Morgunblaðið - 11.06.1954, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. júní 1954
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyTgðarm.)
Stjómmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Lesbók: Árni Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinaaon.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriltargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu 1 krónu eintakið.
Umgengnismenning
og íegrun umh verfisins
ASIÐARI árum hefur gætt vax-
andi viðleitni meðal ráða-
manna og almennings hér á
landi til þess að fegra og prýða
umhverfi sitt. — Fegrunarfélög
hafa verið stofnuð í einstökum
kaupstöðum og lögð hefur verið
áherzla á aukið hreinlæti og
hirðusemi. Jafnhliða hefur áhugi
fólks glæðst mjög fyrir ræktun
trjáa og blóma við hús þess.
Öllu þessu ber mjög að fagna.
Þéttbýlismenning okkar íslend-
inga er ung og á gelgjuskeiði.
Við erum miklu skemmra á veg
komnir um fegrun og snyrtingu
kaupstaða okkar en flestar ná-
lægar þjóðir, sem eiga aldagaml-
ar borgir og rótgróna þéttbýlis-
menningu.
★
Það sumar, sem nú stendur
yfir, hefur byrjað sérstaklega vel.
Veðurfar hefur verið með alira
mildasta móti, sólfar mikið og
hlýindi. Afkoma almennings hef-
ur einnig verið með bezta móti.
Þessar aðstæður ættu að verða
þjóðinni sérstök hvatning fil þess
að auka enn viðleitnina til þess
að fegra og snyrta umhverfi sitt,
hvort sem er við sjó eða í sveit.
Það er misskilningur að einungis
sé þörf' á að gæta hirðusemi í
umgengni í þéttbýli kaupstaða
og sjávarþorpa. Hirðuleysi og
sóðaskapur er að vísu oftast
meira áberandi í þéttbýli en
strjálbýli. En það er mjög dapur-
leg sjón þegar auganu mætir illa
hirtur sveitabær mitt í faðmi
fallegrar sveitar. Kolryðguð þök,
gömul tóftabrot eða torfkofarúst-
ir víðsvegar um slétt tún, og alls
konar rusl á tjá og tundri um-
hverfis íbúðar- og gripahús eru
alltof algeng mynd hér á landi.
Við þurfum þess vegna ekki síð-
ur að halda á vaxandi skilningi
meðal sveitafólksins á nauðsyn
hirðusemi og snyrtimennsku. —
Sveitabær þar sem öllum húsum
er vel við haldið og fyllstu reglu-
semi gætt í hvívetna, er prýði
sveitar sinnar. Á sama hátt er
bærinn með ryðguðu þökin og
óreiðuna allt umhverfis sig henni
til óprýði.
★
Á þaS hefur áður verið
minnzt að vel færi á því að
efnt yrði til samkeppni innan
einstakra héraða um það,
hvaða býli skyldi teljast
snyrtilegast og bezt hirt. Ætti
þá að veita þeim bæ, sem fram
úr skarar verðlaun. Myndi
slíkt áreiðanlega hvetja til
vaxandi hirðusemi og áhuga
fyrir fegrun sveitabýianna.
Hér í Reykjavík hefur verið
efnt til samkeppni um fegursta
og bezt hirta trjágarðinn í bæn-
um. Hefur sú samkeppni gefið
mjög góða raun og áreiðanlega
átt ríkan þátt í mjög aukinni
viðleitni höfuðborgarbúa til þess
að fegra borg sína.
En það er ekki nóg að bæta og
fegra umhverfið. Menning fólks-
ins verður ekki einungis dæmd
eftir þvl Hún hlýtur að vera veg-
in og metin eftir framkomu þess
1 daglegu lífi og umgengni, á
, þeimilum þess og mannamótum.
Við fslendingar hljótum að
játa að umgengismenningu okkar
?r ennþá mjög áfátt. Ókurteisi
og ruddaháttur er allt of algeng-
ur í daglegum viðskiptum fólks-
ins. Um það mætti nefna fjölda-
dæma frá öllum sviðum þjóðlífs-
ins. Fólkið í hinu unga þéttbýli
okkar kann ennþá allt of lítið að
taka tillit hvert til annars í dag-
legri umgengni.
★
Þetta sprettur ekki af því að
íslendingar séu ósiðaðri en
aðrar þjóðir að eðlisfari. Þétt-
býlismenning okkar er aðeins
miklu yngri en flestra annarra
þjóða. Við eigum þar fjöl-
margt ólært, sem aðrir hafa
fyrir löngu numið.
Þetta verðum við að gera
okkur Ijóst og á grundvelli
heilbrigðrar sjálfsgagnrýni
skulum við halda áfram að
fegra umhverfi okkar og til-
einka okkur vaxandi um-
gengnismenningu.
Á Þcrsmörk og
Þingvölium
UM hvítasunnuna héldu rúm-
lega 40 manns, piltar og stúlkur,
úr Farfugladeild Reykjavíkur
austur á Þórsmörk. Þar gróður-
setti þessi hópur á fjórða þúsund
trjáplöntur í reit, sem Farfugla-
deildin sér um þar eystra. Sam-
tals hafa farfuglar gróðursett þar
um 6000 trjáplöntur. Ennfremur
var unnið að> því í þessari ferð
að grisja skóg og vinna gegn frek
ari uppblæstri landsins.
í svipaðan mund og þetta gerð-
ist héldu nokkrir unglingar til
Þingvalla. Þeir höfðu ekki með-
ferðis trjáplöntur og tilgangur
farar þeirra var ekki neins konar
ræktunarstarf. Þegar til Þing-
valla kom síðari hluta laugardags,
drakk þessi unglingahópur sig
ölvaðan, reikaði drukkinn um
hinn sögufræga stað og framdi
þar ýmiss konar spjöCl á mann-
virkjum og jafn vel sjálfu land-
inu.
★
Þessir tveir hópar æskufólks
hafa hafzt mjög ólíkt að, svo ó-
likt að ástæða er til þess að vekja
athygli á því. Farfuglarnir, sem
héldu á Þórsmörk unnu þar skap
andi ræktunarstarf, sjálfum sér
til sóma og þroska, en landi
þeirra til farsældar. Þeir lögðu
fram sinn skerf þessa sólbjörtu
hvítasunnudaga til þess, að gera
ísland betra og fegurra.
Hinir drukknu unglingar, sem
ráfuðu um Þingvöll og frömdu
þar helgispjöll, voru sjálfum sér
og þjóð sinni til vanvirðu. Þeir
lögðu stund á niðurrifsiðju, í senn
gagnvart sjálfum sér og landi
sínu.
★
Það er nauðsynlegt að ungt
fólk geri sér ljósan muninn á
framkomu þessara tveggja
hópa æskufólks. Það er nauð-
synlegt, að æska landsins
kunni að gera greinarmun á
réttu og röngu, siðleysi og ó-
menningu annars vegar og
manndómi og þjóðhollustu
hins vegar. Þess vegna hefur
verið dregin upp í örfáum
dráttum mynd af því, sem að-
hafst var á Þórsmörk um
hvítasunnuna og hinu, sem
gerðist á Þingvöllum.
ÚR DAGLEGA LÍFINU
k í DAG eru til ísskápar og
kæliklefar á næstum hverju
heimili og við erum orðin svo
vön hvers konar þægindum að
okkur er farið að þykja lítið
til þeirra koma. — Við getum
haldið matarforða okkar fersk
um í lengri tíma, í eldhúsinu
hjá okkur, með því að stilla
ísskápinn á það „kuldastig",
sem við á í það og það skiptið.
★ OKKUR kemur sjaldan í hug
þeir erfiðleikar, sem urðu á vegi
forfeðra okkar, er þeir ætluðu að
halda matarforða sínum eða
drykkjarföngum köldum. — Hér
1 á íslandi hafa erfiðleikarnir e.t.v.
ekki verið svo miklir hvað það
snertir, eh erlendis, í heitari
{löndum gégnir afur á móti öðru
máli.
♦—k—♦
★ EN löngum hafa mennirnir
verið úrráðagóðir. Sögur herma
að á dögum Nerós keisara hafi
margir verið farnir að kæla
drykkjarvatn sitt. Menn söfnuðu
snjó frá fjarlægum fjallstindum
og létu í grafir og notuðu síðan
I grafirnar sem kæliklefa yfir heit-
ustu árstíðirnar. — Neró lét sjóða
drykkjarvatn sitt og síðan kæla
það í snjó.
I I læknabók sinni varar Hippo-
j krates fólk alvarlega við að hafa
drykkjarvatn sitt of kælt og
J)óóbápar —
ocf CýomLil rao
benti á hættur, sem af því gætu
stafað.
★ VARIUS Avitus lét útbúa
stóran snjóskafl í garði sínum, og
voru vínföng keisarahirðarinnar
kæld þar. Var þess vandlega gætt
að nægilegur snjór væri jafnan
til í skafl þennan.
Sami maður á einni gað hafa
látið. annan stóran snjóskafl fyrir
utan fordyri sitt til þess að kæla
vindinn, sem blés um húsið. —
Mun þetta einhver elzta loftkæl-
ing, sem um getur í sögunni. *
♦—k—♦
★ ÞAÐ var ekki fyrr en um
miðja s.l. öld að Bandaríkjamenn
hófu frystingu á alifuglakjöti og
ávöxtum. Um líkt leyti hófust
tilraunir með kælivélar í Evrópu.
Árið 1870 var flutt fryst kjöt til
Evrópu frá Suður-Ameríku og
Ástralíu. — Margir álitu að
skemmt kjöt yrði óskemmt ef
það væri látið á frysti. — Nú vita
menn að kjöt má geyma óskemmt
í frysti svo árum skiptir, ef frost-
ið er stöðugt og alltaf sama hita-
stig. — Nautakjöt má geyma
lengst, t.d. hafa fundist óskemmd
ir mannútar í freðmýrunum í
Síberíu, og voru þeir búnir að
liggja þar í 15 þúsund ár! — Fyr-
ir nokkrum árum voru nokkrir
jarðfræðingar á alheimsráðstefnu
og létu þeir þá m.a. matreiða
handa sér af þessu fjörgamla
kjöti, og reyndist það hin bezta
fæða.
uu andi óhnjar:
Heilnæmt vatn.
ENGINN veit, hvað átt hefur
fyrr en misst hefur, segir
máltækið Höfum við gert okkur
þess fulla grein, hve mikils virði
er allt hreina og ferska vatnið,
sem landið okkar gefur?
Varla er nokkur nautn ríkari
en sú að leggjast þyrstur niður
að svalalynd og svelgja vatnið
löngum teygum. Daglega neytum
við þessa heilsusamlega drykkjar
í stórum skömmtum og þurfum
ekkert að óttast, að við bíðum
heilsutjón af, enda er íslenzku
vatni við brugðið. íslenzki ferða-
langurinn saknar þess líka sáran,
þegar hann leggur leið um fjar-
læg lönd, þótt honum þyki bjór-
inn góður.
Megum hrósa happi.
RANNSÓKNIR hafa leitt í ljós,
að aðeins 15% af íbúum jarð-
arinnar drekka vatn, sem ekki er
á einhvern hátt hættulegt heilsu
manna. Af drykkjarvatni allra
hinna stafar sýkingarhætta.
Það lætur kannski furðulega í
eyrum, en sannleikurinn er nú
sá, að neyzluvatnið í heiminum
spillist æ meir með hverju ári
jafnframt því sem þörf eykst
fyrir heilnæmt vatn.
Frá salernum og verksmiðjum
stórborganna fara óhreinindi í
j vatnið, svo að það spillist í ám
og með ströndum fram. Kveður
svo ramt að því, að fiska- og
fuglalíf er víða í stórhættu af
þessum sökum.
Hallargarðurinn.
KONA hringdi til mín nýlega
og bað mig að spyrjast fyrir
um það fyrir sig og fleiri konur,
hvort hinn ágæti Hallargarður
„fyrir sunnan Fríkirkjuna“ yrði
ekki bráðum opnaður með svip-
* uðu sniði og í fyrra.
„Á góðviðrisdögum settumst
við þarna oft konurnar með börn-
in og gæddum okkur á ís og öðru
góðgæti. Krakkarnir undu sér
þarna ágætlega og við létum
fara vel um okkur í stólum, sem
við fengum að láni“, sagði konan.
Hver, sem vill,
fær nú sýnishorn.
FYRIR nokkrum dögum var yf-
ir því kvartað hér í dálkun- j
um, að ekki væri hægt að fá lita-
sýnishorn í málningarverzlunum
og væri það mönnum stórbagi.
Nú hefur verið úr þessu bætt.
Eg hef hér fyrir framan mig
spjald, sem er svo fagurt útlits,
að ég get ekki haft af því augun.
Og slík litasýnishorn eru nú kom-
in á markaðinn til hagræðis fyrir
þá, sem ætla að mála hjá sér.
Ný málning.
ANNARS eru litirnir í þessari
bók miðaðir við sérstaka
málningu, sem nú er ný á mark- I
aðinum. Hörpusilki heitir hún, og
hafa trúverðugir menn sagt mér, i
að hún gefi hvergi eftir erlendri
afbragðsmálningu, en hafi kosti \
um fram hana.
Um málningu þessa er það ann-
ars að segja, að hún er íslenzk
uppgötvun, enda er málningar-
gerðin, sem býr hana til, eitt
þeirra fáu fyrirtækja innlendra,
sem rekur sjálfstæða efnarann-
sóknarstofu.
Ungu hjónin lifi lengi.
Ungu hjónin lifi lengi,
leiki við þau sæld og gengi,
land og sjór þeim gefi gæði,
guð þau leiði sérhvert spor;
þeirra ást æ stöðug standi,
sterk sem bjarg, er ekkert grandi;
lengi hjónin lifi ungu,
lengi og vel, það ósk er vor.
(Jön Thoroddsen).
Ekki skal
sverja fyrir
óorðna hhiti.
- Furðuleg árás
Framh. af bls. 1 *
rétt þá þegar yfir póstmeist-
aranum, sem er skráður út-
sölumaður Flugvallarblaðsins,
og þaulspurði hann á sama
hátt um blaðið og útgáfu
þess.
YFIRHEYRSLUM HALDIÐ
ÁFRAM í DAG
Síðdegis í gær hafði ritstjóri
Flugvallarblaðsins, Haraldur
Hjálmarsson, verið boðaður til
yfirheyrslu hjá lögreglustjóran-
um. í dag eru einnig nokkrir af
starfsmönnum flugvallarins boð-
aðir til réttarhalds af þessu sama
tilefni. Hafa sumir þeirra sára-
lítið haft með útgáfu Flugvallar-
blaðsins að gera.
ÁRÁS Á PRENTFRELSIÐ
Hér er vissulega um furðulegt
atferli að ræða af hálfu varnar-
málastjórnarinnar. Það er alþjóð
kunnugt að blað Framsóknar-
flokksins, Tíminn, hélt uppi hörð-
um árásum á fyrrverandi utan-
ríkisráðherra, Bjarna Benedikts-
son, vegna framkvæmdar varn-
arsamningsins. Síðan að núver-
andi utanríkisráðherra tók við
hefur Tíminn einnig iðulega birt
svæsnar árásir á einstaka starfs-
menn Keflavíkurflugvallar, sem
það hefur bendlað við Sjálfstæð-
isflokkinn, Þegar málgagn flug-
vallarstarfsmanna svarar þessum
árásum gerir varnarmálaráð-
herra og aðstoðarmenn hans sér
lítið fyrir og fyrirskipa á það
opinbera sakamálsrannsókn!!!
Engum getur blandazt hugur
um það að hér er um að ræða
beina árás á prentfrelsið í land-
inu og pólitíska ofsókn á hend-
ur einstökum flugvallarstarfs-
mönnum. Vitanlega hefur ráðu-
neytið aðrar leiðir til þess að
staðreyna sannleiksgildi ummæla
Flugvallarblaðsins en opinbera
rannsókn, sem birtist í hreinni
ofsókn á hendur einstökum
mönnum. Því var t. d. í Iófa lag-
ið að fara í meiðyrðamál við
blaðið og draga það þannig til
ábyrgðar fyrir ummæli þess, ef
þau hefðu reynzt órökstudd eða
saknæm. í stað þess að fara
þessar leiðir, fyrirskipar ráðu-
neytið opinbera rannsókn, sem
hafin er á hinn fruntalegasta
hátt. Má raunar um það deila,
hvort það hefir nokkra heimild
til slíkra ráðstafana.
VEKUR RÍKA ANDÚÐ
Þessar aðfarir hafa þegar vak-
ið ríka andúð meðal flugvallar-
starfsmanna. Er litið á þær sem
beina ógnun og tilræði við
prentfrelsið í landinu. Hér er um
hneykslismál að ræða, sem fyllsta
ástæða er til að ekki verði látið
liggja í þagnargildi.
bindindisfræðsln
NÁMSKEIÐIÐ í bindindisfræðslu
heldur áfram í Templarahöllinni
i dag og hefst kl. 9,30 f. h., en
þá flytur Erling Sörli erindi um
áfengið og hjóðfélagið.
KI. 2 e. h. flytur Alfreð Gísla-
son, læknir, erindi um króniska
ofdrykkju og afleiðingar hennar
og kl. 4 flytur prófessor Níels
Dungal erindi um tóbaksnautn,
og skaðsemi hennar.