Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1954, Blaðsíða 14
14 MORG II NBLAÐiÐ Miðvikudagur 10. íebrúar 1954 SMCM FORSYTMJVNM - RÍKI MAÐURINN - Eftir John Galsworthy — Magníís Magnusson íslenzkaði Framhaldssagan 49 June mætti honum í anddyr- inu, og þögul stigu þau inn í vagninn. Henni fannst þau vera óralengi á leiðinni. En þegar hún kom inh í dagstofu Rogers virt- ist hún alveg hafa jafnað sig en undir rólegu yfirborðinu ólg- að'i hún og svall. En óttinn við, að hann yrði ekki þarna svæfði nokkuð blygðunartilfinninguna út af því, að svo liti út, sem hún væri að elta hann. Það glaðnaði mikið yfir henni þegar hún kom inn í danssalinn með gljáskyggðu gólfinu, því að hún hafði unun af því að dansa. Og hún var svo létt í dansinum, að það vur líkas*. því, sem engill svifi um gólfið. Hann mundi áreiðanlega bjóða henni upp og ef hann dansaði við hana, yrði allt eins og það var áður. Hún litaðist óróleg um. Hún kipptist hastarlega við. Bosinney kom með Irenu út úr litla herberginu og hafði ekki augun af henni. Þau sáu hana ekki, og enginn, ekki einu sinni afi hennar, skyldi sjá eymd henn- ar. Hún lagði hendina á handlegg Jolyons gamla og hvíslaði: „Ég er lasin, afi, ég verð að fara heim“. Hann flýtti sér að komast af stað með hana og tautaði, að hann hefði vitað að svona mundi fara. En við hana sagði hann ekk- ert, en er þau voru komin inn í vagninn, sneri hann sér að henni og sagði: „Hvað er að þér, elskan mín“ Þá varð hann þess var, að hinn granni, veikbyggði líkami hennar skalf eins og hrísla af gráti og ekka. Hann varð ofsa- lega hræddur. Hún varð að fá Blank læknir á morgun. Svona gat það ekk^ gengið lengur til. June bældi niður ekkann, kreisti hönd hans ofsalega, hali- aði sér út af og huldi andlitið íneð slæðu. Hann sá aðeins augun í henni, sem störðu út í myrkrið, en hann hélt áfarm að strjúka hendina á henni með, beinaberri hendinni. NÍUNDI KAFLI Kveld í Richmond Það höfðu fleiri en þau Soames og June séð „þau tvö“, eins og Euphemia var farin að kalla þau, Hnýsin, áfjáð augu höfðu athug- að þau, þegar þau komu út úr litla herberginu og höfðu veitt athygli augnaráði Bosinneys. Forsytarnir höfðu nokkurn beig af náttúruöflunum. Þeir vissu naumast af því, að það var ótti, en þeir var það Ijóst, að allt sem ekki var hægt að stjórna með viti og fyrirhyggju var af hinu vonda. Og af þessum sök- um var það, sem Forsytarnir hirtu heldur lítið um náttúruna, helzt dró hún þá að sér, þegar hún var máluð á léreft og þeir vissu, að fá mátti álitlegan skild- ing fyrir myndina. Andlit Bosinneys og augnaráð Irenu vakti hjá þeim beig. Það var ástríðuofsinn í svip beggja sem minnti þá á náttúruöflin. Þangað var líka að leita ástæð- unnar til þess, að June kom svo seint og fór svo skyndilega án þess að dansa og án þess að heilsa einu sinni Bosinney. Hún var veik, sagði það, og það gat nú ckki komið neinum á óvart. En þegar þetta bar á góma, litu Forsytarnir sakbitnir hver á annan. Þeir kusu ekki að fara íneð slúður eða vera með mein- Ifýsni. Þeir minntust ekki einu orði á þetta við vandalausa —• i þeir þögðu, fylgdu óskráðum lög- , um. Og svo barst fregnin um það, að June væri farin með afa sín- um til baðstrandarinnar. Hann hafði farið með hana til Broadstairs, sem um þær mund- ir var mest í tízku, því að mesti ljóminn var farinn af Yarmouth. June var farin til baðstaðarins, og Forsytarnir urðu að bíða þess, sem tíminn leiddi í ljós. Annars var ekki kostur. En hversu langt — hversu langt höfðu „þau tvö“ gengið? Hversu langt munðu þau ganga. Gat það verið að þau gengu of langt? Ekkert gat þó úr þessu orðið, því að bæði skorti fé. í mesta lagi „daður“, sem eins og [ öll slík ævintýri hjaðnaði eins og sápubóla, þegar tíminn var kominn. Winifrid Dartie, systir Soames, sem bjó í Green Street og hafði því orðið fyrir nokkrum áhrif- um frá Mayfair, var frjálslynd- ari í þeim efnum sem lutu að sam búð hjóna og skilnaði, en hinir Forsytarnir. Hún hló að þessu öllu saman. „Litla skinninu“, en I svo kallaði hún Irenu enda þótt hún væri hærri en hún sjálf, — | og það sýndi hvernig Forsytarnir litu á sig — leiddist auðvitað. og það var að vonum, því að Soames var nú heldur þreytandi. Og því mátti hún þá ekki skemmta sér dálítið? Og þótt fíflið hann Georg kallaði Bosinney „sjóræningj- ann“, þá væri ekki hægt að neita því, að hann væri reglu- lega snotur maður. Þessi fullyrðing — að Bosinney væri snotur — vakti geysilega athygli. Nei, á það var ekki hægt að fallast, en annað mál var það, að sumt væri geðugt við hann, en að kalla hann snotran næði engri átt, jafn kinnbeinamikill og hann væri og einkennilegur til augnanna, og ekki bætti lini flókahatturinn um útlitið. Nei, þetta var enn ein sönnunin fyrir öfgunum í Winifrid, hún gleypti alltaf við öllu nýju. Þetta bar við á hinu eftirminni- lega sumri, þegar léttúðin og eyðslan var allsráðandi, þegar jafnvel moldin sjálf var léttúð- ug og eyðslusöm. Kastaníutrén svignuðu undan blómúnum, og anganin af blómunum í görðun- um var sterkari en nokkru sinni fyrr. Það var sumarið, þegar rós- irnar blómgvuðust í öllum görð- um og stjörnugrúinn komst naum ast fyrir á næturhimninum, Sum- arið, þegar sólin skein allan lið- langan daginn, dag eftir dag, og fólkið hagaði sér svo einkenni lega, að það snæddi bæði mið- degis- og kveldverð undir ber- um himni. Óteljandi voru þeir vagnarnir sem þutu yfir brýrnar á lognsléttum, glampandi ánum og fluttu efnaðri borgarana svo þúsundum skifti til gróðursins og dásemdanna í Bushey, Richmond, Rew og Hampton Court. Aldrei hafði neitt álíka sést. Nærri því hver einasta fjölskylda, sem vildi teljast til þeirrar stéttar, sem sjálf átti vagnana, fór þetta sum- ar til kastaníutrjánna í Bushey, eða ók milli spönsku kastaníu- trjánna í Richmond Park. Þetta sigri hrósandi sumar hafði líka haldið innreið sína í London. Á hverju kveldi, þegar heldri borgararnir komu heim úr skemmtiferðum sínum til nær- sveitanna, lagði á móti þeim ang- anina frá blómguðum linditrjám. Og þessi blómaangan vakti blíðar þrár, jafnvel hjá þeim, sem bezta vald höfðu á tilfinn- ingum sínum. Þeir urðu að betri mönnum, vildu sýna alúð, skiln- ing og umburðarlyndi öllum og öllu, sem þeir að öllum jafnaði möttu einskis. Skóvinnustofum bæjarins verður lokað í dag frá kl. 2—5 vegna jarðarfarar Bjarnleifs Jónssonar, skósmiðs. SL óóm,L&apélacf j^eyLjavílwtó Verzlunar- og iðnaðarhúsnæði fyrir léttan iðnað óskast. —- Tilboð leggist inn á afgr. Mbl. merkt: „Iðnaður — 434“. Sendisveinn Röskur sendisveinn óskast. ^JJexveÁómJian JJt ifan Skúlaeötu 28. tron Látið nylonsokka yðar endast hebningi lengur. Hér koma góð tíðindi um nylonsokka: Nylife er nýtt skolunarefni til þess að varna að í þá komi lykkjufallsrákir. Þær orsakast tíðast af því, að þræðirnir hafa hnökrað, og nylon dregst auðveld- lega saman í hnökra sökum þess að garnið er svo slétt og hált að lítið þarf til þess að þræðirnir dragist til. Nylife verkar sem hér segir: Þegar þér íátið nyionsokkana yðar niður í nylife, sezt á hvern þátt í þræðinum ósýnileg himna at efni sem nefnist polycrol og gerir hann óhálan. Grípa þá þræðirnip hver annan og dragast ekki lengur auðveldlega til. Er því þar með varnað að hnökrar myndist, og þá einnig lykkjufallsrákirnar. End- ast þá sokkarnir helmingi lengur. « ★ Nylife varnar gljáa, sem ekk3 þykir fallcgur. ★ Nylife lætnr sokkana falla betur að fæti og varnar því, að saumarnir aflagist, ★ Nyiife getur engum skemmd- um valdið á sokkum yðar og breytir hvorki lit né þéttleika prjónsins. REYNSLUPRÓF SÝNA HVAÐA ÁHRIF NYLIFE HEFUR: Þetta sokkapar var þvegið fi venjulegan hátt, en aðeins annar sokkurinn var skolaður í Nylife, Báðir voru þeir dregnir yfir gróf- gerðan sandpappír við alveg sömu skilyrði. Þessar myndir, sem ekk- ert voru lagaðar til, sýna hva furðulegur árangur varð. Útvegið yður Nylife þegar í stað. Ein flaska er nóg í 25 þvotta. Nylife fæst hjá lyfsölum og í búðum. Nyflife Fasteipagjöld ■ ■ m Gjalddagi fasteignagjalda til bæjarsjóðs Reykja- j víkur árið 1954 var 1. febrúar. Z Húsagjöld, lóðargjöld og leiga eftir íbúðarhúsa- lóðir er innheimt með 200% álagi, samkv. lögum nr. 29, 4. febr. 1952, sbr. samþykkt bæjarstjórnar 17. septbr. 1953. Vatnsskattur óbreyttur. Gjaldseðlar hafa verið sendir til eigenda og forráða- manna gjaldskyldra eigna, en reynslan er jafnan sú, að allmargir seðlar koma ekki í hendur réttum aðilum, einkum reikningar um gjöld af óbyggðum lóðum, og er eigendum bent á að gera skrifstofu bæjargjaldkera aðvart, hafi þeim ekki borist gjald- seðlar. Gjaldendum í Vogum, Langholti, Laugarási og þar í grennd, er bent á að greiða fasteignagjöldin til Útibús Landsbankans, Langholtsvegi 43. Opið virka daga kl. 10—12 og 4—6,30. — Laugardaga kl. 10 —12 og 1—3 e. h. Reykjavík, 9. febrúar 1954. Borgarritarinn. Uttf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.