Morgunblaðið - 01.05.1954, Síða 14

Morgunblaðið - 01.05.1954, Síða 14
14 MORGUNBLAÐID Laugardagur 1. maí 1954 1 F ramhaldssagan 26 við að neita okkur um margt og fórna miklu. En við vildum bæði reka skóla. Þér vitið auðvitað hvers vegna?“ „Nei“. „Ég hélt að maðurinn minn hefði kannske sagt jður það. — Okkur þykir báðum svo vænt um börn. Við höfum ekki getað eignast börn“. „Ég vissi það ekki“, sagði hann. „Það þykir mér leitt ykkar vcgna“. „Það skiptir ekki máli“, sagði hún. „Mér datt bara í hug að eegja yður það. En sennilega stendur yður líka alveg á sama“. Hún leit á hann og brosti. „Ég vil miklu heldur fá að heyra eitt- hvað um yður“. „Þér vitið allt um mig“. „Ég veit bara að þér skilduð við konuna yðar“, sagði hún. „Eg er á sama máli og maðurinn minn um það. Ég dæmi engan fyrir slíkt. Ég samhryggist yður bara fyrir það hve þér hljótið að hafa j>jáðst“. „Ég vona að það sé ekki á mér •að sjá, að ég hafi borið neinar þjáningar?“ „Þér eruð auðsjáanlega ein- mana“, sagði hún. „Ég hef svo oft tekið eftir því“. „Varla“. „Jú, það er alveg satt“. Hún brosti uppgerðarlega. „Þess vegna held ég að við getum hjálp að hvort öðru“. „Hvernig þá?“ Hann langaði ekki til að vita það, en hann komst þó ekki hjá því að spyrja. Hún svaraði ekki. Hann taldi það víst að brosið ætti að vera nægilegt svar. Til að forðast það, fékk hann sér aftur í glasið. „Stundum eruð þér varla ann- að en drengur, Douglas", sagði hún og hló þessum harða hlátri sínum. „Er það?“ „Þér eruð allt of hræddur um að gera eitthvað rangt. — Mér finnst það svo fyndið. En þér megið þó ekki láta það aftra yður írá því að skemmta yður“. „Ég skemmti mér eins og mér sýnist“, sagði hann. Samræðurn- ar voru orðnar all-hættulegar og hann fór að velta því fyrir sér, hvernig hann gæti bundið endi á þæi' án þess að sýna henni ókurteisi. Til allrar hamingju stóð frú Pawley á fætur. „Er það?“ sagði hún og leit á hann með kjánalegri glettni í augunum. „Ef svo er þá er víst bezt fyrir mig að fara áður en yður fer að langa til að „skemmta“ yður í kvöld. — Þér megið ekki láta yður stíga það til höfuðs þó að kona skólastjór- ans heimsæki yður svona seint utn kvöld“. „Ég skal reyna að láta það ekki stíga mér til höfuðs“. „Annars get ég ekki komið aftur“. „Það væri mjög leiðinlegt“. — Hann stóð upp og ýtti um léið stólnum aftur fyrir sig, til þess að standa ekki of nálægt henni. „Ég skal lofa yður að kyssa á handarbakið á mér, en ekki meira“, sagði hún. Hún rétti hon- um höndina. Hann tók um hana og kyssti hana lauslega og hugs- aði um leið hve frámunalega kjánaleg þessi látalæti voru. Hún hélt hendinni lengi á eftir í lausu íofti. Svo hló hún. „Þér eruð undarlega strákslegur, Douglas. Mér finnst svo gaman að stríða yður“. „Það er mjög auðvelt að stríða ínér“. Hundarnir höfðu séð að hún stóð á fætur og voru farnir að vappa fyrir neðan svalirnar. Hún gekk fram að þrepunum. Hann hafði hugsað með sér að vitur- legast væri að minnast ekki á 1 Judy aftur við hana, en nú ákvað hann að gera það þó. „Frú Pawley. ...“ Hún nam staðar og sneri sér við full eftirvæntingar og brosti til hans í tunglsljósinu. | „Eruð þér of feiminn til að nota fornafnið mitt?“ j Hann mundi ekki hvað það var — minnti að þag væri Joan, en honum datt ekki í hug að nefna hana því. „Haldið þér ekki að hægt sé að fá yður til að lofa flugfreyjunni að vera í nokkra daga til viðbót- ar. Knowles læknir sagði að það | væri mjög mikils um vert fyrir hana“. I Brosið hvarf af vörum hennar. i „Það er engu líkara en þér haf- ið áhuga fyrir henni“, sagði hún reiðilega, sneri sér við og gekk 1 niður þrepin. „Það er bezt að þér j spyrjig manninn minn að því sjálfur. Ég er búin að segja að mér stendur nákvæmlega á 1 sama um það hvort hún er hér ' eða ekki“. „Jæja“, sagði hann. „Ég geri það þá. Góða nótt“. Hún svaraði honum ekki, en kallaði til hundanna. „Rex — Queenie“. Hún strunsaði niður stíginn án þess að líta við og tunglið skein á kollinn á henni. 6. kafli. Venjulega gat hann komið sjálfum sér í jafnvægi eftir nótt- ina, en þegar Ivy færði honum teið næsta morgun, var hann eins gramur og hann hafði verið kvöldið áður. Það var ekki ein- göngu vegna þess að honum féll ■ vel við Judy og hann vildi gjarn- an að hún yrði kyrr. Honum hefði fundist það jafn mikið ó- réttlæti ef það væri Taylor, sem ' átti að reka út. Það var engin ! þörf fyrir sjúkrastofu handa nokkru barnanna og í eldhúsinu voru 8 þeldökkar starfsstúlkur, svo ekki ætti það að vera mikil fyrirhöfn að færa henni upp mat- inn. Það stöfuðu engin vand- kvæði að veru Judy. Frú Morgan sat við borðið þegar hann kom til morgunverð- ar. Hún hafði fengið skilaboð frá Pawley. Þar stóð að af sérstökum ástæðum yrði hann að biðja ung- frú Warding að fara. „Það er hreinasta synd“, sagði frú Morgan. Henni var farið að vera vel til Judy og sagði að hún hefði hjarta úr „ekta gulli“ „Getið þér ekki sagt Pawley að engin fyrirhöfn sé að því að ung- frú Waring dveljist hér nokkra daga í viðbót og hún sé engum til ama“ Það væri betra að fyrir- spurnin kæmi frá henni. Satt að segja kom þetta honum heldur ekki beinlínis við. „Nei, það gæti ég ekki“, sagði frú Morgan. Hún hristi höfuðið, svo að undirhökurnar dingluðu. „Það hljóta að vera einhverjar ástæður fyrir þessari ósk herra Pawleys" Hún var hrædd við að gera Pawley gramt í geði vegna þess að þá gæti hann rekig hana fyrir það, hvað henni þótti gott í staupinu, og þá yrði maðurinn hennar að fara líka. „Hvenær kemur Knowles lækn ir aftur?“ spurði Douglas. „Ekki fyrr en í kvöld“. „Þá skal ég tala við Pawley sjálfur". Frú Morgan leit skelfd á hann. „Þér segið honum ekkert af því sem ég hef sagt, herra Lock- wood“. Pawley var í kennslustund uppi í skólahúsinu klukkan níu. Douglas gekk í veg fyrir hann um leig og hann kom yfir flötina. „Ég veit að ég er að skipta mér af því sem mér kemur ekki bein- línis við, en mig langar til að spjalla við yður nokkur orð um ungfrú Waring“. STEINÞÓN Bandalag sfarfsmanna ríkis og bæja hvelur félaga sína til þáttföku 1. MAI Lokað í dag 1. maá “ÍJruaciinaaritofniin Lóvnó BtJICK model 1948, (Super-sportmodel), til sölu. — Bíllinn er til sýnis á slökkvistöð Reykjavíkurflugvallar. Vörubíistjórefélagið Þróttur Merki á bifreiðar félagsmanna fyrir árið 1954 verða afhent á stöðinni frá 3-—15. maí n. k. ATHUGIÐ. að þeir sem ekki hafa merkt bifreiðar sínar með hinu nýja merki fyrir 15. maí, njóta ekki lengur réttinda sem fullgildir félagsmenn og er samnings aðilum Þróttar eftir það óheimilt að taka þá til vinnu. STJÓRNIN Kaupið merki dagsins 1. mai-nefndin BIFREIÐAEIGENDUR Látið okkur smyrja bifreiðina. — Höfum fullkomnustu tæki til bifreiðasmurnings. — Getum smurt bifreiðar af öllum stærðum. — Áherzla lögð á .góða og fljóta afgreiðslu Þaulvanir smurningsmenn tryggja yður vandaða þjónustu. OPIÐ 8-12 OG 13-23 ALLA VIRKA DAGA SMURSTÖÐ SUÐURMESJA YTRI MARDVÍK .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.