Morgunblaðið - 10.02.1954, Síða 1

Morgunblaðið - 10.02.1954, Síða 1
41. árgangur. 33. tbl. — Miðvikudagur 10. febrúar 1954. Prentsmiðja Morgunblaðsina Berlínarfynd'jrinn: IVIolotov talar jafn digur- barkalega og áður Engum dylsl lengur skrumhlutverk hans Einkaskevti til Mbl. frá Reuter-NTB BERLÍN, 9. febr. — Bilið milli austurs og vesturs var jafnbreitt og áður í dag er utanríkisráðherrar fjórveldanna höfðu lokið 14. fundi sínum. Franskur talsmaður skýrði blaðamönnum þó svo frá, að Molotov hefði skýrt samstarfsmönnum sínum svo frá að hann myndi á miðvikudag leggja fram enn nýja áætlun er TRYGGÐl öryggi Evrópu!! Lokaður fundur í dag Talsmaðurinn skýrði og frá því, að utanríkisráðherrarnir hefðu komið sér saman um það að halda lokaðan fund á fimmtudaginn og ræða þá 1. dagskrármál ráðherrafundarins: Spennan í alþjóðamálunum og tillögu Sovétríkjanna um að efna til fimmveldafundar með þr.tttöku Kínverja. MOLOTOV TALAR < DIGURBARKALEGA Molotov hélt ræðu á 14. fund- invm, sem haldinn var í dag. Hélt hann því enn fram að Evrópu- herinn og endurvopnun Þýzka- lands myndu leiða til nýrrar styrjaldar í Evrópu. Molotov kvað Rússa tilbúna með uppkast að friðarsamningum við Þjóð- verja, og taldi að ráðherrar Vesturveldanna gætu nú ekki dregið lengur að taka ákveðna afstöðu til þess máls!!! Talsmaður Frakka skýrði svo frá, að utanríkisráðherra Vest- urveldanna vildu halda fyrsta fundinn um 3. dagskrármálið, sem er friðarsamningar við Austur- ríki, á föstudag. í sambandi við það er Figl, utanríkisráðherra Austurríkis, kominn til Berlínar. Verður hann viðstaddur umræð- urnar. LÍTIL VON UM SAMKOMULAG Utanríkisráðherrar Vestur- veldanna voru orðfáir. DuIIes kvaðst engu hafa við að bæta það sem hann í sínum 5 ræðum á fundinum hefði sagt um Þýzkalandsmálin. Bidault og Eden kváðust vantrúaðir á, að ráðherrarnir myndu komast að samkomulagi um Þýzkalandsmálin úr þessu. Síðasta vonin er þó samt lok- aði fundurinn á morgun, en þá tala ráðherrarnir um mál- in á annan hátt, en frammi fyrir hópi blaðamanna og annarra. Páfinn á fótum RÓMABORG, 9. febrúar — Páf- inn átti rólega nótt og hefur nú getað nærzt og átti stutta fóta Rússar eigu atomvopn • MOSKVU og;LUNDÚN- UM, 9. febr. — Rauði herinn hefur nú þegar yfir að ráða atomvopnum af ýmsum gerð- um, herma áreiðanjegar heim- ildir í Moskvu. • Voru þessi nýju vopn reynd á heræfingum er fram fóru í Vestur-Russlandi nú nýlega. • í Lundúnum var frétt þessari tekið með nokkrum efasemdum, en bent á, að langt væri síðan - að Rússar hefðu hafið tilraunir við fram leiðslu slikra vopna. — Reuter-NTB. Astralskar konur tryllast LISMORE, 9. febrúar- — Margar konur særðust í þrengslum þeim er urðu úti fyrir Gollen Hotel í Lismore í Ástralíu í dag. Þar ist í dag. Hann tók einnig á móti hafði mikill skari kvenna safn- trúnaðarmönnum Vatikansins og azt saman til að hylla Elizabetu ræddi kirkjunnar mál. | Bretadrottningu og hertogann af Tilkynnt var í Róm í dag að Edinborg. Lögregluvörður var páfinn hefði aldrei verið í lífs- hættu, en lasleiki hans Og lítið mótstöðuafl hefði þó orsakað mikinn kvíða meðal hans nán- ustu. —Reuter-NTB. við hótelið en hann fékk við ekkert ráðið er drottningin birt- ist á svölunum — svo trylltar voru hinar áströlsku konur. —Reuter-NTB. rímerkið sem 1849 kostaði 1 penny var sell á 959 pund áðelns 10 slík eru lil í heiminum LUNDÚNUM, 9. febr. — Frímerki hafa löngum verið eftirsótt — svo eftirsótt, að nízkir auðkífingar hafa jafnvel opnað gullkistur sýnar til að komast yfir þau. Nýlega var 'eitt slíkt frímérki á ferð- inni í Lundúnum. Það var selt á uppboði fyrir 950 sterlingspund. Það var gefið út 1849 af póstmeistaranum í Hamilton á Bermuda. Það kostaði þá 1 lítið penny. HIÐ SNJÁÐA FRÍMERKI íheiminum í dag. Uppboðshaldarinn sló í borðið j 950 punda greiðslan er sú og hr. Mikle, kaupandanum, var hæsta, sem nokkru sinni hefur Hjón sg bern þeirra bíða bana KALMAR, 9. febrúar — Fjöl- skylda, hjón með son sinn, beið bana í dag er árekstur varð milii bifreiðar og járnbrautar í grend við Kalmar í Svíþjóð. Slysið vildi til þar sem akvegur og járnbrautarspor skerast. —NTB. 09 auglýsingar STOKKHÓLMI, 9. febrúar — Sænskt útvarpsfirma hefur í hyggju að koma upp fljótandi út- varpsstöð á Eystrasalti á sumri komanda. — Stöðin verður utan hinnar þriggja mílna landhelgi Svía og áformað er að hún út- varpi iéttri og skemmtilegri tón- list og auglýsingum. —NTB. afhent askja með frímerkinu í, gegn 950 punda greiðslu. Þegar kaupandinn opnaði öskjuna, sá hann dökkbrúnt nærri hringlótt frímerki. Það var í upphafi hvítt. Á því voru prentuð orðin: Ham- iRon — Bermuda. Frímerkið var snjáð, svo að stafirnir B og e í Bermuda voru brott máðir. Á miðju merkinu var tímatalið: 1849 og fyrir neðan það áletr- unin: 1 penny og undirskrift póstmeistarans. verið greidd fyrir pennymerki. Það sem áður hefur verið dýr- ast selt var selt á 450 pUnd. Það var árið 1934. — Hr. Milke tókst naumiega að yfirbjóða bandarísk- an kaupenda, sem á uppboðinu var. Norrænir ráðherrar á fundi KAUPMANNAHOFN, 9. febrúar — Fræðslumálaráðherrar Norð- 10 SLIK MERKI | Það var árið 1846, sem póst- meistaranum á Bermuda var t urlandanna áttu í dag fund með heimilað að taka gjald af hverju ' miðstjórn Norðurlandaráðsins í bréfi. Hann hafði 70 pund árlega j Kaupmannahöfnf Var rætt um í laun og átti auk þess að fá 1 norrænan alþýðuháskóla svo og penny í þóknun fyrir hvert bréf ! um samvinnu á sviði vísinda og er hann kom til skila. Hann bað ! samvinnu um vísindalegar rann- bréfsendendur að setja penny sóknir, sérstaklega hafrannsókn- með hverju bréfi í kassann. En skjótt komst hann að raun um, að í kassanum voru fleiri bréf en pennypeningar. Svo að hann ákvað að útbúa sín eigin frímerki, sem hann seldi hverjum þeim, sem vildi póstleggja bréf. Þessi frímerki hans eru nú mjög sjaldgæf. — Munu aðeins 10 slík vera til í ír. -NTB. HVER ER TILGANGURINN? VÍNARBORG, 9. febrúar—Tveir bandarískir blaðamenn sem þátt tóku í iblaðamannaráðstefnu í Bano í Tékkóslóvakíu, hafa beð- ið vistar þar sem pólitískir flótta- menn. ■—NTB. Þýzkt félag mun kvik- mynda Morgumi lífsins ÆHa að Ijúka kvikmyndalöku á ikáldverki Kristmanns Guðmundssonar á þessu ári ÞÝZKT kvikmyndafélag hefur gert samning við Kristmann Guð- mundsson rithöfund um að kvikmynda skáldsögu hans, „Morgunn lífsins“. En sú skáldsaga Kristmanns var nýlega gefin út í Þýzka- landi í ennþá nýrri útgáfu og hefur hlotið miklar vinsældir. SAMNINGAF. UNDIRRITAÐIR Það er þýzka kvikmyndatöku- félagið Greven í Dússeldorf, sem hefur ákveðið að gera kvikmynd þessa. Hafa samningaumleitan- Kristmann Guðmundsson, höf- undur skáldsögunnar Morgunn lífsins. ir staðið yfir að undanförnu og voru endanlegir samningar und- irritaðir nú um helgina. KVIKMYNDAÐ f SUMAR Félagið hyggst * ljúka kvik- myndatökunni fyrir árslok og mun flokkur þýzkra kvikmynda- tökumanna koma hingað í vor, til að kvikmynda ýmis atriði sögunnar í íslenzku umhverfi. STÓRBROTIÐ SKÁLDVERK „Morgunn lífsins" er meðal fegurstu og stórbrotnustu skáld- verka Kristmanns Guðmundsson- ar. Hún hefur hlotið miklar vin- sældir hér á landi, ekki sízt þeg- ar höfundurinn las hana upp sem framhaldssögu í útvarpið fyrir nokkrum árum. Er því óþarfi að rekja efni skáldverksins hér'. 250 ÞÚS EINTÖK í ÞÝZKALANDI Skáldsagan hefur einnig hlot- ið mikið lof í Þýzkalandi. Þar var hún fyrst gefin út árið 1934 en síðan hafa fleiri útgáfur kom- ið út og nú síðast var hún gefin út í handhægri vasabókarútgáfu fyrir almenning af Goldmans Taschenbúcher. En alls mun „Morgunn lífsins“ hafa komið út í kvart milljón eintökum. Er ekki ólíklegt að hin síðasta útgáfa hafi orðið til þess að vekja eftirtekt kvikmyndafélagsins á þessu stór- brotna og sérkennilega íslenzka skáldverki. ÞEKKTUSTU RITHÖFUNDARNIR Margar aðrar af skáldsögum Kristmanns hafa komið út í þýzkri þýðingu, svö sem Lamp- inn, Ströndin blá, Brúðarkjóll- inn, Bjartar nætur, Helgafell, Börn jarðar og Góugróður. En þeir Kristmann Guðmundsson, Gunnar Gunnarsson og Jón Sveinsson (Nonni) eru kunnast- ir íslenzkra rithöfunda í Þýzka- landi. Frakkar búast nú til varnar í Luang Prabang yppreisnarnienn fæpa 20 km frá borginni LUANG PRABANG, 9. febr. — 308. herdeild Viet-Minh uppreisn- armannanna í Indó-Kína sótti í dag enn fram í áttina til hihnar gömlu konungsborgar, Luang Prabang í Laos. Á sama tíma hófu uppreisnarmenn skæruhernað í norðurhluta landsins, sýnilega í því augnamiði að veikja varnir borgarinnar. Framverðir upp- reisnarmanna eru nú innan við 20 km frá Luang Prabang, en þeir munu nokkrum dagleiðum á undan aðalhernum. — Herlið Frakka og borgarar í Luang Prabang búast til varnar eftir beztu getu. Sendur í skyndi fil iBido-Siína Varnarmálaráðherra Frakka, Pleven, er kominn til Saigon. Hefur hann fengið víðtæk völd í hendur frá frönsku stjórninni í því skyni að afla réttra upplýsinga um ástandið í Indó-Kína. IIVAD GERIST? Sumir telja að uppreisnarmenn muni ekki hefja lokaárásina á borgina að svo stöddu, vegna þess að þeir vita ekki um mátt varnarhersins, þar sem hann hef- ur alltaf hörfað án þess að leggja til orustu. En einnig má telja líklegt, að geri þeir ekki árásina þegar í stað, minnki líkurnar fyr- ir því að þeir nái henni á sitt vald. Wilson, landvarnaráðherra Bandaríkjanna hefur látið þá skoðun sína í ljósi, að Frakkar muni sigrast á óvininum í Indó- Kína.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.