Morgunblaðið - 11.06.1954, Side 7
Föstudagur 11. júní 1954
MORGUNBLAÐIÐ
F. 12. marz 1897. D. 4. júní 1954.
FRÚ KRISTJANA var dóttir
hjónanna Einars Eyjólfssonar,
Ejómanns hér í bænum, og konu
hans, Sigríðar Ólafsdóttur.
Þcgar hún var barn að aldri
tóku þau hjónin Jónatan Þor-
Steinsson, stórkaupmaður, og
kona hans, Guðrún Sigurðardótt-
ir, frú Kristjönu til fósturs og
yar það henni mikið happ, því að
þau hjón voru valinkunn sæmd-
arhjón í góðum efnum og höfðu
því bæði vilja og getu til þess að
Veita fósturbarninu þá aðhlynn-
Sngu og uppeldi, sem bezt varð á
kosið. Frú Kristjana bar þess og
xnerki í öllu sínu lífi og starfi að
yel hafði verið að henni búið,
enda var og efniviðurinn góður.
Ung giftist hún Gunnari Gunn-
arssyni, húsgagnasmíðameistara,
syni Gunnars Gunnarssonar,
kaupmanns, er margir eldri
Reykvíkingar muna, en hann var
kunnur athafnamaður á fyrsta
hluta aldarinnár. Mátti nú ætla
að bjart væri framundan, en það
yar aðeins skamma stund, því að
eftir fárra ára sambúð andaðist
Gunnar og stóð frú Kristjana þá
ein uppi með þrjú börn þeirra:
Jónu, er síðar giftist Patrik Clax-
ton, brezkum höfuðsmanni; Gunn
ar, er síðar gerðist bifreiðastjóri.
Hann andaðist snögglega á síð-
astliðnum vetri og var það frú
Kristjönu þungt áfall, enda var
Gunnar í broddi lífsins og lét
eftir sig ekkju, Jóhönnu Þorkeis-
dóttur og ung börn. Þriðja barn-
ið, Ernu, tóku þau hjónin Gísli
Magnússon, útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum, og frú Sigríð-
ur, systir frú Kristjönu, til fóst-
Urs, en Erna litla andaðist 6—7
ára gömul.
Þegar frú Kristjana varð ekkja
voru ástæður hennar að ýmsu
Jeyti erfiðar, eins og margra
ungra kvenna er í slíkar raunir
rata. En frú Kristjana mætti
þeim erfiðleikum, eins og öðrum,
með þeim dugnaði, festu og
Skyldurækni, sem henni var lag-
in. Og brátt birti að nýju er hún,
hinn 1. okt. 1926, giftist Sigurði
Þorsteinssyni, gjaldltera Reykja-
víkurhafnar. Allir, sem hann
þekkja, munu ijúka upp einum
munni um, að á betri og traustari
eiginmann verði ekki kosið. Frú
Kristjana gerði sér þetta og full
Jjóst, enda lifðu þau í ágætu
hjónabandi til síðustu stundar.
Þau eignuðust tvær dætur:
Þórunni, gifta Einari Ágústssyni,
Jögfræðingi, fuRtrúa 1 fjármála-
ráðuneytinu, og Ernu, sem lofuð
er Leslie Howard Nash, kapteini
í brezka hernum.
Ég hef átti því láni að fagna
að geta taiið mig til vinahóps
þeirra hjónanna, og nágrannar
höfum við verið í 24 ár. Er ljúft
að minnast margra góðra sam-
verustunda á heimili þeirra
hjóna og utan þess.
Ég tala af langri reynslu, þeg-
ar ég fullyrði að raunbetri og
hjartahlýrri manneskju en frú
Kristjönu hef ég sjaldan hitt.
Hún vildi vera og var börnum
sínum góð og umhyggjusöm móð-
ir — í fremstu röð góðra mæðra.
Hún vildi vera og var góð eigin-
kona og hún vildi vera og var
fórnfús og skyldurækin gagnvart
heimili sínu og vinum. Reyndar
má taka dýpra í árinni, því ekki
aðeins fjölskyldu sinni og vinum
vildi hún gera greiða, heldur
hvers manns vandræði leysa, sem
á vegi hennar var. Þótt hún léti
ekki mikið til sín taka hið ytra
og heimilið, fjölskyldan og vin-
irnir væru fyrst og fremst henn-
ar heimur, enda nóg verkefni
þar, þá náði þó góðvild hennar
Jengra. M.a. var hún í kvenfélag-
inu „Hringurinn", sem alþekkt
er fyrir myndarlegt starf í þágu
sjúkra og bágstaddra. Þar vann
hún eins og annars staðar af
dugnaði og fórnfýsi, nú siðast í
þágu hins væntanlega barna-
spítala.
Frú Kristjana var lagleg kona,
áttir — iriinniny
létt í fasi, glaðvær í vinahóp og
hjartahlý. Hún var lengst af
heilsugóð þar til hún tók bana-
mein sitt. Var það erfiður tími,
sem hún þó mætti með hinu sama
þreki og öðrum erfiðleikum í
lífi sínu, vel studd af trú sinni og
umhyggju ástvina.
Við vinir hennar munum allt-
af geyma minningu um góða og
fórnfúsa konu, sem leysti hlut-
verk sitt í lífinu með sæmd.
Og aliir þeir, sem telja góð
heimili og traustar húsmæður
ríkan þátt góðs þjóðfélags, jafn-
vel hornstein þess, mega þakka
starf og líf slíkra kvenna, sem
frú Kristjana var. Þær hafa gert
sitt til þess að líf manna verði
ríkara og betra. Hver, sem þann
vitnisburð á skilið, lætur eftir
opið og ófyllt skarð, en á þá líka
góða heimvon.
Theodór B. Líndal.
650 Hsfnfirðlngar
hafa synf 200 m
HAFNARFIRÐI — í gær höfðu
650 manns synt 200 metrana hér
í hinni samnorrænu sundkeppni.
Verður það að teljast fremui'
góð frammistaða. — Yngsii
keppandinn hér í bæ er 5 ára
stúlka en sá elzti 70 ára. — Að-
sókn að lauginni hefir verið ágæt
að undanförnu.
Geta má þess, að nú nýverið
hefir verið komið fyrir í lauginni
vönduðu fjaðurbretti til að stinga
sér af. — G. E.
Leirbððin i Hrera-
gerði
HVERAGERÐI, 4. júní. — Sum-
arið 1950 hóf Landsspítalinn
undir umsjá prófessors Jóhanns
Sæmundssonar lækningar með
leirböðum í Hveragerði. Sú til-
raun gafst vel og hefur Hvera-
gerðishreppur starfrækt leirböð-
in undanfarin sumur við sívax-
andi aðsókn. Hefur margur feng-
ið það mikla bót meina sinna,
einkum gigtveikt fólk. — Hefur
starfsemi þessi orðið til þess að
miklar umræður hafa orðið um
byggingu fullkomins hvíldar- og
heilsuhælis í Hveragerði til þess
að nýta lækningamátt leirs, hvera
vatns og gufu. Var á Alþingi 1953
ákveðin skipun nefndar til athug-
unar á þessum málum. Nefndina
skipa þeir Jóhann Sæmundsson,
prófessor, formaður; Gunnar
Böðvarsson, verkfræðingur, og
Ingimar Sigurðsson, garðyrkju-
bóndi í Hveragerði.
Starfræksla leirbaðanna hófst
nú 1. júní s.l. og telur baðvörð-
urinn, Sigurður Árnason, að að-
sókn verði meiri nú en nokkru
sinni fyrr. Hefur reynslan sannað
að leirinn hefur undraverðan
lækningamátt, einkum gegn hin-
um þráláta sjúkdómi, gigtinni.
— GM.
Barnakór Akureyrar
synpr á Ákranesi
AKRANESI, 9 júní. — Barnakór
Akureyrar kom hingað til Akra-
ne'ss í dag á leið sinni til Noregs.
Söng hann fyrir Akurnesinga í
Bíóhöllinni í kvöld og höfðu
áheyrendur mikið yndi af. .— í
kórnum oru 30 börn, háttprúð
svo af ber, 16 telpur og 14 dreng-
ir. Telpurnar í hvítum blússum
og svörtum pilsum og drengirnir
í hvítum skyrtum og svörtum
buxum. ÖR höfðu börnin svartar
slaufur á brjósti.
Kórinn söng alls um 20 lög.
Einsöngvarnr voru: Arngrímur
B. Jóhannsson og Anna G. Jónas-
dóttir.
Söngstjóri er Björgvin Jörgen-
son og er hann löngu kunnur fyr-
ir barnakóra sína. Ég efast ekki
um, að börnin frá Akureyri koma
úr þesari utaiiför sinni heim aft-
ur með fangið fullt af blómum.
•—Oddur.
Til Herman
Du sigra ikkje
med stálsett rþyst
og stramme miner,
som mangt har fröyst.
Du kom til Island,
ein austnorsk gut,
med bod, kor Noreg
i sol ser ut.
Wildenvey
Di heimbygd skoda
di skaldesjel
dá sist du takka
og baud farvel.
Men Noregs sumar
baud alle inn
som fylgja kunne
ditt rike sinn.
Du stod pá pallen,
ein gráhærd mann,
med smil om munnen.
Du las — og vann,
men ikkje alle,
nei, ikkje dei
som ság ein hermann
i Wildenvey! —
Du sigra einast
i deira hug
som lyda kunne
til song som lo,
til song som smilte,
og song som grét,
nár harpa stillast
du tona lét...
Og dei som hpyrde
og skjpna minst,
eg trur dei ogsá
vart ráka inst —
av det som inkje
var storm og rid
og taktfast rytme
med studlar i.
Du anda mjukleik
mot Islands jord.
I islandsk kvedskap
du har sett spor.
Ja, til di Iyre
i lauvgrón sal
han lydde, Stefán
frá Hvítadal...
Sá hels til Noreg,
du store skald,
som kom med milde
og ikkje vald.
Du kveikte i oss
ein hjartegneist’,
som ikkje sloknar,
nár du er reist.
IVAR ORGLAND.
Hargrét Unadóttir áttræð í dao
HÚN Marf;rét í Hörglandskoti er
raunar orðin áttræð. Það er ef
til vill ekki að furða, því að um
það leyti, sem ég var að fæðast
í þennan heim fyrir fimmtíu
arum, var hún búin að vera hjá
foreldrum mínum í vist ásamt
honum Steingrími frá Fossi, og
þaðan giftust þau og hófu búskap
á Kálfafelli, en bjuggu síðan
lengi í Hörgslandskoti. Þar man
ég þau hjón fyrst, Steingrím
Steingrímsson og Margréti, bæði
logandi af lífsfjöri og gleði, mcð
þeim elskulegustu manneskjum,
sem ég hef kynnzt. Þau voru
jafnan meðal beztu vina foreldra
minna, og tryggðin hefur haldizt
óbreytt, þótt árin hafi færzt yfir
og fundirnir orðið færri um ára-
bil.
Ekki hefu.r lánið alltaf leikið
jafnt við Margréti. Hún var fædd
undir Eyjafiöllum, af ætt Ilögna
prestaföður, en ekki kann ég að
rekja það nánar, í bernsku varð
hún að fara til vandalausra, og
varð þá að búa við harðari kjör,
en þeir eiga auðvelt með að
hugsa sér, sem nú eru að alast
upp við þær nægtir og gæði, sem
við getum nú boðið börnunum
okkar, sem betur fer. Tíu ára að
aldri komst hún að Hvammi í
Mýrdal til séra Lárusar Ól. Þor-
lákssonar oe konu hans, Lilju
Mettu Kristínar Ólafsdóttur,
þeirra ágætu hjóna. Þá fannst
henni eins og hún væri komin
í himnaríki. En hún átti ekki að
vera þar lengi að þessu sinní
Séra Lárus lézt ári síðar, en allt-
af minnist hún þeirra hjóna mcíí
ást og virðingu, og tvö elztu,
börn hennar bera nöfn þeirra.
Tvítug kom hún á Síðuna, cjy
hefur verið síðan í Hörgslands-
hreppi. Fyrst var hún í Múla-
koti hjá Bergi Bergssyni, er síðar
bjó á Kálfafelli í uppbænum, ogj
þar kynntist hún fyrst Steinunni
dóttur hans, er síðar giftist Jónl
Steingrímssvni mági hennar, og
nú hefur um áratugi búið ásamt
honum í Prestsbakkakoti. Hafa
þær jafnan síðan verið mjö@
samrýmdar, og síðari árin ætífí-
fylgzt að, er þær hafa komið hing
að í höfuðstaðinn að heimsækjá
börn sín og annað venzla- og
vinafóik Kemur þar fram samá
tryggðin og ætíð hefur auðkennlic
þetta ágæt'sfólk.
Margrét og Steingrímur bjuggu.
í Hörglandskoti á fjórða áratug,
eða þar til Steingrímur andaðist
6. júní 1940. Þau bjuggu þar
snotru gagnsemdarbúi, og ætíf?
var nauðleitarmönnum gott þar-
að koma. Þar ríkti greiðvik ni,
glaðværð og gestrisni. Margrét
kaus sér þann kostinn í lífimv
að endurgjalda þá harðneskju,
sem hún átti við að búa i upp-
vextinum, með mildi og líknsemi
við alla þá, sem bágt áttu, menn
jafnt og málleysingja. Um þaff
var líka maður hennar henni sam
hentur, og börn þeírra, þegar
upp komust. Þess vegna berast
henni nú líka margar blessunar-
óskir og vinarkveðjur á áttræðis—
afmæiinu.
Þrjú eru börn þeirra Margrétar
og Steingríms, Lilja, gift Sveint
Jónssyni húsasmíðameistara fri
Seglbúðum, Lárus, bóndi í Hörgs-
landskoti, kvæntur Sigurlaugifc
Sigurðardóttur og Sigríður, er
átti Sigurjón Skaftason frá Fossi
í Mýrdal, er lézt fyrir fáum ár-
um. Síðan Steingrímur dó, helur
Margrét dvalizt hjá syni sínum
og tengdadóttur, notið ellinnar f
ró og friði, virt og elskuð aí
öllum. Ég bið henni allrar blessr-
unar Guðs á óförnum ævivegi,
og þakka henni alla vináttu í gai'9
mín og minna, og allar liðnar
ánægjustundir, sem við höfunv
mátt njóta í návist hennar.
Björn Magnússon.
Or. Richanf Beck og konu hans
haldih heiðurskvöld á ísafirði
DR. RICHARD BECK og kona
hans komu hingað til ísafjarðar
með flugvél í gærmorgun og i
gærkveldi efndu nokkrir vinir
þeirra hjónanna og kunningjar
til heiðurskvölds fyrir þau í Al-
þýðuhúsinu og var þeim hjónun-
um þar ákaft fagnað.
BOÐIN VELKOMIN
Fyrstur talaði bæjarfógetinn á
ísafirði, Jóhann Gunnar Ólafs-
son. Bauð hann þau hjónin hjart-
anlega velkomin til Vestfjarða og
þakkaði þeim mikið og giftu-
drjúgt starf í þjóðræknismálum
Vestur-íslendinga og islenzkum
menningarmálum vestan hafs.
Bað hann þau bera kveðjur ís-
lendinga til íslendinga í Vestur-
heimi. Er bæjarfógetinn hafði
lokið máli sínu söng karlakór ís-
firðinga þrjú lög undir stjórn
Ragnars H. Ragnar. Var fyrsta
lagið ávarp til Richards Beck,
sem Haraldur Leósson kennari
hafði ort til heiðursgestsins í til-
efni af komu hans til ísafjarð-
ar.
KVEÐJUR FRÁ ÞJÓÐ-
RÆKNISFÉL. í VESTURHEIMI
Þá tók heiðursgesturinn til
máls og þakkaði hann fyrst alúð-
legar móttökur sem þau hjónin
hefðu hlotið og flutti síðan ís-
firðingum kveðjur Þjóðræknisfé—
lags íslendinga í Vesturheimi. —
Eftir það flutti dr. Beck langfc
og snjallt erindi um skáldskap»
og Ijóðagerð Vestur-íslendinga.
Að erindinu loknu var dr. Beck
ákaft hylltur af samkomugestunv
BEÐINN AÐ BERA
KVEÐJUR YFIR HAFIÐ
Síðan ávarpaði Þorleifuir
Bjarnason námsstjóri heiðurs-
gestina og bað þau hjónin bera
hugheilar kveðjur vestur yfijr
hafið. Að lokum mælti Ragnajr
H. Ragnar nokkur orð til ctr.
Beck og bað hann að bera per~
sónulegar kveðjur sínar og kom*
sinnar til allra kunningja þeirra
og vina í Dakota. Síðan söng!
karlakórinn nokkur lög. VaJr
samkoman vel sótt og var í alla.
staði hin ánægjulegasta. J.
NEW YORK — Hermálaráðherra
Bandarikjanna, Charles Wilson,
hefur lýst því yfir, að ekki dugi
að ætla sér að vinna á komju-
únismanum i heiminum með styrj
öld. Rangar hugmyndir verði a*Þ-
eins kveðnar niður með rökum.
A BEZf AÐ AUGltSA ±
T I MORGUNBLA&INU ▼