Morgunblaðið - 14.05.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.05.1954, Blaðsíða 2
MÖR G U AfB LAÐIÐ Föstudagur 14. maí 1954 ] Guðmundur Egilsson loítskeytamaður: Skólabygging í Kópavogi ÞÓTT segja megi að nokkuð í myndarlega hafi verið af filað farið, eins og þá stóð á, Jiegar núverandi skólabygging var reist í Kópavogi, verður ekki annað sagt en að kúfurinn hafi fallið af þeim glæsibrag í bví fivefnmóki, sem ríkt hefir í þess- ,\im málum síðan. Skólanefndin í Kópavogi hefir gert ítrekaðar tilraunir til þess ■að leita stuðnings og aðstoðar lireppsnefndarinnar til sameigin- legra átaka í skólamálum hrepps- ins. Hefir hún í því sambandi sent bréflegar áskoranir og bóðað *til fundar um þessi mál, en af fiálfu hreppsnefndarinnar hefir ■öUu sffku ekki verið sinnt, ýmist með því að oddvitinn hefir hrein- lega stungið bréfunum undir «161, eða meirihluti hreppsnefnd- ar hefir ekki haft tíma til þess að mæta á fundi, eins og fram lcom s. 1. vor, þegar skólanefnd hoðaði hreppsnefnd, skólastjóra, lcennara og námsstjóra til við- ræðna um þessi mál. Allir, sem einhver kynni hafa haft af skólamálum hreppsins, vita, að hér hefði þurft að vera betur á verði vegna hinnar öru fólksfjölgunar í hreppnum. Virð- ist ekki til of mikils mælzt, að hreppsyfirvöldin hefðu tekið höndum saman við þá, sem vildu leggja málunum lið. Aukning skólaskyldra barna hefir orðið scm hér segir: Árið 1947 ........ 105 börn — 1948 ........ 11-5 — — 1949 ......... 143 — ! — 1950 ......... 186 — ? — 1951 ..........266 — — 1952 ......... 300 — — 1953 ......... 378 — Finnbogi Rútur hefir haft bá vinnuaðferð í þessum málum sem öðrum að bera fram sýndartil- lögur, sem síðar væri hægt að flagga með fyrir kosningar. Hann hefir nokkrum sinnum sótt um ijárfestingarleyfi og einnig látið gera uppdrátt að viðbótarbygg- ingu, þar sem hans eigið sjónar- mið réði öllu um útlit og fyrir- komulag og engra ráða leitað til annarra. Enda fór svo um þenn- an uppdrátt oddvitans, að hann var talínn alls óhæfur að dómi ^crfróðra manna, sem um þessi *nál eiga að fjalla. Þegar fjárhagsráð fór fram á að kostnaðaráætlun fylgdi um- aókninni, fékkst Finnbogi ekki til Jtess að svara, enda ekki hægt, þar sem nákvæm athugun hafði <?kki farið fram og uppdráttur- trm það ófullkominn að ekkert var á honum að byggja. Mikil áherzla var lögð á stóran og glæstan samkomusal, en að mestu gengið framhjá brýnustu tiauðsynjum til kennslu og heil- brigðisþarfa barnanna. Þegar þannig ■ hafði verið á málum haldið af ráðamönnum hreppsins sá skólanefndin sér c-ki annað fært en taka þetta mál fóstum tökum og hefir nú feng- ið því tíl leiðar komið að nú liggja fyrir raunhæfar teikningar •og áætlanir um viðbyggingu við xiúverandi skólahús og einnig er undirbúningur hafinn að nýrri *kólabyggingu úti á Kársnesi. Það skal tekið fram, að ég ber «ugan persónulegan óvildarhug •til Finnboga Rúts og hefi enga löngun til þess að gera lítið úr l>eim hæfileikum, sem hann kann Æið vera gæddur, en það fullyrði «g að hreppnum í heild er það mjög skaðlegt að þröngt einka- sjónarmið hans eigi að ráða þar 1 einu og öllu. Finnbogi Rútur hefir haft svo óskorað vald yfir meirihluta hreppsnefndar, að þar eru samþykktar umyrðalaust all- ■ar tillögur hans og fyrirtektir, hverjar svo sem þær eru. Kjósendum í Kópavogshreppi verður það vonandi Ijóst, þegar þeir ganga að kjörborðinu næst komandi sunnudag, að heilla vænlegast mun það reynast, að Sjálfstæðisflokkurinn fái rík ítök Sextugsafmæli forseta íslands stjórn hreppsins, því þótt á- greiningur sé ef til vill einhver manna á milli innan þess flokks, sem annarra flokka, þá ætti sú víðsýna og raunhæfa stefna, sem flokkurinn berst fyrir að vera næg trygging fyrir því, að ekki verði kastað til höndunum, þeg- ar um velferðarmál almennings er að ræða. Það er aðalsmerki flokksins. Ég óska Kópavogsbú- um þeirrar gæfu að þeir fái að njóta krafta hans og hollra ráða í framtíðinni. FÉÞÚFA KÓPAVOGS- HREPPPS Þótt framfarir hafi verið hæg- fara og litlar í neðri-bygðum Kópavogshrepps og fólkið, sem þann hluta byggir, hafi haft ríka ástæðu til að kvarta yfir sleifar- ^ lagi hreppsnefndarmeirihlutans, þá tekur út yfir allan þjófabálk, hvernig búið hefir verið að íbú- um í Vatnsendalandi. Þar búa um 50 manns, og má með sanni segja að aldrei virðist munað eftir þeim nema þegar jafna skal nið- ( ur útsvörum. Þá fá þeir að taka þátt í gamanleiknum til jafns við aðra hreppsbúa. Hreppsnefnd armeirihlutinn hefir sýnt þessu fólki skammarlegt skeytingar- ] leysi. Sú staðreynd er vel kunn, að oddvitinn með hreppsnefndar- | meirihlutann hefir staðið gegn, því að rafmagn fengist í þetta | hverfi, svo ekki sé minnst á vatns- og skolpleiðslu. Þau einu útgjöld, sem hrepp- urinn hefir haft vegna þessa fólks, eru þau, að undanfarna vetur hefir börnunum verið ekið í skólann í bifreið, sem ríkið greiðir þó að hálfu og börnin sjálf að nokkru. Hin rétta „um- hyggja“ oddvitans fyrir þessu fólki birtist greinilega í ófærð- inni s. 1. vetur, er hann neitaði að lána ýtu hreppsins til að ryðja vegarspotta, þannig að börnin kæmust í skólann. IJfvarpsávarp Bjarna Benedikfs- SGnar í gærkvöldi RÍKISÚTVARPIÐ minntist afmæiis forseta íslands í gærkveldi r með svohljóðandi ávarpi, sem Bjarni Benediktsson, settur forsætisráðherra, flutti: TÍMINN í gær, 13. maí, flytur lesendum sínum all langa grein um FLUGVALLARBLAÐIÐ, und irritaða af GKJ. Þar sem í grein þessari er á lævíslegan hátt reynt að rægja mig, bæði við lesendur Tímans og Varnarliðið á Keflavíkurflug- velli, þar sem ég hef starfað að undanförnu, vil ég biðja Morgun- blaðið að koma þessari leiðrétt- ingu á framfæri. Starf mitt á Keflavíkurflug- velli er eingöngu fólgið í frétta- miðlun frá Varnarliðinu, bæði til blaðanna í Reykjavík og þó mest ritun fréttagreina fyrir erlend blöð. Fréttamaður er ég að at- vinnu og starfa sem slíkur hjá fréttadeild Flugvarnarliðsins, en um þá skrifstofu fara eingöngu fréttir almenns efnis. Það eru því vísvitandi ósann- indi greinarhöfundar Tímans, að ég starfi hjá Base Intelligence Section. Starfstitill minn er Information Liaison Technician og hefur kaupskrárnefndin lagt það út sem blaðafulltrúi á ís- lenzku samkvæmt starfslýsing- unni enda ekki um annað heiti að ræða. Aðdróttanir greinarhöfundar um vinnusvik af minni hálfu er réttast að taka fyrir á öðrum vett- vangi. Þó að kommúnistar hafi oft ráð ist á mig í blaði sínu hefði Tím- inn betur látið þeim það einum eftir. Með þessari grcin sinni hefur b.lað utanríkisráðherrans hafið svívirðileg skrif um starfs- menn á Keflavíkurflugvelli fleiri en mig, ogvirðist þó annað standa þessum aðilum nær. Daði Hjörvar. í DAG á sextíu ára afmæli herra Ásgeirs Ásgeirssonar er rétt að hugleiða eðii þess trúnaðar, sem þjóðin hefur veitt honum, og þess vanda, er hún hefur á hann lagt, með því að kjósa hann fyrir for- seta Islands. Hér á landi héfur ríkisvaldið lengst af verið í höndum erlendra manna, og sjálfur bjóðhöfðing- inn, sá, sem öðrum fremur átti að véra ímynd ríkisheildarinnar, var útlendur í nær sjö aldir eða frá 1262—1944. Þetta á ríkan þátt í einu óheillavænlegasta fyrir- bærinu í íslénzku þjóðlífi: Sjálft ríkið, samfélag allra þjóðfélags- borgaranna, er mönnum of fjar- lægt. Vegna þátttöku sinnar í stjórnmálaflokkum, stéttafélög- um og sérhagsmunasamtökum gleyma menn um of þeirri holl- ustu, sem ríkið þarf á að halda, ef vel á að fara. Auðvitað er margs konar félagsskapur nauðsynleg- ur í frjálsu nútíma þjóðfélagi. En hann er ekki einhlítur. Meira þarf til. Ef friðurinn á ekki að slitna, frelsið að glatast og sjálf- stæðið að tapast, þá verða menn ekki aðeins að lúta lögunum, held ur setja heildarsamtökin, ríkið, ofar öllum öðrum félagsskap. ★ □ ★ Samkvæmt stjórnarskránni skiptist ríkisvaldið í þrjá megin þætti: löggjafarvald, framkvæmd arvald og dómsvald. Forseta ís- lands er ætlað að eiga hlut að meðferð tveggja þessara þátta: löggjafarvalds og framkvæmdar- valds. Ekki er þó til þess ætlast, að hin raunverulegu völd í þess- um málum séu í hans höndum, heldur Alþingis og ríkisstjórnar og þar sem allt orkar tvímælis þá gert er, hlýtur oft eða öllu heldur oftast að standa styrr um þessa aðila, sem ákvarðanirnar verða að taka og ábyrgðina að bera. Forsetinn er að vísu ekki „frið- helgur“ svo sem sagt var um hinn arfgenga konung, því að hann er kjörinn fulltrúi þjóðar- innar, og á stöðu sína undir trausti hennar, en hann er ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum og á því að halda sér utan við deilur og vera afskiptalaus um venjuleg úrlausnarefni, vera hlut laus um málefni og menn. Hann á að fylgjast með, gæta réttra forma, og tryggja samhengið í stjórn ríkisins eftir því sem hann megnar, svo sem mest reynir á við stjórnarmyndanir. Forsetan- um er ætlað að vera eitt af tákn- unum um ríkiseininguna og efla samúð með ríkinír og valdi þess. ★ □ ★ Öll þau ríki, sem viðurkenna frelsi borgaranna, þurfa á samúð þeirra og hollustu að halda, en því meiri er þörf hennar sem vald rikisins er minna, og hvergi fulltrúi þéss gagnvart þess eigin borgurum heldur einnig gegn öðrum þjóðum. Hafði lengi verið ráðgert, að forseti Islands færi í heimsókn til hinna Norðurland- anna til að gefa frændum vorum og vinum þar færi á því í fyrsta sinn í sögunni að heilsa íslend- ingi, sem þjóðhöfðingja íslands. Frestur varð á ferðinni vegna veikinda og andláts vors fyrsta forseta, herra Sveins Björnsson- ar. Nú, þegar úr förir.ni varð, var það sjálfsagt, að forsetanum væri tekið þar með sömu virðingu og þegar aðrir þjóðhöfðingjar koma þar í slíkar heimsóknir. Frásagn- arverðara er það, sem skilríkir menn herma, að á bak við hina hefðbundnu viðhöfn hafi búið einlægur fögnuður og vinarhugur til íslenzku þjóðarinnar. Hitt þarf ekki að færa í frásögur hér á landi, að forseti íslands og hans glæsilega frú hafi komið þar hvarvetna svo fram, að íslandi sé sómi að. Allir íslendingar vissu áður en í förina var lagt, að svo mundi verða. ★ n ★ Þjóðin þekkir af langri reynslu ágæta framkomu þeirra hjóna. Ásgeir Ásgeirsson hefur verið í ýmsum þýðingarmestu stöðum þjóðfélagsins nú um þrjátíu ára skeið. Hann tók fyrst sæti á Al- þingi 1924 og sat þar þangað til hann varð forseti íslands. Á því tímabili gegndi hann fjölda trún- aðarstarfa bæði innanlands og utan og enn stendur hann í starfi sinu við góða heilsu og fúlla krafta. Það er því enn of snémt að meta á hlutlausan hátt þátt hans í sögu íslands. En traust það, sem þjóðin hefur sýnt honum, talar þar sínu skýra máli. Sá dóm ur er meira virði en margar lof- ræður. Ég minni aðeins á, að Ásgeir Ásgeirsson hefur verið forsætisráðherra og fjármálaráð- herra og að 1930 var hann ungur að árum kosinn forseti Samein- aðs Alþingis og leysti störf sín á Alþingishátíðinni af hendi með slíkri prýði, að síðan hefúr verð við brugðið. Það er því ærin ástæða til þess að flytja herra Ásgeiri Ásgeirs- syni þakkir fyrir öll hans marg- háttuðu störf í þágu þjóðarinnar fyrr og síðar. Geri ég það í nafni ríkisstjórnar íslands jafnframt því sém ég þakka honum hennar vegna ágæta samvinnu við hana frá því að hann tók við sinni nú- verandi stöðu, hinni æðstu meðal íslendinga. ★ □ ★ En nú skulum vér ekki aðeins minnast hins liðna heldur um- fram allt horfa fram á veginn. Þess vegna hefi ég í þessum fáu orðum fyrst og fremst leitast við að gera grein fyrir cðli sjálfs forsetastarfsins, þess starfs, sem Ásgeir Asgeirsson nú gegnir í þjónustu allrar íslenzku þjóðar- innar. Þar er mjög komið undir margháttaðri lífsreyns’u, hygg- indum og góðvild sjálfs fórsetans. Allt er það fyrir hendi. En til þess að hann geti gegnt sínu göf- uga starfi svo að til góðs verði, þarf hann að njóta samhugs þeirra, sem verka hans eiga að njóta. Ég vona því, að ég mæii fyrir mun alþjóðar, er ég nú árna for- seta Islands, herra Ásgeiri Ás- geirssyni og hans ágætu frú allra heilla og bið þau lengi lifa. Finnskir háfíðafónieikar í Þjóðleikhúsinu á sunnudag Jussi Jalas sfjórnar Sinfóníuhljómsveifinni og Anfti Koskinen syngur einsöng IJÍKISÚTVARPIÐ efnir til finnskra hátíðatónleika í Þjóðleik- húsínu n. k. sunnudagskvöld. Gestir á tónleikunum verða Jussi Jales, hljómsveitarstjóri við finnsku óperuna í Helsinki og óperusöngvarinn Antti Koskinen. Stjórnar Jales Sinfóníuhljóm- sveitinni, en Koskinen syngur einsöng. , er ríkisvaldið veikara en á ís- landi, þó að ríkisafskiptin séu óvíða meiri. Það er þess vegna vissulega rétt, að forseti Islands hefur virðulegu verkefni að 1 gegna, jafnvel meðan aðrir hand- hafar ríkisvaldsins gegna skyldu sinni, og ef þeir bregðast eða óvæntir atburðir gerast getur hann haft úrslitaáhrif á örlaga- stundum. Alls þessa er hollt að minnast nú, þegar menn á þessum tíma- mótum í ævi herra Ásgeirs Ás- geirssonar, heiðra hann og hylla ■ sem forseta Islands. Nú stendur og svo á, að for- setinn og frú hans eru alveg ný- ; lega komin úr ferðalagi, sem rifj- ar upp annan þátt í verkefni hans. IHonúm er ekki aðeins ætlað að efla ríkið inn á við og vera æðsti I GOÐUM HÖNDUM Báðir hafa þeir Jalas og Kosk- inen komið hingað áður. Var Jussi Jales fyrsti útlendingurinn, sem stjórnaði Sinfóníuhljóm- sveitinni á Sibeliusar-tónleikum vorið 1950. Hann hefir nú þeg- ar hafið æfingar með hljómsveit- inni og sagði blaðamönnum í gær, að hljómsveitin hefði ber- sýnilega verið í góðra manna höndum þessi fjögur ár. TVEIR HLJÓMLEIKAR Á 12 TÍMUM Koskinen kom hér sem ein- söngvari með kór finnskra verk- fræðistúdenta ,sem var á leið til Bandaríkjanna haustið 1950. — Hafði kórinn 12 stunda viðdvöl hér og söng á þeim tíma tvisvar fyrir fullu húsi í Austurbæjar- bíói. Síðan hefir Koskinen sung- ið við finnsku óperuna og víðar um Norðurlönd. EFNISSKRÁIN Á tónleikunum verða verk eft,- ir 4 finnsk tónskáld. Meðal við- fangsefna eru Karelin-forleikur, „En saga“ og Finlandia eftir Sibelius, þættir úr Kalevalasvítu eftir Uuno Klami og sönglög eft- ir Leevi Medetoja, höfund óper- unnar „Austurbotningar11, sem flutt var hér af gestum frá finnsku óperunni í fyrra. Þá syngur Koskinen sönglög eftir Sibelius og loks eru á efnis- skránni nokkur Karlakórslög eftir Toivo Kuula og Sibelius, sem Fóstbræður syngja undir stjórn Jóns Þórarinssonar. Tónleikar þessir standa í sam- bandi við finnsku iðnsýninguna og er æskilegt að gestir mæti í hátíðabúningi. Jussi Jalas fer héðan aftur á mánudag, en Koskinen á fimmtu- dag. „Spark\öJlur“ fyrir drengi í Kleppsholti STJÓRN íþróttavallanna hefur skrifað bæjarráði varðandi nauð- syn þess að komið verði upp> knattspyrnuvelli, svonefndum sparkvelli fyrir drengi í Lang- holtsbyggð, að æfa sig á. Þar er nú enginn slíkur völlur, en byggð in þar orðin mikil og er enn S vex,ti. Stjórn íþróttavallanna bendir á land þar í hverfinu, sem ekki er byggt á, Kleppsmýrar- blett 5. Er landið talið á mjög heppilegum stað þar í hverfinu, skammt frá Skipasundi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.