Morgunblaðið - 23.05.1954, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.1954, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. maí 1954 MORGUNBLABIB /rr>- 4 __ 9 Reykfavíkurbréf: Laugardagur 22. maí! Landbúnaðar- og sjóminjasafn — H „vHvv .b v. 1 -:i:v V ■ vernig Þjóðminjasafnið verður fræðslustofnun fyrir almennint 3 — Mynclistin fái nýja byggingu — Listin á að verða bezta 1 andkynningin — Islands fréttir í Brussel — Islenzkar gærur frá Finnlandi — Land- græðslusjóðurinn er nú 650,000 — Njósnamálin í Þarf að eflast Land og sjór FYRIR hálfum mánuði voru opn- aðar 5 deildir* í í>jóðminjasani- jnu. Senn líður að því, að hin nýju húsakynni, sem Þjóðminja- gafninu eru ætluð fyrst um sinn, séu öll komin í notkun. Enn er eftir að taka til sýningar sæg Jtnuna, sem Andrés J. Johnson í 'Ásbúð í Hafnarfirði hefur safn- að og afhent safninu með sér- Btökum samningi. Eru það bæði gamlir munir og verðmætir og jnikið af ýmiskonar hlutum frá hýrri tímum, sem fáir hafa haft hirðusemi til að varðveita, aðrir en þessi mikli safnari. En eftir því sem deildir safns- ins verða fleiri, verður Þjóð- minjasafnið sem heild eftirsókn- arverðara fyrir almenning til að skoða og virða fyrir sér. Tvær hinna nýopnuðu deilda eru á heðstu hæð hússins. í annarri þeirra eru geymd m. a. margs- konar gripir, sem tengdir eru landbúnaðarvinnu, daglegum bu- verkum o. fl., en hin er fynr sjóminjasafn. Ern menn kynna sér þessar tvær deildir frá atvinnuvegun- um til sjávar og sveita, rennur það upp fyrir mönnum m. a. hve mikill fjöldi er þar af tækj- um og áhöldum, sem ekki eru lengur í notkun í daglegu lífi þjóðarinnar. En í hvert sinn, sem einhver hlutur af þessu tagi hverfur úr daglegu lífi, fellur nafn hans í gleymsku. Þegar hluturinn sjálf- úf og nafn hans er horfið úr niinni manna, er hætt við að rríörg þeirra orða og heita er lif- að hafa á tungu þjóðarinnar, vérði miður skiljanleg fyrir hina uþpvaxandi kynslóð í landinu. Noregi Verkefni fyrir kennarana í ÞESSUM stofum í Þjóðminja- safninu, þar sem sýndir eru grip- ir frá atvinnnulífi þjóðarinnar, eru nú til sýnis hundruð áhalda óg verkfæra, er almenningur hef- ur á ’ undanförnum öidum dag- lega haft handa á milli. Deildir þessar í safninu verða því að ■og eiga að vera hin opna bók unglinganna, leiðarvísir kennur- um, er eiga að kynna nemend- unum sýnigripi þessa. Ég sé ekki betur en þarna séu tilvalin stílsefni fyrir kenn- arastéttina til að láta nemendur sína læra heiti safnmuna þess- arra, og gera á því lýsingar hvern ig hvert áhald er eða var notað, jafnt þau, sem koma landbúnaði við og störfum heimilanna og hin, sem komu að notum við sjó- sókn. Með þessu móti gefst kenn- urum landsins kostur á að færa nemendur sína nær fortíð þjóð- arinnar og leiða þá í réttan skiln- íng á horfnum atvmnuskilyrðum hér á landi. Öll íslenzka þjóðin hlýtur að’ láta sér annt um að Þjóðminja- safn vort verði lifandi skóli æsk- Hinnar á komandi árum. Til þess að svo geti orðið verða forstöðumenn safnsins og verndarar að leggja fram mikla vinnu og mikið fræðastarf. Enn sem komið er, hefur eklíi unnizt tími til að samin yrði glögg efnisskrá yfir safnið, í samræmi við núverandi niður- röðun safnmunanna. Leiðbeiningar fyrir j almenning' ER T. D. ALVEG eftir að gera vandaðar og nákvæmar myndir af öllum gripum safnsins, stór-; um og smáum. En þegar úrval slíkra mynda hefur verið gefið út fyrir almenning, verður fyrst allt safnið „opið“ öílum Iandsiýð. Þá geta menn fyrst fengið full not af hinum margvíslegu minj- um er safnið hefur að geyma. Væntanlega lærir almenningur það fyrr en síðar að stuttar skyndiheimsóknir og sýndarkunn leiki á safninu eru lítils virði, í sambanburði við hinn nytsama fróðleik er menn fá af nánari kynnum á safninu. Menn verða að gera sér ljóst ,að þeir koma ekki þangað til þess eins, að fá af safninu yfirborðslega nasa- sjón, heldur heimsækja þeir Þjóðminjasafnið fyrst og fremst eins og kennslustofnun. Þar verða menn að vísu fyrst um sinn að stunda sjálfsnám, meðan ekki eru fyrir hendi nákvæmir leiðar- vísar. En mikil bót er það nú þegar, að safnmennirnir hafa sett upp fjölda allítarlegra skýringar- miða með öllum þeim hlutum, er verulegu máli skipta. En meðan fullkomnir leiðarvís- ar eru ekki fyrir hendi, væri það athugandi fyrir starfslið safnsins, að halda við og við skýringar- og leiðbeiningarstund- ir í ýmsum deildum þess. Gela þá gestir er þangað koma hlýtt á fræðandi fyrirlestra, t. d. um búshlutina eða sjávargögnin eða um „fornöldina", svo dæmi séu nefnd. Fróðleiksstundir þessar yrðu auglýstar fyrirfram, svo menn geti hagað heimsóknum sínum eftir því, í hvaða deild um safnsins þessar fræðandi frá- sagnir fara fram þann og þann daginn. Þannig yrði safnið vinsæl og alhliða fróðleikslind fyrir allan almenning. Safnið á að eflast EN ÞEGAR svo langt er komið, væri líklegt að almennur áhugi fari vaxandi fyrir Þjóðminja- safni voru og eflingu þess á all- an hátt. Þá myndu safninu bæt- ast jafnt og þétt miklir viðauk- ar. Enda vill svo vel til að hin nýja bygging Þjóðminjasafnsins hefur það mikið húsrými að hægt er að bæta þar miklu við. Menn gera ráð fyrir, að lista- safn rikisins, er nú hefur efstu hæð hússins til umráða, verði fyrr eða síðar flutt þaðan. öll. hæðin eða byggingin öll, yrði bá tekin undir Þjóðminjasafnið. En miðsalir efstu hæðarinnar eru til- valdir t. d. til að koma þar fyrir og varðveita kirkjugripina. Þessi uppástunga byggist á þeirri vísu von að myndlist ís- lands eflist og þróist á næstu ára- tugum. Því augljóst er ölluvn mönnum að enga betri landkynn- ingu getum við komið okkur upp á næstu mannsöldrum, en þrótt- mikla myndlist, sem á aðlaðandi hátt gefur erlendum mönnum frá fjarlægum þjóðum innsýn í þroska þjóðarinnar og menn- ingu. Vitað er, að meira geta er- lendir menn í einu vetfangi lært um menningu þjóðarinnar og þroska er þeim gefst kostur á að virða fyrir sér íslenzkt listaverk, heldur en á nokkurn annan hátt. Fyrir nokkrum árum var í heimsborginni Brússel haldin sjálfstæð íslenzk listsýning. Hún var að visu ekki mikil að vöxt- um, var fyrir tilstilli ráðu- naúta belgísku stjórnarinnar lögð áherzla á, að þar yrði öll sú fjöl- breytni látin koma fram, er ís- lenzk myndlist hefur fram að bjóða. Listsýning þessi vakti atliygli einkum fyrir það, að gestirnir, er voru kunnugir alþjóðalist, furðuðu sig á, hve hin íslenzka sýning frá hinni fjarlægu kct- þjóð var með miklu nýtízku bragði, og bar með sér hve mik- illa áhrifa íslenzkir listamenn hefðu notið frá merkustu menn- ingarþjóðum álfunnar. Nú nýlega fengu sýningargest- ir í sömu borg tækifæri til að virða fyrir sér í fyrsta sinn is- lezka iðnframleiðslu. Félag is- lenzkra iðnrekenda átti þess kost, að gefa félagsmönnum sínum færi á að sýna ýmislegt af iðn- framleiðslu sinni. Morgunblaðið hefur nýlega haft tal af stúlku þeirri, er hafði umsjón með hinni litlu íslenzku sýningardeild þar. Furðulega athygli vakti þar hin íslenzka iðnframleiðsla. Er við- búið að listsýningin héðan um árið hafi verið hentugur fyrir- rennari þessarar landkynningar. Fyrirspurnum rigndi yfir stú’k una, er hafði umsjón með hirvni íslenzku iðnaðardeild. Kom þar að sjálfsögðu fram, fullkomið þekkingarleysi á lándshögum okkar. En líklegt er, að það hafi reynzt okkúr happasælt að ýms- ir sýningargestanna hefðu áður séð og sannprófað af listsýning- unni, að hér á landi lifir nýtízku menningarþjóð, þess umkomin að taka þátt í myndlistalífi Norður- álfunnar. íslenzkar nýjungar HIÐ KALDA nafn landsins gcr- ir það skiljanlegt, að sýningar- gestirnir í Brússel töldu að hin hvítu gæruskinn, sem þar voru, væru af bjarndýrahúnum, því þeir munu hafa talið eðlilegt, að svo norðlæg þjóð, sem íslenzka þjóðin, með þessu kaldranalega nafni, myndi hafa dagleg kynni af ísbjörnum. En þegar sýningargestirnir fréttu að vetrarhörkur hér væiu ekki meiri en svo, að meðalhit- inn hér í janúar væri hærri en í tilsvarandi mánuði í Brússel, féll þeim allur ketill í eld. Og þegar þeir fréttu um notagildi hveravatnsins í voru norðlæga landi, trúðu þeir vart sínum eig- in eyrum. . En fyrir okkur íslendinga varð það eftirtektarverðast um þessa fyrstu íslenzku iðnsýningu i miðri Evrópu, að svo virtist sem almenningur hefði áhuga fyrir þessari íslenzku iðnsýningu og íslenzkum framleiðsluvörum, sem var voru til sýnis. Er ástæða til að óska fram- leiðendunum, er notuðu sér þetta tækifæri, til hamingju með þetta framtak sitt. Er vonandi,-6ð þeir geti notað sér þá ríku möguleika til fulls, er þessi sýning á að opna þeim. Finnska iðnsýningin EINMITT um þessar mundir er hér opin finnsk vörusýning á iðnaðarvörum, í hinum hrörlega Listamannaskála við Alþingis- húsið. Með sýningu þessari gefa finnskir iðnrekendur okkur kost á að kynnast með eigin augum á hve háu þroskastigi iðnmenn- ing þeirra er. En Finnar eru sú viðskipta- þjóð okkar, sem árlega er fjórða í röðinni um viðskiptamagn, enda skiptumst við á vörum fyrir 50— 60 millj. kr. á ári og hafa við- skiptin 18-faIdast frá því árið' 1946. Alveg sérstaka athygli heftte það vakið á hinni finnsku iðrú sýningu ,að þar eru sýnd nokk- ur gæruskinn af íslenzkum upp- runa, svo snyrtilega meðferin, að sýningargestir hér eiga erfitfc með að átta sig á, að svo fínn söluvarningur sé upprunninn a© íslenzku sauðfé. Á síðustu árum munu Finnar* hafa keypt af okkur íslending*- um gærur fyrir um það bil 7' milljónir islenzkra króna. Mönnum leikur að sjálfsögðt** forvitni á að vita, hvaða breyt— ing á verðgildi gæruskinnanna hefir fengizt fyrir tilverknað* hins finnska iðnaðar. Er líklegfr'. að forstöðumenn sýningarinnai*' viti nokkur skil á því efni. Væri það fróðlegt fyrir íslenzka franrv- leiðendur, að fá að vita þetta, og yrði vísbending um; á hvaða stigi iðnþróun okkar Islendinga er, þegar um það er að ræða, að- koma framleiðsluvörum okkar ii sem haganlegast verð. Frá landbúnaðardeild Þjóðminjasafnsins Lanlgræðslusjóður og upptök hans MÁLTÆKIÐ segir „Mjór er mik- ils visir.“ Dettur mér það í hug í sambandi við Landgræðslu- sjóðinn, sem nú hefur starfað é 10 ár. Á þessum fyrstu 10 árum hefur hann ekki orðið öflugri ei\' svo að hann nú hefur yfir að* ráða 650 þúsund krónum. Að vísu á þetta máltæki ekkv fyllilega við í bókstaflegri merfe- ingu við sjóðsstofnun þessa. Þvt' hún er þannig til komin, eins og landsmenn vita, að landsnefndb lýðveldiskosninganna vorið 1944- fór svo sparlega með það fé, er nefndin fékk til umráða til að* standa straum af nauðsynlegum kostnaði, að þegar þeim var lok- ið, átti hún milljónarfjórðung v sjóði. En nefndin var svo fram- sýn og fyrirhyggjusöm, að hún lagði til við alla þá, er lagt höfðu fram fé til kosninganna, að stofn- aður yrði sjóður til eflingar skóg- rækt og gróðurverndar landsirs. Síðan hefur Landgræðslusjóður getað styrkt skógrækt landsins á margvíslegan hátt, eins og get- ið hefur verið um í blöðum þessa dags. En þó sjóðurinn sé nú um það bil tveir þriðju úr milljón að krónutölu er hann ekki enn nema „mjór vísir“ að því, er koma skal og koma þarf. Á þessu ári tókst skógræktar- mönnum landsins að hafa til gróð ursetningar um eina milljón trjá plantna. En til þess að gera sér vonir um að gróðursetningarstari' ið geti fullnægt þörfum lands og 1 þjóðar, þarf trjáplöntufjöldinn að i geta tvöfaldast á næstu árum, svo menn geti gert sér rökstuddar jmK vonir um, að í svo viðáttumikið f§§ skóglendi verði gróðursett, að við eftir öld höfum svo öfluga skóga að við getum fullnægt barrviðar- þörf landsmanna. Suðræn fjallahéruð koma til greina ÞAÐ er ótrúlegt hve aðstoð land- græðslusjóðs'ihefur á fyrstu tíu árunum komig víða við, til að- stoðar skógræktinni. En þegar litið er á hve verk- efnin eru mikil og margvísleg Fremh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.