Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 5
jrimmtudagur 21. janúar 1954 MORGUNBLAÐIÐ Siarismenn Búnaðarfél. Isl.( er vinna ú fræSslusíaríi efnahagssamvinnunnar Tíminn reynir að skrökva miiljnnaskuldum á Reykvfkinga Skuídir ríkisspðs við Reykjavík eru óreiðuskuldir & myndinni eru. Standandi, talið frá vinstri: Örnólfur Örnólfsson, umferðaráðunautur, Egill Jóns- son, umferðaráðunautur, Sigfús Þorsteinsson, umferðaráðunautur og Agnar Guðnason, umferðaráðu- nautur. — Sitjandi: Ólafur Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur, Björn Bjarnarson, jarðræktar ráðunautur, Páll Zophoníasson, búnaðarmálastjóri, Gísli Kristjánsson, ritstjóri, Halldór Pálsson, sauðfjárrældarráðunautur, Ásgeir L. Jónsson, vatnsvirkja- og jarðræktarráðunautur og Gunnar Árnason, skrifstofustjóri og gjaldkeri Búnaðarfél. íslands. Tiliiöpin fræðslustnrfsins er nái til nlirn hreppa á landinn Fyrirlestraferðirnar hefjast í byrjun febrúar Örnólfur Örnólfsson frá Bol- , um hætti og á þessum vetri. Efnt ungarvík, búfræðikandidat frá landbúnaðarháskólanum í Kaup- mannahöfn. PÁLL Zophoníasson búnaðar- málastjóri kallaði blaðamenn á fund í gær og gerði nánari grein fyrir fyrirætlunum þeim á sviði rannsókna og fræðslustarfs fyrir bændur þessa lands, er efnahags samvinna íslands og Bandaríkj- anna gengst fyrir. > Gísli Kristjánsson ritstjóri Freys á að veita hinni væntan- legu „fræðsludeild landbúnaðar- ins“ forstöðu, eins og getið var lim hér í blaðinu í gær. j Fjórir umferðaráðunautar eiga aðallega að hafa þetta fræðslu- starf með höndum, er á að standa yfir í 2 V2 ár. Á þessu ári fer fræðslustarfið fram á Austur- og Norðurlandi, en árið 1955 á Suð- ur- og Vesturlandi. ! Umferðaráðunautarnir eiga að fara um allar sveitir og halda fundi í hverjum hrepp, nema þar sem lítil hreppsvæði eru um- kringd stærri hreppum, verða hreppafundirnir sameiginlégir fyrir tvo hreppana, eins og t. d. þar sem kauptún mynda sérstök hreppsfélög. ) JJMFERÐARÁÐUNAUTAR FERÐAST UM J Umferðaráðunautarnir hefja þessi fundaferðalög sín snemma í næsta mánuði, því þessum fyrstu fundum þarf að vera lok- jð fyrir vorið. Þar gera ráðunaut- arnir grein fyrir, hvernig hægt er Eð draga úr framleiðslukostnaði og hverjar eru orsakir til þess, að kostnaður bænda er mismun- andi mikill. HINIR UNGU RÁÐUNAUTAR Þessir fjórir búfræðingar, er tekið hafa að sér fræðslustarf- semi þessa, og umferðakennslu, ef svo mætti að orði komast eru: i Agnar Guðnason, Reykjavík, er lokið hefur almennu búfræði- prófi á lar.dbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn, en áður var hann nemandi í Hólaskóla. Egill Jónsson frá Hoffelli, er lokið hefur framhaldsprófi í bú- fræði við Hvanneyrarskóla. Hann hefur á undanförnum misserum starfað með stórvirkum jarð- vinnslutækjum hjá Ræktunar- samböndum. Sigfús Þorsteinsson frá Sand- brekku. Hefur hann lokið fram- haldsprófi við Hvanneyrarskóla. Hefur hann verið aðstoðarmaður Halldórs Páissonar 1 Búnaðarfé- laginu. SKIFTA MEÐ SÉR VERKUM Þessir fjórir búfræðingar skipta með sér verkum þannig, að Agnar og Sigfús ferðast sam- an um vestanvert Norðurland og byrja í Vestur-Húnavatnssýslu. Örnólfur og Egill ferðast um Austurland og austanvert Norð- urland. Þegar þeir hafa heimsótt hvern hrepp á sínu svæði, mæt- ast þeir í Eyjafirði. í þeim héruðum þar sem sér- stakir héraðsráðunautar eru starf andi, verða þeir þessum umferða- ráðunautum til aðstoðar. Ekki er fyllilega ákveðið, hvernig sam- vinnu þeirra verður háttað. Ólaf- ur Stefánsson ráðunautur Bún- aðarfélagsins í nautgriparækt og Halldór Pálsson ráðunautur í sauðfjárrækt verða þeim að ein- hverju leyti til aðstoðar, svo og aðrir ráðunautar Búnaðarfélags- ins, Ásgeir L. Jónsson og Björn Bjarnarson. Reynt verður eftir megni að útvega umferðaráðunautunum fræðslutæki til notkunar á fund- um þeim sem haldnir verða í hverjum hreppi, svo sem línurit og skuggamyndir. SÝNIREITUR Eins og getið var um hér í blað inu í gær, er gert ráð fyrir að komið verði fyrir sýnireit, einum hektara að stærð i hverjum hreppi. Þar verða gerðar áburð- artilraunir á ræktuðu túni. Gerð ar verði ráðstafanir til þess að bændur fái tækifæri til að fylgj- ast með þessu tilraunastarfi og árangrinum þegar til uppskerunn ar kemur, svo þeir geti haft það fyrir augum, hvers gæta þarf til þess að sprettan og afraksturinn verði sem beztur, svo af þessu fái þeir nokkurn hagnýtan lær- dóm, hvernig hægt sé með góðri ræktun að fá framleiðslukostn- aðinn lækkaðan. Næsta vetur er gert ráð fyrir að leiðbeiningar umferðaráðu- Inautanna fari fram með svipuð- verði þá til sýnikennslu og til- raunareita í hverjum hreppi Suður- og Vesturiandi. VÍÐTÆK UPPLÝSINGASTARFSEMI Gísli Kristjánsson annast um víðtæka upplýsingastarfsemi dreifir ritum og ritlingum til bændanna um ýmiskonar nýj- ungar og hagkvæmar leiðbein ingar, er þeim koma að gagni. Ætlast er til, að hann leiti sam- vinnu við blöð og tímarit, er geta vissulega á margan hátt orðig til gagn fyrir þessa starfsemi. Áður en samtalinu við blaða- mennina lauk, mælti Gísli Kristjánsson nokkur orð, þar sem hann gat þess sérstaklega að umferðaráðunautarnir myndu sýna skuggamyndir til skýringar fyrirlestrum sínum. Minntist Gísli m. a. á það að á síðari árum hefðu kvikmyndirnar vikið skuggamyndunum nokkuð til hliðar. Hér væru skuggamyndir teknar upp að nýju því að þær væru miklu betri kennslutæki en kvikmyndir. ÞAÐ ER óhrekjandi staðreynd að ríkissjóður skuldar Reykjavíkur- bæ mikið fé m. a. vegna stofnun- ar og reksturs skólanna í bænum. Skuldin komst allt upp í 9.7 milljónir kr. miðað við 31. cles. 1952. Ekki er enn uppgert, hve hún nemur miklu fyrir s.l. ár. í lögum nr. 34/1946 13. gr. seg- ir að ríkissjóður eigi að greiða Reykjavíkurbæ alit að helmingi stofnkostnaðar heimangöngu skóla. Samsvarandi ákvæði er í 1. 48/1946, 53. gr. um gagnfræða- skóla. Til húsmæðraskóla á ríkis- sjóður að leggja allt að % stofn- kostnaðar skv. lögum nr. 49, 1946, 7. gr. Af þessu sést að ríkisframlagið er lögbundið og á að greiðast að fullu án tafar. Fjárlög hvers árs geta hér engu breytt fremur en um önnur fram lög ríkisins, sem ákveðin eru með sérstökum lögum. Skuld ríkissjóðs vegna stofn- kostnaðar skólanna er því óreiðu skuld, að þessu leyti, og þýðir ekkert fyrir Tímann að ætla sér að berja í þann brest. Svo eru aðrar óreiðuskuldir ríkissjóðs við Reykjavíkurbæ vegna rekstrar skólanna og hluta bæjarsjóðs af stríðsgróðaskatti. Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn gátu vitaskuld á árinu 1952 ráð- stafað til einna og annarra þeim tæpum 10 millj. krónum, sem ríkissjóður skuldaði Reykja- vikurbæ en þessar miiljónir lágu hjá húsbónda „Tímans“, Eysteini Jónssyni og voru Reykvíkingum því ekki tiltækar. TOGARAKAUPIN Tíminn reynir að afsaka Ey- stein með því að skrökva því upp, að Reykjavíkurbær skuldi ríkissjóði vegna kaupa á síðustu togurunum alls 12 miilj. króna. Ríkissjóður ábyrgist lán það, sem íslendingar tóku í London og nam 5.7 millj. kr. á togara vegna smíða 10 síðustu togaranna en allir kaupendurnir, Reykja- víkurbær og aðrir, tóku beinlínis að sér þessar skuldir. Ríkissjóður er því einungis í ábyrgð fyrir þessari skuld ogr milliliður um greiðslu vaxta og afborgana. Þetta er um enska lánið. Þar er Reykjavíkurbær raunveruleg- ur skublari en ekki ríkið. Þegar togararnir voru afhentir var umsamin útborgun kr. 800 þús. á togara og hefur bæjarsjóð- ur greitt þá upphæð vegna 4 tog- ara, sem bærinn keypti. Mismun- urinn á kostnaðarverði annars- vegar og enska iáninu og stofn- framlaginu hinsvegar er iánaO öllum kaupendum af ríkissjóði. Enn er ekki vitað hversu há sú. upphæð verður sem að þessu leyti verður lánuð bæjarútgerð* Reykjavikur, því ríkissjóður hef- ur enn engin lokaskil gert um. kostnaðarverð togaranna. En á- ætlað er að beint lán ríkissjóðs verði um 1.7 millj. kr. á togara eða alls til Bæjarútgerðar Reykja víkur um 6.8 millj. kr. sem verði fast lán til 20 ára. Þegar hér er öllu til skila hald- ið, má búast við, að skuld. Bæjarútgerðar Reykjavíkur við hið opinbera, vegna tog- arakaupanna muni nema um 6.0 millj. kr„ en ekki 12 millj. kr. eins og Tíminn sagði. Tímann munar auðvitað ekkertr um að skrökva hérumbil una helming út af þessum skipakaup- um. En sjaldan hefur bæjarbú- um hér veizt betra tækifæri til aO sj*. hug þeirra Tímamanpa til Reykvíkinga og málatilbúnað þess blaðs gegn þeim. Annarsvegar eru óreiðuskuldir ríkissjóðs við Reykjavíkurbæ, hinsvegar samningsbundin lán af hálfu þess opinbera til kaupa á f ramleiðslutæk j um. Þetta tvennt vill Tíminn bera saman. Hverjum dettur í hug að sú vandlæting, sem „Tíminn" er fullur af, á hverjum degi, miðisfc við hag og heill Reykjavíkur. Skrif Tímans um Reykjavík c** Reykvíkinga eru fyrst og fremst gerð þeim til minnkunar og mun- ar blaðið þá ekkert um helmings- skrök, ef það kemur Reykvík- ingum ver en Eysteini Jónssyni betur. Valgerður Hallvarðsdéllir Hinninprorð í DAG verður gerð frá Fossvogs kapellu útför Valgerðar Hall varðsdóttur til heimilis á Eiríks götu 31, Reykjavík. Aflahæsii báfurinn nteð 10,5 ionn AKRANESI, 20. jan.: — Togar- inn Akurey landaði hér í gær 172 tonnum af karfa og í dag landaði togarinn Bjarni Ólafsson 98 tonnum af karfa. Stýrimanninn á Bjarna Ólafs- syni, Aron Guðmundsson, henti það, að hann marðist og skarst illa á hendi undan vír á borð- stokknum. Ekki munu þó þein hafa brotnað. Þegar búið var að vega afla bátanna hér í gær, reyndist hann 10,5 tonn hjá þeim, sem afla- hæstur var. Það var Bjarni Jó- hannesson. í dag voru 18 bátar á sjó héð- an frá Akranesi. Austan landsynn ingsstorum hefur verið á miðun- um í dag og tregur afli hjá sum- um bátunum. Þó voru tveir bátar með um 9 tonn. ■—O. Hún lézt í Landakotsspítala hinn 13. þ. m. eftir langa og mjög erfiða sjúkdómslegu, fyrst í heimahúsum og síðar í spítölum. Hér verða ekki rakin æviatriði hinnar látnu heiðurskonu nema að litlu leyti en sá er heldur ekki tilgangurinn með þessum fáu orðum. Valgerður Hailvarðsdóttir var Snæfellingur að ætt, fædd 5. jan. 1878 í Litla-Laugadal á Skógar- strönd. Foreldrar hennar vom hjónin Guðný Sveinsdóttir Og Hallvarður Sigurðsson er þar bjuggu. Aldamótaárið giftist hún. Stefáni Guðmundssyni frá Ósi á Slkógarströnd sérstæðum skap- festu og mannkostamanni, er reyndist henni með afbrigðum. góður og traustur lífsförunautur. Eiga þau bæði til góðra og vel- þekktra manna að telja viS Breiðafjörð og víðar Vestanlands sem mörgum mun kunnugt. Valgerður ól eiginmanni sín- um 4 börn, tvær stúlkur og tvo drengi. Fyrsta barnið misstu þau. innan við eins árs aldur. Eldri sonurinn, Guðmundur, frábær- lega efnilegur drengur, fórst af völdum sjóslyss á Breiðafirði þá. 18 ára og færðu þau Ægi kon- ungi þar dýra fórn, sem efiir skildi djúp sái' '■>' ~e;nt vildu gróa. Yngri ron.ulm Guunar, gisti sömuleiðis hina voíu gröf þótt sá sorgaratburður geiðist mörgum árum síðar, hann var Framh. á bls. 10. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.