Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. janóar 1954 Frakkar ná affur undirSökum í IndóKína SAIGON 20. jan.: — Herlið Frakka í Indó-Kína kom aftur á sambandi milli suðurhluta og norðurhluta Indó-Kína, en það rufu hersveitir uppreisnarmanna í jólasókn sinni. An þess að mæta verulegri mótspyrnu tóku frönsku sveitirnar bæinn Thakh- er við Mekong-fljótið á landa- mærum Thailands. — Reuter-NTB ■ Pélur Jónsson Framh. af bls. 10. bæjarhús með lóð á Laugavegi 20 og byggir þar skömmu síðar. Það hús stendur enn. Þar stofn- setti hann matvöruverzlun og verzlaði þar í 5 ár. Á þessum árum og í þessu húsi eignuðust þau sitt einkabarn, er dó á þriðja ári. Þar dóu einnig á þessum árum Elín tengdamóðir Péturs og Sigríður • systir hans. Selur Pétur þá hús sitt á Laugaveginum og kaupir húsið Grettisgötu 12 og gerist skrif- Stofumaður hjá Sameinaða gufu- skipafélaginu og vann þar sam- fleytt í 27 ár, unz hann varð að hætta störfum vegna sjóndepru 1932, var hann þá orðinn 70 ára að aldri, en átti þó starfskrafta allmikla eftir. Árið 1915 varð Pétur fyrir þeirri þungbæru sorg, að missa konu sína, er verið hafði honum hinn ágætasti förunautur. Ráðs- konu fékk hann árið eftir, Jó- hönnu Ásleifsdóttur, er reyndist honum hans styrkur og stoð til æviloka. Þar sem hann var svo lengi nær blindur þurfti hann mikla umhyggju, er hún annað- ist með prýði og sóma. Pétur var mikill vinur Zimsensbræðra, er voru aldir upp í Hafnarfirði, en þeir dóu allir á undan hon- Um. Pétur var maður höfðinglegur, bjartur yfirlitum, hár á velli og hreinvaxinn. Hann bar ætíð al- skegg er orðið var fannhvítt með aldrinum. Hann var trygg- lyndur maður að eðlisfari, vinur vina sinna, óreikull og sjálfstæð- ur í skoðunum, trúmaður góður og vandur að allri virðingu og framkomu. Pétur var einn af fyrstu stofnendum Verzlunarfé- lags Reykjavíkur og sá er lengst lifði þeirra stofnenda, sá eini á lífi á 60 ára afmæli félagsins, 27. jan. 1951, enda heiðursfélagi þess til dauðadags. Þessum staka sómamanni mun vel fagnað á landi lifenda. Blessuð veri minning hans. Guðm. Guðmundsson. LILLU kryddvörur eru ekta og þess vegna líka þær bezt. Við á- byrgjumst gæði. — Biðjið um LILLU-KRYDD þegar þér gerið innkaup. Hadden og kona hans Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði halda sameiginlegt spilakvöld í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 20.30. Á þessu ári eru 40 ár liðin síðan byrjað var að spila félagsvist hér í Hafnarfirði. Stóðu fyrir henni enskur fiskkaupmaður, Hadden og kona hans. Eins og nú er siður, voru verðlaun veitt þeim herra og dömu, sem flesta slagi fengu, og einnig voru veitt svonefnd busaverðlaun, en þau hlutu, er fæsta slagi fengu. — Æ síðan hefir félagsvist verið spiluð í Hafnarfirði. I tilefni af þessu afmælisári félagsvistarinnar hér, hafa vönduð verðlaun verið gefin, sem veitt verða þeim, sem flesta slagi fá á spilakvöldinu hjá Sjálfstæðisfélögunum í Hafnarfirði í kvöld. — G. Slökk viliðið Framh. af bls. 9. sem er hinn svokallaði stigabíll, með 20 metra stálstiga. Þá koma lausir vagnar, svo sem einn sem ber 12 metra stiga, þrír sem hver um sig hefur dælur er dæla 2000 lítrum á mínútu. Þar að auki eru ýmsar smádælur, svo að þegar allar dælur slökkviliðsins eru komnar í gang, geta þær dælt 14 þúsund lítrum á einni mínútu. VIÐBUNIR ALLAN SÓLARHRINGINN Brunaverðir eru viðbúnir á öllum tímum sólarhringsins. Skiptast þeir í þrjár vaktir og eru 9 á hverri vakt. Auk þess eru yfirmenn, viðgerðarmað- ur o. fl. svo að fastir starfs- menn eru rúmlega 30. Við þetta bætist varaslökkviliðið, sem hægt er að kalla út, ef meiriháttar eldsvoði brýzt út. í varaslökkviliðinu eru um 25 manns. LÆKKANDI KOSTNAÐUR SÝNIR FULLKOMNARI SLÖKKVISTÖRF Árið 1940 var slökkviliðið kallað út 113 sinnum. Árið 1946 voru útköll 278 og á s.l. ári 1953 var slökkviliðið kallað út einu færra en 400 sinnum. Það er at- hyglisvert, segir slökkviliðsstjóri, að þrátt fyrir minnkandi verð- gildi krónunnar. hefur kostnaður við útköllin lítið lækkað. T. d. 10 ára stúdentar frá IH.A.I Innilegar þakkir fyrir jólagjöfina og þann hlýhug, sem fylgdi. — Guð blessi ykkur öll. Rúna í Barði, Akureyri. F. U. S. Heimdallur Spila- og skemmtikvöld í Sjálfstæðishúsinu í kv’öld Dagskrá: Félagsvist, Sverrir Jónsson stjórnar. (Skinnfóðruð karlmannsúlpa og vönduð brauðrist í verðlaun.) Avarp: Geir Hallgrímsson, form. Heimdallar. Sígaunasöngvarinn Kóras. Ávarp: Halldór Þ. Jónsson, stud. jur Tvísöngur: Ólafur Briem og Adda Örnólfsdóttir. Dans. Kynnir: Jóhannes Helgason. Aðgöngumiðar á 5 krónur, seldir kl. 3—6 á skrifstofu félagsins í Vonarstræti 4. Hefst kl. 8,30. nam kostnaður árð 1946 kr. 132 þúsund en s.l., þegar útköllin voru meir en 100 fleiri var kostn- aður aðeins 154 þúsund krónur. Þetta gefur nokkra hugmynd um það, hve mikla þýðingu hin nýju tæki hafa haft til að slökkva bruna á byrjunarstigi og koma þannig í veg fyrir stærri elds- voða. Kjörorð hins vinsæla slökkvi- liðs okkar er jafnan „AÐ KÆFA ELDINN I FÆÐING- UNNI“. — Berlínarfundurinn Framh. af bls. 1. fyrir 3 vikna fundi og jafnframt að geta frestað ráðstefnunni eitt- hvað úr því, en Bretar taka það þó fram að þeir setji engin tíma- takmörk fyrir ráðstefnunni. ÁNÆGJA Ánægja er ríkjandi út af fréttinni um að Dulles og Molotov muni hittast og ræða tillögu Eisenhowers um eftir- lit með framleiðslu atomorku. RÚSSNESKA SENDISVEITIN Moskvuútvarpið tilkynnti í kvöld að Molotov yrði foringi sendinefndar Rússa á róðstefn- unni. Aðrir aðalfulltrúar verða Gromyko og sendiherrarnir 3, Malik í Lundúnum, Zarobin í Washington og Inogradov í París. 1. 2. 3. 4. 5. Stúlkur! — Kjólasaum! Stúlkur, vanar og sem hafa áhuga á kjólasaum geta fengið atvinnu nú þegar. — Fyrirspurnum ekki svar- að í síma. Vesturgötu 3 Bæjarbókasafn Beykjavíkur verður opnað í dag, fimmtudaginn 21. þ. m. kl. 2 e. h. Bókavörður. ))B#3TMíOlsemh4( W. C. pappír fyrirliggjandi. Sími 1—2—3—4 Firt$totu HJOLBARÐAR 600—16, 6 strigalaga F Y R I R J E P P A, Kr. 536.70 með slöngu. 650-20 8 strigalaga , 9”-1810- ORKaIí kAAAAAAAAAAAAAAA/^ M A R K Ú S Fftir Ed Dodd CT'—? 1) — Stanzaðu Gyða, það er einhver á brautinni fyrir framan okkur. 2) O, það er aulaþárðurinn hún Hanna og otrarnir hennar. Hvað er hún að flækjast hér. Ég skal sýna henni í tvo heimana, hott, hott. | 3) — Hönnu tekst að reka alla otrafjölskylduna sína til hliðar, en í öllum flýtinum snúa tveir litlir otrar aftur út á stíginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.