Morgunblaðið - 10.02.1954, Page 2

Morgunblaðið - 10.02.1954, Page 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. febrúar 195'3 Deiluiini út af færeysku sjómönnunum skolið til f élagsmálaráðunev tisins < TOGARAÚTGERÐARFYRIR- ’ TÆKIN Marz og Júpiter, hafa ekotið deilumáli sínu og stjórnar Sjómannafélagsins til félags- málaráðuneytisins til lausnar. Sem kunnugt er hefur stjórn Sjómannafélagsins tilkynnt að hún muni neita að samþykkja að Færeyingar verði ráðnir á togara sem gerðir eru út héðan frá tteykjavík. <3ERIR GREIN FYRIR KRÖFUM SJÓMANNAFÉLAGSINS í bréfi sínu til ráðuneytisins, víkur framkvæmdastjóri fyrir- tækjanna, Tryggvi Ófeigsson, Wiáli sínu að kröfum þeim sem stjórn Sjómannafélagsins setti fram, er hún neitaði að sam- fjykkja ráðninguna varðandi hækkun á kaupi, skattaívilnanir. Varðandi kauphækkunina segir í hréfinu, að samningsaðilar séu heildarsamtök togaraeigenda. — Um skattaívilnanir geti fyrir- ■tækið ekki haft nein áhrif heldur löggjafarsamkoman. — Síðan seg ir svo: Ekki koma önnur atriði fram í bréfinu sem rök fyrir synjun _J5jómarinafélagsins, en hún mun þíó áreiðanlega valda öllum hlut- aðeigendum miklu tjóni og eng- ■um verða til gagns. KAUPIÐ VIRÐIST EITT EKKI NÆGJA Enda þótt kaupið væri hækk- ■að til samræmis við það, sem ný- lega hefur verið umsamið á báta- flotanum, er það engin sönnun fyrir því, að nægjanlega margir menn rnuni fást á skipin. Kaupið heftr verið hækkað á bátaflot- anum og þó hafa ekki fengizt nægnega margir menn á bátana, og einmitt verið leyft að ráða þangað Færeyinga. Ef samræmi væri í hlutunum, sýndist það vera íéttara að láta Færeyinga vxnna á togurunum, en banna þeim vinnu á vélbátunum, þar sem kaupið er talið hærra, sé það ædunin að gæta hagsmuna íslenzkra sjómanna. VEIGAMESTA ÁSTÆÐAN — TOGARARNIR SIGLA EKKI ÚT Það er álit okkar, að veiga- mesta ástæðan til þess að sjó- mepn fást ekki á togárana sé sú, að nú veiða þeir fyrir heima- markað, en sigla ekki. í því sam- bandi má benda á, að á verzl- unarskipaflotanum er aldrei mannahörgull og er þó kaupið þar langt um lægra en á togur- unum og lægra en í landi. Ef til vill stafar þetta að einhverju leyti af hlunnindum, sem menn geta skapað sér með því að sigla. Að lokum hljóðar bréfið svo: SLÆMT ÁSTAND Hinu háa ráðuneyti hlýtur að vera kunnugt um, að margir togarar utan af landi og úr Reykjavík hafa orðið að sigla Framh. á bls. 12 Ávarp frá fjáröfðunarnefnd Háfðiyssafna^ar JMEÐ STOFNUN Háteigsprestakalls hlaut það að verða óhjá- kvæmileg nauðsyn fyrir söfnuðinn að reisa sér kirkju svo fljótt *em tök yrðu á. Kirkjulíf og safnaðarstarf byggist á því, að með byggingu kirkju séu þau ytri skilyrði fyrir hendi, sem hverjum söfnuði eru nauðsynleg. Án kirkju getur enginn söfnuður verið. Starfið er margt að vísu og margar þarfir. En minnumst hans, sem sagði: „Eitt er nauðsynlegt". Vér höfum tekið við dýrmætum -arfi kirkju og kristni. Það er vort að varðveita hann og ávaxta *til heilla hinni uppvaxandi æsku og komandi kynslóð. Vinnum •að því, að áhrifamáttur Krists megi göfga líf einstaklinganna og helga heimilin í þessum söfnuði. Kirkjulóð er fengin á fögrum og ákjósanlegum stað á horni Háteigsvegar og Nóatúns. Fjársöfnunarnefnd er tekin til starfa. Hefir hún þegar ráðið að leita nú til safnaðarmanna um fjárfram- lög til hinnar fyrirhuguðu Háteigskirkju. Gerir nefndin ráð fyrir, að fjársöfnuninni verði þannig hagað, .að þess verði óskað, að hver einstakur safnaðarmaður, 16 ára og ældri, konur og kerlar, heiti einhverju tilteknu framlagi og greiði t>að eftir hentugleikum sínum, annað hvort í einu lagi eða með árlegri greiðslu eða með því að greiða ársfjórðungslega næstu 3 ár. Ef gert væri ráð fyrir því, að safnaðarmenn, sem leitað er til, legu fram að meðaltali 100 krónur á ári í næstu þrjú ár, væri kirkjubyggingarmálinu vel borgið. Fjáröflunarnefndin vill því íara þess á leit vvð yður, að þér útfyllið viðfest eyðublað, tiltakið é því framlag yðar til kirkjubyggingarinnar og undirritið það með jnafni yðar og heimilisfangi. Innan skamros mun fólk úr söfnúðinum fara um prestakallið á •vegum fjáröflunarnefndar og vitja eyðublaðanna og þess fram- lags, sem lofað er á þessu ári, eða hluta þess. Þeir, sem þess óska, £eta einnig komið eyðublöðum ásamt framlagi sínu til einhvers af undirrituðum nefndarmönnum eða til sóknarprestsins, séra Jóns í»orvarðarsonar. Ákveðið er, að gerð verði vönduð bók, er geyma skal nöfn þeirra, íem með fjárframlögum sínum vinna að byggingu kirkjunnar. Benda má á það, hversu mikinn áhuga og lofsverða fórnfýsi ■nargir söfnuðir landsins, sumir þeirra mjög fámennir, hafa sýnt ■við byggingu kirkna sinna. Með áhuga og sameiginlegu átaki mun kirkjubyggingarmál Háteigssafnaðar einnig leysast farsællega. Vmnum samhuga að góðu málefni. Þorbjörn Jóhannesson Bjarnþóra Benediktsdóttir ff' Flókagötu 59. form. sóknarnefndar. Mávahlíð 6. Erlendur Einarsson Eggert P. Briem Bólstaðarhlíð 3. , Flókagötu 29. Halldóra Sigfúsdóttir 1 Y>; Guðbjörg Birkis Flókagötu 27. l l. Barmahlíð 45. Pétur Sæmundssen T Íí ,4 J, Jónas Jósteinsson Bólstaðarhlíð 11. Mávahlíð 8. Svanhildur Þórðardóttir Stefán A. Páisson Háteigsvegi 18. < Flókagötu 45. Hljémsveit George Howard í annað sinn hér á iandi UM NÆSTU helgi er væntanleg hingað til lands stór hljómsveit á vegum bandaríska flughersins. Hún mun halda hér tónleika næstkomandi mánudags- og þriðjudagskvöld í Þjóðleikhúsinu. — Komið getur til mála að hún haldi þriðju tónleikana á miðvikudag kl. 4, en ekki er vitað með vissu hvort úr því getur orðið, þar sem hljómsveitin fer héðan aftur á miðvikudagskvöld. í bæjarráði í gær FYRSTI fundur bæjarráðs & þessu kjörtímabili var haldinri I gær. Var fyrst kjörinn formað- ur og var Gunnar Thoroddsen borgarstjóri kjörinn formaðui? bæjarráðs. Ritari var kjörimí Magnús Ástmarsson. Aðrir 2 bæjarráði eru: Auður Auðuns, Geir Hallgrímsson, Guðm. H. Guðmundsson og Guðm. Vigfús- son. Eins og kunnugt er kom hing-S* að um sama leyti í fyrra hljóm- sveit frá bandaríska flughernum og hélt fjóra tónleika við geysi- lega hrifningu og aðsókn, en sú hljómsveit var að mestu skipuð blásturshljóðfærum og voru í henni 75 menn. Sleppur hvað effsr annað úr greipum tollvarðanna STÆRSTA HLJÓMSVEIT, SEM HÉR HEFIR KOMIÐ Að þessu sinni kemur aðeins Va hluti þeirra hljóðfæraleikara, sem hér voru s. 1. ár. Hinn hlut- inn er að mestu skipaður strengja hljóðfærum, en alls eru 84 menn í hljómsveitinni, auk stjórnanda og einsöngvara. Einnig eru með í ferðinni tveir hörpuleikarar, en það er alger nýjung að heyra hér leikið á hörpu. George Howard offursti. SAMI STJÓRNANDI OG í FYRRA Stjórnandi hljómsveitarinnar er sá sami og í fyrra, George S. Howard offursti. Auk þess, sem hann er aðalstjórnandi þessarar hljómsvoitar er hingað kemur, hefur hann á hendi yfirstjórn allra tónlistarmála bandaríska flughersins, en innan hans starfa milli 90—100 smærri og stærri hljómsveitir víðsvegar um heim- inn. Tveir einsöngvarar eru með hljómsveit.inni, þeir sömu og í fyrra, William Jones bariton og William DuPree tenor. Einnig mun Guðmundur Jónsson syngja með henni. FJÖLBREYTT EFNISSKRÁ Allt eru það vandaðar tónsmíð- ar sem fluttar verða og er sér- stök efnisskrá fyrir hverja tón- leika. Af hljómsveitarverkunum má nefna sinfóníu í D-moll eftir César Franck, Scheherazade og Capriccio Espagnol eftir Rimsky Korsakov, „Nótt á Nornastóli“ eftir Moussorgski, Elddansinn eftir De Falla, Svaninn frá Toun- ela, einleikslag á „Enskt horn“ eftir Sibelius, forleiki eftir Cop- land, Thoka (Mignin) og Johan Strauss (Leðurblakan). Enn- fremur Sögur úr Vínarskógi eft- ir Strauss. ÁGÓÐINN RENNUR TIL S. í. B. S. Björn Jónsson, framkvæmda- stjóri Tónlistafélagsins, skýrði blaðamönnum í gær frá komu hljómsveitarinnar. Tónlistafélag- ið mun annast undirbúning að komu hennar. Ágóði tónleikanna mun renna til S.Í.B.S. Ekki hefur verið ákveðið ennþá verð á að- göngumiðum, en verðinu mun verða stillt mjög í hóf. Að þessu sinni verða ekki neinir sérstakir tónleikar fyrir styrktarmeðlimi Tónlistafélagsins. Tónleikar þess- ir eru opinberir. LÖGREGLA og tollverðir Noregs, Svíþjoðar og Danmerkur hafai haft ærið viðfangsefni síðastliðna daga, en viðfangsefni þeirra I þetta sinn er að klófesta finnska smyglara, sem hafa með séu 12.000 lítra af áfengi og liggur sterkur grunur á því að þeir muni ætla að koma áfenginu á land á einhverju Norðurlandanna. Það er finnski fiskikútterinn „Ari“, sem er með áfengið innan- borðs. En hann fór frá Hollandi fyrir nokkrum dögum síðan, og eftir því sem tollskýrslur í Rott- erdam herma, þá er farmur skips ins aðallega áfengi eða 12.00 1. KOMUST FRAM IIJÁ LANDHELGISGÆZLUNNI Kútter þessi hefur vakið illan grun hjá landhelgisbátum Svía og Dana í Eystrasalti nú fyrir nokkru. Kútterinn var á sveimi um Eystralsalt, en fór hvorki inn á danska né sænska höfn. Af þessu háttalagi drógu varðbátarn ir þá ályktun að finski kútterinn mundi hafa ólögmætan varning um borð og þá helzt áfengi. En þar sem kútterinn hélt sig utan við landhelgi beggja landanna gátu varðbátarnir ekki neitt hreyft við honum. Nokkru seinna fór hann til Finnlands, þar sem rannsókn var gerð í skipinu, en þrátt fyrir mikla leit, fannst ekki dropi af áfengi og enginn bann- vara. EITT OG SAMA SKIP Margt virðist benda til þess, að kútterinn á Eystrasalti og „Ari“ sé eitt og sama skip og stundi stórfellt smygl. En hvar hann losar sig við farminn er yfirvöld- um Norðurlanda hulin ráðgáta. Sænsk og dönsk yfirvöld telja að stórfelld smyglverzlun sé rekin yfir Eystrasalt frá Kiel og Lú- beck yfir til Svíþjóðar og jafnvel gegnum Kattegat til suðurstrand ar Noregs, en verkinu sé stjórn- að frá aðalbækistöðvum í Hol- landi og Þýzkalandi. VIRÐIST ÆTLA AÐ SLEPPA Síðastliðna daga hefur mjög verið fylgst með ferðum „Ara“, en skipstjórinn virðist hafa r.á- kvæmar fréttir af viðbúnaði yfir- valdanna, því skipið kemur hvergi í höfn þar sem búist er við því í það og það skiptið. Síð- ustu fréttir af því voru það, að í gær var það á leið upp Kílar- skurðinn, og voru Þjóðverjar beðnir að athuga farm þess. — Þjóðverjar kváðust hafa haft tal við skipstjórann, sem hefði tjáð þeim að hann væri á leið til Pól- lands, með löglegan farm. Þjóð- verjar kváðust ekki geta kyrrsett skipið vegna þess að Kílarskurð- urinn væri alþjóðasiglingaleið og þeir hef ðu ekki leyf i til að hindra ferðir þess. Góður aíli ákranesbáfa AKRANESI, 9. febrúar — í gær var heildarafli Akranesbáta 157 tonn og var hæsti báturinn Svan- ur með 14 tonn. Skipstjóri er Þórður Óskarsson frá Súðavík, en af 12 manna áhöfn bátsins eru níu Súðvíkingar. í gærkvöldi kom Keilir úr slipp og fóru þá í róður 18 bátar og var aflinn í dag hjá þeim áþekk- ur því sem hann var í gær. Gott veður hefur verið á mið- unum. Þorskurinn er ekki sér- lega þéttur á línunni, en hann er stór og eftir því vænn. ■—Oddur. Hvorki yMjörstjórn éa bæjar- stjórn taka kæruna til greina AKUREYRI, 9. febr. — Fyrsti fundur bæjarstjórnar Akureyrar var í dag. Fyrir fundinum lá hin framkomna kæra frá Al- þýðuflokksfélögunum út af bæj- st j órnarkosningunum. Steindór Steindórsson hafði framsögu um kæruna. Bar hann fram tillögu um að kæran yrði tekin til greina og kosning yrði látin fram fara að nýju. Þessi tillaga var felld. — Með tillögu Steindórs greiddi atkvæði fulltrúi „Þjóðarvarnar“ en á móti full- trúar Sjálfstæiðsmanna, Fram- sóknarmanna og kommúnista — þ. e. a. s., annar þeirra sat hjá. Að þessu loknu tilkynnti Stein- dór að kærunni yrði áfrýjað til félagsmálaráðuneytisins. BRÉF YFIRKJÖRSTJÓRNAR Fyrir fundinum lá bréf frá yfirkjörstjórn, þar sem birt er endurrit úr gjörðabókum hennar. Er þar lýst, svo sem föng eru á, hvaða orsakir liggja til ákæru- atriðanna og mistökin útskýrð. Þar er bent m. a. á, að hinir um- ræddu fimm atkvæðaseðlar, sem á vantaði, muni aldrei hafa verið í atkvæðaseðlabúntunum, vegna mistalningar prentvélarinnar í prentsmiðjunni, þar sem þeir voru prentaðir. Undirkjörstjórn- ir töldu alla seðlana, en tvítöldu ekki þá alla. í öðru lagi er bent á að atkvæðaseðlar hafi getað misfarizt í kjördeildum, t. d. með því, að kjósendur hafi tekið þá með sér. Utankjörstaðaatkvæði komu öll fram. Varðandi ákæru- atriði, um að kosning hafi stað- ið fram yfir miðnætti, tekur yfir- kjörstjórnin fram að þeta hafi tíðkazt síðari ár hér. Benti hún á að kjörfundur hafi staðið til kl. 0,25 árið 1946 og 1950 til kL 1 15 eða jafnlengi og nú, án þess að þetta yrði átalið. Sama mun hafa tíðkazt í Reykjavík. — Ennfremur bendir yfirkjörstjórn- in á og reyndar viðurkennt I kærunni, að umrædd fimm atkv. skekja geti engu breytt um tölu kjörinna fulltrúa af hverjum lista og litlar líkur til að hún breyti röð innan lista. —Vignir. j

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.