Morgunblaðið - 23.05.1954, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1954, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. maí 1954 J Bafvirkjar stofna með sér samtök til ú létta greiðslu fyrirkomulag verkkaupenda AFUNDI rafvirkjameistara hér í bæ, var fyrir skömmu rætt um að stofna til samtaka í iðn sinni og með gagnkvæmri aðstoð -að létta greiðslufyrirkomulag verkkaupenda. KOMA TIL MÓTS VIÐ VÆNTANLEGA VIÐSKIPTA- JWENN Áður nefndir rafvirkjameist- ■arar hafa myndað með sér þessi *amtök í þeim tilgangi að verða iærari um að inna af höndum t>etri, hagkvæmari og víðtækari |>jónustu í iðn sinni, en hægt hef- ir verið hingað til. Hugmyndin rneð þessu er sú, að Verksam- bandið geti tekið að sér verk á stærri mælikvarða en áður, því að það er takmörkum bundið, hvað hvert einstakt fyrirtæki er ■fært um að taKa að sér vegna takmarkaðs rekstrarfjár og erfið- leika á að fá nauðsynleg rekstrar- lán. Aðilar þeir, sem að Verksam- bandinu standa, gera sér vonir um að geta létt undir með mönn- ■um og fyrirtækjum, sem í bygg- ángaframkvæmdum standa. •Standa vonir til, að unnt verði að veita viðskiptamönnum sín- ■um öll raftæki og vélar á sama .grundveHi. Þess er einnig að vænta, að t. d. hreppsfélög og aðr- ir slíkir aðilar, er í stórfram- ivæmdum standa á þessu sviði, ájái sér hag í að eiga skipti við Verksambandið með því að telja má h'klegt að skilmálar þeir, sem >að vill leitast við að bjóða, séu «innig aðgengilegir fyrir þessa aðila. Verksambandið mun leitast við að hafa í þjónustu sinni hina fær- •ustu menn til hvers konar raf- virkjastarfa, og mun það einnig leysa af hendi þau verkfræðistörf sem þessum framkvæmdum við- Iroma, svo og taka að sér uppsetn- ingu rafstöðva, vatnsvirkjanir, teikningar og auðvitað að sjálf- sögðu viðgerðir á hvers konar xaftækjum og vélum. Fundinn sátu forstjórar eftir- talinna fyrirtækja: Finnur B. Kristjánsson lögg. rafvirkjam., Ljósafoss h.f., Johann Rönning h.f., Segull h.f., Siguroddur Magn ússon, lögg. rafvirkjam., Skin- faxi h.f., Tengill h.f. 100 RAFVIRKJAR Sambandið hefir innan sinna vébanda 100 rafvirkja. — Stjórn- ina skipa þeir Vilberg Guðmunds son, Jón Magnússon og Jónas Ás- grímsson. — I ráði er að Verk- sambandið setji á stofn skrifstofu, og verður hún að Laufásvegi 36. 112 menn í Sðélfar- íélagi verkfræðinga HINN 12. febrúar s.l. var stofnað í Reykjavík Stéttarfélag verk- íiæðinga, en áður hafði Verk- fræðingafélag íslands gengizt fyrir ítarlegum athugunum á launakjörum verkfræðinga hér á landi og í nágrannalöndunum. Tilgangur stéttarfélagsins er að vinna að bættum kjörum fé- lagsmanna ,eins og kemur fram í 2. grein félagslaga. Félagar geta þeir verkfræðing- ar orðið, sem eru félagsmenn í Verkfræðingafélagi íslands, en etéttarfélagið er nú deild í því. Formaður stéttarfélagsins er Hallgrímur Björnsson og ritari Hinrik Guðmundsson, en með- atjórnendur Bragi Ólafsson, Sveinn Einarsson og Gunnar Óla- son. Félagssvæðið er allt landið og eru félagsmenn í dag 112. I tilefni af því, að allmargir verkfræðingar, er starfa í þágu TÍkisstofnana og Reykjavíkur- foæjar hafa sagt lausum stöðum sínum vegna þess, að þeir telja launakjör sín ófullnægjandi, hef- ur stjórn Stéttarfélags verkfræð- inga óskað samninga við ríkis- stjórnina og Reykjavíkurbæ um 'kaup og kjör verkfræðinga í op- anberri þjónustu. (Frá Stéttarfé- Jagi verkfræðinga). Slyrkíarfélagi lant- aðra og fallaðra bersl stórgjðl REBEKKUSYSTUR Oddfellow- reglunnar hafa að undanförnu safnað í sjóð til styrktar lömuð- um og fötluðum. Frumkvæði að þessari söfnun átti frk. Anna Þórhallsdóttir. — Konur þær, sem að söfnuninni störfuðu, afhentu svo sjóðinn að upphæð kr. 10.000.00 með beztu árnaðaróskum til félagsins. Formaður félagsins veitti við- töku fénu og þakkaði þessa höfð- inglegu gjöf og þann áhuga, sem konurnar sýndu á málefnum fé- lagsins. Rjúpnamergð mikil r \ HÚSAVÍK, 22. maí. — í vor hef- ur orðið vart við óvenjumikið af rjúpum í Þingeyjarsýslu. Halda þær síg í stórum hópum svo hundruðum skiptír í hverjum niður í byggð hér í námunda við Húsavík og jafnvel niður undir sjálfan kaupstaðinn. Þær hafa nú þegar kastað vetrarham. Hefur fólk í S.-Þingeyjarsýslu ekki séð slíka rjúpnamergð' í marga ára- tugi. Virðist nú sem kenning Finns Guðmundssonar, fuglafræðings, sé að rætast, en hann hélt því fram fyrir nokkrum árum að samkvæmt sveiflum þeim, sem eru í rjúpnastofninum, myndi mjög mikið vera um rjúpur á þessu ári. Samkvæmt kenningum Finns mun rjúpunni fækka mjög aftur, þegar fjöldinn hefur náð há- marki. Er orsökin sú að þá herja drepsóttir stofninn. Síðan fjölgar rjúpunni aftur og svo koll af kolii. Sljómarandslaðan gengur ai fundi HÖFÐABORG, 22. maí. — Stjórn arandstæðingar gengu fylktu liði af þingfundi í dag til að mót- mæla bolabrögðum stjórnarinnar til að afnema kosningarétt svert- ingja. Hafði þingforseti sett einn helzta forustumann stjórnarand- stöðunnar í tveggja daga þing- víti. Til að mótmæla þessu gekk öll stjórnarandstaðan út. — Reuter. Riðu* og garnaveikifé verður einangrað í Málmey í sumar Bæ, Höfðaströnd, 22. maí. IGÆR lauk flutningi á um 300 fjár út í Málmey. Þar verða kind- urnar hafðar í einangrun sumarlangt vegna garna- og riðu- veiki. Verður þeim síðan lógað. í vetur er leið kom upp garna- veiki í fénu að Flugumýri, þar sem Ingimar Jónsson býr. Tvær kindur veiktust, en síðan hefur veikinnar ekki orðið vart þar eða á öðrum bæjum. Fjárstofn Flugu- mýrarbóndans er um 250 kinditr. í vetur kom einnig upp riðu- veiki hjá Bjarna Sigmundssyni bónda að Hólakoti, en hann á milli 50—60 kindur. Ákveðið var að með vori skyidi í öryggisskyni flytja allar kind- urnar frá báðum bæjunum út í Málmey. — Þar er gróður nú miklu betri en í landi og eyjan þegar orðin grasmikil. Kindurnar voru fluttar á tveim trillubátum og voru 40 kindur fluttar hverju sinni, og lauk flutningunum í gær. Meðan á sauðburði stendur munu Bjarni bóndi í Hólakoti hirða féð og er hann í tjaldi þar í eyjunni. í ágústmánuði næstkomandi verður allt féð í eyjunni ásamt dilkum lógað. — Má þá búast við að þar verði alls milli 500 —600 fjár með lömbum. Ríkis- sjóður mun bæta Flugumýrar- bændunum tjónið með því að kaupa allan fjárstofninn, en Bjarni í Hólakoti fær engar bæt- ur fyrir sitt. — Björn. Ferras og Barbizet leika ú mikla hrifningu á Akureyri IGÆRDAG komu hingað til Akureyrar frönsku lista- mennirnir Christian Ferras fiðlu- leikari og undirleikari hans Pierre Barbiáet píanóleikari og héldu hljómleika um kvöldið á vegum Tónlistarfélags Akureyr- ar fyrir styrktarmeðlimi þess og gesti þeirra Nvja Bíói. Á efnissk á voru fyrst stór- verkin Sónata í g-moll eftir Tartini Kreisler. Þá lék Ferras einleik á fiðlu, Chaconne eftir Bach, þar næst léku þeir félagar sónötu í c-moll óp. 30, nr. 2, eftir Beethoven og síðast fjögur smærú verk óftir Milhaud, Sarasate, Kreisler og Saint Sáns, hvert öðru fegurra. Húsið var fullskipað og var geysi mikil hrifning meðal áheyr- enda. Voru listamennirnir hylltir hvað eftir annað og urðu þeir að leika aukalög. Bárust þeim fagr- ir blómvendir. Voru hljómleikar þessir, er Tónlistarfélagið efndi til ásamt nýafstöðnum hljómleikum hinnar frábæru söngkonu Guðrúnar Á. Símonar, einnig á vegum félags- ins, áreiðanlega stór fengur fyrir alla tónlistarunnendur hér, er á þá hlýddu. —H. Vald. Þetta er hinn 6 tonna dísilvagn Bifreiðastöðvar Stykkishólms, sem nýlega var tekinn í notkun til vöruflutninga milli Reykjavíkur og Stykkishólms. — Yfirbygginguna smíðaði Trésmiðja Stykkishólms, en Ottó Simonsen sá um járnsmíði og alla járnvinnu. Hvort tveggja er prýðilega af hendi leyst. — Yfirbyggingin er 2,4 m á breidd, 5,6 á Iengd og 1,85 á hæð. Er flutningsrúmið því mikið. — Bíllinn hefur reynzt vel í þeim ferðum, sem hann hefur farið í. ■ —• Ljósm.: Árni Helgason. AburðarverksRsSðjan Framh. af bls 1 ur lagt til eða hefir mannafla til að nýta Frmkvæmadir allar eiga að byggjast á raunsæi, hygg- indum og athugun fróðustu manna. Landbúnaður og sjávar- útvegur ’nafa til skamms tíma verið aða! atvinnuvegir lands mann.-i. Eftir ;>ð ræktun lands.'ns hófst og aðrar framfarir í land- búnaðinum, hefir sá atvinnuveg- ur sannað hvers hann er megnug- ur og hverja þýðingu landbúnað- urinn hefir fyrir þjóðarheildina. Meðal annars þess vegna hefur áburðarverksmiðjan verið reist þess vegna er stækkun hennar fyrirhuguð. Með uppbyggingu sjávarútvegsins hefir verðmæti sjávaraflans orðið geysimikill þáttur í þjóðarbúskapnum og er mestur hluti útflutningsfram- leiðslunnar sjávarafurðir. En út- flutningsframleiðslan hefir eigi áð síður reynzt vera of lítil til þess að þjóðin geti haldið uppi þéim lífskjörum og framkvæmd- um, sem æskilegar eru. Á síðari árum hefir risið hér upp all myndarlegur iðnaður og hefir sú atvinnugrein nú þegar sparað þjóðinni mikinn erlendan gjald- eyri og veitt mikla atvinnu. Þrátt fyrir þetta þarf meira að gera til þess að hér verði nægileg gjaldeyi’isöflun, atvinnuöryggi og góður efnahagur. ÁRLEGT ÚTFLUTNINGSVERÐ- MÆTI 1200 MILLJ. KR. Ef vel ætti að vera þarf ár- legt útflutningsverðmæti að nema 1200 millj. króna. Allir vita að mikið vantar til að svo verði í meðal árferði. Þjóðinni fjölgar með ári hverju og má reikna með, að hér verði 300 þúsund manna eftir 50 ár. Aug- ljóst er, að útflutningur, þjóðar- tekjur og atvinnutæki verða að aukast í hlutfalli við vaxandi fólksfjölgun. Þótt þeir atvinnu- vegir, sem nú er stuðst við, taki nokkuð af fólksfjölguninni til sín og þróun þeirra atvinnuvega verði með eðlilegum hætti, má reikna með að álitlegur hópur manna þurfi að horfa í aðra átt til þess að fá atvinnu. HAGNÝTING AUÐLINDA Útþennslu sjávarútvegsins eru takmörk sett eins og annarra at- vinnugreina. Komið verður í veg fyrir atvinnuleysi og efnahagur þjóðarinnar tryggður með því einu að vinna að því, að þær auð- lindir, sem í landinu eru verði notaðar. Fossaflið á íslandi er þjóðarauður. Talið er að virkja megi í landinu við sérstaklega góða aðstöðu um 6 millj. hest- afla. Nú hafa íslendingar virkjað um 100 þús. hestöfl eða um 60. part af því vatnsafli, sem auð- veldast er að virkja. Til þess að jandsmenn hafi raforku til heimilisnota þarf ekki nema til- tölulega lítið afl. Eigi að nota þann dýrmæta fjársjóð, setn þjóð- in á, verður að koma upp efna- iðnaði, sem byggist á virkjun fallvatnanna.' TÁKN ÞFSS, SEM KOMA SKAL Á þann hátt mætti tryggja blómlegt þjóðlíf í nútíð og fram- tíð. Áburðarverksmiðjc.n, sem við fögnum yfir í dag, er tákn þess, sem koma skali. Áburðarverk- smiðjan er undirstaða og stökk- pallur fyrir mrgs konar efnaiðn- að, annan en áburð. Áburðar- verksmiðjan, þetta stærsta og glæsilegasta iðnaðarfyrirtæki landsins, mun verða hvatning tii frekari átaka og framkvæmda á sviði stóriðnaðar og gefa okkur kjark til þess að hugsa af meirí stórhug og víðsýni. STERKARI TRÚ Á LANDIÐ Framkvæmdin hér i Gufunesi mun gefa okkur sterkari trú á landið og hina miklu möguleika þess. Það getur fullvissað þá, sem áður hafa efazt um möguleika okkar, að lítil þjóð, sem byggir gott land getur sigrast á erfið- leikunum, ef hún stendur sam- einuð og nýtir þá möguleika, sem fyrir hendi eru. Um leið og ég lýk þessum Orð- um mínum, vil ég óska þess Og biðja að áburðarverksmiðjan megi ávallt uppfylla vonir land- búnaðarins og iðnaðarins í land- inu og verða allri þjóðinni til blessunar og aukinnar hagsæld- ar. Gullfaxi fór með $0 Datti til Grænlands GULLFAXI fór til Grænlands i gærmorgun með 50 Dani, serrí vélin kom hingað með í síðustu ferð sinni frá Kaupmannahöfn, Átti hún að taka 30 danska menni í Grænlandi og var væntanleg hingað aftur kl. 5 í gær, en þá útti hún að fara í áætlunarferð til Kaupmannahafnar. Engtim lóðrnn við Vatnagarða 4 J útMníað HAFNARRTJÓRN hefur fyrir nokkru gert ályktun þess efnisj að Reykj avíkurbær skuli ekki út- hluta lóð.um við Vatnagarðana, með tilliti til þess að fyrirhugað er að bar verði síðar byggð þurr- kví fyrir skip. __,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.