Morgunblaðið - 23.05.1954, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1954, Blaðsíða 6
i ■ ■~r» imn v 6 MO RGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 23. maí 1954 ............................. ■ ■ | Blússur og pils ■ ■ I é fföEbreytiu úrvali ■ ■ ■ Verzlunin Eros h.f. ■ Hafnarstræti 4 — Sími 3350 Frá bariiaskólunucn ■ ■ : Þau börn, sem fædd eru á árinu 1947 og verða því j skólaskyld frá 1. september n. k., skulu koma til inn- ■ ritunar og prófa í barnaskóla bæjarins þriðjudaginn 25. ; maí n. k. kl. 2 e. h. ■ j Eldri börn, sem flytjast milli skólahverfa, verða inn- ■ rituð á sama tíma. Skulu þau hafa með sér flutnings- ; skýrteim. ' * FRÆÐSLUFULLTRÚINN *■■•■••................................ Hvcanneyringar ■ Þeir nemendur Runólfs heitins Sveinssonar og aðrir * j samstarfsmenn, sem vilja minnast ha/is sérstaklega, en • hafa ekki gert það ennþá, eru vinsamlegast beðnir að • mæta í Skátaheimilinu kl. 8 á mánudagskvöld. með ■ : það fyrir augum. Vinsamlegast, Skarphéðinn Ossurarson. Sendið pantanir strax væntanlegt næstu daga Einkaumboð: ÞÓRÐUR H. TEITSSOIM Grettisgötu 3 — Sími 80360 BÓNDUFTIÐ » Hattastofa athugið Opna nýja hattastofu í Vesturbænum að Ránargötu 50. Geri hatta yðar sem nýja. Breyti, pressa og sauma barnahatta. Hattasfoían Ránargöfu 50 Hulda Bergþórsdóttir. .í. Sófasett Hornsófi pg tveir stólár til söíú (ódýrt). Upplýsingar í síma 81242 r margs að mlnnast fró 50 ára setu í sýsluneðnd Krisljáni Þorleifssyni kom fyrsfa kcsning á óvari enda óvenjulegt að 28 ára menn væru kosnir í sýsltmefnd SÝSLUFUNDI er nýlokið í Stykkishólmi. Eitt hið merk- asta í sambandi við þennan fund er þag að Kristján Þor- leifsson, endurskoðandi frá Grund í Eyrarsveit, sat nú 50. aðalfund sýslunefndarinnar, hinn eraiasti þrátt fyrir 78 ára aldur, tekur þátt í nefndar- störfum af sama eldmóði og i i fyrir 50 árum, er hann sat fyrsta fundinn, heldur sínar ágætu ,og um leið skemmti- ; lcgu og fjörlegu tölur, fylgist með ölíu og er alls staðar þar sem manninn vantar. j Ósjálfrátt verður manni á að ; hugsa, hvernig sýslunefnd Snæ- j fellsness- og Hnappadalssýslu liti ; út án Kristjáns Þorleifssonar. Og j mörgum mun þannig farig að án ; hans eiga þeir erfitt að hugsa sér j hans, en hvað um það. Kristján : hefur borið gæfu til að svara ; kalli öll þessi ár, þegar nefndin “ hefur sezt á rökstóla og eftir þessi ár hefur hann líka margs að minnast, er hann lítur til baka. . Það er gaman og fróðlegt að j rabba við Kristján. Hann hefur ; þá frásagnargáfu, sem fær alla til j að taka eftir, : Við röbbuðum saman eina j kvöldstund að sýslufundi lokn- : um og vildi ég að ég hefði getað ; sett á pappírinn allt eins og hann : sagði frá, en þess verður lítill ; kostur. Skal þó eitthvað reynt. • ■ | KOSNINGIN KOM Á ÓVART j — Hvernig stóð á því að þú ; ungur að árum varst valinn í sýslunefnd? — Því er nú erfitt fyrir mig að ... svara, enda kom sú kosning mér ; alveg á óvart, sérstaklega þegar j tekig er tillit til þess að það var ; rótgróinn vani að kjósa eldri j menn. Þótti þetta mikil virðing- : ar- og ábyrgðarstaða. Ég ætlaði ; varla að trúa að ég væri kosinn, : en á eftir frétti ég að mörgum, ; sem nýbúnir voru að fá kosning- j arrétt, hefði þótt réttara að hafa ; sýslunefndarmann Eyrarsveitar í j yngra lagi og naút ég þess. Ég ; mun Ííka hafa notið þess hve ó- j skert traust allir þarna í sveit- ; inni báru til föður míns, Þorleifs j yngra í Bjarnarhöfn. ■ • ÓRÓTT UNDIR FYRSTA j FUNDINN j — Hvernig var þér innan- j brjósts-er þú fórst á fyrsta fund- : inn? ; — Hálf órótt, hafði áhyggjur : miklar um hvernig ég myndi ; koma málúm mínum fram, er ég ; hugsaði til þeirra eldri í nefnd- ; inni, en sá yngsti í nefndinni fyr- ; ir utan mig var 38 ára gamall, j en þó 10 árum eldri en ég En það ; kom á daginn, að þessi órói var ; ástæðulaus, því mér var tekið vel, sérstaklega af Ólafi frá Jörfa, sem einnig hóf sína fyrstu göngu á þessum vettvangi um leið og : ég. j — Hvernig gekk þessi fyrsti ; fundur og hvað mannstu eftir : honum? ; — Ég man glöggt eftir honum, j því þarna opnaðist mér nýr heim ; ur, ánægiulegur í alla staði. Stóð j þessi fundur í tvo daga og stærstu ; málin sem fyrir lágu voru út- j svarskærur alls staðar að úr ; sýslunni. Margt skjal var þar ; skrítið og samanburður einkenni- j legur og hafði ég gaman af þeim • flestum. Oft stóð í stappi með af- •• greiðslu þessara mála, en allt var þó leyst með samkomulagi. V Kom fljótt í minn hlut að lesa ; upp þessar skýrslúr á sýslufundi j og hafði ég gaman af þeim lestri. ; Þýí þégar þessí mál voru á döf- j' ipni. var oft húáfyllir til að hlýða ; ;á,, enda vöru fúndirrtir Öft fjöf- j ugir og minnast éldri lnienn hér I þessára funda sem einhverfa • þeirrá beztu skerrimtahá sém þá •• var völ á. Kristján Þorleifsson. BARÁTTA FYRIR VEGUM OG SÍMA Þá voru samgöngumálin helzta áhugamál nefndarinnar, því þau voru öll í bernsku í byggðarlag- inu, varla nokkur sýsluvegar- spotti lagður og engar ferðir skipulagðar á sjó nema af er- lendum aðilum og þá lélegt skipulag á þeim. Urðu oft harðar brýnur út af samgöngumálunum. Eftir J909 bættust svo við síma málin og varð að sækja það all- fast að ná síma inn í sýsluna, en allir voru sammála um að sím- inn þyrfti að koma hingað og litu til hans hýru auga. Loks 1912 kom hann í sýsluna og þóttu það strax mikil viðbrigði. En þá byrjaði baráttan fyrir alvöru, því allir hreppar fóru á stúfana til að ná honum til sín, sérstaklega Út-nesin, þ.e. Grundarfjörður, Ólafsvík og Hellissandur. Var oft kapp á sýslufundum út af þeim málum, því enginn fulltrúi þótt- ist geta unað sínum hag nema að hafa þar einhvern sigur. ÁTTUNDI SÝSLUMAÐURINN — Hver var oddviti nefnd.ar- innar þegar þú sast fyrsta fund- inn? — Lárus Bjarnason, sýslumað- ur, sem jafnframt var þingmað- ur kjördæmisins. Var hann rösk- ur maður sem fundarstjóri, lagði málin röggsamlega fyrir og ein- kennilega samvinnulipur, eins og manni fannst hann þó fastur fyr- ir. Nú er Hinrik Jónsson, sýslu- maður, oddviti nefndarinnar og er hann 8. sýslumaðurinn sem ég sit með sýslufundi. KOM HEIM MEÐ 136 KR. — Þú minnist sjálfsagt margra fulltrúa þegar þú lítur yfir far- inn veg? — Já, þeir munu nú vera alls milli 70—80 og margir þeirra nú horfnir af sjónarsviðinu, en ég á margar góðar minningar í starfi við þá. Fyrsta fundinn sátu með mér gamlir, ráðsettir karlar, mótaðir af reynslu og erfiðri lífsbaráttu. Fannst mér ég væri kominn í öldungaráð þarna mitt á milli þeirra. Vissu þeir ábyggilega um þá ábyrgð sem á þeim hvíldi í þessu starfi. Ég vildi samt ekki láta neina minnimáttarkend í ljós og reyndi að spjara mig eins p£ fe'ezt ég gát, erida kóm ég fneð loforð 'Útti nókkrar 'krófítíf 'til' veéa£érðár Tiéim ‘af fundiiiúm,: eh þpð hafði ekki komið í mína sveit' um riokkúrhá árá’ skéið svo ég: þöttist 'engá fýluferð farjð hafaC Ég man enh hváð þessár krónúr voru margar, sem ég fékk til vegagerðar þarna útfrá, það voru 136 krónur og þótti ekki lítil fjár- hæg í þá daga. — Voru mörg hitamál í sýslu- nefndinni hér áður fyrri? — Já, bæði þá og eins í seinni tíð. Voru stundum harðar brýnur háðar, og enginn vildi undan láta. Man ég eftir mörgum hita- málum og hörðum. Það var eins og það væri óskrifuð lög að eftir að brýnunum var lokið, ríkti aft- ur sátt og samlyndi og menn tók- ust í hendur sem góðir drengir. Fannst mér það vera aðalsbragur sýslunefndarinnar. Eitt stórmálið hjá okkur var sjúkrahúsmál héraðsins. Virtist allt vera í sátt og samlyndi fyrst og menn ásáttir um lausnina, en þegar nokkuð var komið fjár- söfnun tók málið aðra rás en í upphafi var gert ráð fyrir og varð þetta til mikilla umræðna i sýslunefndinni og sótt og varið af miklu kappi. En þetta fór nú allt saman vel. IIEFUR MÆTT Á ÍIVERJUM SÝSLUFUNDI — Þú hefur mætt á hverjum sýslufundi síðan þú varst fyrst kosinn? — Já, svo er guði fyrir þakk- andi. Ég hef verið hraustur alla æfi, vanur slarksömum ferðalög- um, og þó oft væri vont veður, þegar sýslufundur var boðaður, sat ég aldrei heima. Oft varð maður að fara gangandi til þess- ara funda um hávetur, því vana- lega stóðu fundirnir í marzmán- uði eða jafnvel fyrr, því þeir voru oft settir í samband við fundar- byrjun Alþingis, því ýmis mál þurfti að klára áður en Alþingi kom saman. — Hvað minnist þú helzt frá starfi þínu í sýslunefnd? — Sérstaklega þess að sýslu- nefndin fól mér oft störf milli funda og eru skemmtilegastar endurminningar tengdar við jarðamatsstörfin, en ég var í fast- eignamatsnefnd öll skiptin sem hún starfaði. Ferðaðist ég þá um alla sýsluna og kynntist hverjum krók og kima í sýslunni. Voru þessi störf oft mjög skemmlileg, Sórstaklega minnist ég þeirrar gestrisni sem ég naut í þessum ferðum og var víða gist og eftir matsstörfin á þessum og þessum bæ, var kvöldinu eytt í skemmti- legum samræðum við fólkið. — Voru þær stundir mér ómetan- legar. Eignaðist ég marga kunn- ingja ó þessum ferðum. EINUNGIS GÓÐAR MINNINGAR — Frá mörgu geturðu sagt. — Já, en það er bara mesti vandinn að velja úr, því þetta átti ekki að vera nema rabb og það lítið, en ég á erfitt með að gera upp á milli atburða og manna, scm ég hef mætt og kynnst. En þag vil ég ekki láta dragast að segja, að um alla þá, sem hafa setið með mér sýslu- fundi á ég einungis góðar minn- ingar og er það gott að geta sagt það vig þessi tímamót. HEFUR STUNDAÐ ALLA ALGENGA VINNU — Það er rétt, én segðu rrtér nú áð lokum örlítið ágriþ af æfisögu þinni. Ég er faéddur í 'Bjárnárhöfh í| HelgáféllssVeit, 21. rnarz 1876. ForeldrkÁ' 1 Karólína Arnalía, fædd HjaltáMn og Þorl'eífúr Þor- Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.