Morgunblaðið - 14.05.1954, Page 8
8
MORGVlSftLAÐlÐ
Föstudagur 14. maí 1954
wtlMðMfr
Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
\ UR DAGLEGA LIFINU
„Hlutleysisafstaðan
hliðhylli við árásina
íí
NOKKUR undanfarin ár hafa
kommúnistar hér á landi haldið
fast við hina svokölluðu hlut-
leysisstefnu. Hafa þeir hamrað á
því, að íslendingum bæri að
fylgja henni. Með þeim hætti
einum yrði sjálfstæði og öryggi
lands og þjóðar tryggt.
En áður fyrr var afstaða komm
únista gagnvart hlutleysisstefn-
unni allt önnur. T. d. gaf Gunn-
ar Benediktsson eitt sinn út bók,
þar sem m. a. voru birt eftirfar-
andi ummæli eftir Jósef Stalin:
„Raunverulega táknar hlut-
leysisafstaðan hliðhylli við
árásina, útþenslu styrjaldar-
innar og þróun hennar til
heimstyrjaldar. í hlutleysisaf-
stöðunni liggur viðleitni til að
fullnægja þeirri ósk, að árás-
araðiljarnir séu ekki hindr-
aðir í myrkraverkum sínum.“
Það er ákaflega gagnlegt að
virða fyrir sér þessi ummæli
æðsta prests kommúnista. Þau
varpa mjög skæru Ijósi yfir af-
stöðu þeirra sjálfra undanfarin
ár. Vestrænar þjóðir yfirgáfu
hlutleysisstefnuna í lok síðustu
heimstyrjaldar vegna þeirrar
reynslu, sem þær höfðu haft af
henni. Þær sáu, að hún dugði.
ekki til þess að hindra árásar-
aðilja „í myrkraverkum sínum.“
Þessvegna hurfu þær frá henni
og bundust samtökum sín á milli
um raunhæfar aðgerðir til vernd-
ar frelsi sínu og öryggi.
Sovétstjórnin rússneska hélt
því nú ákaft að heiminum, að
hlutleysið væri styrkasta stoð
heimsfriðarins og eina vörn smá-
þjóðanna. Og undir þennan áróð-
ur tóku kommúnistar allra
landa.
★
Hvernig stóð á þessum veðra-
brigðum?
Ástæða þeirra var engin önn-
ur en sú, að Rússar höfðu þeg-
ar er heimstyrjöldinni laUk á-
kveðið að brjóta undir sig veru-
legan hluta Evrópu. Þetta áform
byrjuðu þeir að framkvæma
skömmu eftir að Þýzkaland var
að velli lagt.
Það lá í augum uppi, að Sovét-
stjórninni var það miklu hag-
kvæmara að smáþjóðir Evrópu,
sem hún ætlaði að ræna frelsi
og öryggi, tryðu á hlutleysis-1
stefnuna heldur en að þær mynd-!
uðu með sér varnarsamtök. Þess
vegna var kommúnistaflokkum
um allan heim fyrirskipað að
draga merki hlutleysisins við
hún. „í hlutleysisafstöðunni ligg-
ur viðleitni til að fullnægja þeirri
ósk, að árásaraðilarnir séu ekki
hindraðir í myrkraverkum sín-
um“, sagði Stalin nokkrum ár-
um áður. Þeirri ósk voru komm-
únistaflokkarnir í Evrópu og víð-
ar um heim nú beðnir að full-
nægja.
Sjálfur höfuðpaur komm-
únista hefur þannig lýst því
yfir, hversvegna kommúnistar
hafi tekið slíku ástfóstri,
sem raun ber vitni, við hlut-
leysisstefnuna. Það er „hlið-
hylli við árásina“, sem þar
liggur tii grundvallar. Vegna
þess að Sovétríkin vildu brjóta
kommúnismanum braut vest-
ur meginland Evrópu máttu
þjóðir Vestur-Evrópu ekki
undirbúa varnir sínar. Þærj
urðu að trúa á hlutleysið cins
og Norðmenn, Danir, Hollend-
ingar, Belgíumenn og Lúxem-
borgarmenn höfðu gert allt
fram til þeirrar stundar er
þýzkur her hafði lagt lönd
þeirra að fótum sér.
Þetta liggur ákaflega ljóst fyr-
ir. Hvert barn ætti að geta skil-
ið, hversvegna kommúnistar
hafa tekið hlutleysisstefnuna upp
á arma sína. En dálítið er þó til
af fólki ,jafnvel á íslandi, sem
ekki sér í gegn um svikavefinn.
Þessvegna hefur t. d. verið stofn-
aður nýr stjórnmálaflokkur í
landinu, sem hyllir hlutleysis-
stefnuna af einfeldni hjarta síns.
Þetta fólk þykist sérstaklega til
þess kjörið að standa vörð um
sjálfstæði íslands og öryggi
þjóðarinnar. Það veit ekki, að
kommúnistar hafa haft það að
ginningarfíflum. Það þykist af-
neita Moskvatrúnni en keppist
þó við að gleypa þær flugur, sem
Kremlmenn renna fyrir „nyt-
sama sakleysingja"!!
★
Nei, hlutleysisstefnan hefur
gengið sér til húðar. Reynsla
þjóðanna talar þar tæpitungu-
lausu máli. Sjálfstæði og ör-
ygffi þjóðanna verður ekki
tryggt með „hliðhylli við ár-
ásina.“ Þessvegna hafa líka
frelsisunnandi þjóðar farið
aðrar leiðir til þess að leita
sér skjóls. Um það verður að
sjálfsögðu ekki fullyrt, hvort
þær muni duga til þess að
hindra styrjaldir og ofbeldis-
aðgerðir um langan aldur. En
augljóst er, að þær hafa nú
þegar dregið úr framsókn of-
beldisins og skapað friðvæn-
legri horfur í alþjóðamálum.
Sameining
tveggja
embætta
■Á AUGU allra þeirra mörgu
milljóna manna, sem búið
hafa við órétt og yfirgang og vita
hvað ófrelsi er, mæna nú til
Genfar. í veglegum og glæstum
sal sitja fulltrúar mestu valda-
manna heims. Þeir ræða heims-
málin, deila um landamæralínur,
hverjir eigi að stjórna þessu og
þessu landsvæði og þeir ráða því
hvar barizt er í heiminum. Um
ræður þeirra og orðaval er alls
jenrumbr
óem Heótui raóa
staðar rætt — jafnvel á rakara-
stofum uppi á íslandi. Hvernig
skyldi það vera, að standa í spor-
um þessara manna sem svo miklu
ráða um líf milljónanna? Eru
uu andi ákri^ar:
Garðyrkjubúskapur.
ÞEGAR ’leið að sumarmálum
tóku Reykvíkingar að hugsa
sér til hreyfings við garðyrkjuna
og láta útsæðið spíra. Áður höfðu
þeir greitt garðleiguna niðri í
Ingólfsstræti 5.
IKIÐ hefur verið rætt um
það á undanförnum árum,
að nauðsyn bæri til þess að færa
saman ríkisbáknið, fækka em-
bættum og draga þannig úr út-
gjöldum hins opinbera. En því
miður hefur lítið orðið úr fram-
kvæmd þessarar ráðagerðar.
Þvert á móti hefur rikisbáknið
haldið áfram að þenjast út.
Á það hefur verið bent að
möguleikar væru á, að sameina
embætti húsameistara ríkisins og
skipulagsstjóra ríkisins. Er hér
um að ræða stofnanir, sem sinna
mjög skyldum verkefnum. Nú
vill svo vel til, að húsameistara-
embættið hefur verið veitt
manni, sem veitti forstöðu skipu-
lagsstjóraembættinu. Er því nú
tilvalið tækifæri til þess að sam-
eina þessar tvær stöður og stofn-
anir og spara ríkinu þar með
töluvert fé.
En ekki virðist þó vera ætl-
unin að hafa þennan hátt á.
Skipulagsstjóraembættið hef-
ur verið auglýst laust til um-
sóknar. í það mun eiga að
skipa nýjan mann. Þar með
er horfið frá ráðagerðunum
um sameiningu fyrrgreindra
embætta, sem þó hefði hatt
verulegan sparnað í för með
sér fyrir ríkið.
Hér ber því enn að sama
brunni. Það er talað um sparn-
að, en þegar til á að taka
og tækifæri gefast til hans,
renna hin góðu áform út í
sandinn.
Og svo leið að mánaðamótum
og þeir hugmestu settu niður, en
varla hefúr spretta verið bráð
fyrstu dægrin, því að talsvert
frost var á hverri nóttu.
Tvenns konar arður.
OG nú renna þeir dagar upp, að
allir, ‘sem vilja heita góðir
garðyrkjumenn, fara að setja
niður. Ungir og gamlir fara í
stígvél og aflóga föt, sem legið
hafa inni í skáp síðan í fyrra, og
skreppa í garðinn eitthvert
. kvöldið eða þá um helgi.
Unglingunum þykir heldur en
ekki tilbreyting í svona vinnu.
Þetta er þá eitthvað annað en
hanga á skólabekknum eða skrif-
stofustólnum. Og höndin leitar
fingrafim niður í ilmsterka mold-
ina, þuklar og þreifar á henni
full vits og skilnings, sem lætur
ekki á séríkræla, þegar hún held-
ur á pennastöng.
Eða þá þeir, sem rosknir eru.
Þeir lifa blátt áfram endurnýjun
lífdaga bograndi yfir kartöflu-
kössum og veltandi fyrir sér
hverri kartöflu íbyggnir á svip.
Og er ekki einhver hreyfing
þarna í munnvikjunum, þar sem
venjulega vottar fyrir hýru-
brosi?
Já, ræktunin gefur af sér
tvenns konar arð.
Enn um gátu Einars.
ENN hafa mér borizt nokkrar
leiðréttingar á gátu Einars
Benediktssonar um bjórinn. Bera
bréf, sem ég hef fengið, gleðilegt
vitni þess, að skáldgyðjan á sér
enn dáendur marga með þjóð-
inni. Ekki ber leiðréttingum
þessum alls kostar saman. í von
um, að nú skeiki engu birtist hér
eitt bréfið:
„Virðulegi Velvakandi! í dálk-
um þínum var birt 8. þ. m. enn
ný útgáfa af gátuvísunni hans
Einars Benediktssonar. Þessi út-
gáfa hljóðaði þannig:
í gleði og sorg he'f ég gildi tvenn;
til gagns menn mig elta, til
skaðsemdar njóta.
Til reiða er ég hafður, um hálsa
ég renn,
til höfða ég stíg, en er bundinn
til fóta.
E
Frá fyrstu hendi.
N nú skal ég segja þér, hvernig
vísan er:
í gleði og sút hef ég gildi tvenn
til gagns menn mig elta, til
skemmdar mig hljótá,
til reiðar er ég hafður, um hálsa
ég renn,
til höfðu ég stekk, én er bundinn
til fóta.
Langt er síðan ég nam þessa
vísu, og til staðfestingar á, að
rétt sé hún hermd hér, hef ég
engan ómerkari fyrir mér en
höfund sjálfan, enda sver hún sig
í ættina að viti og málsnilld.
Meinleg örlög.
ANNARS virðast furðuleg ör-
lög þessarar snjöllu gátu í
meðférð landsfólksins, sem þó
dáir og virðir Einar. En það þarf
meira áræðið til að fara að yrkja
um fyrir Einar og afbaka svo
allt.
Um ráðningu gátunnar má geta
þess, að sem betur fer eru til aðr-
ar bjórtegundir en „þingmanna-
bjór“ — hvort sem um eintölu
eða fleirtölu er að ræða — og
jafnvel sútaður — án „sorgar“.
Með virðingu.
Sig. Arngrímsson“.
Þrjár spurningar.
KÆRI Velvakandi! Mig lang-
ar til að biðja þig um að
koma þremur spurningum til
Ríkisútvarpsins á framfæri fyrir
mig.
1. Hvað ætlast stjórnendur
danslaganna til, að merin dansi
eftir lögunum Af rauðum vörum
og Svörtu augun, sem Guðrún Á.
Símonar syngur?
Þau virðast einhvern veginn
hafa komizt inn í danslagasafg.
útvarpsins, og þeir, sem hlusta
á þenna dagskrárlið, „danslögin“,
vita, að þær plötur, sem einu
sinni eru þangað komnar, eru
ekki teknar þaðan næstu 15 árin.
Svo mikil er þrautseigjan hjá
þeim, sem þar stjórna.
Hreinsun æskileg.
2Hver er ástæða þess, að lög,
. sem ná jafn-almennum vin-
sældum og lagið That’s Amore,
skuli ekki heyrast leikið, ekki
einu sinni á andvöku-nóttum,
þegar danslög eru leikin til eitt?
3. Mundi það hafa mikinn
kostnað í för með sér að hreinsa
svo lítið til í plötusafninu núna
í vorhreingerningunum? Ég gæti
hugsað mér, að með því móti
fengist aukið húsrými, svo að
hægara yrði á eftir að hafa upp
á skárri lögum en nú eru leikin.
Hlustandi“.
Kveðið við Kristínu.
Fuglinn segir bí, bí, bí,
bí, bí segir Stína;
kvöldúlfur er kominn í
kerlinguna mína.
(Sveinbjörn Egilsson).
Allt sýnist
feigum fært.
þeir venjulegir menn eða í ein-
hverju frábrugðnir öðrum? —
Bóndi í ísl. afdal jafnt sem borg-
ari í Reykjavík kann að velta
slíkum spurningum fyrir sér.
★ □ ★
★ DANSKUR blaðamaður einn
hefur gefið eftirfarandi lýs-
ingu á fjórmenningunum — þar
sem þeir sitja á fjórveldafundi.
I John Foster Dulles er „typisk-
ur“ lögfræðingur, hvað málflutn-
ing snertir. Málflutningur hans er
i þurr en mjög formfastur, einkum
, þegar hann deilir við Molotov.
Og þegar Molotov talar fylgist
hann vel með hverju orði, til-
búinn til að skrifa niður orðalag,
sem gæti komið honum að not-
I um í svarræðu. í ræðum er Dulles
ákveðinn og öllum sem á hann
, hlýða hlýtur að vera ljóst, hvað
I hann talar um og hvað hann vill.
Svo skýrt lætur hann vilja sinn
í Ijós í aðalatriðum ræðu sinnar,
en fléttar þar inn á milli skýr-
ingar á afstöðu Bandaríkjanna. —
Þegar aðrir tala grípur hann
stundum fram í fyrir ræðumanni,
en þó mjög lágt, svo aðeins næstu
menn heyra. En á brosum þeirra
má sjá að þegar hann grípur
fram í, þá hrjóta hnyttiyrði af
vörum Dullesar.
★ □ ★
★ GEORGE BIDAULT hefur
aðra aðferð. Hann er mjög
líflegur í ræðum sínum og leggur
áherzlu á orð sín með miklum
handahreyfingum. Hann kemur
hægt að aðalatriði — margar leið
ir virðast opnar, þar til hann allt
í einu kemur með bombuna og
hrekur lið fyrir lið röksemdir
Molotovs. Hann er mjög fljótur
að svara fyrir sig — og gerir það
vel. Margir telja hann mestan
lögfræðinginn af fulltrúum Vest-
urveldanna.
★ □ ★
★ ANTHONY EDEN er oft sá
af fjórmenningunum sem
minnst talar. En þegar hann tal-
ar, talar hann stutt, en skýrt og
ákveðið og túlkar skoðanir sínar
svo að þær standa öllum Ijósar.
Sumir segja hann vera persónu-
gerfing hins gamla bingmanna-
skóla. Rödd hans er alltaf ljúf og
áheyrileg og hann notar fastar
og ákveðnar áherzlur. Hann er
alltaf eins og hann sé í brezka
þinginu — reiðubúinn að svara
stjórnarandstæðingum, á rólegan,
kurteisan en ákveðinn hátt.
★ Q ★
★ GASPADIN Vjatcheslav Mih.
ailovitch Molotov er maður-
inn sem alltaf veit til hverra ráða
hann á að grípa á fundum og
ráðstefnum. Hann undirbýr
hvern dag mjög vel og kemur
: öðrum út af sporinu með því að
í leiða umræðurnar úr einu efninu
i í annað. Á síðari tímum virðist
i hann frjálsari og menn geta sér
! þess til að andlát Stalíns hafi þar
j einhverju um ráðið. Hann kveikir
I í einum vindlingnum (rússnesk-
um með pappamunnstykki) af
j öðrum og er stundum hulinn reyk
skýi. Hann hlustar með eftirtekt
á hina ráðherrana, og ræður
þeirra er það eina, sem getur taf-
ið hann frá að kevikja sér í vindl-
ingi að öðrum reyktum.
Hundur bjargaði líti
FYRIR eigi all löngu vildi það
til í Málmey í Svíþjóð, að hund-
ur bjargaði húsmóður sinni frá
því að vera kyrkt. Maður kon-
unnar hafði komig heim drukk-
inn og hjónin deild ákaft, og að
lokum réðst maðurinn að kon-
unni og ætlaði áð kyrkja hana.
Hundúrinh sem sá hvað verða
viidi réðst samstundis á mann-
inn og hélt honum liggjandi á
gólfinu án þess þó að bíta hann
tii skaða, þangað til konan hafði
hringt á lögregluna. [