Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 21. janúar 1954 roginttMðfrife Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgiíarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristiniíson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskru'targjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eíntakið. Maður fyrir borð! HINN svokallaði „Þjóðvarnar- flokkur" hefur orðið fyrir slæmu áfalli með því að missa efzta mann framboðslista síns hér í Reykjavík fyrir borð. Morgun- blaðið vill að svo stöddu máli ekki leggja neinn endanlegan dóm á þá atburðarás, sem orðið hefur til þess að þessi frambjóð- andi taldi óhjákvæmilegt að draga framboð sitt til baka. En það er staðreynd, að það er hann sjálfur, sem hefur lagt það mat á framkomu sína, að honum bæri að gera það. Hinsvegar hefur það greinilega komið fram, að flokk- urinn hefur ekki krafizt þess af honum. Hann hefur aðeins „fall- ist á“ að hann drægi framboð sitt til baka. „Þjóðvarnarflokkurinn“ hefur hafið göngu sína í íslenzkum stjórnmálum með miklu yfirlæti og hörðum dómum um menn og málefni. Hann hefur lýst því yfir að hann væri hinn mikli „siða- bætir“, sem einum væri treyst- andi til þess að gæta.hagsmuna almennings og koma fram af full- komnum heiðarleika. Blað hans og málsvarar hafa ekki sparað stór orð um „rotnun" og „spill- ingu“, sem þeir ætluðu sér að útrýma. Nú er það auðvitað staðreynd, sem allir viðurkenna, að í þessu fámenna þjóðfélagi fer margt miður en skyldi. En hver er sá, aff hann treysti Gils Guðmundssyni, Bergi Sigurbjörnssyni og öðr- um leiðtogum „Þjóðvarnar" til þess að hreinsa andrúms- loftiff og skapa aukna festu og grandvarleik í meðferð opin- berra mála í þessu landi? Hver trúir því, að þessir menn og aðrir, sem nýkomnir eru af fjörum kommúnista, komi með nýtt og hreint loft inn í íslenzka stjórnmálabar- áttu? Því trúir auðvitað enginn, sem lítur raunsætt á hlutina og þekkir feril þessara manna sem nú tilkynna það af lítil- læti hjarta síns aff þeir séu „frelsaðir“ og einir sannir fulltrúar „heiðarleikans“ í ís- lenzkri stjórnmálabaráttu. En það er annað, sem liggur í augum uppi í sambandi við þennan nýja flokk, sem svo dig- urbarkalega hefur mælt. Það er sú staðreynd, sem allar lýðræðis- þjóðir þekkja, að þess fleiri stjórnmálaflokka, sem þær skipt- ast í, þess verra, glundroðakennd ara og spilltara verður stjórnar- far þeirra. fslendinga þurfa ekki að fara í neinar grafgötur um það, að fjölgun stjórnmálaflokka í landi þeirra hlyti að leiða til verra og loskenndara stjórnarfars. í Frakklandi eru aðalstjórnmála- flokkarnir í landinu 6, auk nokk- urra flokksbrota. En þar hafa líka setið um 20 ríkisstjórnir síð- an síðustu heimstyrjöld lauk. Og þar tókst ekki að kjósa lýðveld- inu forseta fyrr en eftir 13 at- rennur! Það er þetta stjórnarfar, sem hinn svokallaði „Þjóð- varnarflokkur“ berst fyrir að koma á hér á íslandi. Það er þessi „festa“, sem er takmark hans í íslenzkum stjórnmál- um. Reykvíkingum er það áreiðan- lega ljóst, að fjölgun flokka í bæjarstjórn þeirra skapar ekki auknar líkur fyrir traustri og framtaksamri forystu bæjarmála þeirra. Yfignæfandi meirihluti þeirra skellir þessvegna skolla- eyrunum við yfirlæti og hroka „Þjóðvarnar", sem krefst vax- andi glundroða og upplausnar. Mun nú líka almennt álitið, eftir að Gils er orðinn efstur á lista sínum, að hann sé þar í baráttu- sæti. Hvorki Reykvíkinga né aðra íslendinga vantar fleiri stjórn- málaflokka. Þá vantar þvert á móti skírari línur og vaxandi ábyrgðartilfinningu í stjórn- málabaráttu sína. Leiðin til þess að skapa hana er meiri- hlutastjórnarfar í landinu. AI- menningur í Reykjavík hefur jafnan haft þroska til þess að hafna glundroða minnihluta- flokka og samstjórnarskipu- lags. Þessvegna hafa Sjálf- stæðismenn við hverjar kosn- ingar fengið meirihluta í bæj- arstjórn. Allt bendir til þess, að síðustu atburðir muni enn sannfæra fleiri Reykvíkinga um nauðsyn þess að svo verði einnig eftir þær kosningar, sem fram fara 31. janúar n.k. Garðrækt Reykvíkinga. SJÁLFSTÆÐISMENN í bæjar- stjórn Reykjavíkur hafa á und- anförnum árum haft forystu um, að mikið land hefur árlega verið brotið til ræktunar. Þúsundir fjölskyldna og einstaklinga í bæn um hafa síðan fengið þetta land til afnota og hafið þar ræktun garðávaxta og kálmetis. Miklum fjölda fólks í bænum hafa orðið þessi ræktunarstörf að miklu gagni. Fólkið hefur lagt fram eigin vinnu til þess að afla sér nauðsynlegra og hollra mat- væla. Það hefur jafnframt spar- að sér mikið fé og haft ánægju af útivistinni við ræktunarstörf og eftírlit með garðlöndum sínum. Samkvæmt þeim upplýsingum sem ræktunarráðunautur Reykja víkurbæjar gaf hér í blaðinu í gær voru garðlöndin í ársbyrjun árið 1950 1677. En nú í ársbyrjun 1954 eru þau orðin nærri helm- ingi fleiri eða 3250. Segir rækt- unarráðunauturinn að þessi garð- lönd munu vera nytjuð af yfir 4000 heimilum, þar sem tvær fjöl skyldur hafa oft afnot af sama garðlandi. Hin öra þróun í þessum mál- um sézt greinilega af því að á tveimur s.l. árum hafa verið tek- in til ræktunar 1400 garðlönd og á næsta ári verða tilbúin 500 ný garðlönd til viðbótar. Þannig vinna forráðamenn Reykjavíkurbæjar að því að breyta óræktarmóum og melum í frjósöm garðlönd, sem veita Reykvíkingum arð og yndi. Það er mjög ánægjulegt að milli einstaklinganna, sem nytja garðlöndin og bæjarfé- lagsins, sem haft hefur forystu um að brjóta landið, ríkir hin bezta samvinna. Það er stefna Sjálfstæðismanna að þeirri samvinnu verði haldið áfram og að fleiri og fleiri fjölskyld- ur eigi kost á því að fá land til garðræktar og heimilis- nota. \úR DAGLEGA LIFINU Í A ★ ENGINN ávöxtur á sér jafn rómantíska sögu og appelsínan. Appelsínutréð átti einu sinni heima í Kína. Þaðan var það flutt og gróðursett í litl- um garði í Lissabon. Þaðan breiddist það út um allan heim og átti Kolumbus sinn mikla þátt í því. Allir vita að appelsínur eru hollar og bragðgóðar og að þær eru m. a. ræktaðar í S.-Evrópu. En þar með er upptalið það sem menn almennt vita um appelsín- ur. X—□—X ★ ★ APPELSÍNUR eru sex mánuði að þroskast. Appel- sínujurtinni er eðlilegast að bera ávöxt síðla hausts eða árla vetr- ar, en svo mörg afbrigði appel- sínutrjáa eru nú til, að nýjar appelsínur er yfirleitt hægt að fá á hvaða tíma árs sem er. Þegar við kaupum appelsínur viljum við helzt ekki að þær séu með grænum blettum á, sem við höldum að stafi af því að þær ^y4ppelóímir iippnmLr og- óacja eru ekki fullþroskaðar. En þessi græna er saklaus blaðgræna — og er öruggt merki þess að heitt hafi verið í veðri meðan appelsin an var að þroskast. Hitastigið ætti að vera milli 10 og 15 gráð- ur meðan ávöxturinn vex — ann- ars er appelsínan alveg græn þegar hún er fullþroska. Slíka „græningja“ fáum við sjaldnast að sjá, því þeir eru settir í sér- stök hús. Þar inni er loftið bland- að „ætelyn" sem hefur þau áhrif að appelsínan skiptir um iit á 2—3 dögum. En slík meðferð hef- ur engin áhrif á bragðið, því þveröfugt við tómata og banana heldur appelsínan ekki áfram að þroskast eftir að hún hefur verið slitin af jurtinni. ★ ★ EF MAÐUR vill tryggja sér góðar appelsínur, verð- ur það ekki gert aðeins með því að kíkja á þær — það verður að snerta þær. Þungar appelsínur eru safameiri en léttah og þær með þunnum berki safameiri en hinar með þykkum berki — þó undantekning sé frá því. Stærðin hefur hins vegar engin áhrif á gæði ávaxtarins. X—□—X ★ ★ APPELSÍNA er hreinasta forðabúr. í henni eru ekki færri en 23 mikilvæg næringar- efni. Læknar eru nú farnir að ráðleggja appelsínur þeim sem eru á megrunarkúr. Auk þess þykja þær góðar þeim er hafa háan blóðþrýsting og sjúkiingum með magasár (sem oft þjást af C-f jörefnisskorti). Rangt er að sía appelsínusaf- ann, því að í því er síast frá er mikið af hollum næringarefnum. Margir halda að næringargildi safans minnki ef hann stendur. Það er rangt. Safinn getur staðið dögum saman án þess að missa giidi sitt. Gleði- og raunasaga í senn. ESTUR skrifar eftirfarandi bréf: „Getið þið hugsað ykkur nokk- uð skemmtilegra en að vera 7 ára og fá spánýjan og fallegan skíða- sleða í jólagjöf? Hann ljómaði líka af áhægju — í sjöunda himni, hann litli vinur minn, sem eftir- farandi saga er um. Það er í senn gleði- og raunasaga. Hann fékk sem sé þennan afbragðs skíða- sleða í jólagjöf og eftir nýárið, nánar til tekið, hinn 5. janúar, fór hann að reyna þennan óska- grip sinn, sem hann hafði svo lengi dreymt um að eignast. an, að þau fá myndir, sem ein- hver fengur er í. Kvikmynda- sýningar þær, sem hér er um að ræða eru lengri en venjulegar kvikmyndir, er sagt til að afsaka þetta hækkaða verð, en það er ekki nema hálfur sannleikur, því að reynt er að teygja tímann með ómerkilegum aukamyndum, sem margir vildu fullt eins vel vera án. Ég er óánægður og ég veit, að fleiri pru sama sinnis. Barnakarl“. Hvar eru Fíat-bílarnir? ÉR er fyrirspurn frá Nóa: „Fyrir rúmum tveimur mán- uðum auglýsti Landssamband ís- lenzkra útvegsmanna eftir um- sóknum um kaup á 30 Fíat-bílum sunnan frá Ítalíu. Alls munu um 300 umsóknir hafa borizt, en um- sóknarfrestur var veittur til 10. nóvember. Enn mun ekki vera farið að úthluta bílunum, þó svo langur timi sé liðinn. Hvað veldur?“ Fyrirspurn þessari er hér með komið á framfæri. X—□—X ★ ★ APPELSÍNAN á ætt sína að rekja til Kína. Af sög- um sem skráðar eru 1178 má sjá, að Kínverjar höfðu þá ræktað appelsínur um aldir og að þá (1178) þekktust 27 tegundir appelsína. Það voru sjómenn sem á 15. öld fluttu með sér appelsínu tré til Portugal, og þegar Kolum- bus lagði upp í Ameríkuför sína tók hann með sér nokkur tré. Þau voru gróðursett á Haiti og döfn- uðu vel. Og nú í dag svigna milljónir appelsínutrjáa um stór- an hluta heims undan ávöxtum sínum. X—□—X ★ ★ ÞESS eru nokkur dæmi atS •appelsínutré hafi orðið meira en 100 ára gamalt, en venjulega verða þau ekki eldri en 40 ára. En appelsínan er nýtt til hins ítrasta í dag. Úr kjörn- unum er framleitt olía í smjör- líki og bindiefni til litunar gerfi- silkis. Úr gula berkinum er fram- leitt efni í málningu svo og a- fjörefni. Allt hið hvíta í appelsín- unni er notað til að framleiða efni í ávaxtamauk og einnig efni sem notað er við fyrstu læknis- hjálp við djúpum sárum. (Þýtt og endursagt) Sleðinn horfinn. ÞETTA var inni í Samtúni, og litli snáðinn brá sér í sak- leysi sínu inn í búð eina til að kaupa eitthvað lítilræði. Þegar hann kom út aftur var sleðinn hans allur á bak og braut og hann hefur ekki séð hann síðan. Getið þið ímyndað ykkur, hví- líkri sorg og mæðu þetta hefur valdið honum litla vini mínum? Sjálfsagt hefur einhver lítill hnokki á reki við eiganda hans fallið í freistni fyrir þessum fal- lega grip og tekið hann trausta- taki. Vildu nú ekki þeir, sem varið hafa orðið við óskilaskíða- sleða, foreldrar eða venslafólk, barnsins, sem féll í freistni fyrir utan búðina í Samtúni, koma honum til skila, t.d. á lögreglu- stöðina, það yrði mikill gleðidag- ur fyrir litla drenginn, eiganda hans. Ég þakka fyrir birtinguna. Gestur". Hækkað verð á góðar bíómyndir. MAÐUR nokkur, sem á mörg stálpuð börn í skóla, kvart- ar undan því, að það fari að verða anzi dýrt að gefa þeim öllum fyrir bíómiða, þegar hver miði er kominn upp í 14 krónur. „Mér finnst það nokkuð hart“ — segir hann — „ef kvikmynda- húsin ætla í skjóli þess, að fólk vill sjá góðar kvikmyndir að spenna svo upp verðið, þá sjald- Oddi. SAGT er, að bæjarnafnið Oddi eigi rót sína að rekja til at- burðar þess, sem nú skal greina: Einu sinni fyrir langalöngu, var kerling ein stödd úti, þar sem nú heitir Oddi. Það var um kvöld og var orðið skuggsýnt. Þegar minnst varði heyrði kerl- ing skarkala mikinn og hávaða fyrir ofan sig. Hún þóttist vita, að þetta mundi vera gandreið. Þegar ódæmi þessi bar rétt upp yfir kerlinguna, heyrðist henni eitthvað detta ofan úr háalofti, fast við sig. Kerling fór að þreyfa kringum sig og fann hníf, sem stóð á oddinum. Þóttist hún vita, að það hefði orðið hennar bani, ef hún hefði orðið fyrir hnífnum. Þegar kerling kom inn, sagði hún upp alla sögu og sýndi hnífinn til sannindamerkis Þótti atburður þessi svo merkilegur, að bænum, sem seinna var byggður á þessum stöðvum, var gefið nafn eftir hnífnum, sem kerling- in fann á oddinum. Réttlæti hins ráðvanda gerir veg hans slétt- an. Fjölsótt jólaírés- skemmtun í KR- skálanum UM 700 manns sóttu jólatrés- skemmtun K. R. s.l. laugardag. Þar af hátt á 5. hundrað börn. Skemmtunin fór fram í hinum stóra íþróttasal félagsins og þrátt fyrir þennan mikla fjölda var ágætt rúm í salnum óg hefði hann líklega rúmað helm- ingi meira án þess að þrengsli hefðu orðið. Börnin skemmtu sér hið bezta, gengu kring um fagurlega skreytt jólatré og sungu jóla- sálma og ættjarðarlög. Síðan var dans stiginn og yngri börnin fóru í ýmiss konar leiki og kunnu vel við sig í svo rúmgóð- um sal. Ólafur Magnússon frá Mos- felli, hinn ágæti söngvari lék jólasvein og honum tiu aðstoðar K.-R.-ingurinn Georg Bjarná- son. Þá voru og sýndar skemmti legar kvikmyndir. Kl. 8,30 lauk skemmtuninni með því að formaður K. R. lét hópinn hylla gamla K. R. með ferföldu húrrahrrópi. Skemmt- un þessi var K.R.-ingum tii mikils sóma. . ; ,j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.