Morgunblaðið - 11.06.1954, Side 1
16 síður
41. árgangur.
130. tbl. — Föstudagur 11. júní 1954
Prentsmiðja Morgunblaðsins
GenSarráðstefaicm
að iara át um þáfur?
GENF, 10. júní — frá NTB-Reuter,
EDEN utanríkisráðherra talaði um Indó-Kina málin á Genfar-
ráðstefnunni í dag. Hann kvaðst óttast að umræðurnar síð-
ustu dagana hefðu orðið til að breikka enn bilið milli kommún-
ista og Vesturveldanna hvað snerti Indó-Kína. Hann kvað brezku
fulltrúana reiðubúna að endurskoða a'fstöðu sina til málanna og
reyna nýjar leiðir tíl samkomulags.'1 „En ef það ekki tekst“, hélt
hann áfram, „er það skylda okkar að skýra umheiminum frá því,
og kannast við það, að okkur hafi mistekizt“.
EFTIRLITSNEFNDIN «*-
Eden kvað Breta halda fast
við það að Colombo-ríkin —
Indland, Pakistan, Burma, Ceyl-
on og Indónesía eigi fulltrúa í
éftiriitsnefndinni með vopnahléi
í Indó-Kína. Þetta eru hlutlaus
ríki, sagði hann. En fulltrúar, sem
draga taum ákveðinna aðilja, ná
aldrei langt.
SKIPTING INDÓ-KÍNA
Síðan vék Eden að skiptingu
« n ■ B
PARÍS, 10. júní. — Aðeins krafta
verk getur bjar.gað stjórn Laní-
els frá falli, er hann á laugardag-
inn fer fram á traustsyfirlýsingu
þingsins — í þriðja sinn á fjór-
um vikum.
Fyrsti forboði ósigursins sást í
dag. Laníel bað cm að trausts-
tillagan kæmi tii atkvæða á und-
an þeim þremur tillögum, er
fram eru komnar og fela í sér
vantraust á stjórnina. En 324
þingmenn snerust ge,gn Laníel,
en 269 fylgdu honum að málum.
Margir eru á því, að stjórnin
hefði eins getað sagt af sér eftir
þessa atkvæðagríiðslu. En stjórn-
in vill í lengstu lög koma í veg
fyrir stjórnarskipti — og líklega
stjórnarkreppa — í Frakklandi
meðan á Genfarráðstefnunni
stendur.
En Laníel hefur vopn í hönd
um. í stjórnarskránni er svo
fyrir mælt að séu tvær ríkis-
stjórnir feildar á stjórnarmál-
um á 18 mánuðum, geti for-
sætisráðherrann farið þess á
< leit við forsetann, að þingi sé
r Slitið og kosningar fari fram.
Þetta er talið geta orðið til
þess að ýmsir þingmenn er
greiddu atkvæði gegn Laníel
í dag, verði með honum á
laugardaginn, svo ekki komi
til þingslita.
, — Reuter-NTB.
Ný þrýstilofts-
flusfvél
LOS ANGEI.ES, 9. júní. — Banda
ríski sjóherinn hefur tilkynnt, að
hann hafi nýlega tekið í notkun
minnstu og léttustu þrýstilofts-
flugvélina, sem bandaríski her-
i,nn hefur 'nú yfir að ráða. Vél
þessi hefur ekki mikið vænghaf,
aðeins 30 fet, lengd hennar er
um 40 fet og vélin getur fíogið
með 600 mílna hraða á klukku-
stund. Þrýstiloftsvél þessi er allt
að því helmingi minni en þær
þrýstiloftsvélar, sem bandaríski
sjóherinn hefur hingað til notað
í sama tilgangi.
Indó-Kína í ríkin þrjú, Kam-
bodiu, Laos og Viet Nam. Komm-
únistar vilja semja um vopna-
hlé fyrir öll ríkin á einu bretti,
en Vesturveldin vilja semja um
vopnahlé í Viet-Nam, en að her-
ir Viet Minh hverfi frá Laos og
Kambodíu, því að þar hafi verið
um hreina innrás að ræða, sem
aldrei sé hægt að réttlæta. Sagði
Eden að hér væri um óskyld lönd
að ræða. Er innrásarherirnir
hefðu farið inn í Laos og Kam-
bodíu, hefðu þeir ekki einung-
is stigið yfir pólitísk landamæri,
heldur og stigið yfir þann þrösk-
uld er aðskildu tvo höfuð menn-
ingarstrauma Asíu — þann ind-
verska og þann kínverska.
Furðuleg árás á
frelsið í
Heimtaði að fá
stúllviiiia afhenta
ÞÓRSHÖFN, 10. júní. — Yfir-
maður rússneska síldveiðiflot-
ans, sem staddur er við Fær-
eyjar, og hin 23 ára gamla
hjúkrunarkona strauk frá á
dögunum, gerði enn eina til-
raun í dag til þess að fá að
taka kvenmanninn með sér
um borð.
Hann kom i dag til lands og
ræddi við lögreglustjórann og
fleiri í Þórshöfn. En þegar
þeir létu engan bilbug á sér
finna — sögðu að stúlkan
hefði leitað hælis sem póli-
tiskur flóttamaður og yrði
ekki afhent Rússum — varð
hann æfareiður. Skildi hann
eftir skrifleg mótmæli og hót-
anir um að leggja málið fyrir
rikisstjórn Rússlands. Síðan
hvarf hann á brott til skips
síns, en hin 23 ára gamla
hjúkrunarkona er enn í Fær-
eyjum — og bíður eftir skips-
ferð til Kaupmannahafnar.
— Reuter-NTB.
Trieste-deilan leyst?
prent-
landinu
i
RÓMABORG, 10. júní. — Frá NTB-Reuter.
DAG hélt ítalski ambassadorinn í Lundúnum aftur til Lundúna
eftir skamma dvöl í Róm, þar sem hann ræddi við ríkisstjórn-
ina. Fullvíst er talið að ferð hans á fund stjórnar sinnar hafi stað-
ið í sambandi við tillögur Breta og Bandaríkjamanna um lausn
Triestedeilunnar.
Itölsku blöðin segja að
ítalska stjórnin hafi fallizt á
tilboð er Júgóslafar hafa áður
samþykkt fyrir sitt leyti. —
Aðalatriði þess eru, m. a.:
Hlutlausa svæðinu milli
núverandi takmarkalínu júgó-
slafneska og ítalska svæðisins
verði lítilsháttar breytt.
2. Júgóslafar fái tilskilin
réttindi í Triestehöfn og Bret-
ar og Bandaríkjamenn leggi
Hinu ojjinberi
afmælisdagur
var i gær
LUNDÚNUM, 10. júní. — Hinn
opinberi afmælisdagur Elizabet-
ar. drottningar var hvarvetna í
Bretaveldi hátíðlegur haldinn
með trumbuslætti og hersýning-
um og mikilli viðhöfn.
Það var Viktoría drottning sem
kom þeim sið á að afmælisdagur
konungs eða drottningar skyldi
ætíð hátíðlegur haldinn í júní-
mánuði. Ástæðan var sú, að þá
væru líkur til þess að hátíðahöld-
in færu fram í sólskini og góðu
veðri. — NTB-Reuter._
Ný!f hraðame!
KHÖFN, 10. júní. — Ein af flug-
vélum SAS-flugfélagsins setti í
dag nýtt hraðamet á flugleiðinni
Kaupmannahöfn—Lundúnir. —
Flugtíminn var 1 klst. 52 mín.
Venjulegur flugtími á leiðinni er
um 2 klst. 35 mín. — Norskur
flugstjóri var með flugvélina.
til hluta af fjármagni er þarf
til að leggja veg og járnbraut
frá höfninni til Lubljana í
Júgóslafíu.
3. ítalskur og amerískur her
á ítalska svæðinu hverfi brott.
Varnarmáladeild ufanríkisráðuneyfisins
fyrirskipar opinbera rannsékn á hendur
aðstandendum Flugvallarblaðsins!!
TIL HINNA furðulegustu tíðinda virðist nú hafa dregið á
Keflavíkurflugvelli. Hefur Varnarmáladeild utanríkis-
ráðuneytisins fyrirskipað lögreglustjóranum þar að héfja
opinbera rannsókn á hendur nokkrum starfsmönnum, sem
hún telur viðriðna útgáfu Flugvallarblaðsins. Nokkrir þess-
ara starfsmanna hafa þegar verið kallaðir fyrir rétt fyrir-
varalaust og þaulspurðir um Flugvallarblaðið og útgáfu
þess. Verður ekki annað séð en að hér sé um að ræða beina
árás á prentfrelsið í landinu og pólitíska ofsókn af hálfu
Framsóknarflokksins á hendur einstökum starfsmönnum
flugvallarins.
•®ÁRÁS TÍMANS
Aðdragandi þessa máls er sá,
að hinn 13. maí s. 1. birti Tím-
inn grein, sem í fólst fautaleg
árás á ákveðna starfsmenn á
Keflavíkurflugvelli. Voru þeir
þar sakaðir um njósnir í þágu
varnarliðsins og jafnframt var
látið að því liggja að þessi verk
þeirra væru unnin með vilja og
vitorði Sjálfstæðisflokksins. Síð-
an hefur Tíminn birt ýmsar fleirí
greinar í svipuðum tón.
★ HAAG, 10. júní. — Fyrir al-
þjóðadómstólnum í Haag hófust
í dag yfirheyrslur í máli 11
bandarískra starfsmanna Samein
uðu þjóðanna, sem kröfðust bóta
fyrir aý vera vikið úr starfi ^ínu
er þeir neituðu að svara spurn-
ingum rannsóknarnefndar öld-
ungardeildar Bandaríkjaþings
um það hvort þeir væru komm-
únistar.
★ Það var Allsherjarþingið sem
bað dómstólinn að rannsaka þetta
mál. Sérstakur dómstóll S. Þ.
hefur áður dæmt starfsmönnun-
um bætur að upphæð 180,000 dali
samtals. Ekki mun stjórn S. Þ.
skylt að fara eftir úrskurði dóm-
stólsins og greiða þessar bætur,
því dómar hans eru ekki bind-
andi fyrir framkvæmdastjórn-
ina.
Aðalfimdur Verzlunarráðs-
Islands hófst í gær
A ÐALFUNDUR Verzlunarráðs íslands hófst í gær í húsakynnum
ráðsins í Austurstræti 16. — Eggert Kristjánsson, stórkaup-
maður, formaður Verzlunarráðsins,- minntist kaupsýslumanna, er
látizt höfðu frá því, að síðasti aðalfundur ráðsins var haldinn.
Vcrctuðu fundarmenn hinum látnu virðingu sína með því að rísa
úr sætum.
Því næst setti Eggert Kristjáns-^-
son fundinn og stakk upp á þeim
Agli Guttormssyni og Þorsteini
Bernhardssyni sem fundacstjór-
um,_ og hlutu þeir kosningu. Jón
Á. Árnason og Ragnar Thoraren-
sen, starfsmenn ráðsins, voru til-
nefndir fundarritarar.
Þá flutti Eggert Kristjánsson
ræðu, og birtist fyrri hluti henn-
ar á blaðsíðu 9.
Þá fór fram kosning í eftir-
taldar nefndir:
Viðskiptamálanefhd: Othar
Ellingsen, Sveinn Guðmundsson,
Páll Þorgeirsson, Tómas Björns-
son, Akureyri, Magnús Helgason,
Friðrik Þórðarson, Borgarnesi og
Einar Guðmundsson.
Allsherjarnefnd: Hjörtur Jóns-
son, Páll Sæmundsson, Sveinn
Helgason, Gunnar Árnason, Ak-
ureyri, Sighvatur Einarsson,inum.
Björgólfur Stefánsson og Baldur
Jónsson.
Skattamálanefnd: Eggert Krist
jánsson, Sveinn B. Valfells,
Bjarni Björnsson, Brvnjólfur
Sveinsson, Ólafsfirði, Árni Árna-
son, Jón Magnússon, Stokkseyri
og Jón Loftsson.
Laganefnd: Tómas Björnsson,
Akureyri, Hjörtur Jónsson og
Hróbjartur Bjarnason.
Er nefndum þessum ætlað það
hlutverk að athuga þau mál, sem
efst eru á baugi í verzlunar- og
viðskiptamálunum, svo og breyt-
ingar á lögum V.í. og undirbúa
tillögur varðandi þau.
Fundinum verður haldið áfram
í dag að Þingvöllum, og mun
Ingólfur Jónsson, viðskiptamála-
ráðherra, taka til máls á fund-
FLUGVALLARBLAÐH)
SVARAR
Hinn 17. maí svaraði svo
Flugvallarblaðið árásargrein
Tímans frá 13. maí. Tekur
það upp hanzkann fyrir þá
starfsmenn flugvallarins, sem
ráðist hafði verið á. Jafn-
framt sakaði það varnarmála-
stjórnina um óvarkárni í
mannaráðningum á flugvell-
inum.
Við þessum svörum varð
Tíminn ókvæða. Taldi hann
það hreina ósvinnu að mál-
gagn flugvallarstarfsmanna
skyldi reyna að bera hönd fyr-
' ir höfuð þeirra. Hefur blaðið
síðan haldið uppi svo að segja
stöðugum árásum á Flugvall-
arblaðið og aðstandendur
þess.
OPINBER RANNSÓKN
FYRIRSKIPUÐ
Þriðji þáttur þessa máls hefst
svo hinn 8. júní s. 1. Þá skrifar
varnarmáladeild utanríkisráðu-
neytisins lögreglustjóranum á
Keflavíkurflugvelli og leggur
fyrir hann að hefja opinbera
rannsókn á hendur aðstandend-
um Flugvallarblaðsins, vegna
greinar, sem birzt hafði í blað-
inu 17. maí, og þar sem utan-
ríkisráðherra hafi verið borinn,
„saknæmum" ásökunum.
Þessi rannsókn var svo haf-
in s. 1. miðvikudag með þvl
að hafin var fyrirvaralaust
ýfirheyrsla yfir einum af
starfsmönnum flugvallarins,
sem lögreglustjórinn taldi
hafa starfað við blaðið. Var
hann spurður spjörunum úr
um útgáfu þess, fjárreiður
þess og fleira, sem ekkcrt
snerti umrædda grein, er
varnarmáladeildin taldi utan-
ríkisráðherra hafa verið borin
í saknæmum ásökunum.
Að þessari yfirheyrslu lok-
inni hélt lögreglustjórinn,
ásamt tveimur lögregluþjón-
um flugvallarins, til póst-
hússins á flugvellinum, setti
Framh. á bls. 8