Morgunblaðið - 23.05.1954, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.05.1954, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐÍÐ Sunnudagui 23. maí 1954 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stéfánsson (ábyrgBarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði lnnanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. iVliklar framkvæmdir 09 blóm- legur fjárhagur Reykjavíkurbæjar Sjónarvottur segir frá hvirfilvindi í Oklahoma ASÍÐASTA bæjarstjórnarfundi var lagður fram reikningur Reykjavíkurbæjar og fyrirtækja hans fyrir árið 1953. Við það tækifæri gerði borgarstjóri glögga grein fyrir fjárreiðum bæjarfélagsins. Samkvæmt því yfirliti urðu tekjur bæjarsjóðs 113,8 millj. kr. eða 10.5 millj. um- fram áætlun. Rekstursútgjöldin urðu hinsvegar 90,4 millj. kr. og urðu nær 1 milljón kr. lægri en áætlað hafði verið. Er það sér- staklega athyglisvert og sýnir betur en flest annað hina traustu og nákvæmu fjármálastjórn bæj- arins. Rekstrarafgangur varð 21,4 millj. kr. Var honum varið til verklegra framkvæmda og af- borgana af skuldum. Greiðslu- jöfnuður bæjarsjóðsins varð hins vegar hagstæður um 3.5 millj. kr. Þá hækkaði skuldlaus eign kaupstaðarins um 38 millj. kr. á árinu, Er hún nú orðin 242 millj. kr. Hefur skuldlaus eigin Reykja víkurbæjar hækkað um 100 millj. kr. síðastliðin 4 ár. Það er einnig mjög athyglis- vert að skuldir bæjarsjóðs skuli þetta síðastliðið ár hafa lækkað um rúmlega 4 millj. kr., úr 49 millj. kr, í 45 millj. kr, Þær tölur sem hér hafa ver- ið nefndar sýna óvéfengjan- lega að höfuðborgin nýtur traustrar og góðrar fjármála- stjórnar. í Reykjavík er hald- ið uppi meiri og fjölþættari framkvæmdum en í nokkru öðru byggðarlagi landsins. Reykvíkingar njóta meiri þæg inda en fólk á öðrum stöðum á landinu. Undir forystu Sjálf- stæðismanna hefur höfuðborg- in haft forgöngu um hagnýt- ingu náttúruauðlinda landsins svo sem vatnsafls og jarðhita. I raforkumálunum hefur hver stórframkvæmdin rekið aðra. Um leið og einni þeirra hefur verið lokið, hefur undirbúningur ann- arrar verið hafinn. Á það til dæm is við nú, þegar virkjun írafoss hefur verið lokið. Er þá þegar hafinn undirbúningur að virkjun Efra-Sogs. Hefur raunar verið unnið að honum all lengi, þannig að gert er ráð fyrir að virkjun þess geti orðið lokið í árslok 1957. Þannig vinna sannir framfara- menn að framkvæmdum umbót- anna. Traustur fjárhagur hlýtur alltaf að verða grundvöllur þeirra. Á því hafa Sjálfstæðis- menn í bæjarstjórn Reykjavíkur alltaf byggt stefnu sína í stjórn bæjarmálanna. Nú eins og jafnan áður eru mikil verkefni fyrir höndum í Reykjavík. Bygging skóla og heil brigðisstofnana stendur yfir. — Umbætur í húsnæðismálum eru aðkallandi. Einnig á því sviði hefur bæjarstjórnarmeirihlutinn uppi áform um miklar fram- kvæmdir. Gatna- og holræsagerð er árlega haldið áfram í stórum stíl. Hin mikla útþensla bæjarins gerir þær framkvæmdir mjög fjárfrekar. Með hverju árinu sem líður verður Reykjavík betri og feg- urri borg. Hún hefur að vísu rnarga galla, sem halda verður áfram að sníða af henni. Hana vantar margt sem eldri og ríkari borgir hafa. En það er markvisst unnið að því að skapa íbúum hinnar islenzku höfuðborgar, sem bezta aðstöðu í lífsbaráttunni á hinum ýmsu sviðum athafnalífs þeirra og menningarlífs. Sjálfstæðisflokkurinn hefur allt frá stofnun sinni stjórnað Reykjavík. Hann hefur haft þar hreinan meirihluta og þess vegna getað framkvæmt þar stefnu sína. Og verkin sýna merkin. — Hvergi á íslandi hefur fram- farasóknin verið örari en hér. Hvergi hefur skilningurinn á þörfum fólksins verið gleggri. Hvergi hafa auðlindir landsins verið betur hagnýttar. Og hvergi hefur fólkinu liðið betur. Þessi dómur reynzlunnar um stjórn Sjálfstæðismanna í Reykjavík er sannorðasta vitn ið um lífsmátt og gikli stefnu þeirra. — Sjálfstæðismenn munu halda áfram að byggja upp fjárhag hinnar ungu ís- lenzku höfuðborgar. Á grund- velli blómlegs efnahags munu þeir halda uppi miklum fram- kvæmdum, sem hafa munu í för með sér bætta aðstöðu borgarbúa. Stefnan er mörkuð og henni mun verða framfylgt sem fyrr af festu og frjáls- lyndi. Einangruð klíka BLAÐ kommúnista kveinkar sér mjög undan því í gær, að Morg- unblaðið hefur vakið athygli á þeirri staðreynd, að Kommúnista- flokkurinn á íslandi er í dag einangruð og fyrirlitin klíka, sem enginn vill eiga samvinnu við. Flokkur sem þannig er ástatt um hefur haslað sér völl utan garðs í íslenzku þjóðlifi. Hann getur ekki hresst sig við á þvi einu að berjast vitfirrtri baráttu gegn hvers konar viðleitni til þess a.ð tryggja öryggi og sjálí- stæði landsins. Hann getur ekki heldur öðlazt traust og fylgi með því að berjast gegn stórfelldustu framkvæmdum sem þjóðin nokkru sinni hefur í ráðizt í landi sínu, svo sem virkjunum við Sog og Laxá og Áburðarverksmiðj- unni í Gufunesi. Það er vegna þess, að íslend- ingar sjá og skilja, að kommún- istar miða alla sína baráttu við hagsmuni Rússa, en láta sig ís- lenzka hagsmuni engu skipta, sem kommúnistaflokkurinn er í dag gersamlega einangraður og fyrirlitinn. Hver sem kynni að vilja eiga við hann samstarf, hlyti að missa traust meðal þjóð- ar sinnar. Eitt gleggsta dæmið um það, hvernig fer fyrir þeim, sem halda að hægt sé að hafa samvinnu við kommúnista, er út- reið núverandi formanns Alþýðu- flokksins. Hann hefur undanfarið verið að nudd^ sig upp við hinn fjarstýrða flokk, og viljað sam- vinnu við hann í verkalýðsmál- um og jafnvel í ríkisstjórn, ef tök væru á. Afleiðing þess hefur orð- ið sú, að hann hefur misst allt traust í sínum eigin flokki og stendur þar nú einangraður og afhrópaður. Kommúnistarnir eru utan- garðsmenn og munu verða það. Þá dapurlegu staðreynd fá þeir ekki umflúið. EITTHVAÐ Á SEYÐI LOFTFLAUTURNAR senda út yfir borgina hvimleiðan, síbylj- andi tón, og fólk hverfur af göt- unum og forðar sér í rammgerð- ustu kjallarana, svo að varla sést nokkur á ferli nema lög- reglumenn, sem ekki hvika, hvað sem á dynur, og heimavarna- sveitir reiðubúnar í stöðvum sín- um að fara á stúfana undir eins og kallað er. Þessi viðbúnaður minnir helzt á stríðstíma, en hér er þó ann- að á seyði. Við erum stödd í Oklahoma City í Suðvesturríkj- um Bandarikjanna. Stríð fer að, ekki við óvinaher, heldur við náttúruöflin, og í þeirri viður- eign duga hvorki kjarnorku- sprengjur né bryndrekar. KULDABYLGJA Á LEIÐINNI Laugardagurinn 1. maí rennur upp bjartur og heiður. Menn ganga léttklæddir um göturnar, því að hiti er um 30 stig. Fólk talar um daginn og veginn, cn Eftir Þorgrím Halldórsson þó mest um þurrkana, sem era vel á vegi með að eyða gróðri stórra landflæma. En það er ein- hver geigur í fólki í veðurblíð- unni, veðurfregnir bera með sér, að kuldabylgja er á leið inn í fylkið, og menn vita af reynsiu, hvað dynur yfir, þegar kulda- bylgja úr norðri hittir fyrir hd- ann að sunnan. SKELFING DYNUR YFIR Svartir skýbólstrar hrannast upp úti við sjóndeildarhring, og útvarps- og sjónvarpsstöðvar taka að vara fólk við og ráðleggja því, hvernig það skuli bregða við, því að nú leynir sér ekki lengur, að fárviðri er í nánd. Snögglega dimmir og eldingar leiftra um loftið. Hús leika á reiðiskjálfi, er þrumugnýrinn gengur látlaust yfir — það er eins og himininn logi. Regnið streymir úr lofti eins og opnað VeU andi Árifar: Gulnaðar kvittanir gera sitt gagn. ÞAÐ er mannlegt að skjátlast, líka þegar peningar og kvittanir eru annars vegar. En þau mistök gætu komið okkur í koll, ef við erum ekki reglusöm — og geymum kvittanir. Það er viturlegt að geyma þær í nokkur ár. Sú stund getur kom- ið, að við þurfum nauðsynlega á þeim að halda, jafnvel þótt þær séu farnar að gulna. Saga frá útlandinu. SAGA er- sögn um húsmóður, sem var í reikningi hjá stórri verzlun. Hafði hún um nokkurra ára skeið keypt þar fyrir þús- undir króna, og einn góðán veð- urdag ætlaði hún að greiða reikn- ing sinn upp. Hún fór í gegnum skjöl sín og komst að raun um, að hún skuldaði rétt innan við 200 krónur, fór í verzlunina og var tekið þar nieð kostum og kynjum. Kaupmaðurinn reiknaði, hve skuldin væri stór. Hún var 1300 krónur eftir bókum hans að dæma. Mannlegt að skjátlast. KONAN varð hvumsa við. Gat hún hafa reiknað skakkt? — Hún bað um reikning sinn sundur liðaðan og fór með hann heim til að bera saman við sín eigin skjöl. Kom þá í ljós, að peningar, sem hún hafði greitt inn í reikning sinn, höfðu verið færðir henni til skuldar. Að svo búnu tók hún saman allar kvittanir sínar og gekk á ný á vit kaupmanns síns, sem bað hana innilega afsökunar á mis- tökunum. — Þetta gerðist að vísu ekki hér, en sem sagt: Það er mannlegt að skjátlast. Margar geymsluaðferðir. MISTÖKIN þurfa ekki að vera svona hrapaleg, en kvittun- in er samt sem áður ómetanlegt heimildargagn. Sumir geyma þær í skrifborðsskúffunni, aðrir í bréfabók. En hví ekki að fara að dæmi húsmóðurinnar, sem geymir þær á snaga í eldhúsinu hjá sér? Með því að hengja hverja kvittun upp um leið og hún berst, geymast þær í réttri fímaröð, svo að eng- um erfiðleíkum er bundið að finna gamla kvittun, þegar á þarf að halda. Sem betur fer þurfum við ekki oft að reka gamlar kvittanir fram an í menn, en geymum þær samt. Það er mergur þessa máls. H’' ! Hvers vegna? VERNIG stendur á því,“ spyr M. P. „að Norðurlönd- unura er gert svo mishátt undir höfði í útvarpinu? Sýknt og heilagt rignir yfir okkur hlust- endur fréttabréfum frá Stokk- hólmi, á sama tíma og hinar frændþjóðirnar heyrast varla nefndar á nafn. í sjálfu sér hefi ég ekkert á móti því að fá fréttir af okkar góðu frændum og vinum við Eystrasalt, en fyrr má nú vera að tröllríða svo hlustendum. Okk- ur er þó ekki síður í mun að fá heillegt yfirlit um viðburði á hin- um Norðurlöndunum, en á því vill verða ærinn misbrestur. — Hvers vegna?“ Farnir að bera niður. GRÓÐURINN veit, hvað að sér snýr. í gróðrartíð seinustu dægra hefir gras og annar gróður þotig upp, eins og honum væri borgað fyrir það. Frá allaufga trjánum berst lokkandi ilmur út yfir tandurhreinar götur, þar sem nú örlar ekki á ryki. Og menn fara að huga að ann- boðum, ekki orfi og ljá eins og forðum, en engu að síður er borið út nú rétt eins og þá. Með léttum og haglega gerðum sláttuvélum snoða menn lóna af blettum sín- um. Að vísu ekki til að afla heyja handa búsmala sínum næsta vet- ur, heldur til að snurfusa blett- inn. Taðan er ekki aufúsugestur nema að hún haldi sér í skefjum. Heimspekin Iömuð haltrar út. HEIMSPEKIN lömuð haltrar út, heldur sjóndauf og niðurlút þrammar í þessu landi; himin og stjörnur hvergi sér, horfir einatt í gaupnir sér, jörðin er hennar andi ég sný af því ofan á bóginn, elti plóginn undan skúrum, stundum ég sofna með drauma- dúrum. (Eggert Ólafsson). —5 Það er ekki betra að telja gjöfina eftir en taka bana aftur. hafi verið fyrir flóðgáttir. Þrátt fyrir margra mánaða þurrk drekkur jarðvegurinn ekki í sig allan þennan vatnaflaum. Þegar þessu hefir farið fram um hríð, tekur fólk að forða sér úr þeira húsum, sem lægst standa, J^ví að fyrirsjáanlegt er, að flóð er í aðsigi, ef ekki styttir fljótlega upp. VIDURSTYGGÐ EYÐINGARINNAR En skyndilega dettur allt í dúnalogn. Hættan er þó ekki líð- in hjá, nú fyrst er voði fyrir dyr- um, því að hvirfilvindur er a3 skella á. Þessir voðalegu storm- sveipir erU einna líkastir ferleg- um storkum í lögun, þeir geys- ast niður úr skýjunum og dansa eftir jörðinni, en þungt er stigið til jarðar, því að þar sem þeir fara um, skilja þeir ekki annað eftir en auðn og rústir. Áætlunarvagn er á ferð eftir þjóðveginum, þegar hann er ailt í einu hafinn á loft og kastast marga metra út fyrir veg. Næst verður smáþorp á vegi hvirfil- vindsins. Hann sviptir með sér 25—30 húsum, molar þau mélinu smærra, svo að ekki stendur eft- ir steinn yfir steini. Það er engu likara en hvirfilvindurinn espist eins og dýr magnast við bráð. Næst lyftir strokkur hvirfil- vindsins sér frá jörðu, slær sér þá niður á bersvæði og æðir áfram á braut eyðingarinnar. Nokkrir sveitabæir verða á leið hans og dagar þeirra eru taldir, stór tré eru brotin eins og eld- spýtur væru og þeim feykt lang- ar leiðir. BEÐIÐ UM KRAFTAVERK Oðfluga nálgast stormsveipur- inn höfuðborg fylkisins, þar sem bundruð þúsunda bíða — o g biðja um kraftaverk, að sveip- urinn fari hjá. Og þeim verður að bæn sinni. Þegar strokkur- inn nálgast úthverfin, lyftir hann sér flugs og svífur yfif borg inni, en slær ekki niður. Og hann svífur hærra og hærra, unz hann hverfur sjónum manns, og íbúarnir draga andann léttara, en aðeins í bili, því að margir aðrir sveipir eru á ferli víðs veg- ar um fylkið. TJÓN Á MÖNNUM OG MANNVIRKJUM í kjölfar hvirfilvindanna fara björgunarsveitir, sem grafa lif- andi fólk upp úr rústunum og veita því fyrstu hjálp. Síðan, eru þeir fluttir í sjúkrahús, sem þess þurfa. Þarna er mörg hetjuleg dáð drýgð, sem aldrei verður i letur færð, en margir hætta lífi sínu og limum til að bjarga öðrum. Símasamband er rofið við ýmsa þá staði ,sem hvirfilvindurinn hefir hitt fyrir, en fljótlega ber- ast fregnir um mikið tjón, og kunnugt er um, að á annað hundrað húsa hafa jafnazt við jörðu, en tugir manna stórslas- azt. Ekki verður enn sagt mtð vissu, hve margir hafa látið lífið, en þeir hafa þó varla verið mjög margir í þetta sinn, því flestir héldu sig í öryggisbyrgjum eða kjöllurum, meðan hvirfilvindur- inn gekk yfir. Ein bifreið heíír fundizt sundurtætt fyrir utan veg. Um afdrif farþega hennar vita menn ekki. KYNJASÖGUR Margar einkennilegar sögur eru sagðar um hvirfilvindinn og duttlunga hans. Ein er um bónda, sem vildi koma fjölskyldu sinni í örugga höfn, og vissi þá eng- ah tryiggari en bifreiðina sína. Hann var í þann veginn að aka af stað, þegar hvirfilvindurinn Framh. á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.