Morgunblaðið - 14.05.1954, Page 7
Föstudagur 14. maí 1954
MORGVWBLAÐIÐ
7
{jfjuengni m
„Dýrlegt kemur sumar með sól
og blóm
senn fer allt að vakna með lof'
söngsóm.
Vængjaþytur heyrist í himin-
geim,
hýrnar yfir landi af þeim fugla-
sveim“.
JA, dýrlegt kemur sumar með
sól og blóm. Eftir dimman og
þungan vetur er fátt sem yljar
manni meir en að ganga mót sól
og sumri. Hugurinn beinist að
móðurmoldinni, og senn verður
farig að hlú að nýgræðingnum.
Hraustar hendur róta til mold-
inni og undirbúa sáninguna, og
kapp hleypur í þá, sem því verki
unna. Þar haldast í hendur bjart-
sýni, sköpunargleði, sjálfsbjargar
viðleitni og snyrtimennska. Að
fegra og græða í kringum sig er
hverjum hollt, og launin eru
bæði andleg gleði og líkamleg
vellíðan. Það er ekki neinum til
hróss, að hafa aðgang að land-
skika, en „telja sér lítinn yndis-
arð að annast blómgaðan jurta-
garð“.
Hér í Reykjavík fá ungling-
arnir leiðbeiningu í að fegra og
prýða í kringum sig með vinnu
þeirra í skóla- og bæjargörðun-
um. Svipmót umhverfisins verð-
ur fegurra þar sem unglingshönd-
in hefur verið að verki undir
leiðsögu góðra og mætra manna.
Þetta er gleðileg framför. Með
fegrun bæjarins hefur stórt spor
verið stigið í umgengnismenn-
ingu, því að ekki sjást mikil
brögð að því að bæjargróður sé
eyðilagður. Það stafar ef til vill
af því, að menn hafa það á til-
finningunni að fegrun bæjarins
er sameiginleg eign allra bæjar-
búa, og að þá fegrun líta fiestir
hýru auga.
Hvar sem tveir eða fleiri koma
saman berst talið að vorstörfum.
En þá er sama viðlagið: „Ég veit
ekki hvort ég á að leggja út í að
hugsa um garðinn minn í sumar.
Það er svo þýðingarlaust, bví að
aHt er meira og minna eyðilagt
fyrir mér“. Gróðurkassar eru
brotnir, sem skýla áttu veik-
byggðum plöntum, og þar með
eru þeirra dagar taldir. Ungar
trjáplöntur eru rifnar upp og
liggja eins og hráviði um allt.
Allskonar rusli er komið fyrir á
óleyfilegum stöðum, og svo mætti
lengi telja.
Hver er valdur að þessum
spjöllum? Því er auðsvarað. Það
eru óvitarnir. Unglingar, sem
einu sinni hafa sett niður fræ eða
plöntu, og séð þetta vaxa, fá sig
ekki til að eyðileggja og slíta upp
gróður. Það er hart að deila á
óvita. En hver er orsökin til þess-
arar framkomu? Að henni verður
að leita í uppeldisháttum og upp-
eldisvenjum barnsins. Því miður
er alltof mikið að því gert hér,
að börn eru eftirlitsiaus mikinn
hluta dags, og er þá hætt við, að
þau hænist að þeim börnum, sem
fyrirferðarmest eru og „prakkar-
ar“ í orðsins fyllstu merkingu.
Oft tekur maður eftir því, að
mæður vilja hafa frið fyrir börn-
um sínum, og reka þau út af lóð-
inni og hrósa svo happi, ef þær
sjá börnin inni á annarra manna
lóðum. Þetta er staðreynd. Ef svo
einhver er þannig gerður að
hann vill fá að vera í friði með
sinn gróður, þá er sagt um þann
sama mann, að hann sé nirfill og
barnvondur.
Þetta á ekki aðeins við bæinn
sjálfann. Margur er með gróður
utan borgarinnar, og veit ég með
sanni, að aðkoman er ijót á mörg-
um stöðum. Maður nokkur, sem
á litla gróðrarstöð og hefur lagt
rækt við jarðarber undir gleri,
kom fyrir nokkru á blettinn sinn,
en þá var ekki ein rúða heil í
gróðurkössunum. Þar átti hann
líka töluvert af gierjum, og auð-
vitað höfðu þau farið sömu leið.
Litið gróðurhús sá ég nýlega og
það stóð eins og beinagrind, því
flest allar rúður höfðu verið
uppeSdishælfir
brotnar. í því var planta, sem
hafði vaxið þar í 2 ár, og átti að
bera ávöxt í sumar. En hrædd er
ég um, að sá draumur rætist ekki.
Fólk er hvatt til þess að rækta
landið, og þess er líka sannarlega
þörf, en í sjálfu sér er þa.ð svo
fyrirhafnarsamt að berjast við
þessa óþekktu og ósýnilegu
skemmdarvarga, að það er svo að
segja ógerlegt. Það virðist, sem
ýmsir geti ekki séð gróður í friði
og ef blettur er friðaður, þá er
hann oft eins og nokkurs konar
agn á allt umhverfið. Hvað er
hér að? Við, sem búum við svo
stutt sumar höfum mikla þörf
fyrir að fá að njóta þess og sjá
árangur af tómstundavinnu okk-
ar, því í flestum tilfelium er
garðrækt, hvaða nafni sem hún
nefnist, tómstundavinna.
Nú getur einhver sagt sem svo,
að þetta sé nú ekki börnunum að
kenna og að einhvers staðar
verði þau að vera, það vanti leik-
velli o. s frv. En varla mun það
höfuðorsökin, heldur hitt, að það
virðist svo rótgróið í íslenzku
eðli, virðingarleysið fyrir góðum
umgengnisvenjum, sem einnig
flyzt þá Ijka til óyitans með þeim
árangri, sem fyrr segir.
Mig langar til að beina þessum
orðum mínum til foreldra, nú
þegar sumar fer í hönd og vegna
þess að:
„Gróðurmagnað lífsaflið leysist
skjótt,
læsir sig um fræin, er sofa rótt“.
Katrín Helgadýttir.
Lambær þarf að ala
inni á fullri gjöf
BORG í Miklaholtshreppi, 9. maí
— Sumarið heilsaði með sunnan
golu og 7—8 stiga hita, og fyrstu
dagar sumarsins voru hver öðrum
hlýrri. En nú síðustu daga hefir
brugðið til norðanáttar með
stormi og 1—4 stiga frosti. Sá
gróður, sem kominn var, hefir
nú alveg blánað upp, og má einn-
ig búast við einhverjum kal-
skemmdum i túnum. — Sauðburð
ur er nú að byrja, og kemur nú
gróðurleysið sér illa, því allar
lambær verður að ala inni á fullri
gjöf.
Vélar ræktunarsambandsins
hófu vinnu upp úr sumarmálum.
Hefir ekki verið hægt að byrja
vinnu svona snemma undanfarin
ár, fyrr en nú í vor. — Þá hefir
stjórn búnaðarsambandsins ákveð
ið að hafa bændadag eins og sl.
vor á Jónsmessudag. S.l. vor var
samkoma þessi afar vel sótt og
þótti takast mjög vel. Verður
reynt að vanda til skemmtiatriða
eftir beztu getu. Ákveðið er að
samkoman verði í félagsheimili
Miklaholtshrepps að Breiðabliki,
því það er eina húsið í sýslunni,
sem getur rúmað svo fjölmenna
samkomu. — P. P.
AKRANESI, 11. maí: — Stúdent-
ar úr 5 sýslum: Dala-, Snæfells-
ness-, Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslum og af Akranesi hafa mælt
sér mót á Akranesi næstkomandi
laugardag og sunnudag. Fyrsta
mót þeirra var haldið í Borgar-
nesi á síðastliðnu ári, og er þetta
því annað í röðinni. Hefst mótið
kl. 4 á laugardaginn, með því að
stúdentarnir halda fund á Hótel
Akranes. Þá um kvöldið efna þeir
til samkvæmis með borðhaidi og
síðan verður dansað. Á sunnu-
daginn kl. 11 verður guðsþjón-
usta í Akraneskirkju. Eftir há-
degi koma stúdentarnir aftur sam
an á fund og slíta mótinu að hon-
um loknum. — Oddur.
A BEZT AÐ AVGLÝSA A
T í MORGVTSBLAÐUSV T
Landsmót í bridge á Siglu-
firði um hvítasummna
Zophonías Pétursson, forseti Bridgesambands íslands (t. v.) af-
hendir Jóni Guðlaugssyni, forstjóra „Ópals“, firmakeppnisbikar-
inn. Lengst til hægri er Kristján Kristjánsson, sem spilaði fyrir
„Ópal“.
ÁRSÞING Bridgesambands ís-
lands var haldið í Tjarnarcafé
7. og 8. þ. m. Á þinginu voru
mættir fulltrúar frá 11 sambands-
félögum, en alls eru 13 bridge-
félög í sambandinu.
Þingið ákvað, að landsmótið
færi að þessu sinni fram á Siglu-
firði, og verður það háð þar um
hvítasunnuna.
Þingið samþykkti að leggja
áherzlu á þátttöku íslands í meist
aramóti Norðurlanda, þar sem
vonir standa til, að það verði þá
haldið hér á landi, árið 1959.
Á þinginu var kosin sambands-
stjórn fyrir næsta starfsár, og er
hún þannig skipuð: Forseti:
Zóphónías Pétursson, Rvík. Vara-
forseti: Björn Sveinbjörnsson,
Hafnarfirði. Gjaldkeri: Rannveig
Þorsteinsdóttir, Rvík. Ritari:
Eggert Benónýsson Rvík. Með-
stjórnendur: Sigurður Kristjáns-
son, Siglufirði, Karl Friðriksson,
Akureyri og Torfi Jóhannsson,
Vestmannaeyjym. í varastjórn
voru kosnir þeir Ólafur Þorsteins
son, Rvík , Jón Magnússon, Rvík.,
Grímur Thoraren.sen, Selfossi og
Sigurður Guðbrandsson, Borgar-
nesi.
Að þinginu loknu bauð sam-
bandsstjórnin þingfulltrúum til
sameiginlegrar kaffidrykkju í
Tjarnarcafé. Við það tækifæri,
afhenti forseti sambandsins, Jóni
Guðlaugssyni forstjópa sælgætis-
gerðarinnar Ópal, firmakeppnis-
bikar sambandsins. En s. 1. vetur,
bar sælgætisgerðin Ópal sigur úr
býtum, í hinni árlegu firma-
keppni Bridgesambandsins.
Landsfundur Vinnuveitenda-
sambandsins hófs! í gær
„Helkcrka” í úSfarpiim
AKUREYRI, 12. maí: — í einkar
hlýlegri frásögn Almars í Morg-
unblaðinu s.l. þriðjudag um út-
varpsflutning á leikritinu Mel-
korka, eftir Kristínu Sigfúsdótt-
ur skáldkonu, laugardaginn 8. þ.
m. og sem flutt var á vegum Leik.
félags Akureyrar undir prýðilegrit.
leikstjórn Ágústs Kvarans er mcð
réttu getið um þrjú helztu hlut-
verk leiksins og ágæta meðferS*
þeirra en ekki nefnd nöfn leik-
enda þeirra er léku þau, svo sem.
þó oft er gert, er um flutning
leikrita er að ræða.
Vil ég því skýra þetta nánar,
svo sem nú skal gert:
Frú Björg Baldvinsdóttir lék.
titilhlutverkið, Melkorku, hina
hernumdu irsku konungsdóttur,.
Guðmundur Gunnarsson - lék
Höskuld bónda Dala-Kollsson ogE
frú Matthildur Sveinsdóttir lék
Jórunni húsfreyju hans.
Fullyrða má að flutningur Mel-
korku hafi vakið öllu meiri og
almennari athygli hér um slóðii'
en flest annað, er útvarpað hefur
verið frá Akureyri til langs tíma.
— H. Vald.
Barnaverndarfélag
Reykjavíkur sfyrkir
Skálafúnsheimilið
AÐALFUNDUR Barnaverndarfé-
lags Reykjavikur var haldinn 7.
þ. m. í baðstofu Iðnaðarmanna.
Formaður félagsins, dr. Matthías
Jónasson, og gjaldkeri, frú Lára
Sigurbjörnsdóttir, skýrðu frá
störfum og hag félagpins á liðn«
ári. Hefir félagið veitt nokkra
nómsstyrki í ýmsum sérgreinurak
uppeldisfræðinnar: Leikvalla-
starfsemi, kennslu málhaltra,
kennslu tornæmra andlegra heil-
brigðra barna. Þá sýndi félagið á
ýmsum stöðum á landinu fræðslu
kvikmyndir um uppeldi. Nú er
nýkomin út á vegum fclagsins.
bók hinnar frægu skáldkonu
Pearls S. Buch: Barnið sem þrosk
aðist aldrei, en það er frásögn
skáldsins um fávita teipu, sem.
hún á. P.lun margan fýsa að lesa
þessa merkilegu og átakanlegu
bók.
LANDSFUNDUR Vinnuveit-
endasambandsins hófst í gær
kl. 2 e. h.
Fundurinn hófst með því, að
formaður V. S. í. Kjartan Thors,
minntist tveggja stjórnarmanna,
sem látist höfðu á árinu, þeirra
Hallgrj’ms Benediktsspnar, stór-
kaupmanns og Björns Ólafs,
skipstj. Risu fundarmenn úr sæt-
um í virðingarskyni við minn-
ingu þeirra.
Þá samþykkti fundurinn að
senda forseta íslands, hr. Ásgeiri
Ásgeirssyni, heillaskeyti í tilefni
af 60 ára afmæli hans og risu
menn úr sætum og hylltu for-
setann með lófataki.
Fundurinn samþykkti einnig
að senda Thor Thors, sendiherra,
kveðju og þakkarskeyti, þar sem
hann var fundarstjóri á stofn-
fundi sambandsins fyrir 20 árum.
Framkvæmdastjóri sambandsins,
Björgvin Sigurðsson, hdl. flutti
nú ítarlega skýrslu um störfin á
s.l. ári. Kom hann viða við enda
hefur starfsemi Vinnuveitenda-
sambandsins verið margþætt á
árinu.
Þá lagði framkvæmdastjórinn
fram endurskoðaða reiknirga fé-
lagssjóðs og hjálparsjóðanna og
sýnndu þeir, að fjárhagur sam-
bandsins hefur eflst á árinu.
Þá var gengið til stjórnarkjörs.
Úr stjórninni áttu að ganga þess-
ir menn: Einar Pétursson, Elías
Þorsteinsson, Guðmu.ndur Vil-
hjálmsson, Halldór Kr. Þorsteins-
son, Ingólfur Flygenring, Ingvar
Vilhjálmsson, Jón Árnason, Jón
Bergsteinsson, Jón Ormsson, Ól-
aftur H. Jónsson, Skúíi Thorar-
ensen, Haukur Thors, Kjartan
Thors, og voru þeir allir endur-
kosnir og auk þeirra voru kosnir
í stjórn, þeir Guðjón Teitsson for-
stjóri og Björgvin Fredriksen,
framkvstj. Stjónina skipa alls 37
menn.
Endurskoðendur voru endur-
kjörnir, þeir Sigurjón Jónsson
og Þorgeir Pálsson og varaendur-
skoðandi Oddur Jónsson, einnig
endurkosinn.
Að loikmim aðalfundarstörfum
var kosið í 4 nefndir: Allsherj-
arnefnd, laganefnd, skattamála-
nefnd og íálagsmáianefnd
Fundi var síðan frestað til kl.
1,30 e. h. í dag, en nefndir vinna
þangað til.
í dag kl. 5—7 hefur félagsmála-
ráðherra boð inni fyrir fundar-
menn.
Fimm ára afmæli
Skylmingafélags
MÁNUDAGINN 3. og fimmtu-
daginn 6. þ. m. fór fram hið ár-
lega vormót Skylmingarfélags
Reykjavíkur, sem að þessu sinni
var 5 ára afmælismót.
Keppendur voru 11, þar af 3
frá skylmingarfélaginu Gunn-
logi. Fyrstur varð Guðmundur
Pálsson, amiar Kjartan R. Zopho-
níasson og þriðji Ólafur Guðjóns-
son.
í vetur hafa um 30 manns
iðkað skyimingar hjá félaginu.
Skylmingaíþróttin er ennþá á
byrjunarstigi hér á landi og hef-
ur átt frekar örougt uppdráttar
vegna fjárskorts og ókunnug-
leika fólks á þessari skemmti-
legu íþrótt. En skylmingar henta
íslendingum vel, því þær má æfa
jafnt vetur sem sumar.
GJÖF TIL SKÁLATÚUNS-
HEIMILISINS
Nokkru eftir síðustu áramót
tók til starfa uppeldis- og hjúkr-
unarheimilið Skálatún, sem
templarar hafa reist og reka.
Hinn 7. jan. ritaði BR stjórn
Skáiatúns eftirfarandi: „BR hef-
jr mikinn áhuga á því málefni,
sem Skálatún er helgað: hjúkrun
og uppeldi andlega vanþroska
barna, og vill neyta tækifærisins.
að leggja því máli nokkurt lið.
Félagið leyfir sér bví að bjóða
Skálatúni að gjöf 24 sjúkrarúm
með nauðsynlegum rúmfatnaði,
i verði ailt að kr. 60.000,44 —
sextíu þúsund. — Br. hefir enn-
fremur ákveðið, að væntanlegur
ágóði af sölu bókar Pearl S.
Buch: „Barnið sem þroskaðist
aldrei", renni óskiptur til Skála-
túns.“
Stjórn Skálatúns hefir þegið
gjöf þessa.
BR er í Landssambandi ísl.
barnaverndarfélaga, en það eru
samtök 10 félaga, sem nú starfa
í landinu.
Dr. Matthías Jónasson var end-
urkjörinn formaður félagsins. Úr
stjórn áttu að ganga frú Lára
Sigurbjörnsdóttir og Kristján
Þorvarðsson læknir, en voru bæði
endurkosin. Auk ofangreffidra er
Jón. Auðuns dómprófastur og
Símon Jóh. Ágústsson prófessor í
stjórn félagsins.
Atvinna vaxandi í
Bandaríkjunum
Washington 7. maí. — Mit-
rhell verkamálaráðherra Banda-
ríkjanna skýrði fró því að at-
vinnuleysi í Bandaríkjunum hefði
minnkað. Býst hann við að vinna
muni enn aukast mjög einkum í
maí.