Morgunblaðið - 23.05.1954, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.05.1954, Blaðsíða 7
Sunnudagur 23. maí 1954 MORGVNBL AÐIÐ 7 Hiatthías Johannessen, stud. mag. „Hospital fyrir karriersjúklinga“ — eða dómur vanþakklætisins BREF þetta er skriíað á móti árásargrein Einars Braga Sig- urðssonar, sem birtist í síðasta hefti af blaði hans „Birtingur" undir nafninu: Hospítal fyrir karríersjúklinga“. Ritstjórinn treysti sér ekki til að birta bréfið í næsta hefti „Birtings“, kvað hann ftllsettan. □ ★ □ Herra ritstjóri „Birtings“. Þau eru súr, sagði refurinn. Hann hefði þó eins vel getað sagt: Hospítal- fyrir karríersjúklinga. — En þér hafið tekið af honum ómakið, og skulum við láta það gott heita. Mér hefir skilizt, að þér séuð einn þeirra ungu manna á okkar kalda landi sem brennheitan áhuga hafa á listmálum. Skal það sízt lastað. Þeir virðast ekki vera ofmargir. — En mér er spurn: Alítið þér nauðsynlegt að níða niður heila stétt manna (ég læt árás yðar á háskólastúdenta al- mennt og arkitekta liggja milli hluta), — hvorki meira né minna en alla íslenzkufræðinga landsins og íslenzkunema við Háskóla ís- lands til þess að leggja íslenzkum listmálum lið? — Þér afsakið spurninguna, en gáfuð þó sjálfur tilefni til þess í síðasta blaði yðar, að henni yrði varpað fram. Þér eruð þó ekki einn um hit- unina. Aðrir hafa gert atlögur að íslenzkudeildinni á undan yður og eytt púðri sínu á hina „and- lega dánu menn“ sem þér nefnið svo: Kjerúlf og feðgarnir frá Hofteigi hafa verið í fylkingar- brjósti, en að baki þeim hafa staðið nokkrir sjálfumglaðir æs- ingagemsar sem ætíð hafa verið reiðubúnir að ráðast á „norrænu- deildina“ og aðstandendur henn- ar af offorsi og ósanngirni. Og nú hafig þér, ritstjóri góður, skipað yður í fylkingu með þessum mönnum. Hlutur yðar er þó ekki eins góður og virðist í fljótu bragði, því að þér hafið aðeins apað eftir gömlum sálufélögum, kyrjað gamlan söng. En braut- ryðjandi eruð þér ekki í þessum efnum! Annars virðist það orðið ærið rannsóknarefni út af fyrir sig, eins og einn ágsetur norrænufræð ingur mundi ef til vill hafa kom- izt að orði, að taka til athugunar, af hvaða hvötum árásir sumra manna á íslenzkudeildina eru runnar, hvers vegna þeir telja það heilaga skyldu sina — já, jafnvel sína einu hugsjón í líf- inu — að gelta að þessum „stokk- freðnu líkum“ — sem þér nefnið svo — íslenzkufræðingunum. □ ★ □ AF greinarkorni yðar um „nor- rænudeildina“ má helzt skilja, að hún eigi að vera nokkurs konar skáldasmiðja, þar sem ungir menn séu settir á steðja, ef svo mætti segja, þeir hamraðir til eins og smíðisgripir — og sjá: Hvert skáldið er „framleitt“ á fætur öðru. Eða eftir reglunni: — Bara hringja, svo kepiur það. En er þetta allt svona auðvelt? •— Nei. Að vísu skal ég játa, að skáldasmiðja sé bókmenntalegra orð en hraðfrystistöð. En kjarni málsins er bara sá, að íslenzku- deildin er hvorugt. Hún er ein- faldlega kennslustofnun í islenzk um fræðum — og þá ekki síður vísindastofnun. Hvorki meira né minna. Meinlokan í yðar grein er einmitt sú, að yður sést yfir þessi höfuðatriði málsins. Verk- svið íslenzkudeildarinnar er fyrst og fremst fólgið í þvi að búa unga menn undir mikilvæg kennslu- störf í íslenzku við helztu skóla landsins og gera þá hæfa til að Rggja stund á vísindaiðkanir í grein sinni. Þér virðizt líta hvort- tveggia hornauga, kennslustarfið og vísindamennskuna, og skal ég ekki um það fást. Eg tel þó hvort- tveggja mjög mikilvægt íslenzkri menningu, — mikilvægara en störf sumra þeirra manna, sem meira fer fyrir í þjóðfélaginu en þessum litlu, lotnu körlum, sem allir eru á kafi í kennslu, eins og þér komizt að orði með ritstjóra- legu stærilæti. □ ★ □ ÞER segið, að „norrænudeildin" geri menn sálarkalda og sljógv- eyga, — hún sé ekki til annars fallin en drepa skáldneistann í ungum, efnilegum mönnum. Þessu mótmæli ég harðiega, — eða hvernig má það vera, að það skaði unga menn að teyga af lindum íslenzkrar menningar, ís- lenzkra bókmennta, sögu og tungu? — Slíku er ekki til að dreifa. Þvert á móti. íslenzku- deildin er eins og lind sem ung- um mönnum er hollt að sitja við og teyga af. Sú menntun sem þangað er hægt að sækja er að mínu viti ómetanleg ungum mönnum, þótt vitanlega sé hægt að setja út á einstök fyrirkomu- lagsatriði á kennslu. Hún gerir þá hæfari til að meta fortíðina i réttu Ijósi og skilja samtíðina með heilbrigðum samanburði, — hæfa til að greina kjarna inn- lendrar og erlendrar menningar frá hisminu: Las ég þar kvæði með kenningum römmum og fornum, kerlögur Bölverks var reiddur í sterklegum hornum, ginnandi kynngi í goðjaðars veig- inni dökkri, galdur og kveðandi djúpt inni í heiðninnar rökkri. Las ég þar sálma og löfsöngva þjóðar í nauðum, lífsvonin eina var samtvúnnuð krossinum rauðum, yfirtak langt bak við ömurleik hungurs og sorgar ómuöu sætlega strengleikar him- neskrar borgar . .“ segir Jón Helgason. Hann hefir einmitt yfirlit yfir þá menningu sem túlkuð er af hinum hæfustu mönnum í íslenzkudeildinni — og hann veit sjálfur, að ekki sízt vegna þess getur hann ort annað eins kvæði og í Árnasafni: Stundum var líkast sem brim- gnýr er þaut mér í blóði, bergmál af horfinna kynslóða sögum og ljóði, hróðugur kvað ég þá stef mín í stuðlanna skorðum, stofninn er gamall þótt laufið sé annað en forðutn. Þannig er það einmitt: í íslenzku deildinni mætast straumar hins gamla og nýja, fortíðar og sam- tíðar, ekki ósvipað og á Þingvelli við Öxará, aðeins með nokkuð öðrum hætti: Minningar liðinna alda eru ekki lengur dauðir stafir á gam- alli bók, rústin er ekki lengur sokkin grjóthrúga. Búðirnar standa um allt þingið eins og forðum, milli þeirra ganga menn og konur, hið iðandi líf alþingis er risið upp, og allt er kynlegt að sjá og reyna. Hér eru rótslitnir bændur, flúnir frá öðru landi, hér eru vikingar, sem ekkert föð- urland áttu nema sjóinn, hirtu ekki um neitt nema frægð og af- rek og ævintýri, — segir einn af kennurum í íslenzkum fræðum við Háaltólann, Einar Ól. Sveins- son, í bók sinni: Á Njálsbúð. Á þennan hátt er það einmitt sem gumul menning fær nýtt líf, fléttast saman við nútið og fram- tíð, svo að úr verð.ur ein órofa heild. — Og svo viljið þér halda því fram upp í opið geðið á and- lega heilbrigðum mönnum, að náin kynni af þessu öllu, nokk- urra ára dvöl í íslenzkudeildinni, drepi neistann í efnilegum mönn- um, standi þroska þeirra fyrir þrifum, geri þá að „stokkfreðn- um likum“. □ ★ □ YÐUR er einkum í mun að troða upp á blásaklausan almúgann þeirri fáráðlegu kenningu yðar, að aðstandendur „norrænudeild- arinnar“ séu andlausir og litlir karlar sem ekkert hafi mótað ís- lenzkt menningarlíf, hafi varla rænu á að hlúa að lífgróðri ís- lenzkrar framtíðar, bókmenntun- um, — enda hafi þeir lengst af haft nóg með að baslast við að komast lífs af úr deildinni. En þarna komið þér einmitt upp um yður. JGírein yðar er ekki rituð af sannfæringarkrafti. Hún er æs- ingagrein. Ef svo er ekki, hafið þér lítið sem ekkert fylgzt með ís lenzkum bókmenntum, því að sannleikurinn er sá, eins og þér vel vitið — eða ættuð a. m. k. að vita sem ritstjóri tímarits með „karríer“-merkinu „rit um bók- menntir og listir“ —, að við ís- lenzkudeildina starfa og hafa ætíð starfað færustu bókmennta- fræðingar, sem við höfum átt völ á — og þaðan hafa komið margir af beztu bókmenntafræðingum þjóðarinnar. Auðvelt væri að telja upp nöfn þessara manna og einstök verk þeirra sem mörg hver eru brautryðjenda- og und- irstöðuverk bókmenntafræðinnar hérlendis, eins og t. d. nú síðast rit Steingríms J. Þorsteinssonar um Einar Benediktsson. En þjóð- in þekkir nöfn þessara manna og verk þeirra nógu vel til þess, að óþarft er að telja þau upp hér. — Hins vegar skal ég játa, að þessi nöfn eru ekki ýkjamörg. Ástæð- urnar eru þær, að íslenzkudeildin hefir ætíð verið fámenn og að- eins hluti þeirra sem úr henni hafa brautskráðst, hefur lagt sér- staka stund á bókmer.ntir; sumir hafa snúið sér að sögu, aðrir að málfræði. □ ★ □ Mín hugsjón er blind og brjálað mitt hjarta . . . segir í atómrímunni í síðasta hefti blaðs yðar. Þér verðið að afsaka, en mér þótti þessi orð falla ágæt- lega í kramið, — eða hvernig er sálarlífi þess manns farið sem lætur sig ekki muna um að skrifa níð um heilar starfsstéttir manna? Og það í „riti um bók- menntir og listir“.,— Ég fyrirgef yður þó fúslega frumhlaup yðar, því að greinin er einmitt afsprengi síns tíma, þess rotna ástands sem nú ríkir í listmálum þessarar litlu þjóðar. Aldrei verða ménn eins óvægnir i dómum né persónu lega rótarlegir, — sjaldan tröll- riður einsýnið og móðursýkin sálarlifi manna hér á landi eins og þegar menningar- eða listmál eru á dagskrá. Þá er eins og „sá gamli“ sjálfur taki við stjórninní, — menn efu dregnir í dilka eins og rollur. Og mælikvarðinn? Jú, listastefna og stjórnmálaskoðún. Að sumra áliti hlýtur ágætt kvæði að vera sérlega vont, ein- ungis vegna þess að það er rímað —- eða þá vegna þess að það er ekki rímað, allt eftir þvi, hvern verið er að dæma og hverjir dóm- ararnir eru. Sama er uppi á ten- ingnum í myndlistinni — og víð- ar, ef að er gáð: Lfstin er látin víkja sessi fyrir rótleysi persónu- haturs og smáborgaraháttar, um- burðarlyndið fyrir einsýrúnni. Því hefi ég minnzt á þetfta hér, að það er að verða plága í ís- lenzku þjóðlífi og veglegt hlnt- Verttur selunum við Grænland út- rýmt eins 09 hvökmum forðtim? ASÍNUM tíma var hérumbil búið að gjöreyða hvalastofnunv Norður-íshafsins. — Nú er verið á góðri leið með að útrýma. selunum þar. í mörg hundruð ár hefur verið herjað á hvali og seli við norð- urheimskautið, en aldrei eins mikið og nú á seinni árum. Árang - urinn hefur orðið betri og betri með hverju ári, þar sem veiði- tæknin hefur aukizt. Selirnir hafa verið veiddir, ekki aðeins « þúsundatali, heldur í milljónatali. En hinn góði veiðiútbúnaðuc og mikla veiði hefur leitt það af sér, að margir selastofnar erit alveg að hverfa úr sögunni á þessum slóðum og öðrum er mikth hætta búin, ef ekkert verður að gert. 10. ÞÚS. SELIR Á HVERT SKIP^ Á hverju ári taka um það bil 300 skip þátt í selaveiðunum á þessum slóðum. Þetta eru flest vel útbúnir selfangarar með ný- tízku veiðitæki. Mestur hluti veiðinnar er ungselir, sem eiga að halda stofninum við Samkvæmt skýrslum sem Norðmenn hafa gert yfir veiði norskra skipa, má reikna með 10 þús. seli á hvert skip og jafnvel meira Á þennan hátt mundu 300 skip útrýma 3 milljónum sela á hverju ári, og er með því höggvið mikið skarð í selastofninn. ÍSBIRNIRNIR MISSA AÐAL FÆÐU SÍNA Hve selunum fjölgar ört, er erfitt að segja um, svo full ástæða virðist til þess að fara varlega í selaveiðina. Þær tölur sem áður hafa verið nefndar, leiða óhjá- kvæmilega til útrýmingar sel- anna, og sérstaklega vegna þess hve mikið er veitt af ungum sel- um. Einu sinni var því sem næst búið að útrýma öllum hvölum við strendur Grænlands, svo að við- burður þótti að sjá einn og einn hval á sveimi. Sama sagan virðist vera að endurtaka sig með sel- ina. Ef svo illa tekst til að sel- irnir á þessum slóðum verði strá- drepnir, má einnig búast við að ísbirnirnir horfalli, þar sem sel- irnir eru aðal lífsviðurværi þeirra. Þeir mundu einnig geta valdið miklum óskunda, með því að ganga á land.banhungraðir til þess að leita sér að fæðu, og slíkt vilja allir sem til þeirra þekkja, vera lausir við. • MIKIL HÆTTA Á FERÐUM Fyrir skemmstuj fóru selfang- ararnir vig Vestur-ísinn að hafa þyrilflugur sér til aðstoðar til þess að leita selina uppi og vísa skipunum leið þangað sem þeir eru. Þetta flýtir mikið fyrir skip- unum og margfaldar veiðina, þej* ar þau geta farið beint í selgtorf- urnar og þurfa ekki að eyða tímæ í að leita þá uppi. En einmitlt þetta þýðir tortímingu fyrir sela- stofninn. Á árunum 1898—1902t var aragrúi sela, hvala, moskus- dýra, héra og hreindýra bæði á. Grænlandi og á Vestur-ísnum. Þessum dýrum var útrýmt svc» gjörsamlega flestum, að til dæro- is þurfti að flytja hreindýr frá. Noregi til Grænlands, vegna þess að þeim hafði verið útrýmt þar. ER ÖLL VEIÐIN NÝTT? Það væri fróðlegt að vita, hvorL kjötið og spikið af selunum e» hirt og hvernig selfangararnir- fara með það, eða hvort það e* aðeins skinnið af þeim sem þei» eru að sækjast eftir og hirða. Eft- ir því sem selfangarar segja sjálf- ir frá er kjötið og spikið af sel- unum mjög ljúffeng fæða, svo aíí það væri skaði og skömm a«S fleygja því í sjóinn, í staðinn fyris- að flytja það til lands, þar sena» hundruð manna gætu gert sér mat úr því. verk ritstjóra bókmenntarits að berjast gegn henni. En í stað þess að uppræta aríann, sáið þér til hans, í stað þess að meta merm sanngirnislega eftir hæfileikum og störfum, ráðizt þér af sjálf- birgingshætti og offorsi á heilar stéttir manna sem af einhverjum ástæðum fara í taugarnar á yður, e. t. v. fyrir þá sök eina að helga íslenzkum menningarmálum líf sitt allt og vinna menningu þjóð- arinnar ómetanlegt gagn, hávaða- og æsingalaust. En laun heimsins eru vanþakk- læti. Um það ber grein yðar um „hospítal fyrir karriersjúklinga“ órækt vitni. Hún hefði heldur ótt að heita: Ðómur vanþakklæt- isins — eða éitthvað því um líkt. ❖ <• ý Að lokum þetta: — Þér vitið aðeins deili á einum ungum „norrænumanni“, sem áhuga hef- ir á bókmenntum. Einn „norrænu maður" sem er ekki „stokkfreðið lík“! — Skárra en ekkert. En ef þér vilduð kynnast öðrum, væri ég fús til að setjast hjá yður „á grasbala eða gangstéttina í sól- skininu“ og rabba við yður um „heillandi töfraheima erlendra skóldverka“, innlendra líka, já um allt — nema atómrímuna i Isíðasta blaði yðar! Með virðingu og vinsemd, M. 90 börn frá Slykkis- hólmi í heimsókn á Akureyri STYKKISHOr-MI, 16. maí: — Barnastúkan Björk nr. 94 fór sJ. laugardag í heimsókn á Akranes. til barnastúkunnar Stjörnunnar nr. 103 þar. Voru 90 félagar stúk- unnar, sem tóku þátt í ferðalag- inu og var farið í þrem lang- ferðabifreiðum, tveim frá Bii- reiðastöð Stykkishólms og einni frá Helga Péturssyni i Gröf > Miklaholtshreppi, sem nú íás vígsluferðina á nýrri bifreið, sem. byggt hefir verið yfir á Akra- nesi í vetur. En sú bifreið e* mjög traust, vel yfirbyggð og hin. vandaðasta í alla staði. Farið var frá Stykkishólmi k). 8 að morgni, komið við í Borgar- nesi, en komið á Akranes um kl 1 e. h. Komu gæzlumenn barna- stúkunnar á Akranesi á móti ferðafólkinu upp að vegamótun* fyrir ofan Akranes. í boði þeirra voru skoðaðir ýmsir staðir á Akra nesi, en að því loknu var hald- inn sameiginlegur fundur stúkn- anna. Var sá fundur hinn ánægjæ legasti í alla staði og báðum stúk- unum til sóma. Á eftir fundi va* öllum Stykkishólmsbörnunurrk boðin mjólk og ágætis veitingar. Gæzlumenn stúkunnar á Akra- nesi, þeir Jón Sigmundsson og Óðinn Geirdal, fylgdu svo barna- stúkufélögum úr hlaði. Var ferðf þessi hin ánægjulegasta og mun stuðla að aukinni kynningu og vináttu milli stúknanna. Biðja ferðahóparnir úr Stykkishólm* Mbl. að bera Akurnesingum kær- ar kveðjur og þakkir fyrir ágæt- ar móttökur. — Á. H KAUPMANNAMOFN — Þegar nýr undirborgarstjóri tók við embætti í Kaupmannahöfn á dögunum, kom i ljós, að hanm gegndi hvorki meira né minna en 36 embættum eða minni hátt- ar störfum. Varð hann að láta af ýmsum þeirra. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.