Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.04.1954, Blaðsíða 2
2 MORGUJSBLAÐIÐ Laugardagur 3. apríl Í954 — Raforkumólafrumvarpið Framh. aí bls. 1. scm fá rafmagn frá einkaraf- stöðvum, verði, ef eftirspurn eft- dr lánum gefur tilefni til, hlut- iallslega sem jöfnust tölu þeirra býla, sem fá rafmagn frá sam- ■veitum, sbr. 7. gr. Stjórn raf- ■orkumála ákveður hlutfallið með hliðsjón af athugunum, sem gerð ar eru um raforkuvinnslu fyrir sveitabýli. 5. gr. Heimilt er að verja allt að kr. -500 þús. að fengnum tillögum raforkumálastjóra og raforku- xáðs af ríkisframlagi samkv. b- lið 3. gr. til að lækka verð raf- •orku til almenningsnota frá <lísilstöðvum, þar sem það er Iiæst. Skulu þeir raforkunotend- ur sitja fyrir framlögum í þessu skyni, sem lengst þurfa að bíða •eftir raforkuframkvæmdum sam- lcvæmt þessum lögum. 6. gr. Ráðherra skal, að fengnunr 'tillögum raforkuráðs, fela raf- orkumálastjóra að annast leið- beiningar um tilhögun og rekst- ■ur vatnsafls-, vindafls- og dísil- rafstöðva fyrir sveitaheimili ut- -an þess svæðis, sem héraðsraf- magnsveitum er ætlað að ná til 1 náinni framtíð. Leiðbeiningar nm val á stöðvum skulu miða að Jrví m. a. að tryggja útvegun varahluta og viðgerðir verði auð- ■veldar. 7. gr. Stuðla skal að því, að öllum atriðum 1. gr. verði fullnægt samtímis eftir því sem við verð- u r komið og hagkvæmt getur ■talizt. 8. gr. Nánari ákvæði um framkvæmd þessara laga setur ráðherra í- xeglugerð. 9. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. EFNDIR Á MÁLEFNASAMNINGI í greinargerð fyrir frv. er komizt að orði á þessa leið:. í samningi þeim, er gerður var xnilli stjórnarflokkanna, þegar sú ríkisstjórn var mynduð, er xiú situr, er ákvæði um raforku- mál svo hljóðandi: „Hraðað verði byggingu orku- •vera, dreifingu raforku og fjölg- un smástöðva (einkastöðva) vegna byggðarlaga í sveit og við sjó, sem ekki hafa rafmagn eða búa við ófullnægjandi raforku, og unnið að lækkun raforku- verðs, þar sem það er hæst. "Tryggt verði til þessara fram- kvæmda fjármagn, sem svarar 25 millj. króna á ári að meðal- "tali næstu ár. í þessu skyni •verði lögboðin árleg framlög ai xíkisfé aukin um 5—7 millj kr. og rafmagnsveitum ríkisins og xaforkusjóði tryggðar 100 millj. krónur að láni, og sitji það fyr- ir öðrum lánsútvegunum af hendi ríkisstjórnarinnar, að und- -anteknu láni til sementsverk- emiðjunnar. Auk þessa séu gerð- ar ráðstafanir til að hraða á- framhaldandi virkjun Sogsins." Með þessu frumvarpi er leitað staðfestingar Alþingis á því, sem um var samið. UM 1. gr. og 2. gr. Á undanförnum árum hefur ■verið varið þeim upphæðum, er xrú skal greina, til þeirra fram- kvæmda, sem um ræðir í 1.—4. lið 1. gr. frumvarpsins: Um 3. gr. Fjárframlög úr ríkissjóði til raforkusjóðs samkvæmt 3. gr. raforkulaganna hafa verið 2 milj. króna á ári síðan 1946, er raf- orkulögin voru samþykkt, en samkvæmt þessari grein frum- varpsins yrði hið lögbundna framlag hækkað upp í 5 milli. kr. á ári. Hafa nú þegar verið ákveðnar 5 millj. kr. fyrir árið 1954 á fjárlögum þessa árs. Fjárframlög úr ríkissjóði til héraðsrafmagnsveitna ríkisins samkvæmt 26. grein raforkulag- anna hafa verið þessi: 1946 ............ kr. 1.800.000.00 1947 .............. — 1.000.000.00 1948 .............. — 2.000.000.00 1949 .............. — 2.000.000.00 1950 .............. — 1.000.000.00 1951 .............. — 1.000.000.00 1952 .............. — 1.860.000.00 1953 .............. — 1.860.000.00 Samtals kr. 12.520.000.00 Hér er gert ráð fyrir að lög- binda hina árlegu upphæð og hækka upp í 6 millj. kr. og í fjárlögum þessa árs er hún 8 millj. kr. Framlög úr héraði eða hin svo- nefndu heimtaugagjöld hafa verið: 1948 ............ kr. 518.505.31 1949 .............. — 452.673.89 1950 .............. — 1.042.942.96 1951 .............. — 1.327.891.57 1952 .............. — 679.673.00 1953 .............. — 385.132.00 Samtals kr. 4.406.818.73 Vaxtatekjur raforkusjóðs eru nú um það bil lYz milljón króna á ári. Afborganir af þeim útlánum raforkusjóðs, sem veitt eru af eigin fé sjóðsins, eru nú rúm- lega 1 milljón króna á ári. Lántökur handa raforkusjóði með heimild í fjárlögum (22. gr.) hafa verið sem hér segir: 1950 ........... kr. 1.500.000.00 1952 ............... — 2.400.000.00 1953 ............... — 4.600.000.00 Af lánunum á árinu 1953 eru þó 3.000.000.00 kr. aðeins bráða- birgðalán, til eins og tveggja ára. Önnur lán hafa ekki fengizt að teljandi sé. Á efnahagsreikningi rafmagnsveitna ríkisins og hér- aðsrafmagnsveitna ríkisins árið 1953 eru skuldir við aðra lánar- drottna en raforkusjóð aðeins kr. 2.587.270.37. í frumvarpi þessu eru ekki sér- stök ákvæði til tryggingar á út- vegun lánsfjár samkv. e-lið þess- arar greinar, en milli ríkis- stjórnarinnar og bankanna hefur þegar orðið samkomulag um lánsfjárframlög, sem tryggja framgang þessara raforkufram- kvæmda, og mun það nánar skýrt í framsögu. Um 5 gr. Svo sem kunnugt er hafa mörg kauptún og sumir kaupstaðir raf- magn frá dísilstöðvum eða eru í þann veginn að koma upp slík- um stöðvum. En raforka frá dís- ilstöðvum er dýr og er hætt við, að þeim, sem lengi þurfa að bíða eftir orku frá vatnsvirkjunum, þyki biðin löng, nema eitthvað sé gert til að bæta aðstöðu þeirra. Því er hér lagt til, að nokkurri fjárupphæð af framlagi samkv. 3. gr. verði varið til að lækka raf- orkuverð á þeim stöðum, sem ætla má, að lengst þurfi að not- ast við dísilorkuna. Helzt er þá gert ráð fyrir, að verðlækkunin yrði framkvæmd með niður- greiðslu beint til notenda einu sinni á ári. Verðlækkun dísil- orkunnar kæmi þá ekki til greina í þeim kaupstöðum eða kauptún- um, sem samkv. áætlun fengju orku frá vatnsvirkjun á næstu árum. Um 6. gr. Verulegur hluti allra býla á landinu verða að vinna raforku í einkarafstöðvum, vegna þess að of kostnaðarsamt er að leggja til þeirra raflínur frá samveit- um. Hvort heldur er um vatns- aflsstöðvar, dísilstöðvar eða vind- rafstöðvar að ræða, er bændum á þessum býlum mikil þörf á að eiga kost á leiðbeiningum um tilhöglm stöðvanna, val á vélum og meðferð þeirra. Nú hefur raf- orkumálastjóri að vísu veitt bændum leiðbeiningar og gert á- ætlanir um vatnsaflstöðvar til sveita og hefur verið veitt fé á fjárlögum í þessu skyni, en til- gangurinn með ákvæðum þess- arar greinar er að festa og auka þá leiðbeiningarstarfsemi, og er ætlazt til, að hún taki einnig til dísil- og vindrafstöðva og til rekstrar stöðvanna. Ástæða þyk- ir til að taka sérstaklega fram, að miða skuii leiðbeiningar um val dísilstöðva m. a. við það að auðvelda útvegun varahluta til þeirra og viðgerðir. Það er aug- ljóst mál, að æskilegt er að teg- undir véla í dísilrafstöðvar séu i þessu skyni hafðar sem fæstar, en þó þykir ekki rétt að binda með lögum hendur manna um kaup disilrafstöðva. Gert er ráð fyrir að raforku- framkvæmdir samkvæmt lögun- um hefjist þegar á þessu ári, og er því nauðsynlegt að lögin taki gildi sem fyrst. WASHINGTON, 2. apríl. — Hoyt S. Vandenberg, fyrrum yfirmaður flughers Bandaríkj- anna lézt hér í dag 55 ára að aldri Banamein hans var krabba- mein. Skólahús brennur. NEW YORK, 31. marz: — Sjö börn brendust inni í timbur-skóla húsi hér, er eldur kom upp í byggingunni. Eldurinn kviknaði með mikilli og snögglegri spreng- ingu, sem ekki er vitað um orsak- ir á. Megin skólabarnanna, nokk ur hundruð að tölu sluppu ó- sködduð. <*>• Rafm.veitur rík. Héraðsrafm.v. rík. Ár árl. stofnkostn. árl. stofnkostn. 1 viðbót kr. viðbót kr. 1946 2.521.964.93 463.920.64 1947 2.680.029.69 417.686.61 1948 4.015.359.96 3.236.204.85 1949 1.762.774.76 5.691.051.28 1950 1.345.439.37 4.299.478.99 1951 938.938.13 5.271.906.59 1952 5.380.052.11 5.765.172.89 1953 7.845.209.97 4.769.337.86 Samtals . 26.489.668.92 29.914.759.71 Lán veitt Til virkj. bændum rannsókna Samtals kr. kr. kr. 300.000.00 3.285.885.57 300.000.00 3.397.716.30 25.000.00 589.324.30 7.865.789.11 123.000.00 349.623.48 7.926.449.52 291.300.00 429.094.35 6.265.312.71 343.800.00 437.959.52 6.992.604.24 604.900.00 492.196.21 12.242.321.21 563.500.00 518.776.77 13.696.824.60 1.951.500.00 3.416.974.63 61.772.903.26 Fésfra heldur skemnrlun í Ausfurbæjarbíéi á sunnud. UNDANFARIN fjögur ár hefur stéttarfélagið Fóstra gengist fyr- ir barnaskemmtunum til kynningar á starfsemi barna á dag- heimilum og í leikskólum. Á þessum skemmtunum hafa börnin sjálf skemmt. Á sunnudaginn heldur Fóstra eina slíka skemmtun í Austurbæjarbíói, og koma þar fram börn frá fjórum leikskóium: Tjarnarborg, Laufásborg, Drafnarborg og Barónsborg. Var blaða- mönnum boðið í gær að vera við síðustu æfingu skemmtiatriðanna. Börnin sem koma fram á^ skemmtuninni eru um 30 talsins og eru á aldrinum 3—6 ára. — Fóstrur leikskólanna hafa al- gjörlega útbúið og æft skemmti- atriðin og koma þær fram með börnunum. Hafa allar æfingar farið fram í vinnutíma stúlkn- anna og hefur hver séð um sinn hóp. FJÖLBREYTT SKEMMTISKRÁ Skemmtunin hefst kl. 1.30 í Austurbæjarbíói og er það í fyrsta sinni, sem þessar skemmt- anir eru haldnar þar. Kynnir er Elín Torfadóttir. Skemmtunin hefst með því að fjórar fóstrur, þær Þórunn Einarsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Signý Óskarsdóttir og Gyða Ragnarsdóttir syngja og spila á gítar. Þá les Gyða Ragnarsdóttir upp söguna um vitamínið og koma þá fram 7 börn, sem mjólkurflaska, gulrót, tómat, brauð, lýsi og brjóstsyk- ur. Því næst sýna börnin hring- dansa og Signý Óskarsdóttir spil- ar með á gítar. Þá segir Elin- borg Stefánsdóttir kennari börn- unum sögu og sýnir þeim teikm- myndir. Barnakór Laufásborgar syngur og Gyða Ragnarsdóttir leikur undir á gítar. Þá syngja fóstrurnar aftur og síðan sýna 6 börn og tvær fóstrur, þær Ið- unn Gísladóttir og Elín Torfa- dóttir, smá leikþátt. Að lokum kveðja börnin með söng. ENDURTEKIN Á SUMARDAGINN FYRSTA Eins og áður hefur verið getið verður skemmtun þessi á’ sunnu- daginn. En á sumardaginn fyrsta verður hún endurtekin og renn- ur þá ágóði hennar til barna- vinafélagsins Sumargjafar. Verði aðgöngumiða mun verða stillt í hóf sem unnt er svo sem flest- ir geti veitt sér þá ánægju að sjá litlu börnin skemmta. En þau hafa æft af kappi og lagt sig mikið fram til þess að þessi skemmtun þeirra megi takast vel. Fæst þeírra munu áður hafa komið á leiksvið en allt að einu eru þau hin kotrosknustu og hvergi smeyk við áhorfendur. Afhjúpaður eirskjöldur að ÞinghoHsstræíi 28 í DAG k-lukkan 9,30 árdegis munu laganemar og aðrir lög- fræðingar safnast saman við hús- ið Þingholtsstræti 28 hér í bæ. Þar verður við hátíðlega athöfn afhjúpaður minningarskjöldur, sem Orator, félag laganema hef- ur látið festa upp á húshliðina til minningar um það að lagaskól- inn var fyrst til húsa þar árin 1908 til 1911. Seinna fara laga- nemar í sína árlegu vísindaför að fangelsi ríkisins á Litla Hrauni, en nauðsynlegt þýkir að þeir menn sem væntanlega eiga eftir að taka að sér dómarastörf kynn- ist af eigin sjón því böli sem þeir eiga ef til vill eftir að dæma aðra í til refsingar eins og réttarskipu lagið útheimtir. - Framsaga ráðherra EXamh. af bls. 1. halda áfram, svo býlum færi fjölg andi. Flest myndu nýbýlin verða reist á svæðum er samorkuverin næðu til og munu þessi nýbýli því fá rafmagn smátt og smátt. Taldi ráðherrann að á næstu 10 árum myndi nýbýlum fjölga um 700 og væri sú áætlun byggð á þróun síðustu ára. Ráðherrann sagði og að í mál- efnasamningi ríkisstjórnarinnar um raforkumálin væri svo ráð fyrir gert að einnig þeir sem utan samorkuverasvæðanna byggju, myndu fá úrlausn hvað raforku snerti í samræmi við önn ur byggðasvæði landsins. Eftir 10 ár yrðu þó, samkvæmt hinni lauslegu áætlun 14—1500 býli enn rafmagnslaus. En ráð- herrann kvaðst vona og trúa því að á miðju áætlunartímabilinu yrði fjárhagsafkoman svo góð, að hægt væri að hraða þeim fram kvæmdum, sem þá væru óunnin í raforkumálunum. Síðan vék ráðherrann að áætl- uninni um kauptúnin og þorpin. Raforkumálaskrifstofan gerði ráð fyrir því að 23 staðir af þeim 39 sem áður er getið fengju raforku frá fyrirhuguðum samorkuver- um. Þar byggju 14000 manns. Eftir yrðu að 10 árum liðnum 16 staðir með 2200 íbúa. Ailir stað- irnir 7, sem nú búa við ófull- nægjandi raforku munu fá raf- magn frá samorkuverum. FJÁRMÁLIN Nú vék ráðherrann tali sínu að fjárhagshlið málsins. Kvað hann málefnasamning ríkis- stjórnarinnar kveða á um að 5—7 millj. kr. skyldi árlega á fjárlögum ráðstafað til raf- orkusjóðs og 6 millj. kr. til héraðsrafveitna ríkisins. í ár væru samkv. því 11 millj. kr„ á fjárlögum í þessu skyni. Og á næstu 10 árum yrði á fjár- lögum veittar 11 millj. kr. i þessu skyni. Það gerir samtals 110 miilj. Eftir er að útvega 140 millj. Ríkisstjórnin hefur fyrir víð- sýni bankanna innanlandg fengið tryggingu þeirra fyrir að fá þetta fé á tímabilinu. Ástæðulaust væri að setja lög um það atriði, því samningarn ir jafngiltu lögum. Lánstíminn yrði 15—20 ár og vextir eins hæfilegir og hægt væri. Jafnframt leitar ríkisstjórn- in eftir lánum erlendis og eru fulltrúar hennar farnir utan í því skyni. Ráðherrann sagði að lokum að reynt yrði að dreifa framkvæmdl um í raforkumálunum um land- ið, þannig að landshlutar fylgd- ust að í þeina efnum. Allt sem gert hefði verið í þessum málum til þess, sagðíi ráðherrann, er gott og blessað, en það einkennist fyrst og fremst af fjárskorti. Nú hefur trygging fengist fyrir því að hægt er að sinna þessum mál- um af festu og alvöru. Norskt lán í Svíþjóð STOKKHÓLMI — Norsk sendi- nefnd dvelst í Svíþjóð til að semja við sænsku stjórnina um ýmis efnahagsleg vandamál. Torp forsætisráðherra Noregs fer ekki dult með, að Norðmenn hafi áhugi á lántöku í Svíþjóð, segir „Dagens Nyheter“. Kvikmyndastjarna finnst rænulaus LOS ANGELES 31. marz: — Heimsfræg kvikmyndastjarna Corir.ne Calvert fannst í dag rænulaus á heimili sínu. Hafða hún í ógáti tekið of sterkan svefn skammt. Hún mun halda lífi og liggur nú í sjúkrahúsi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.