Morgunblaðið - 14.05.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.05.1954, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. maí 1954 MORGVNBLAÐIÐ jii KviKmynRðioKuien Þjólverja til Islands í sumar ÞÝZKA kvikmyndatökufélagið Roto-film í Hamborg gerir í sum- ar út mikinn kvikmyndatökuleiðangur til Færeyja og íslanda Er ætlunin að gera margar fræðslumyndir af þessum eyjum At- lantshafsins. Fjöldi kvikmyndasérfræðinga er í leiðangrinum og hefur leiðangurinn til umráða sérstakt skip, seglskipið Meteor. bað> lagði af stað frá Hamborg 10. apríl s.l. og kom til Mykiness t Færeyjum 23. apríl. Hingað til lands er skipið væntanlegt 27. mat. Á mynd þessari, sem var tekin við kveðjusamsæti fyrir Edward B. Lawson og frú, sjást talið frá hægri: Juuranto ræðismaður íslendinga í Finnlandi, frú Bodil Begtrup sendiherra Dana, Bjarni Benediktsson dómsmáiaráðherra, frú Rannveig Þór, heiðursgesturinn Mr. Edward B. Lawson am- bassador, frú Elsa Guðmundsson, Vilhjálmur Þór forstjóri, heiðursgesturinn Mrs. Lawson, dr. Krist- inn Guðmundsson uíanrlkisráðherra, frú Sigríður Björnsdóttir, Hutchinson hershöfðingi og frú L. Juuranto. Islenzk-ameríska sæfi fyrir Edward IS hélf Lawson frú hans Var sendiherranum þökkuð vinsemd 09 hlýhugur í garð íslendinga. AMIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ, hinn 12. maí, hafði stjórn íslenzk- ameríska félagsins hér í bænum efnt til kveðjusamsætis fyrir sendiherrahjónin bandarísku, Edward B. Lawson og konu hans, í Þjóðleikhúskjallaranum. Þau eru sem kunnugt er á förum héð- an, því að Mr. Lawson er skipaður sendiherra í ísrael. Þetta samsæti var haldið til þess að gefa hinum fjölmörgu vinum og góðkunningjum sendi- herrahjónanna tækifæri til að hitta þau eina kvöldstund og þakka þeim persónulega fyrir þá stöku góðvild og hlýhug er þau hafa sýnt íslendingum þau fjög- ur og hólft ár, sem þau hafa dvalizt hér, og hann hefir haft sendiherrastarfið á fslandi á hendi. Samsætið var einkum ætlað fyrir félagsmenn íslenzk-ame- ríska félagsins. En að sjálfsögðu voru það fleiri sem fundu hvöt hjá sér til þess að taka þátt í þessu kveðjuhófi. MÓÐLEIKHÚSKJALLARINN FULLSETINN Hinn vistlegi veitingakjallari í Þjóðleikhúsinu var líka fullset- inn. Formaður félagsins er Vil- hjálmur Þór. Bauð hann gestina velkomna. Þarna voru líka utan- ríkisráðherra dr. Kristinn Guð- mundsson og fyrrverandi utan- ríkisráðherra Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra og ýmsir tignir gestir úr sendisveitum er- lendra ríkja hér á landi, — svo og nokkrir finnskir gestir, þar á meðal aðalræðismaður íslands í Finnlandi, Juuranto. Er Vilhjálmur Þór bauð gestina velkomna, og þá fyrst og fremst heiðursgestina tvo Mr. Lawson og frú hans, minntist hann veru þeirra og starfs hér í Reykjavík með hlýlegum orðum. Um leið og hann harmaði það, að þau skyldu vera á föj-um héðan, ósk- aði hann þeim til hamingju með hið nýja starf sitt í Austurlönd- um, og benti jafnframt á hversu mikið traust bandaríska þjóðin ber til sendiherrans ag velja hon- um stöðu á svo þýðingarmiklum stað, sem raun er á. RÆÐA BJARNA BENEDIKSSONAR RÁÐHERRA Er liðið var á borðahldið kvaddi Bjarni Bjarni Benedikts- son dómsmálaráðherra sér hljóðs cg komst hann m_ a. að orði á þessa leið: — Þau ár, sem Mr. Lawson sendiherra hefir starfað hér, hefir samstarf milli íslendinga og Bandaríkjamanna verið náið og vaxandi. Það er sögunnar að dæma um hvort við, sem höldum því fram, að þetta samstarf hafi verið til gagnkvæmra hagsmuna fyrir báðar þjóðir sé rétt eða rangt. Mikill meirihluti íslenzku þjóðarinnar lítur svo á, að það sé ekki aðeins nauðsynlegt, held- ur þjóni það líka bezt hagsmun- um Islands. Og við erum sann- færðir um, að þessi muni verða úrslitadómur sögunnar. En í kvöld leggjum við ekki aðaláherzluna á hið formlega samband á milli þjóða okkar. Við vitum, að íslenzka ríkisstjórnin hefir þegar sýnt hve mikils hún metur hið ágæta starf, sem Mr. Lawson hefir unnið hér. Hin miklu raforkuver við Sog og Laxá og Áburðarverksmiðjan í Gufunesi, mun sífellt minna okk- ur á þau ár, er Edward Lawson dvaldist hér á landi. Starf hans til að styrkja varnir hins frjálsa heims verður ekki heldur gleymt. Þetta vitum við öll, en í kvöld erum við hér saman komin til að sýna hve mikiis við metum Lawson-hjónin persónulega. Ég hefi haft af þeim náin kynni frá því fyrst er þau stigu hér á land til þessa dags. Eftir því, sem kynni mín hafa orðið lengri af þeim, eftir því met ég þau meira. Og sömu söguna hafa allir að segja um Mr. Lawson, er hafa haft af honum náin kynni. Um velvild hans, einlægni, og hve góðfúslega hann vinnur að úr- lausn allra mála á sem beztan hátt, hversu erfið, sem þau kunna að vera. Því tel ég, að þegar Mr. Lawson hverfur héðan, þá mun- um við fyrst og fremst ekki minn ast hans sem sendiherra hinnar miklu þjóðar hans, heldur sem góðs vinar. Það er ékki undarlegt þótt slíkur maður sé hækkaður í tign með þjóð sinni og verði nú ambassador þjóðár sinnar í einum viðsjárverðasta stað í héimi. Við óskum honum til hafhingju með hið nýja embætti um leið og við sjáum eftir honum héðan. Ag svo mæltu óskaði ráðherr ann sendiherrahjónunum gæfu og gengis í framtíðinni. Áheyrendur tóku undir viðui kenningarorð ráðherra um Mr. Lawson sendiherra með miklu lófataki. Eftir ræðu Bjarna Benedikts- sonar kvaddi Lawson sendiherra sér hljóðs og héit ræðu er var að efni til sem hér segir: RÆÐA LAWSON SENDIHERRA Þessi samkoma er okkur kær- komin og við munum lengi minn- ast hennar. Nú þegar ég tek til máls fyrir hönd konu minnar og mín, þá á að sjálfsögðu ekki að flytja hana af blöðum heldur af munni fram. Er brottför okkar nálgast erum við döpur í bragði vegna tilhugsunarinnar að yfir- gefa Island og vini okkar hér, Samt er þetta gleðifundur, er okkur gefst tækifæri til að vera með vinum okkar og góðkunn- ingjum. Okkur er vinátta ykkar kær, svo og hin góðu ummæli sem Bjarni Benediktsson og Vil- hjálmur Þór hafa flutt hér. Slík vinarorð eru sérkenni Islendinga og þau samsvara hinum ágætu móttökum og vinsamlegu fram- komu sem við höfum hvarvetna mætt á f jögurra og hálfs árs dvöl okkar í þessu landi. Ég held ég ætti þó að benda á það, að þótt þessum viðurkenningarorðum sé beint til okkar, þá eru þau í raun- inni viðurkenning á störfum margra manna. Sérhver fram- kvæmd, sem okkur er þökkuð er ekki síður að þakka félagsmönn- um og forstöðumönnum íslenzk- ameríska félagsins bæði hér og á Akureyri. Við munum aldrei gleyma þeim þætti sem hver og einn á í því að auka og styrkja vináttutengslin milli þjóða okkar. í öðru lagi ber einnig að þakka ríkisstjórninni og öllum starfs- mönnum ríkisstjórnarinnar. Síð- an við komum til íslands og feng- um svo hjartanlegar viðtökur hefur ríkisstjórnin og fulltrúar hennar veitt okkur allan þann stuðning og samstarf, sem nokk- ur fulltrúi erlends ríkis getur óskað sér. Án þess gat starf mitt ekki borið góðan árangur og er ég mjög þakklátur fyrir. Á sama hátt erum vjð í þakkarskuid við alia íslendinga, sem við höfum haft samskipti við, hvar í stétt sem þeir standa. Að lokum finnst mér að viður- kenningarorðin eigi að miklu leyti við hið ágæta og trausta starfslið sem nú vinnur með mér Framh. á bls. 12 LANDNAM VIKINGA Róto-film gaf nýlega út skýrslu um tilgang og verkefni leiðang- ursins. Tvær fræðslukvikmyndir eiga að fjalla um Færeyjar. Gerð verður sérstök kvikmynd, sem skýrir landnámsferðir víkinga til 'slands og Færeyja og tekin inn hana atriði úr menningarlííi Dessara þjóða. FJÓRAR FRÆÐSLUMYNDIR UM ÍSLAND Að minnsta kosti fjórar kvik- myndir verða gerðar sérstaklega um Island. □ Fyrsta íslandskvikmyndin nefnist „Ventile der Erde“ eða loftgöt jarðarinnar. í henni verður gefin ýtarleg fræðsla um jarðhita á íslandi. Sýnd verða gos í Geysi og heitir hverir á íslandi ásamt notum af þeim. Skýrt frá hitaveitum, gróðurhúsarækt o. s. frv. □ Önnur myndin fjallar um íslenzka hestinn. Sýnt hvern- ig hesturinn lifir sem nær villíur úti í högunum, hvernij? hann er taminn og hvernig' hann hefur þjónað íslending ■ um um aldir sem eina sam- göngutækið. Til samanburðar eru sýndar nútím iferðir á fs- landi og skýrt frá því hve fs- lendingar nota flugvélar mikla meira en flestar aðrar þjóðir. Þriðja kvikmyndin nefnist Vatnajökull, hin hvíta króna íslands. Þetta verður hrika- leg náttúrulýsing, sem sýnir jöklana og jökulfljótin öflugw. Hún skýrir einnig frá lifnað- arháttum fólksins sem býr undir jökulskallanum. |2 Fjórða myndin er þjóðlífs- mynd og nefnist „Vikivaki“. Erfitt er að telja öll þau mis- munandi atriði, er hún sýnir, Sýnd verður sauðfjárrækt, þegar fénu er smalað ai’ hausti, heyskapur, æðarvarp, laxveiðar o. s. frv. Framh. á bls. 12 Jarlinn af Dalkeith, einn mikilsvirtasti aðalsmaður Skota, sést hér á miðri mynd, þar sem hann virðir fyrir sér einn hinna ís- lenzku hesta í Holyrood-garðinum. Vinstra megin við jarlinn e* kona hans. Lengst til hægri er Gunnar Bjarnason hrossaræktar- ráðunautur. , Skotar stórhrifnir af íslenzka toltinu íslenzku hestarnir til sýnis í Skoflandi. HINIR átta íslenzku hestar, sem sendir voru út til Skotlands, hafa vakið hrifningu manna. Töltið íslenzka þykir sérstaklega eftirtektarverður og þægilegur gangur. Hestarnir voru sýndir í Holyrood-skemmtigarðinum í Edinborg og safnaðist fjöldi manna að til að skoða þá. Formaður alþjóðasambands smáhestaeigenda, Dalkeith lávarður, var þar viðstaddur og var mjög hrifinn af því hve fjörugir og skemmtilegir íslenzku hestarnir voru. Blaðið Scotsman skýrir frá komu hestanna til Leith. Með hestana kom Gunnar Bjarnason á Hvanneyri og nokkrir aðrir ís- lenzkir hestamenn. Blaðið skýnr á eftirfarandi hátt frá töltinu, sem þótti mjög merkilegur og skemmtilegur gangur. HOSSUÐUST EKKI! „Hestunum var riðið á tölti, sem má líkja við mjög hraðan gang, sem hestarnir geta haldið langar vegalengdir í einu. Reið- mennirnir sátu stöðugir í söðlun- um og virtust ekki haggast, svo mjúkur var gangurinn." Á TAMNINGASKÓLA Eftir að hestarnir höfðu'verið sýndir í Edinborg voru þeir fluttir með vörubíl upp til New- tonmore í Hálöndunum, en þar verða þeir sýndir í tamninga- skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.