Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.01.1954, Blaðsíða 14
14 MORGUTSBL AfílÐ Fimmtudagur 21. janúar 1954 --“ ■— “ --------“"Tl SÆGM FORSYTHNNÆ - RÍKI MAÐURINN - Eítir John Galsworthy — Magnús Magnússon íslenzkaði Framhaldssagan 32 „Fáið þér yður koníak, Bosinn- cy“, sagði Soames. Bosinney drakk eitt glas, svo stóðu allir upp. „Viljið þið fá vagn?“ spurði ■Soames. „Nei, þökk fyrir“, svaraði June. „Bilson, viljið þér rétta mér loðkápuna mína“. t>En hvað kvöldið er fagurt“, sagði Irena úti við gluggann. „Það verður stirndur himinn“. „Skemmtið ykkur vel bæði“, bætti Soames við. „Kæra þökk fyrir“, svaraði June úti í dyrunum. „Komdu nú, Phil“. „Já, nú kem ég“. „Góða skemmun“, sagði Soam- •es hæðnislega. Irena stóð í dyrunum og horfði á eftir þeim. „Góða nótt“, kallaði Bosinney. „Góða nótt“, svaraði hún blíð- lega. June dró Bosinney út í vagn- ion. Hún sagðist þurfa á hress- «ndi lofti að halda. Hún lét vind- inn leika um andlitið og þagði. Allir voru á ferli. Dagsbirtan var að leggja á flótta undan ný- kveiktum götuljósunum, andlitin sýndust föl í bleiku ljósinu, stór- ic, hvítir skýjaflókar svifu mjúk- lega um purpurarauðan himin- inn. Rjálklæddir menn í flakandi frökkum og verkamenn í vinnu- fötum gengu í hægðum sínum lieim. Og konurnar — sú tegund kvenna, sem fyllir göturnar þeg- ar fer að húma —- svifu hægt áfram, eftirvæntingarfullar í göngulagi og limaburði, dreym- andi um gott vín og góðan kvöld- verð, eða einn koss, gefin af ást en ekki losta. Bosinney og June gengu inn í leikhúsið og settust á fyrstu hæð. JÞaS var búið að draga tjaldið frá. June hafði aldrei setið á efri hæðunum. Hún hafði frá því að hnú var fimmtán ára farið með afa sínum í leikhúsið, en alltaf höfðu þau setið í dýrustu sæt- um, venjulega á þriðja bekk. Hún hafði hlakkað svo mikið til þessa kvölds. Enginn í Stan- htope Gate vissu, að hún var ein ■og eftirlitslaus með Bosinney, en héldu að hún væri hjá Soames. Hún hafði búist við þakklæti og launum fyrir þennan hrekk sinn — því að vegna hans hafði hún .gert þetta. Hún hafði vonast eft- ir því, að hin ömurlegu ský sund- vrþykkjunnar mundu greiðast «undur og sólin aftur skína, eins og hún gerði fyrr á samveru- Ætundum þeirra. Hún hafði ætlað sér að tala hreinskilnislega við hann, en nú sat hún með hnykl- aðar brýrnar og horfði á leik- sviðið, án þess að fylgjast með |»ví, sem bar fór fram. Afbrýðis- semin hamaðist í henni og kvaldi hana. Ef Bosinney vissi hvernig henni var innanbrjósts, þá lét hann að minnsta kosti á engu bera. Er fyrsta þætti var lokið, sagði June. „Það er ákaflega heitt. Eigum við að koma út?“ Hún var mjög föl, og hún fann l>að á sér, að honum leið illa. Þau gengu út á svalirnar. Hún hallaði sér þegjandi upp að grind vnum og beið eftir því, að hann aegði eitthvað. Að lokum stóðst hún ekki leng- Tir mátið. „Það er dálítið, sem ég vildi tala við þig, Phil“, sagði hún. Kuldinn í röddinni rak blóðið út í kinnarnar á henni. „Þú gefur mér aldrei færi á því að vera góð við þig“, hrökk út úr henni, „það er óratími síð- an —“ Bosinney starði niður á götuna og svaraði engu. „Þú veizt, að ég vil gera allt fyrir þig“, hrópaði hún ofsalega. Háreystin frá götunni barst upp til þeirra. Inni í leikhúsinu hringdi bjalla, annar þáttur var að hefjast. June hreifði sig ekki. Hún átti í harðri baráttu við sjálfa sig. Átti hún að hætta öllu og etja kapps við þau öfl, sem seiddu hann frá henni? Hrein- skilni og dirfska var henni í blóð borin. „Phil“, sagði hún, „lofaðu mér að sjá húsið á sunnudaginn". Hún reyndi að brosa og gaut í laumi til hans augunum. Hún sá, að hann varð ókyrr og hikandi, blóð þaut út í kinnarnar og auga- brýrnar hnikkluðust vandræða- lega. „Ekki á sunnudaginn, góða mín, einhvern annan dag“. „Því ekki á sunnudaginn? Þá hefur þá svo góðan tíma“. „Ég þarf að hitta mann“’. Hún sá hversu hann tók nærri sér að segja þetta. „Þú ætlar að hitta —“ Hún sá reiðiglampa bregða fyr- ir í augum hans. Hann yppti öxl- um. „Ég á erindi við mann, og þess vegna get ég ekki tekið þig með mér“. June beit á jaxlinn og gekk þegjandi til sætis, en hún gat ekki aftrað því að tárín streymdu niður kinnarnar. En svo vel vildi til að skuggsýnt var í leikhúsinu, svo að enginn gat séð örvænt- ingu hennar. En enginn Forsytanna má ætla að þeim sé ekki veitt eftirtekt. Á þriðja bekk fyrir aftan hana sat Euphemia, yngsta dóttir Nic- holasar, hjá systur sinni, frú Tweetyman, og þær fylgdust með öllu. Þær sögðu frá því hjá Timothy að þær hefðu séð June með unnusta sínum í leikhúsinu. „Miðgólfs?“ „Nei“. „Þá auðvitað á svölunum. Það er nú háttur unga fólksins að sitja þar“. „Nei — ekki alveg á svölunum. Á — jæja, það verður stutt í þessari trúlofuninni. Þær höfðu aldrei séð neinn eins æstan og reiðan sem June litlu. Þær fóru um þetta mörgum orðum með samúðartár í augum. Þetta kvöld, sem „June litla“ hafði hlakkað svo mikið til, varð það ömurlegasta sem hún hafði lifað. En af öllum mætti hafði hún reynt að kæfa niður stæri- I læti sitt, afbrýðissemina og tor- j tryggnina. Hún skildi við Bosinney fyrir utan dyrnar hjá Jolyon gamla, án þess að láta bugast. Þráin að ná aftur tökum á unnusta sínum var svo sterk, að hún gat dulið harm sinn þangað til síðasta skó- hljóðið barst að eyrum hennar og færði henni heim sanninn um það, hversu sárt hún var leikin. Þjónninn lauk hægt upp fyrir henni. Hún ætlaði að læðast inn í svefnherbergi sitt, en Jolyon gamli, sem hafði heyrt hana koma, stóð í borðstofudyrunum. ;,Komdu inn og drekktu mjólk- ina þína. Ég hef haldið henni heitri handa þér. Þú kemur seint. Hvar hefurðu verið?“ June stóð út við arininn, með annan fótinn á grindinni, en studdist við 'arinhilluna, eins og afi hennar hafði gert, þegar hann kom heim úr sönghöllinni. Hún var við það að hníga niður. „Við snæddum miðdegisverð hjá Soames“. „Nú, hjá „ríka manninum". Þið hafið verið fjögur, konan hans, Bosinney og þú“. „Já“. Jolyon gamli horfði á hana með hinu hvassa augnaráði sínu, sem fátt duldist fyrir. Hún leit undan, en hann hafði samt séð meira en nóg. Hann laut niður eftir mjólkurbollanum, rétti henni hann og tautaði: FARFUGLAR 4 Einu sinni voru margir menn í grjótvinnu. Eitt sinn tók einn mannanna eftir því, að maríuerluhjón gerðu sér hreið- ur í grjóthrúgu, sem var örfá fet frá staðnum. Stundum sátu hjónin á grjóthrúgunni, og oft flögruðu þau rétt í kringum mennina. Virtust þau ekkert vera hrædd við hamarshöggin, né annan hávaða, sem af vinnunni leiddi. — Þeir reyndu líka á allan hátt að forðast að styggja þau að óþörfu, því að þeir höfðu allir mestu ánægju af því að hafa þau þarna rétt við hliðina á sér. En svo var það einn sunnudag, er mennirnir voru fjar- verandi, að drengir komu á staðinn, fundu hreiðrið og höfðu það burt með sér, ásamt eggjunum. Eins og von var, þótti mönnunum þetta afarsárt og þótt- ust illa vinum sviftir, er þeir komu til vinnunnar á mánu- dagsmorguninn. — Þann dag sáu þeir maríuerluhjónin nokkrum sinnum flögra yfir grjóthrúgunni, en svo hurfu þau burtu og sáust ekki aftur. Ekki verður að þessu sinni minnzt á fleiri farfugla, en þeir eru fjölda margir. og flestir mönnunum til mikillar ánægju yfir sumartímann. Allir ættu að gera sér það að skyldu að vernda þessa fögru sumargesti. Þeir eru bæði til gagns og skemmtunar, en eng- um til meins eða óþæginda. Skjótið ekki farfuglana, takið ekki eggin þeirra, né gerið þeim mein á annan hátt. FYRIRLIGGJANDI: SANTA CLARA SVESKJIJR 40^50 — 60770 — 70780 RIJSÍNIJR 4 og 6 kórónu RIJSÍNIJR steinlausar KIJRENUR FÍKJUR í pk. og lausar APRIKÓSUR 11 kg. ks. I J.R rynjoi Póóon J(u uaran imv CAMEL suðubætur og klemmur fyrir bílaslöngur CAMEL pakningalím CAMEL gúmmí á járn lím CAMEL gúmmílím CAMEL einangrunarbönd Garðar Gíslason h.f., Sími 1506

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.