Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.04.1954, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 15. apríl 1954 - ÞINGSLITIN í DAG álfdán Helgason prófasfur Framh. af bls. 1 Jjessi mál heldur en verið hefir til þessa. Sett voru ný lög um brúar- .gerðir. Sú lagasmíð ber glöggt vilni þess, að Alþingi hefir hug -á að greiða fyrir því, eftir því íem unnt er, að brúa vatnsföll landsins. Samþykkt voru lög um að auka við fé veðdeildar Bún- aðarbanka Islands rúmri einni milljón króna. Hæstvirt ríkisstjórn gaf fyrir- heit um það meðal annars, er hún "tók við völdum, að hún mundi fceita sér fyrir því á næsta þingi, -— þingi því, sem nú er að Ijúka, — að sett yrðu ný skattalög og *neð þeirri lagasetningu linað á ^kattheimtu til ríkisins. Einnig að verulegum fjármunum yrði var- áð til smáíbúðabygginga fyrir til- ^tuðlan hins opinbera, og að á xiæstu árum yrði varið miklu fé lil raforkuframkvæmda og dreif- ánu raforkunnar út um byggðir landsins. Löggjöf um þessi efni hefir *iú verið sett á þessu þingi. Samkvæmt ákvæðum hinna nýju skattalaga, er gert ráð fyrir að tekjuskatturinn á einstakling- um lækki að jafnaði um 29% og á iélögum um 20%. Þá var og gerð allinikil breyting á tollskránni. Hafa verið lækkaðir verulega tollar frá því, er áður var, á þeim vörum, er iðnaðinn varða miklu: í fyrra var lækkaður kaffi- og aykurtollur. Slík almenn lækkun skatta og tolla hefur aldrei átt sér stað fyrr. Þingið samþykkti lög um heim- áld handa ríkisstjórninni til að -taka allt að 20 milljón króna lán til smáíbúðabygginga. Húsnæðis- vandamálið er eitt af þeim erfið- ustu vandamálum þjóðarinnar, er leysa þarf. Og þó að þessi fjár- hæð sé minni en þing og stjórn hefði kosið að geta veitt í þessu tskyni, þá er þess að vænta, að nokkur hjálp geti að þessu orðið ýmsum þeim, er erfitt eiga með Æið afla sér húsaskjóls. Samþykkt voru lög um við- •auka við 'raforkulögin frá 1946. Samkvæmt þessum lögum er ákveðið að verja á árunum 1954 TRÍPÓLIBÍÓ sýnir amerísku kvikmyndina „Fljótið", sem hlaut 1. verðlaun á alþjóða kvik- myndahátíðinni í Feneyjum árið 1951. Myndin gerist í Indlandi, i litum, og er efni hennar byggt á sögu eftir Rumers Goddens. — Aðalhlutverkin leika Patrice "Walters, Adrienne Corrie og Radka, þrjár ungar stúlkur. Hg]® PÁSKAMYND Nýja Bíós, sem frumsýnd er á annan dag páska er „Svarta rósin“, banda- rísk litmynd frá 20th Century Fox. Fara þau Tyrpne Power, Orson Welles og Cecile Aubry með aðalhlutverkin. Er þetta íburðarmikil og æv- ántýrarík mynd, gerð eftir sögu "Tliomas B. Constain. — Gerist myndin á 13. öld og fjallar um "unga Englendinga, sem ekki vildu lúta stjórn Normana á Englandi. SKS® | rr pjjw r* ! , AGRÆNNI GREIN“ heitir páskamynd Austurbæjar- ftíós. Er það bandarísk gaman- mynd í eðlilegum litum með Bud Abott og Lou Costello í aðalhlut- •yerkum, en myndin er byggð á ævintýrinu um Jóa og bauna- grasið. YNGJANDI STJÖRNUR“ heitir páskamynd Tjarnar- 6íÓ;S. Er það bandarísk söngva- og músikmynd í eðlilegum litum. Aðalhlutverk leika Rosemary Glooney, Lauritz Melchoir og —1963 250 milljónum króna til raforkuframkvæmda frá hinu opinbera, auk framlags úr hlutað eigandi héruðum. Fjárframlög ríkissjóðs til þessara fram- kvæmda hefir ríkisstjórnin tryggt. Þá voru sett lög um orkuver á Vestfjörðum. Samkvæmt þeim er ríkisstjórninni heimilt að taka lán fyrir hönd ríkissjóðs eða ábyrgjast lán allt að 60 milljónir króna til þeirra framkvæmda. Enn fremur voru samþykkt lög um breyting á lögum frá 1952, um ný orkuver og nýjar orku- veitur rafmagnsveitna ríkisins, um heimild til að virkja Lagar- foss á Fljótsdalshéraði og leiða orkuna til notkunar í sveitum þar og til kauptúna á Austfjörð- um. Með þessum lögum er og heimilt að virkja Haukadalsá í Dalasýslu fyrir 5 syðstu hreppa sýslunnar. Enn fremur er heimild til að virkja Múlá í Geiradalshreppi handa nálægum hreppum. Til ofantaldra framkvæmda eru heimildir til fjárframlaga hækk- aðar samtals um 33 milljónir króna frá því, sem áður var ákveðið. Loks voru sett lög um viðauka við lögin frá 1946, um virkjun Sogsins. Er með þessum lögum stjórn Sogsvirkjunarinn- ar heimilt að taka lán til virkj- unnar Efra-Sogsins, allt að 100 milljónir króna, með samþykki ríkisstjórnarinnar. Eins og sjá má af þessu yfirliti um fyrirhugaðar raforkufram- kvæmdir, er til þess ætlast, að varið verði miklu fé, á okkar mælikvarða, á næstu árum til þeirra. Mun það greiða fyrir margháttuðum framförum í ýmis konar störfum og bæta aðbúð og afkomu fjölda þegna þjóðarinn- ar. Er vel farið og ber að fagna því að markvíst er unnið að stór- felldum framkvæmdum í þessum málum, svo fljótt sem kostur er á. íslenzka þjóðin hefir öldum saman átt í harðri baráttu við myrkrig og kuldann. Ég vona, að óhætt sé að fullyrða, að hún geti nú litið björtum augum til fram- tíðarinnar, að innan ekki langs Anna Maria Alberghetti. Fjöldi vinsælla laga eru sungin í mynd- inni, m. a. lagið Come on-a my house, sem gerði Rosemary Clooney fræga á einni nóttu. NÝTT HLUTVERK“ heitir páskamynd Stjörnubíós, og er það íslenzk mynd, tekin af Óskari Gíslasyni, gerð eftir sam- nefndri sögu Vilhjálms S. Vil- hjálmssonar. Með aðalhlutverkin fara Óskar Ingimundarson, Gerð- ur H. Hjörleifsdóttir, Guðmund- ur Pálsson, Einar Eggertsson, Emelía Jónasdóttir og Áróra Halldórsdóttir. Leikstjóri er Æv- ar Kvaran. SHH RAUÐI ENGILLINN“, heitir páskamynd Hafnarbíós. Er það fjörug og spennandi banda- rísk litkvikmynd. Með aðalhlut- verkin fara Yvonne DeCarlo og Rock Huason. — Myndin gerist í Bandarikjunum árið 1865. S® H LEIKSÝNINGASKIPIГ heitir páskamynd Gamla Bíós. Er það bandaríska söngvamyndin „Show Boat“, með hljómlist eftir þá Jerome Kern — Oscar Hamm- erstein II., og fara þau Kathryn Grayson, Howard Keel og Ava Gardner með aðalhlutverkin. — Eru í myndinni mörg af beztu lögum þeirra félaga, t. d. Make believe, Can’t help lovin’ dat man, og mörg fleiri. tíma várði sigur unninn á því böli, sem skortur á ljósi og yl hefur löngum bakað þjóðinni. Mér sýnist sem starf háttvirts Al- þingis hafi mótast af stórhug og bjartsýni á þjóðinni og framtíð hennar. Ég vil vona og óska, að allir þegnar íslenzku þjóðarinn- ar leggi sig fram um það að vinna sem ötullegast að frama og heiðri þjóðarinnar á komandi tímum. Megi allir hollir vættir styðja og styrkja íslenzku þjóðina og vernda ættjörð vora. Um leið og ég kveð háttvirta þingmenn að þessu sinni og þakka þeim innilega fyrir ágæta samvinnu, góðgirnd og umburð- arlyndi í minn garð, óska ég þeim aUs hins bezta og utanbæjarþing- mönnum fararheilla og góðrar heimkomu. Hittumst allir heilir á næsta þingi. Starfsmönnum þingsins vil ég einnig þakka fyrir vel unnin störf. FORSETA ÞAKKAf) Einar Olgeirsson kvaddi sér hljóðs og þakkaði f. h. þingmanna forseta góðar óskir. Hann kvað Jörund Brynjólfsson nú lengur hafa gengt forsetastörfum á Al- þingi en nokkur annar þingmað- ur. í meira en tvo áratugi hefði hann gegnt forsetastörfum og gengt því starfi með heiðri. í meira en 20 þing hefði hann setið í forsetastóli og stjórnað þing- fundum — oft stormasömum. Einar Olgeirsson þakkaði Jörunði Brynjólfssyni fyrir hönd þing- manna fyrir gott samstarf, dugn- að og sanngirni. Hann óskaði hon um langra lífdaga, góðrar heim- komu og kvað þingmenn vonast til að hitta hann heilan að hausti. ÞINGI SLITIÐ Þá tók til máls Ólafur Thors forsætisráðherra. Las hann bréf handhafa forsetavalds um um- boð honum til handa til að slíta þingi, er Alþingi hefði lokið störfum. Sagði forsætisráðherra að störfum væri nú lokið. Sam- kvæmt umboði er honum hefði verið veitt, lýsti hann þingslitum. Forseti Sam. þings bað þing- menn rísa úr sætum og hrópa ferfalt húrra fyrir forseta íslands og fósturjörð. Þar með var fundi Sameinaðs Alþingis og fundum Alþingis lokið.___________ Frænka (harleys Skopleikurinn „Frænka Char- leys“, sem Leikfélag Reykjavík- ur hóf að sýna fyrir skemmstu, hefur nú verið sýndur fimm sinn um við mikla aðsókn, seinast í gærkvöldi annað kvöld í röð fyrir troðfullu húsi. Vegna áskoranna um eftirmiðdagssýningu fyrir foreldra, sem vilja fara með börn um sínum að sjá gamanleikinn, verður slík sýr.ing á annan páska- dag, en kvöldsýning auk þess á venjulegum tíma. — Myndin er af Brynjólfi Jóhannessyni í hinu bráðskemmtilega hlutverki Brass etts háskólaþjóns. f^áóhamyncLr InjihmynclaL mijnc 'Móanna Kveðjuorð ÉG MÁ hiklaust fullyrða, að séra Hálfdán Helgason prófastur að Mosfelli, hafi orðið öllum stéttarbræðrum sínum harm- dauði. Honum lukust upp allar dyr í okkar hópi. Honum var það lag- ið að tala hjartanlega og tala út. Eins og ósjálfrátt og fyrir- hafnarlaust hitti hann á réttu strengina, því var ávallt bjart í kringum hann. Og oft brostum við að gamanyrðum hans og fjöri, sem var svo sannarlega smit- andi. En jafnframt var hann hinn virðulegi í hópi okkar. Hann hafði frá þjóðkunnum forfeðr- um hlotið í arf þá innri menn- ingu, sem ekki varð gengið fram- hjá; þann kirkjulega skilning og festu, sem grundvölluð var á sögu og reynslu aldanna. Kirkjan var honum heilög móðir og hann vildi eftir allri sinni getu, reynast henni góður sonur. Það var sannarlega eins og talað út úr hans huga og sál þetta erindi úr sálminum um „kirkjuna", sem Helgi Hálfdán- arson, afi hans hafði þýtt: Börn sín vill hún Kristi klæða Krists með náðarbrauði fæða að hún loksins fái fært Föðurnum hvert barn sitt kært. Þjónustan var séra Hálfdani hjartans mál, enda jós hann ávalt sjálfur úr uppsprettunni sam- kvæmt þessu boði postulans: „Gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni ásamt þakkargjörð, og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í samfé- laginu við Krist Jesum.“ Af þessum heilindum mótaðist allt hans starf. Við allir, sem í mörg ár nutum forystu séra Hálfdans í Presta- félagi Suðurlands — og raunar prestastéttin öll — heiðrum minn ingu hans og munum ávalt geyma mynd hans skíra í hjörtum okk- ar. „Integer vitae scelerisque purus.“ Þau orð voru ósýnilegu letri skráð á hans manndómsskjöld. Garðar Svavarsson. ÞEGAR sú fregn barst okkur hér á Mosfelli, að séra Hálfdan væri lStinn gátum við naumast trúað því, þar sem hann hafði farið að heiman tæpum sólarhring áður, kátur og hress. Oftast höfum við orðið hans vör árla morguns þó hann hefði komið seint heim kvöldið áður. Nú var jeppinn hans ókominn, og fannst okkur það einkenni- legt, þar sem hann hafði ákveðið að koma heim um kvöldið. Nokkrum mínútum eftir að við höfðum athugað að hann var ó- kominn, kemur lítill skóladreng- ur hlaupandi inn og segir að séra Hálfdan sé dáinn. Við urðum að trúa því þótt við trúum því tæp- lega enn. Það þarf tíma til að átta sig á svo snöggum umskiftum, þau krefjast umhugsunar, en ekki er um að sakast, þetta er skeð, séra Hálfdan er dáinn. Það er ekki meining mín að fara að rekja æfiferil séra Hálf- dans, né tala neitt um störf hans hér í Lágafellssókn og Mosfells- hreppi. Störf hans eru mörg og margbrotin, og hafa öll verið unnin af áhuga og sérstakri sam- vizkusemi. Um það munu vafa- laust aðrir skrifa. Við höfum þekkst í 28 ár, fyrst á Lágafelli og síðan hér á Mos- felli, þar sem ég hef verið land- seti hans í 18 ár. Með þessum fáu línum vildi ég meiga þakka þá framúrskarandi góðu viðkynningu, óeigingirni og sangirni í margs konar sam- starfi, það væri hægt að endur- « ' « O greiða á margan hátt, en ég á ekki við það hér. Fyrir hönd barnanna okkar þökkum við hjónin honum og fjölskyldu hans innilega. Þau hafa verið þeim sem foreldrar væru, og þau munu sakna hans, eins og hans eigin börn. Við hefðum öll viljað gefa honum hlýtt skilnaðarhandtak, en til þess gafst ekki tækifæri og verða því fá og fátækleg orð að nægja. Sé hann svo að endingu kvadd- !ur af minni fjölskyldu hér á Mos- felli innilegri kærleikskveðju og alúðarþökk fyrir allar samveru- stundir og góðar minningar er við geymum. Kristinn Guðmundsson. Ungur lislamaður opnar málverkasýn- ingu í dag í DAG kl 5 opnar ungur lista- maður Benedikt Gunnarsson, mái verkasýningu í Listamannaskál- anurj. Er þetta í fyrsta skipti, sem hann hefur sjálfstæða sýn- ingu hér á landi. Á sýningunni verða 75 vatnslitamyndir og 45 olíumálverk. Málverkasýningin mun standa yfir út þennan mán- uð og verður opin daglega frá kl. 1 e. h. til 10 á kvöldin. Öll mál- verkin sem á sýningunni eru, verða til sölu. Þetta er í annað skipti, sem Benedikt heldur sjálfstæða mál- verkasýningu, en hann hafði sýn- ingu í haust í París og hafa þau málverk, sem á þessari sýningu eru flest verið sýnd þar. Öll mál- verkin hafa verið gerð á tveim síðastliðnum árum. Einnig hafa þrjú málverk hans verið á mál- verkasýningu þeirri, sem staðið hefur yfir í ráðhúsi Kaupmanna hafnar, og er nú nýlokið. Benedikt, sem er rúmlega tví- tugur, hóf myndlistarmán í kon- unglega listaháskólanum í Kaup- mananhöfn, og dvaldi við það I tvö ár. Síðan hélt hann náminu áfram í París og var þar á ýms- um myndlistaskólum í þrjú ár. Vísifalan óbreylt KAUPLAGSNEFND hefur reikn- að út vísitölu framfærslukostn- aðar í Reykjavík hinn 1. apríl s.l. og reyndist hún vera 158 stig, eða óbreytt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.