðvitað eru þeir báðir sekir um tillitsleysi hvor til annars, og því ástæðulaust, eins og Tímaskriffinnarnir gera, að vera alltaf að réttlæta Jó- hann á kostnað Ásgríms. Þá er rétt að geta ummæla Jó- hanns þegar ég minntist á það við hann, hvort hann vildi ekki fara til Húsavikur aftur, úr því honum líkaði ekki betur en þetta hér; Svarið va rstutt og laggott: „f þann h.... stað fer ég aldrei“, og lagði í svarið mik- inn alvöruþunga. Mér er sagt að Karl Kristjánsson hafi í þann tíma farið með framfærslumál á Húsavík. Sannleikurinn er sá, þó Karl og fleiri leggi í skrifum sín- um mikið kapp á að rægja fá- tækrastjórnina í Reykjavík núna fyrir kosningarnar, þá er hún þó ekki verri en svo, að þó þessir herrar gengju mann frá manni meðal framfærsluþurfa hér, mundi ekki einn einasti þeirra, karl eða kona, fást til að fara úr þessum bæ, undan þessari stjórn, til að gerast framfærsluþurfi hvorki Húsavíkur eða annarra sveita, svo miklu betur er búið að þeim hér en á nokkrum stað öðr- um á landinu, og er þó ekki þar með sagt að nokkurs staðar sé búið illa að þeim. Og það má segja meira, að eftir því sem við þekkjum til hér í næstu löndum, er aðbúð og fjárveitingar til þessa fólks miklu betri hér. Þetta er sannleikurinn í málinu. Reykjavík, 18. jan. 1954. Sig. Á. Björnsson frá Veðramóti. AðaKundur félags •jfvinnuflugmanna AÐALFUNDUR Félags ísl. At- vinnuflugmanna var haidinn s.l. mánudag 18. þ. m. í stjórn fé- lagsins voru kosnir: Gunnar V. Frederiksen, formaður, Jóhannes Markússon, varaformaður og með stjórnendur þeir Björn Guð- mundsson, Stefán Magnússon og Sverrir Jónsson. Markmið félagsins er að vinna að öryggi flugsins og hagsmuna- málum atvinnuflugmanna. Innan félagsins starfar Bygg- ingarsamvinnufélag og ríkir mikill áhugi meðal félagsmanna fyrir því, að geta hafist handa um byggingarframkvæmdir, svo framarlega, sem lánsfjármögu- leikar eru ryrir hendi. Eins og er, stendur F.Í.A. í kaup- og kjarasamningum við fiugfélögin, en samningar eru út- runnir 1. febr. n.k. Meðlimir félagsins eru nú 36, og hafa þeir allir réttindi sem atvmnuflugmenn skv. lögum fé- lagsins. Á síðast liðnu ári var Sigurður Jónsson kjörinn fyrsti heiðursfélagi F.Í.A. í tilefni af 25 ára flugafmæli hans, en Sig- urður er fyrsti íslenzki flugmað- urinn, eins og kunnugt er. X BEZT AÐ AUGLÝSA X T t MORGUNBLAÐINU ▼ ÖRMH/EUB FÁTÆKT EN „FLOTTHEIT“ AF eðlilegum orsökum eru það langt frá því allir bæjarbúar, sem komast yfir að lesa hin mörgu blöð, sem koma út í bæn- um. En þeir, sem leggja slíkt á sig hljóta að taka eftir að sjaldan kemur það fyrir í blöðum and- stæðinga-flokka Sjálfstæðis- manna, að þeir beri fram eitthvað sem er nýtt. Þær fáu lummur, sem þessi blöð bera fram eru allar sáman * gamlar. Það er mjög eðlilegt, að í blöð- um Sjálfstæðismanna, sé gerð grein fyrir því, sem meirihluti bæjarstjórnarinnar hefur beitt sér fyrir á undangengnum árum og ætlast fyrir i framtíðinni. Á sama hátt hefði það verið eðlilegt að andstæðingarnir hefðu nú bent á eitthvað áþreyf- anlegt, sem þeir hefðu barizt fyr- ir í bæjarmálum. Ef litið er á blöð þeirra eða aðrar útgáfur, örlar varla á slíku. í stefnuskrá kommúnista er t. d. birt mynd af Landsbókasafninu sem er um 50 ára gamalt hús og Fiskiðjuveri ríkisins en hvorugt þetta getur komið kommúnistum að haldi, eins og vonlegt er, en sýnir fá- tækt þeirra. Sömuleiðis hefði verið eðlilegt, að andstæðingarnir hefðu birt einhver dæmi þess, að þeir hafi á undangengnum árum átt upp- ástungur um nytjamál fyrir bæ- inn og um leið bent á leiffir til aff hrinda þeim áleiðis. Þetta liggur heldur ekki fyrir. Að vísu skrifa andstæðingablöð- in stundum um einstöku tillögur, sem fulltrúar þeirra í bæjarstjórn hafi borið fram en allt er þetta, meira og minna svífandi í lausu lofti. Það mun vera næstum því í einasta skiptið, sem andstæð- ingarnir hafa lagt sig fram um að benda á tilteknar leiðir en það er þegar Þjóðviljinn gat um að rétt væri að bærinn tæki stór- fellt erlent lán til vissra fram- kvæmda. Kommúnista hefur ekkert mun að um að bera fram á tveim eða þrem bæjarstjórnarfundum til- lögur um útgjöld fyrir F.eykja- víkurbæ, sem glej'pt hefðu öll útsvör bæjarbúa í 3 ár. En hvar átti þá að taka féð, sem þarf til alls annars? Fátækt kommúnist- anna á raunhæfum málefnum sýnir þó „flottheit“ þeirra um leið, en bæjarbúar skilja auðvitað þýðingarleysi slíkrar málsmeð- ferðar. ÞAÐ VERSTA ER EKKI OF GOTT EN NÚ munu þeir spyrja, sem ekki komast yfir að lesa öll and- stæðingablöð Sjálfstæðismanna, hvað það sé þá, sem þau einkum beiti sér að í sambandi við bæj- arstjórnarkosningarnar. Því er í rauninn fljótsvarað. Þau tala minnst um hvað eigi að framkvæma. Sízt af öllu ræða þau um hvað hefur verið vel og myndarlega gert af Reykvíking- um á liðnum tíma. Það sem þessi blöð eyða öllu sínu rúrni í er að týna upp eitt- hvað sem miður kann að hafa farið í hinum umfangsmikla rekstri höfuðstaðarins, sem berst við vandamál hins öra vaxtar, í mörgum myndum. Mestallt, sem þessi blöð skrifa um bæjarmál, miðast við að finna eitthvað, sem geti verið Reykvíkingum eða jafn vel aHri þjóðinni til skammar og er þá oft seilst langt og sjaldnast skeytt um hvað er satt og ekki. En af slíku og þvílíku geta Reykvíkingar séð hvaða pólitísk- an hug þessir menn bera til þeirra. Hið versta er of gott handa Reykvíkingum á máli þessara blaða. f DAG fer fram frá Fossvogs- kirkju útför frú Emilie Lorange, Freyjugötu 10, hér í bæ. Hún var fædd í Stykkishólmi 16. febrúar 1877, dóttir Emils Möllers, lyf- sala þar og konu hans Máhxíðar Jónsdóttur Möller. Ólst Lún þar upp með foreldrum sínum, ásamt systrum sínum tveim, er upp komust, Dórótheu, er var tvíburi við hana, og Kristensu, er var ári yngri. Allar voru þær systur mjög samrýndar og kært með þeim, svo af bar. Eru þær systur hennar báðar látnar fyrir fáum árum. Innan tvítugs fór Emilie til frændfólks síns í Kaupmanna- höfn, og dvaldist þar um skeið. Hún hafði alizt upp við mikinn menningarbrag og háttvísi á heimili foreldra sinna, og fengið góða menntun, m.a. í hljóðfæra- leik, og nú komst hún í enn nán- ari kynni við gróna menningu stórborgarinnar, og mátti jafnan glögglega sjá þess merki í fram- komu hennar, er var í senn frjálsleg og fyrirmanníeg, hisp- urslaus og kurteisleg. En brátt hvarf hún aftur í „Hólminn“, og giftist eftirmanni föður síns, Aage Reinholdt Lorange, lyfsala, hinn 28. júlí 1903. En hann and- aðist eftir tæpa fjögra ára sam- búð, hinn 26. juní 1907. — Þau eignuðust þrjá syni: Kaj, verzl- unarmann hér í bæ, Harry, heild- sala í Kaupmannahöfn og Aage, píanóleikara hér í bænum. Nú reyndi mikið á dugnað og hagsýni hinnar ungu ekkju, sem stóð eftir með synina þrjá korn- unga. En með aðstoð guðs og góðra skyldmenna sigraðist hún á þeim örðugleikum, og kom henni nú að góðu haldi menntun hennar, fjölhæfni og þrek. Elzti sonurinn ólst upp að mestu hjá móður hennar, meðan hennar naut við, en var á hennar vegum upp frá því til fullorðinsára, og áttu þau mæðgin jafnan síðan sama heimili, enda mjög sam- rýnd. Innan fermingar fór Harry til föðurfólks síns í Kaupmanna- höfn og ólst þar upp, og ílentist í því landi sem fyrr segir. Var það að vísu þungbært móðurinni að skiljast svo við drenginn sinn, en hún mat meira framtið- arheill hans, þar sem hún vissi að hann átti kost menntunar og frama, sem hún gat ekki veitt honum. Yngsta soninn hafði hún jafnan hjá sér, þar til hann stofn- aði eigið heimili. Aðalstarf frú Lorange, eftir að hún fluttist hingað til Reykja- víkur fyrir nær fjórum áratug- um, hefur verið kennsla i hljóð- færaleik. Er það orðinn stór hópur, sem hún hefur kennt að leika á píanó eða harmóníum, og meðal þeirra sumir hinir kunn- ustu hljóðfæraleikarar. — Hafði hún jafnan orð á sér sem af- bragðs kennari byrjenda, með því að leggja traustan grundvölli, jafnt fræðilegan og tæknilegan, enda oftast mikil aðsókn til hennar. Jafnframt stundaði hún þó oft önnur störf, svo sem sauma og var þar ekki síður vel verki farin. Um allt, er laut að heim- ilisstjórn og húsmóðurstörfum var hún afbragðs vel að sér, enda oft fengin til að veita forstöðu stórum veizlum, meðan húxv dvaldist í Stykkishólmi. Á heimili hennar var jafnan gott að koma, alúð og gestrisni áttu þar heima, fjör og gleði og frjálslegur menningarblær á öllu. Og hvar sem frú Lorange var komin, þótti hún ætíð bera með sér hressandi blæ. Öllum leið vel í návist hennar. Hún var kona mjög fróð og víðlesinr og vandlát á lestrarefni. Mest mat hún ferðasögur frá fjarlæg- um löndum eða liðnum tímum, eða þau skáldverk, sem lýstu menningu liðinna tíða eða fjar- lægra þjóða. Sjálf hafði hún yndi af að ferðast, og fór ál'efri árum nokkrum sinnum til Danmerkur að heimsækja son sinn og venzla- fólk. Annars var henni ljúfast að koma í Hólminn, og rifja upp gömul kynni og minningar. Hún var bundin órofaböndum vift æskustöðvarnar, enda Var tryggð in óbilandi. Þótt hún væri alin. upp í þorpi og ætti aldrei heim- ili í sveit, var hún þó innilegur unnandi íslenzkrar náttúru, kunni að meta bæði angan úr jörð og hrikafagurt útsýni. En. ekkert var henni kærara en breiðfirzka náttúrufegurðin, með eyjum og sundum, og holtum og lyngmóum á Þórsnesinu. Þar dvaldist hún síðast í sumar um skeið, og endurnýjaði kynni við gömul hús og grónar berjabrekk- ur — og við fólkið, þótt flest sé nú horfið af því, sem með henni dvaldist þar á hennar yngri ár- um. Frú Lorange var kona með ó- venjumikinn lífsþrótt, og hraust til heilsu alla ævi, svo að varla mun hún hafa legið rúmföst fyrr en seinust.u dagana. Hún elskaði lífið, fegurð þess og fjölbreyttni, og var jafnan ung, þótt árin væru orðin nokkuð mörg. Ég vissi aldrei til, að hún kviði neinu, en það veit ég, að henni hefði sízt fallið, að vera lengi kararmaður öðrum til byrði. Henni veittist sú likn, að svo> varð ekki. Það vissu varla aðrir en hennar nánustu, að hún þjáð- ist af nokkru meini, er þeir mættu henni á förnum vegi fyrir tæpum þrem vikum. Og bæði hún og venzlamenn hennar von- uðu, að það mein væri ekki al- varlegt. Það reyndist þó svo. — Hún var síðustu tíu ævidagana í Landsspítalanum, vel hress og hafði lengstum nokkra ferlivist. En síðustu einn tiT tvo sólarhring ana þyrmdi yfir. Hún andaðist að morgni þess 14. þessa mánaðar. Með frú Emilie Lorange er fallin í valinn mæt lrona, er verð- ur öllum eftirminnileg, er henni kynntust. Hún var merkur full- trúi sinnar kynslóðar, fulltrúi eins þáttar í íslenzkri menningu, sem oft er ekki eins metinn og skyldi: menningu hinna gömlu og grónu verzlunarstaða. — Sú menning var blönduð áhrifum erlendrar heimsmenningar, en ekki fyrir það ómrekari, Vér vin- ir hennar og ættingjar söknum hennar og munum minnast henn- ar með þakklátum huga. Vér biðjum Guð að blessa henni nú tryggð hennar, vinfesti og sann- leiksást. Björn Magnússon. Churchill fékk Iraust LUNDÚNUM 20. jan. — Brezka stjórnin fékk í dag traustsyfir- lýsingu vegna stefnu hennar í húsnæðismálunum. Greiddu 291 þingmaður stjórninni atkvæði "itt, en 247 voru á móti — þess má geta að íhaldsflokkurinn hefur 16 atkvæða meirihluta í þinginu, en nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins eru nú fjar verandi. •—Reuter-NTB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.