Morgunblaðið - 08.05.1954, Side 7
Laugardagur 8. maí 1954.
MORGUNBLAÐIÐ
1
Espemntlsfoiélagii Auroro 10 ám 1
EKKI getur það að jaínaði tal-
izt til stórtíðinda á þessari
old alls konar félagsskapar, þótt
fremur fámennt félag nái tíu ára
aldri. Slíkt er daglegur viðburð-
ur.
í tilefni af þessu afmæli lang-
ar mig samt til að fara nokkrum
orðum um þetta félag og þó fyrst
og fremst málefni það, sem félag-
ið hefur á stefnuskrá sinni.
Þetta félag var stofnað 18. apr.
1944. Þar það Ólafur S. Magnús-
son kennari, sem beitti sér fyrir
stofnun þess og var formaður
þess fyrstu árin. Annar formaður
þess var Magnús Jónsson póst-
maður og þriðji og núverandi
formaður er Árni Böðvarsson
magister. Þetta félag hefur auð-
vitað á stefnuskrá sinni að vinna
að útbreiðslu tungumálsins espe-
ranto.
Eins og flestir íslendingar
munu vita var þetta tungumál
búið til í því skyni, að það yrði
notað sem alþjóðamál til að auð-
velda öll viðskipti þjóða í milli.
Höfundur þess er pólski lækn-
irinn Lúðvík Zamenhof, f. 15. des.
1859, d. 14. apr. 1917. Árið 1887
var hann tilbúinn að gera það
opinbert, og þá kom út fyrsta
kennslubók á esperanto.
Það er samt ekki meiningin að
fara að rita sögu þessa máls í
greinarkorni þessu, heldur að
minna á nokkur atriði eins og
það horfir við í dag.
þjóðir munu aldrei viðurkenna
ensku, svo að nefnd séu dæmi.
Alþjóðamál verður að vera al-
veg hlutlaust. Það verður að vera
eign allra þjóða jafnt. Auk þess
eru allar þjóðtungur of erfiðar,
til þess að nokkur þeirra geti orð-
ið almenningseign um alla jörð.
Alþjóðamál verður að hafa
marga og mikia kosti. Það verður
að geta túlkað öil blæbrigði
mannlegrar hugsunar og vera
jafn vel fallið sem bókmennta-
mál, vísindamál og talmál. Það
verður að vera skýrt í framburði,
þótt það sé talað með nokkuð
ólíkum málhreim, og það verður
að vera miklu auðlærðara en
nokkur þjóðtunga. Aila þessa
kosti hefur esperanto til að bera
í ríkum mæli. Og ekki þurfum
við Vesturlandabúar að fráfælast
það, þar sem svo að segj^allur
orðstofnaforðinn er tekinn úr
rómönskum og germönskum mál-
um.
Málfræðingurinn mikli, Ras-
mus Kristian Rask, skrifaði grein
árið 1832, þar sem hann stingur
upp á því, að búið sé til aiþjóða-
tungumál og tilíærir nánar,
hvaða reglum hann áliti, að ætti
að fylgja í því efni. Það er eftir-
tektarvert, að þegar Zamenhof
samdi esperanto, þá fylgdi hann
einmitt þessum reglum Rasks í
tekið á. m. k. máriuð -á þíhgl, þar
sem mörg mál eru notuð.
□
□
n ER nokkur þörf
“ Á ALÞJÓÐAMÁLI?
EF einhver bæri fram þá spurn-
ingu, hvort noltkur þörf sé á, að
menn skilji hver annan, þá mundi
mönnum finnast fávíslega spurt.
Eitt af því, og kannski fyrst og
fremst það, sem hefur skapað
manninum æðra sess en öðrum
dýrum merkurinnar, er það, að
hann hefur mál. En ef hver ein-
staklingur hefði sitt eigið tungu-
mál út af fyrir sig, sem enginn
annar skildi, þá væri honum þessi
blessuð guðs gáfa einskis virði.
Tækni nútímans veidur því, að
jörð vor er í raun og veru orðin
svo undralítil, og samskipti þjóða,
sem búa sitt hvorum megin á
hnettinum, verða alltaf meiri og
meiri. Þess vegna hefur aldrei
verið önnur eins þörf á alþjóða-
máli og nú. Á miðöldum gegndi
latínan þessu hlutvérki í Evrópu,
sVo að við stöndum að vissu leyti
á lægra þróunarstigi í þessu efni
en þeir, sem þá byggðu vora
heimsálfu.
Langt er síðan menn fóru að
gera sér grein fyrir mikilvægi
þess, að einstaklingar og þjóðir
geti skipzt á hugsunum og skilið
hver aðra milliliðalaust. í sög-
unni um Babelsturninn í 1. Mós.
11. kap. segir frá því, að menn-
irnir höfðu komið sér saman um
að byggja borg og turn, sem næði
til himins og koma þar með í veg
fyrir, að þeir tvístruðust um alla um
jörðina....Og drottinn mælti:
„Sjá, þeir eru ein þjóð og hafa
allir sama tungumál, og þetta er
hið fyrsta fyrirtæki þeirra. Og
nú mun þeim ekkert ófært verða,
sem þeir taka sér fyrir hendur
að gjöra.“
ER ESPERANTO LIFANBI
MÁL EÐA BAUTT?
MÖRG tungumál eru til, sem
hvergi eru töluð framar. Á sum-
um þeim tungumálum eru til
merkar bókmenntir. Og vegna
þeirra bókmennta eru þau e. t. v.
'kennd í einhverjum skólum. Slík
mál eru samt kölluð dauð. En
esperanto getur ekki talizt í þeim
flokki. Auk þess, sem til eru tölu-
vert miklar bókmenntir á espe-
ranto bæði þýddar og frumsamd-
ar, þá er fjöldi blaða og tímarita
gefinn út á því máli á hverju
ári, nokkrar útvarpsstöðvar út-
varpa reglulegri dagskrá á espe-
ranto, a. m. k. tugir þúsunda
bréfa á esperanto berast árlega
milli fjarlægra staða og síöast en
ekki sízt, á hverju ári eru haldin
þing esperantista í fjöldamörgum
löndum fyrir utan alþjóðaþingið,
sem haldið er á hverju sumri. Á
þessum þingum mæta saman lagt
margar þúsundir manna, og þar
er ekki talað annað mál en espe-
ranto. Bæta má því við, að nokk-
ur hjónabönd hafa verið stofnuð
milli esperantista af ólíkum þjóð-
ernum. Hjá mörgum slíkum hjón-
jum hefur esperártto orðið heim-
Rismál. Eitt slíkt heimili er í
öllum aðalatriðum, og mun hann ’ höfuðborg íslands. Esperanto er
þó alls ekki hafa séð ritgerð (því lifandi mál.
Rasks um þetta mál.
Mörg tungumál hafa verið búin
til í þessu sama skyni, en espe-
ranto er það eina, sem hefur náð
nokkurri útbreiðslu. Öll hin eru
nú gleymd og grafin. Esperanto
er því ekki aðeins bezta lausnin
á þessu vandamáli mannkynsins
heldur sú eina, sem nú er fyrir
hendi.
□
M ER ESPERANTO
EINA EÐA BEZTA
LAUSNIN Á ÞESSU MÁLI7
SUMIR álíta, að ekki þurfi annað
en að velja einhvérja þjóðtungu
og viðurkenna hana scm alþjóða-
mál. Hún yrði þá kennd í öllum
skólum víðsvegar um heim og
notuð í öllum samskiptum þjóða
í milli. Og þar með væri fengið
það, sem okkur vantar. En það
þarf ekki að grafa djúpt til að
sannfærast um, að þessi leið er
allsendis ófær. Væri hún fær, þá
væri hún líka fyrir löngu komin
til framkvæmda. Þeirri þjóð eða
þeim þjóðum, sem eiga hið út-
valda mál, væri gefín svo mikil
forréttindi fram yfir aðrar þjóðir,
að það verður aldrei samþykkt.
Enskumælandi þjóðir múnu t. d.
aldrei viðurkenna frönsku éða
rússnesku sem alþjóðamál. Frakk
ar, Rússar og spænSkumælandi
HVAÐA HORFUR ERU Á
FRAMGANGI ÞESSA
MÁLS?
ÞAÐ er erfitt að gera sér full-
Ijósa grein fyrir því. Tregðan
gagnvart nýungum, sem horfa til
bóta, er oft og einatt svo mikil.
Auk þess munu stórþjóðirnar í
lengstu lög reyna að halda fram
sínum málum. Það hlýtur þó
hver og einn að skilja, sem reyn-
ir að skilja, hver munur er á
því að læra eitt auðlært tungu-
mál auk móðurmálsins og vera
þar með kominn í menningar-
samband við mannkyn allt, ef
aliir læra þetta sama tungumál,
eða læra hrafl í tveimur, þremur,
fjórum eða fleiri útlendum tung-
um og geta samt ekki haft beint
samband við, nema mjög tak-
markaðan hluta mannkynsins.
Það mun vera nálægt áratug
síðan safnað var undirskriftum
að beiðni Sameinuðu þjóðanna
að beita sér fyrir því, að espe-
ranto sé gert að alþjóðamáli og
innleitt sem kennslugrein í skól-
Það var alþjóðafélag espe-
rantista, sem gekkst fyrir þess-
um undirskriftum. Næstum ein
milljón einstaklingar og félaga-
sambönd, sem töldu yfir 15 millj.
meðlima, eða um 16 milljónir
manna skrifuðu undir þetta
plagg. Á íslandi skrifuðu undir
yfir 4 þúsund einstaklingar og
félagasambönd með um 24 þús-
und meðlimum. Árangurinn af
þessu er sá, að Unesco hefur tek-
ið þetta mál á dagskrá þingsins,
sem halda á í Montevideo á kom-
andi hausti. Unesco sendi áheyrn-
arfullfrúa á alþjóðaþing espe-
rantista á síðastliðnu sumri. Og
hann sagði, að það, sem unnið
var á því þingi á einni vikú, hefði
HVAÐA GAGN GERIR
FÉLAG EINS OG AURORO?
ÞAÐ er ekki að búast við, að
þetta 10 ára gamla félag hafi
mikið getað látið til sín taka í <
esperantohreyfingunni. Það hef-
ur snúið sér að því nauðsynleg-
asta. Það hefur gengizt fyrir
hámskeiðum í esperanto. Árið
1949 stofnaði Auroro og fáein
önnur esperantista félög Sam-
band íslenzkra esperantista (Fed-
eracio de Islandaj Esperantistoj).
Formaður þess er séra Halldór
Kolbeins í Vestmannaeyjum. Á
vegum þess hafa komið hingað
erlendir esperantistar, sem hafa
haft hér námskeið í esperanto og
haldið fyrirlestra. Það gaf út
blað, Voco de Islando (Rödd ís-
lands), sem kom út fjórum sinn-
um á ári. Þetta blað var að efni
og frágangi fyllilega sambærilegt
við beztu blöð erlend sömu teg-
undar. Efni þes% var miðað við
að kynna fyrir útlendum les-
endum menningu íslands, bók-
menntir og atvinnuhætti. En því
miður varð það að hættá að
koma út eftir tvö ár sökum fjár-
skorts. Útgáfa þessa blaðs hefði
þurft að vgra styrkt af opinberu
fé, svo góð landkynning var það.
Hefði esperanto og allt, sem
Zamenhof ritaði á því máli, legið
rykfallið á kistubotninum og eng-
inn gefið því gaumy þá hefði eng-
um komið til hugar að gera það
að alþjóðamáli nú. En margir
menn sáu þegar og skildu, hvað
hér var á ferð. Þeir fóru að læra
málið, félög voru stofnuð og þing
haldin. Fyrsta alþjóðaþingið var
haldið 1905, 18 árum eftir að
málið var gert opinbert.
Á undanförnum áratugum hafa
esperintistar táiað og ritað mál-
ið. Þannig hefur það þróazt og
þroskazt eins og þjóðtungurnar
gera. Og nú bera þeir það fram
■sem þjálfað talmál og bókmál
og rétta það öHultt þjóðum.
Hvort mun svo núlifandi kyn-
slóð hafa vit og þroska til að
taka mannlega á móti?
Stefán Sigurðsson.
Karlmanna-
skór
Glæsilegt úrval
SKHRIWN
Laugavegi 7.
í mjög góðu standi til sölu. — í bátnum er ný 100 ha. S
M
General Motor dieselvél. — Uppl. gefur ;
M
m '
K
Gísli Halldórsson h.f. — sími 7000. 5.
Húseign á Akranesi
til sölu. Járnklætt timburhús á steyptum kjallara á mjög
góðum stað á Akranesi, er til sölu. Á hæð eru þriú her-
bergi, eldhús og bað, en lítil íbúð, geymslur og þvotta-
hús í kjallara. Húsið verður laust til íbúðar 1. okt n. k.
Nánari upplýsingar veitir Valgarður Kristjánsson, Jað-
arsbraut 5( Akranesi, sími 371.
ATVINNA
Unglingur 18—20 ára óskast sem fyrst
við afgreiðslustörf.
Garðar Gíslason h.f.
Amerískir bíkr
Tveir nýir amerískir fólksbílar óskast til kaups, strax.
Hátt verð.
Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld merkt:
„Staðgreiðsla"— 941.
Verzlunarhúsnæði
óskast
Húsnæði óskast fyrir vefnaðarvöruverzlun, helzt sem
næst miðbænum. — Tilboð sendist afgreiðslu blaðsins
fyrir 14. þ. m. merkt: „Verzlunarhúsnæði 956“.
B BUÐ
2—3 herbergi óskast 14. maí í 1-—2 ár. — Fyrirfram- í
greiðsla eftir samkomulagi. — Gjörið svo vel að hnngja I
í síma 2046. ■
íbúð - Ibúð
2—4 herbergja íbúð óskast til leigu 14. maí n. k.
Til greina getur komið leiga á ibúð í 3—4 mánuði.
Fyrirframgreiðsla.
GUNNAR PÉTURSSON
Sími: 82019.
vantar á Kópavogshælið 14. maí og L júrrf.
m
Upjriýsingar gefur yfirfijúkrtinarkonan.
5 5-
■ ■■•■■■■■■■^'•■'■■■•■•■■•'••■■■■b* ■■■■■■■■■■•■■■ ■■k«« ■■■■■■■■■■ ■'■•'•■■■•■'bairtríjr