Morgunblaðið - 11.06.1954, Side 2

Morgunblaðið - 11.06.1954, Side 2
2 MORGIJTSBLAÐIÐ í'östudagur 11. júní 1954 ] Háðgfafinn er vinur heimilisins V@ra Skalls ílyiur fyririesfur m félagsmálaslarfsemi í Danmorku I Háskoianum á þriðjudaginn MEÐAL farþega með Gullfossi í gærmorgun var cand. jur. frú Vera Skalts, forstjóri allra stofnana dönsku Mæðrahjálparinn- ar. Kemur hún hingað fyrir tilmæli Kvenréttindafélags íslands, Mæðrastyrksnefndarinnar og Bandalags kvenna. Heldur frúin fyr- irlestur í I. kennslustofu Háskólans næstkomandi þriðjudag kl. 8. 30 e. h. — Fjallar fyrirlesturinn um störf Mæðrahjálparinnar og iélagsmálaráðunauta og þýðingu þeirra í þjóðfélaginu. Ræddi frú Vera Skalts ásamt formanni Kvenréttindafélagsins, varaformanni Mæðrastyrksnefndarinnar og fulltrúum frá Barna- verndarnefnd við blaðamenn í gær og gaf þeim nokkurt yfirlit yfir félagsmálastörf í Danmörku. Kennarar og nemendur Húsmæðraskólans á Isafirði SliRMENNTAÐIR FÉLAGSMÁLARÁÐUNAUTAR Síðan árið 1936 hefur verið slarfandi í Danmörku skóli, sem veitir félagsmálaráðunautum „social raadgivere", sérmenntun Veitti frú Vera Skalts skójanum foi stöðu frá stofnun hans þar til á< ið 1948. I skólanum eru kennd sjúk- <dómafræði, heilsufræði, félags- málalöggjöf, sálfræði o. m. fl. Er skólatíminn 2 ár, með eins mánaðar sumarleyfi hvort árið. Engin inntökugjöld eru í skól- ann, en nemendur verða að hafa unnið að félagsmálum í eitt ár, áður en þeir fá inngöngu. Eru kennarar um 30 að tölu og meðal þeirra er að finna lækna, hjúkrunarkonur, embættismenn, lögfræðinga, félagsmálaráðu- naúta o. fl. Nemendur eru frá 30 —35 í einu, en alls eru nú starf- andi í Danmörku um 200 félags- málaráðunautar, sem útskrifazt hafa frá skólanum. Starf félagsmálaráðunautanna liófst með því að sjálfboðaliðar hófu samstarf við lækna, sérstak- lega á tauga- og geðveikisdeild- um. Var það í því fólgið að fara á heimili sjúklinganna og kynna sér allar heimilisástæður og hvaða erfiðleikar kynnu að valda sjúkdómi þeirra. Létti þetta starf læknanna og eftir að sjúkling- arnir voru komnir heim, var þeim liðsinnt eftir föngum, t.d. með því að útvega þeim vinnu o. s. frv. ATHYGLISVERÐ MÆÐRAHJÁLP Mæðrahjálpin í Danmörku hef- ur í þjónustu sinni fjölmarga fé- lagsmálaráðunauta og lögfræð- inga, sem veita mæðrum hvers konar aðstoð og leiðbeiningar. — Hóf hún starf sitt árið 1934. Út- v:gar hún í forföllum húsmóður- innar heimilunum húshjálp, sem er greidd af bænum, sjúkrasam- laginu eða ríkinu ef viðkomandi hefurekki peningaráð. Þá starf- ar í sambandi við Mæðrahjálp- ina ráðunautar heimila, „Familie raadgiver", sem aðstoðar þau hoimili, sem búa við erfiðar að- stæður. Á seinni árum hafa félagsmála- ráðunautarnir einnig starfað sem miliiliðir milli fólksins og ýmsra opinberra hjálparstofnana ann- arra, eins og t.d. barnaverndar, sjúkrasamlaga, fangahjálpar, vinnumiðlunarstofnana o. fl. Þá hefur Mæðrahjálpin aðstoð- að ekkjur, sem hafa börn á fram- færi sínu, til þess að sjá fyrir scr, t.d. með því að læra ein-; hverja iðn, svo sem saumaskap o. þ. h. I Kaupmannahöfn er það bær- inn, sem greiðir fyrir þessa þörfu þjónustu, en sums staðar úti á landinu er það ríkið. DVELUR HÉR í VIKU Frú Vera Skalts mun dveljast hcr í eina viku, en hún heldur heimleiðis laugardaginn 19 þ. m. Hefur sendihexra Dana hér, frú Bodil Begtrup sýnt kvænnasam- tökunum þá vinsemd að bjóða henni að dvelja á he’mili sínu á meðan hún dvelst hér. Þennan tíma, sem frú Skalts dvelst hér, verða henni sýndar ýmsar stofnanir, svo sem vöggu- stofur, barnaheimili, Reykjalund- ur o. m. fl. Næstkomandi þriðjudag verð- ur haldinn hádegisverður fyrir hana kl. 12 í Þjóðleikhúskjallar- anum og er öllum, sem hafa hug 'á að kynnast frúnni heimil þátt- taka. FRÓÐLEGUR FYRIRLESTUR Er frú Vera Skalts ræddi við blaðamenn í gær, ræddi hún nokkuð félagsmálaráðsstarfsemi í Danmörku. Voru orð hennar mjög fróðleg og vafalaust verður fyrirlestur hennar.á þriðjudaginn athyglisverður. — Eftir fyrirlest- urinn fara fram umræður og er hverjum heimilt að spyrja frú Skalts um félagsmálastarfsemi Danmerkur og starf hennar á því sviði. Mynd þessi var tekin af kennurum og nemendum Húsmæðraskólans á ísafirði í fyrradag. (Ljósm.: Árni Matthíasson), §t! á konum PARÍS, 4. júní — Tilkynnt var hér í dag, að búlgarska komm- únistastjórnin hefði gefið út fyr- irskipanir um að konur mættu ekki aka hjólbörum með þyngra hlassi en 200 pund. Sikpun þessi er gefin út í þeim tilgangi að auðvelda búlgörskum konum Kfsbaráttuna Sagt er, að svipaðar fyrirskip- anir séu væntanlegar frá fleiri kommúnistalöndum. Nýlega hef- ur verið skipuð í Tékkóslóvakíu sérstök nefnd, sem líta á eftir því, að konur þurfi ekki að bera hér eftir sem hingað til 200 punda sykursekki, 150 punda hveitisekki, eða aka 400 punda tunnum í vöruskemmum. —Reuter-NTB. VEIÐIFRÉTTIR eru hálf magrar ennþá, Þegar þetta er skrifað, er vika af veiði- tímanum og lax ekki sézt í flestum ánum. í EUiðaánum hafa fengizt 8 laxar til þessa og 2 eða 3 í Laxá í Kjós. Norðurá mun einnig vera með 7 eða 7 laxa og netaveiði í Hvítá sáralítil. Þyngsti laxinn í Elliðaánum mun vera 13 punda fiskur og 15 punda fisk hef ég frétt um úr Laxá í Kjós. Korpa, Laxá í Leirársveit og Grimsá, munu allar hafa verið reyndar, en ekki er kunnugt um að það hafi borið árangur. Veiðifélagið í Árnessýslu mun hafa lagt við Selfoss í kring um helgina og eitthvað veitt, því lax var boðinn þar til sölu. Annars munu aðal- lagnir í Ölfusá tæplega komnar niður ennþá. Eitthvað mun hafa verið prófað að veiða í Laxá í Aðal- dal, Þingeyjarsýslu, allt frá 1. þ .m. MARGIR bjuggust við að laxinn yrði með fyrrafallinu á ferð í þetta sinn. Svo varð þó ekki. — Vika er nú af veiðitímanum, en veiðin veriQ dauf til þessa. Lax- inn heldur sínu gamla striki og skeytir hvorki um stórstraum eða veðurblíðu. Þegar við gerum okkur von um að fiskur gangi snemma í árnar, eru þær vonir studdar ýmsum líkum og ályktunum, sem við teljum nokkuð öruggar, en ef betur er að gáð, eru frekar hald- litlar, þegar það er athugað, að þær eiga flestar rót sína í því, sem snýr að okkur sjálfum. T.d. veðurblíðu, heppilegri vindátt, góðu og hæfulegu vatni e. s. frv. Allar þessar forsendur tilheyra j eiginlega þurrlendinu. í hafinu ráða meira önnur öfl, þar eru það hafstraumarnir og ætið, sem sennilega ráða mestu. Við getum hugsað okkur að laxatorfa sé á heimleið — sé á leið upp að ströndinni. Þetta eru máski laxar úr Borgarfjarðaránum eða ein- hverjum öðrum ám hér við fló- ann. Torfan er en langt til hafs, en hefur opinn Faxaflóa fram- undan, allt í einu hittir hún á smásíldargöngu, sem er á vestur- leið og eltingarleikurinn hefst. Óðar en varir er allur hópurinn kominn út í hafsauga, því síld er síld og lax er lax, og þar með hafa allar okkar ályktanir farið út í veður og vind um sinn. Svo þegar laxarnir hafa fengig nóg af síld í bráð, snúa þeir loks í átt til lands á nýjan leik, — verða fyrir ýmsum smátöfum, en nálg- ast þó alltaf takmarkið. — Þetta er nú aðeins tilgáta, en ekki er ósennilegt, að þessu líkt gangi þetta til á stundum. ALGENGT er á Bretlandi að efnt sé til kappfiskimóta. Á þessum mótum er veiddur alls konar ferskvatnsfiskur og agnið, sem notað er, eingöngu beita. Þessi mót eru oft mjög fjölsótt og hin- ir bráðslyngu beitudorgarar vita flest það um agn, sem vert er að vita. Þeir nota á öngulinn, auk margskonar orma, allt frá þráu smjöri til krókódílalifurs. Eins og gefur að skilja, heldur hver fram sinni beitu og margvíslegar skoðanir kcana fram um hvað reynist bezt, en eitt eru þeir allir sammála um, og það er, að eng- inn fiskur geti liðið tóbak eða neinskonar tóbakskeim, og séu þar að auki svo næmir fyrir tóbaksbragði, að ekki dugi að beita öngulinn með tóbakssmit- uðum fingrum og þá auðvitað Framh. á bls. 12 Húsmæðraskólanum ú ísoflrði slitið í gær ÍSAFIRÐI, 10. júní. H HÚSMÆÐRASKÓLANUM hér var slitið í dag með hátíðlegrl athöfn.. Útskrifaðar voru 35 námsmeyjar. í ræðu, sem skóla* stjórinn, ungfrú Þorbjörg Bjarnadóttir, flutti við skólaslitin, gai hún þess að námskostnaður í heild hefði síðastliðinn vetur orðið! 5500 krónur. En þar í er innifalið allt handavinnuefni, bækur4 skólagjöld og fæði. , j ÓBREYTT FYRIRKOMULAG Skólastjóri gat þess, að einn af kennurum skólans, ungfrú Jakobína Pálmadóttir, fengi nú ársfrí frá kennslu. Annar kenn- ari, ungfrú Sigríður Bjarnadótt- ir frá Patreksfirði, lætur af kennslu við skólann. Frú Sigríður Jónsdóttir tók til máls við skólasíitin og þakkaði | skólastjóra og kennurum ágætl starf. Fyrir hönd nemenda talx aði Jónína Önfjörð frá Flateyri, Færði hún skólanum gjöf fr§ nemendum og þakkaði fyriU þeirra hönd ánægjulega dvöl þar, Skólinn mun starfa með d* breyttu fyrirkomulagi næsta vefr* ur. — Jón Páll. I Söngikemmtun Þóru Matfhíasson í kvöld HINGAÐ til landsins er nýkom- in vestur-íslenzk fjölskylda: þau Gunnar Matthíasson, sonur Matt- híasar Jochumssonar og dóttir hans, Þóra, ásamt manni hennar, Aubrey Reljard. Mun koma þeirra gleðiefni mörgum íslendingum, sem notið hafa gestrisni þeirra vestanhafs, — en heimili þeirra hefir, sem kunnugt er, staðað opið hverjum landa, sem þar bar að garði. Frú Þóra hefur um aillangt skeið starfað sem söngkona í Kali forínu, og munu lesendur kann- ast við rödd hennar af hljómplöt- um, sem leiknar hafa verið í út- varpi. í kvöld gefst bæjarbúuol kostur á að hlýða á hinn fágaðj söng frú Þóru milliliðalaust — þ'4 e. a. s. á söngskemmtun, sem húrí mun halda í Gamla bíói með að-i stoð frú .Urunnar Viðar. — Þótl óvenju mikið hafi verið á boð*< stólum í tónlistarlífi bæjarins aÖ undanförnu. og ætla megi, að! menn séu „söngsaddir“ um þessaí mundir, leyfi ég mér samt að hvetja lesendu^ til þess að fjöl-i menna á þessa fyrstu söng^ skemmtun, sem frúin heldur | „Landi/ síns föður“. Jj Róbert A. Ottósson. t i 500 kr. verðloun Hér er fjórða myndin í samkeppni unglinga (15 ára og yngri) | umferðarreglum á vegum SVFÍ og Morgunblaðsins. Alls verðaj birtar sex myndir. Ein 500 kr. verðlaun eru veitt fyrir rétt svöí við allar myndirnar. ^ Þau mistök urðu í blaðinu í gær, að textann vantaði undir Ilfc mynd, en hann á að vera: — Hver á umferðarréttinn? VERÐLAUNAMYND

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.