Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 16
Veðurúllif í dag: Allhvass suðaustan. Skúrlr. Slökkviiið Reykjavíkur Sjá grein á bls. 9. Bregðist kjósendur Sjállstæðis- flokknum bregðasi þeir sjálfum sér Geysifjölmennur kjósendafundur Sjálfstæðismanna í gærkviildi H.VERT sæti var skipað í Sjálfstæðishúsinu í gærkveldi á ’kjúsendafundi Sjálfstæðisfélaganna. Ríkti mjög mikill áhugi «g sóknarhugur á fundinum um að gera sigur Sjálfstæðis- ílokksins og Rcykjavíkur sem mestan í bæjarstjórnarkosn- ingunum 31. janúar n. k. Var öllum ræðumönnum á fund- inum ákaft fagnað og ræðum þeirra tekið forkunnar vel. Hafnfirzkar Sjálf- sfæðiskonur halda HAFNARFIRÐI, 20. jan.: — Sjálfstæðiskvennafélagið Vor- boðinn heldur almennan fund í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld (föstudag) kl. 20.30. Ræður og ávörp flytja frú Elín Jósefsdóttir, frú Hulda Sigurjónsdóttir, Stefán Jóns- son bæjarfulltrúi og Ólafur Elísson framkvæmdastjóri. Þetta verður að öllum lík- indum síðasti Vorboðafundur fyrir kosningar, og eru félags- konur því beðnar að f jöl- menna og taka með sér gesti. — G. Þrátt fyrir vont veður varð ♦ fundur Sjálfstæðisfélaganna í gærkveldi geysifjölmennur. Urðu margir að standa út í dyrum, þar . sem hvert sæti var skipað í saln- um. Einhugur og áhugi ríkti á fund- ,inum og var máli allra ræðu- manna mjög vel tekið, enda voru <ræður þeirra mjög ítarlegar og skörulegar. Ræðumenn voru: Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri, frú Auður Auðuns, Sigurður Sig- nrðsson, yfirlæknir. Jóhann Haf- stein, alþingismaður, Geir Hall- grímsson, lögfræðingur, Einar Thoroddsen, skipstjóri, Bjarni Benediktsson, ráðherra, og loks . Steinn Kr. Steindórsson, skrif- ;Ctofumaður, en hann er ekki flokksbundinn Sjálfstæðismaður, en eindreginn stuðningsmaður flokksins við þessar kosningar. Röktu ræðumenn störf og stefnu Sjálfstæðismanna í bæjarmálunum og bentu á hvernig bæjarstjórnarmeiri- hlutinn hefir á síðasta kjör- tímabili fullkomlega staðið við þau loforð, sem Sjálfstæð- isflokkurinn gaf við síðustu bæjarstjórnarkosningar. Sýndu ræðumenn einnig fram á hvert ófremdar ástand myndi ríkja hér í stjórn bæj- arfélagsins ef glundroðalið andstöðuflokka Sjálfstæðis- manna fengi hér meirihluta. Meðal þessara flokka er hver höndin uppi á móti annari og allt logar í heift og hatri milli þeirra innbyrðis. Má því nærri geta hvernig samkomulagið yrið um stjórn Reykjavíkur, ef þessum andstöðuflokkum bæjarstjórnarkosninganna 31. jan. n. k. Sigur Sjálfstæðismanna þá er því sigur Reykjavíkur, og ef kjósendur bregðast Sjálf- stæðisflokknum, þá bregðast þeir sjálfum sér. Fiskverð í Noregi oghér ÚTVARPIÐ skýrði frá því í gær- kveldi, að deila stæði nú yfir milli fiskseljanda og fiskkaup- enda í Noregi. Lágmarksverðið hefði verið 1.33 kr. ísl. fyrir hvert kg., en krafa seljanda nú væri ísl. kr. 1.60 fyrir kílóið. Hér mun vera átt við fisk slægðan og haus- aðan. Samkvæmt þeim samningi, sem LÍÚ hefir nú gert við sjó- menn hér, er verðið kr. 1.59 fyrir þorsk slægðan og hausaðan, eða 1 eyri lægri en krafa norsku selj- endanna er. Almennur kosninga- fundur í Hafnarijarð arbíói n.k. mánudag HAFNARFIRÐI, 20. jan.: — Sjálfstæðisfélögin halda ai- mennan kjósendafund í Hafn- arfjarðarbíói næstkomandi mánudagskvöld kl. 8.30. — Þar flytja m. a. ávörp ýmsir af frambjóðendum Sjálfstæð- isflokksins við bæjarstjórnar- kosningarnar. — G. menn lara með hreini lleipur Fylgjas! ekker! með hvað gsrt er í bsnum í ÞJÓÐVILJANUM í dag er veitzt að heilbrigð.iseftiriiti Reykjavíkm- o<g mér í sam- bandi við Hraðfrystistöðina í Reykjavík h.f. í tiiefni af því vildi ég mega taka fram eftir- farandi: Það eru algjör ósannindi að sjór sé notaður við hreinsun á aðgerða- og flökunarborðum frystihússins. Skömmu eftir að ég tók við stjórn á heilbrigðiseftirlitinu komst ég að raun um, að sjór var notaður m. a. í umi’æddri stofnun við fiskverkun o. fl. Lagði ég strax blátt bann við að notaður væri sjór í þessu skyni. Rétt er að geta þess að ai- mennt eftirlit með meðferð fisks og fiskafurða, sem ætl- aðar eru til útflutnings, er í höndum annarra aðila. Þá er það ennfremur rangt hjá blaðinu, að ekki hafi ver- ið komið I verk að leggja nýja vatnsleyðslu að vesturhöfn- inni. Því verki var iokið á s.l. ári. Jón Sigurðsson, Tveir nýir hátar til Slykkishélms STYKKISHÓLMI, 20. jan. — Mannfjöldi fagnaði tveimur nýj- um bátum, sem komu hingað frá Danmörku í .dag. Eru þeir 60 smál. hvor, falleg skip og sterk- byggð. Ferðin frá Danmörku gekk vel, en lítilsháttar tafir urðu í Færeyjum vegna vélbil- unar. Danskir sjómenn sigldu bát- unum hingað frá Frederikshavn, en eigandi þeirra er Sigurður Ágústsson. Skipstjórar verða Magnús Þórðarson og Ágúst Pét- ursson. Vertíð er að byrja hér. Tveir bátar hafa lítilsháttar farið á sjó, en veður hefur hamlað. —ÁH Fjölmenn skemmtun Sjálfstæðis- manna á Keflavíkurflugvelli SJÁLFSTÆÐISMENN á Kefla- víkurflugvelli héldu skemmtun í Bíócafé. í Keflavík s. 1. þriðju- dagskvöld, og var húsið þétt- skipað. Konráð Axelsson, ráðni; stjóri á Keflavíkurflúi setti samkomuna og st] henni. Ræður fluttu Bjarni Benedikts- son, dómsmálaráðherra, Böðvar Steinþórsson, matreiðslumaður á Keflavíkurflugvelli og Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri. Ræddu ræðumenn um bæjarmálefni að- allega, en minntust einnig á stjórnmálaviðhorfið almennt. — Benntu allir ræðumenn á það, hve málefnasnauðir og sundur- þykkir hinir fjórir andstöðuflokk ar væru og bentu á með skýr- um rökum að ef þeim tækist að fella meirihluta Sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Reykjavík- ur. þá þiði höfuðþorgarinnar glundroði og upplausn, þar sem enginn ábyrgur meirihluti væri fyrir hendi í bæjarstjórninni. Var öllum ræðumönnum vel tekið og þeir ákaft hylltir að ræðum loknum. SLifau Soffía Karlsdóttir, Alfreð ílausen og Sigfús Halldórsson iskemmtu við mikinn fögnuð á- heyrenda, og að lokum var stíg- inn dans til kl. 1 eftir miðnætti. Hin vinsæla hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar lék fyrir dansin- um, Alfreð Clausen söng einnig með hljómsveitinni. Að lokum kvaddi Konráð Axelsson starfsmenn á Keflavík- urflugvelli að duga vel í kosn- ingum þeim, sem framundan væru, og tók undir orð fyrr- greindra ræðumanna að gera sig- ur D-listans sem mestan. Þessi skemmtun sýndi ótví- rætt hínn mikla sóknarvilja fyr- ir sigri Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosningunum. Malenkov sér fyrir því „Það er svo sem öruggt, að súlan hækki" f VESTRÆNUM lýðræðislöndum ieika Moskvu-kommúnistar þania leik, að efna til „almennra“ fjársafnana íyrlr kosningar, eða við önnur hátíðleg tækifæri. — Hlauparófur flokkslns þykjast leggja hart að sér við slíkar safnanir. Enda eru þær jafnan látnar enda með því, að auglýst er, að meira fé hafi komið inn en flokksstjórnia gerði ráð fyrir. Hér á landi er þessi „fjárdráttur" kommúnista rekinn eftir föstu kerfi. Látast kommar skipta kjósendum sinum i deildir, og aug- lýsa svo daglega hvaða hundraðshluti sé kominn til söfnunarinnar. í gær þykist Þjóðviljinn vera óánægður með áhugaleysi flokks- manna sinna í „kosningasjóðinn.“ Þar segir m. a.: „Herðum nú sóknina“ — „Upp með fjársöfnunina“ — MALENKOV, hefði blaði# getað bætt við. Því vitað er fyrir löngu að fjáruppspretta komm- anna í kosninasjóði er frá húsbændum þeirra í Moskvu. Guðmundur Jónsson í glúntum Þorbergur segir drnugasögur Fyrsfa kvöldvaka Slúdenfafélags Reykjavíkur STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur efnir til kvöldvöku í Sjálfstæð- ishúsinu annað kvöld, föstudagskvöid, en kvöidvökur Stúdenta- félagsins eru orðnar eins og fastir þættir i samkomu- og skemmt- analífi bæjarins á veturna. Ýmislegt er á skemmtiskrá kvöldvökunnar. Má nefna að Þor bergur Þórðarson segir drauga- sögur. Gluntana ætla þeir sr. Garðar Þorsteinsson og Guðmund ur Jónsson óperusöngvari að syngja. Er það óvenjulegt að Guðmundur syngur nú þessi skemmtilegu sænsku iög. Einnig Skákcinvígið HAFNARFJÖRÐUR VESTMANNAEYJAR 6. leikur Hafnfirðinga: e7—e5 mun Bolli Thoroddsen verkfræð- ingur flytja frumsamin kvæði. Stúdentafélagið heldur uppi samkomum og fundahöldum uú, þrátt fyrir kosningahríðina. Hef- ur og heyrst að fyrsti umræðu- fundur félagsins eftir nýár verða n.k. sunnudag. 1200 fonn af ísfiski fil ísafjarðar i ÍSAFIRÐI, 18. jan. — Síðan a áramótum hafa 12 skip landacS afla sínum hér á ísafirði. Voris þau með samtals 1200 tonn af ísfiski, og hefur hann allur far- ið til frystingar í fyrstihúsunum hér og í þorpunum í kringum Hnífsdal, Bolungarvík og Súða- vík. Þessi skip hafa landað afla hér á ísafirði frá áramótum: 2. jan. Marz 150 tonn, 4. jan. Úran- us 95, 5. jan. Sólborg 145, 6. jaru Isborg 110, þar af 40 tonn salt- fiskur. 8. jan. Marz 87 og Hall- veig Fróðadóttir 110, 11. jaru Vilborg Herjólfsdóttir 56, 12. jan. jan. Þorsteinn Ingólfsson 92 Og Elliði 88 tonn. —J.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.