Morgunblaðið - 14.05.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1954, Blaðsíða 1
16 síður 41. árgangur. 108. tbl. — Föstudagur 14. maí 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsim Frá Genfar-ráðstefnunni 6 veitingnhús hufn sótt um vínveitingnleyfi Tvær undanþágur lil vinveilinga veittar UNDIRBÚNINGI að framkvæmd hinna nýju áfengislaga er sam- þykkt voru á Alþingi rétt fyrir þingslit miðar nú vel áfram. Eins og kunnugt er átti samkvæmt lögunum að stofna embætti áfengisvarnarráðunautar ríkisstjórnarinnar auk þess sem áfengis- varnarráð var kosið af Alþingi og jafnframt átti að stofna sérstaka nefnd er hefði úrskurðarvald um það, hvaða veitingahús teldust 1 flokks, en einungis slík hús öðlast rétt til að fá vínveitingaleyfi. Umræðitr fara fram á hverjum degi á Genfarráðstefnunni. Eru fundir haldnir í gömlu Þjóðabanda- lagshöllinni. Sitja fulltrúar Kína og Rússlands skammt hvor frá öðrum eins og myndin sýnir. Kín- versku fulltrúarnir neðar og lengst til hægri Chou En-Iai utanríkisráðherra. Rússnesku fulltrúarnir einni bekkjarröð ofar og sést Molotov, utanríkis .áðhcrra Rússa lengst til vinstri. lillögnr Edens um frjúlsur lýðræðiskosningur í Kóreu Fari fram undir eftirliti SÞ AFENGIS V ARNAR- RÁÐUNAUTUR Embætti áfengisvarnarráðu- nautar hefur verið auglýst laust til umsóknar. Er umsóknarfrest- ur útrunninn 1. júnf n.k. Bryn- leifur Tobíasson, yfirkennari, hef ur haft þetta starf með höndum undanfarin ár, en þar sem ný lög tóku nú gildi hefur dómsmála- ráðuneytið auglýst embættið. Um veitingu þess skal samkv. lög- unum leita umsagnar bindindis- samtakanna í landinu. „RANNSÓKNARNEFND' Nefndina sem dæma á um það hvort veitingahúsin séu 1. flokks og um leið nægilega vel úr garði gerð til þess að hafa vínveitingar um hönd skipa þessir menn: ,,dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, for maður, Eiríkur Pálsson lögfræð- ingur í félagsmálaráðuneytinu og Halldór Gröndal veitingamaður. Verkefni nefndarinnar er að rannsaka þau veitingahús er sækja um leyfi til að hafa vín- veitingar um hönd. Hafa nefnd E' GENF, 13. maí. — Einkaskeyti frá Reuter. 'DEN, utanríkisráðherra Breta, lagði fram tillögu í fimm liðum um lausn Kóreu-vandamálsins. Leggur hann til að haldnar verði lýðræðislegar kosningar samtímis bæði í Suður- og Norður- Kóreu undir eftirliti hlutlausra aðilja. Umræður fóru fram um Kóreu á 70 mínútna fundi í Genf og tók Bidault, utanríkisráðherra Frakka, einnig til máls. TILLOGUR I FIMM LIÐUM Tillögur Edens eru í fimm lið- um og eru aðalatriði þeirra sem hér segir: 1) Kosningar fari fram í allri Kóreu til sameiginlegs þjóð- þings. 2) Kosningunum verði svo hag- að að þær sýni vilja þjóðar- innar og tekið verði tillit til skiptingar þjóðarinnar milli Suður- og Norður-Kóreu. 3) Allir fullorðnir hafi kosn- ingarétt. Kosningarnar skulu vera leyniiegar og þær skal halda svo brátt sem mögulegt er. 4) Kosningarnar fari fram á vegum S. Þ. undir alþjóðlegu eftirliti. Löndin, sem sjá um eftirlit með kosningunum þurfa þó ekki að liafa verið þau, sem lögðu fram kratta sína í Kóreustyrjöldinni. 5) Þegar slíkar kosningar hefðu farið fram og lögleg stjórn verið kjörin fyrir allt landið skal flytja allt erlend herlið brott úr landinu. MINNIR Á KOLOMBO- ÁÆTLUN í ræðu sinni vék Eden nokkr- um orðum að ákæru kommún- istaríkjanna um að einu hags- munirnir, sem Bretar hefðu að gæta í sambandi við Kóreustyrj- öldina væru að viðhalda nýlendu- veldi sínu. Minnti Eden í þessu sambandi á Kolombo-áætlunina um viðreisn atvinnulífs og efna- hags landanna í Suður Asíu. — Til hennar er stofnað af lönd- um brezka samveldisins en öðr- um löndum er heimil þátttaka. UMMÆLI BIDAULTS Bidault utanríkisráðherra hélt stutta ræðu. Hann var samþykk- ur tillögum Edens um að frjáls- ar kosningar væru látnar fram fara í allri Kóreu og lagði áherzlu á það að Suður Kórea, sem hef- ur verulega fleiri íbúa, fengi fleiri þingmenn á þjóðþingi eins og eðlilegt er. Prins Wan frá Síam, sem var í forsæti í dag, tilkynnti að um- ræður um Indó-Kína héldu áfram á morgun. Vilja slíta stjórn- málasambandi WASHINGTON 13. maí: — Tveir öldunadeildarþingmenn í Banda- ríkjunum hafa lagt fram í þing- inu ályktunartillögu um það að Bandaríkin slíti þegar stjórnmála sambandi við Rússland og lepp- ríki Rússa. Annar þessara þing- manna er McCarran sá sem hin alræmdu McCarran lög eru kennd við. Heldur er talið ólík- legt að tillaga þeirra nái fram að ganga. — Reuter. Harðar orustur hafn- ar é óshólmum Rauðár Er lokaatlagan að Haiioi hafin? Saigon 13. maí. Einkaskeyti frá Reuter. Eftir töku Dien Bien Phu virð ist uppreisnarherjum komm- únista í Indó-Kína hafa vax- ið áræði og eru nú hafnir harðir bardagar skammt suð- ur af Hanoi, höfuðborg Rauð ársléttunnar. Tefldu komm- únistar fram miklu liði og lítur franska herstjórnin nú svo á að orusta sé hafin um hina frjósömu Rauðársléttu. Ilarðvítugustu bardagarnir voru í nágrenni Phuly um það bil 45 km suður af Hanoi. Fyrir nokkrum dögum grófu kommúnistar sér skotgrafir þar en franskar sprengju- flugvélar gerðu loftárásir á þá. í dag gerðu kommúnistar áhlaup og ætluðu að brjót- ast gegnum víglínjj Frakka í áttina til Nam Dinh, sem er aðalvirki Frakka við suður- horn varnarþríhyrningsins mikla við óshólma Rauðár. Eftir tveggja tíma orustu voru kommúnistar hraktir til baka og höfðu þeir beðið verulegt manntjón. Skæruliðar kommúnista hafa og verið að verki í nágrenni Hanoi. Þeir gerðu enn eina árásina á járbrautarlínuna milli Hanoi og Haiphong. Einnig hafa þeir náð hluta af borginni Hadong 10 km suður af Hanoi á sitt vald. Fjöldi Dakota-véla er nú til- búinn í Hanoi að fljúga til Dien Bien Phu að sækja særða hermenn, ef uppreisn- armenn leyfa brottflutning þeirra frá virkisbænum. inni þegar borizt umsóknir frá 6 veitingahúsum. Mun nefnd- in þegar vera tekin til við rannsókn sína. Ekki er hins vegar hægt að segja um það, nær þeirri rannsókn verður lokið. UTAN REYKJAVÍKUR Öll þessi veitingahús munu vera í Reykjavík. Mælir svo fyrir í lögunum að einungis þau veit- ingahús sem eru í kaupstað þar sem áfengisútsala er eða þar sem mikill straumur er erlendra ferða manna skuli fá veitingaleyfi áfengis. Útsölustaðir eru nú í Reykjavík, Siglufirði og Seyðis- firði. Á tveimur síðastnefndu stöðunum mun ekki veitingahús uppfylla þau skilyrði er nauðsyn- leg eru til þess að leyfi fáist. Á Akureyri og öðrum þeim stöðum þar sem ekki eru starfandi útsölu staðir áfengis koma vínveitingar á veitingahúsum ekki til greina. Eitt veitingahús þar sem mkill straumur er erlendra ferðamanna mun koma til greina við úthlutun veitingaleyfa áfengis. Það er hótelið á Keflavíkurfiugvelli. UNDANÞÁGA TIL VÍNVEITINGA í annari grein (20. grein) hinna nýju áfengislaga er svo fyrir mælt, að lögreglustjóra sé heim- ilt að veita leyfi til áfengisveit- inga á skemmtunum félagssam- taka, ef ástæffa þyki til. Þessi kafli laganna ksm til fram- kvæmda þegar er áfengislögin öðluðust gildi, eða 1. maí s.l. Hafa að minnsta kosti tvö félagasam- tök fengið heimild til vínveitinga á hátiðum sinum s.l. viku. Þessi kafli laganna er nokkru strang- ari en undanþáguheimild eldri laganna og skal nú lögreglustjóri meta hvort ástæða sé til að veita viðkomandi félagsins undanþágu til vínveitinga. Dómur væntanlepr í Erik- sen-málinu um helgina Dómendur fóru í áreið aS rússnesku landamærunum D KIRKJUNESI, 13. maí. — Einkaskeyti frá NTB ÓMENDUR í héraðsdómi Kirkjuness fóru í dag í áreið til svæð- isins við rússnesku landamærin, þar sem Rússinn Pavlov koin yfir landamærin og hitti fyrstan manna Norðmánninn Ingvald Eriksen, sem reynist vera hættulegasti njsónari Rússa í Norður- Noregi. Virtu dómendur landslag og vatnaskil vel fyrir sér, en það var talið nauðsynlegt til að dóm- endur gætu skilið hvernig flótta Pavlovs var hagað og leysir e. t. v. úr þeirri spurningu, hvað Eriksen hafi verið að gera þarna mjög skammt frá rússnesku landamærunum. DÓMUR UM HELGINA Reynt er að hraða réttarhöld- um eftir því sem frekast er unnt og hafa réttarhöld staðið yfir frá morgni til kvölds. Vænta menn þess að hægt verði að kveða dóm upp um helgina. Þetta er stærsta mál, sem nokkru sinni hefur komið fyrir rétt í Kirkjunesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.