Morgunblaðið - 22.06.1954, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1954, Blaðsíða 1
16 siður wttbfafoifo 41, árgangur. 138. tbl. — Þriðjudagur 22. júní 1954 Prentsmiðja Morgunblaðsini Guatemala: lippreisitariucnn eiga 250 km ófarna til höfuðborgarinnar Her þcirra skipaður laiidflótta föðurlandsvinum GUATEMALA, 21. júní. — Frá Reuter-NTB ITTVARP innrásarmannanna í Guatemala tilkynnti í morgun, að i herlið þeiria sækti nú fram í þremur fylkingum inn í landið og hyggðist pyðileggja vegi og járnbrautir í suðurhluta þess. Stjórn landsins setti í dsg herlög um allt landið. Arbenz forseti tilkynnti i dag, að síjórnin hefði afráðið að hefja hernaðaraðgerðir móti innrásarhernum. Myndu sjö þús. hermenn vera tilbúnir til að balda af stað og mæta honum. BKIB ÁKVÖRPUNAR Stjórnin hefur hingað til ekki hafizt handa og mun það stafa af því, að, hún hefur viljað bíða eftir ákvörðun Öryggisráðsins í málinu. Arbenz forseti gaf jafn- framt út áskorun til allra bif- reiðaeiganda í landinu að leggjí nú stjórninni lið og afhenda henni farartæki sín. Símasamband er nú aftur kom- ið á milli Guetamala og Banda- ríkjanna og geta fréttamenn sent skeyti sín, en þó eru þau háð nokkru eftirliti. LOFTÁRÁSIR Stjórnin gaf út tilkynningu uni það í dag, að flugvélar innrásar- manna hefðu gert árásir á höfuö- borgina og fleiri borgir landsins. Ekkert var tilkynnt um tjón eða tölu fallinna. íbúarnir hafa verið beðnir um að byrgja ljós í híbýl- um sinum, þegar kvölda tekur. Innrásarsveitirnar eru nú staddar 250 km. frá höfuðstaðn- um og sækja fram til hafnar- bæjarins Puerto Barrias, sem stendur við Karabiska hafið. ÆTTJARÖARVINIR Útvarp uppreisnarmanna til- kynnti í dag að herinn sækti frarn, en hann telur um 5000 manns og jafnframt að hann hefði fólkið í landinu á bak við sig. Castio Armas ofursti, sem er foringi innrásarmanna sagði, að lið sitt væri fyrst og fremst skip- að hermönnum frá Guatemala og birgðir hefði hann fengið frá föðurlandsvinum, sem hefðu flúið land undan ofríki stjórnarinnar. KALKUTTA — Fjallagarpurinn Hillary kom nýlega hingað, hress og alheill. Með bonum var mað- urinn, sem hann bjargaði úr ís- sprungunni. Hinn nývígði biskup gengur úr kór til skrúðhúss. Fremstir á myndinni eru famuli, biskupssveinar, þeir sr. Björn Jónsson (t. v.) ©g sr. Birgir Snæbjörnsson (t. h.) Br. theol. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, vígir dr. theol. Ásmund Guðmundsson til biskups yfir ís- landi. Sitt hvoru megin við þá standa vígsluvottarnir. (Ljósm. MbL: Ól. K. M.) Hátíðleg vígsla dr. Ásmundar Guðmundssonar til biskups Dr. theol. Bjarni Jónsson (ramkvæmdi vígsluna aS viðsföddum á annað hundrað presium IMílumet HEIMSMET Bannisters á mílu vegalengd stóð ekki léngi. I dag bætti ástralski hlaupar- inn Landy metið. Rann hann skeiðið á 3:58,0 min. eða 1,4 sek skemmri tíma en Bann- ister. — Landy setti um leið heimsmet i 1500 m. hlaupi. Var tími hans þar 3:41,9 mín. Kauphækkun LUNDÚNUM — Nýlega var kaup brezku þingmannanna hækkað um helming úr 500 pundum á ári í 1000 pund. Margir þeirra voru þó því andvígir. Fyrsti f undur f rönsku • r stiornannnai i ciag Bao Dai óþægur PARÍS, 21. júní. — Frá Reuter-NTB FRANSKA stjórnin mun halda fyrsta ráðuneytisfund sinn > fyrramálið. Talið er víst að fyrst komi til umræðu Indó-Kína- málin, en stjórnin hefur lofað að finna einhverja skjóta lausn á þeim. Stjórnin er þó bundin af ákvörðun þingsins um, að ekki megi senda nýliða á vígvellina í Indó Kína. SÍÐASTL. SUNNUDAG var dr. theol. Ásmundur Guð- mundsson vígðiir biskup yfir íslahdi. Vígsluria fram- kvæmdi dr. theól. Bjarni Jónsson, vígslubiskup, og fór at- höfnin fram í Dómkirkjunni. Voru þar staddir yfir eitt hundrað prestvígðir menn. Munu aldrei jafnmargir prestar hafa verið samankomnir á einum stað á landinu, að fornu og nýju. Ennfremur voru forsetahjónin, ríkisstjórnin og sendiherrar erlendra ríkja viðstaddir, auk annarra gesta. Fór athöfnin öll hið virðulegasta fram. Var Dómkirkjan ])étt~ skipuð fólki og allmargt manna stóð fyrir utan og hlýddi á athöfnina þar. Hafði gjallarhornum verið komið fyrir utan á kirkjunni. -^ATHÖFNIN HEFST Kl. 9,30 söfnuðust prestar sam- an hempuklæddir í fordyri Al- þingishússins. Héldu þeir þaðan í skrúðgöngu til kirkju um kl. 10, er vígsluathöfnin skyldi hefj- ast. Fyrst fóru prófastar, 17 að tólu, þá prestar og erlendir gest- ir og loks famuli og biskupar, ásamt vígsluvottum. Á fimmtudaginn ber Mendes France upp ráðherralista sinn fyrir franska þjóðþingið. Búist er þá við umræðum um skipunina í ráðherraembættin, ástandið í Norður Afríku o. fl. Hætt er við, að Mendes France lendi í einhverjum erfiðleikum með Bao Dai, höfðingja Viet Nam. Hann gaf út tilkynningu á mánudaginn, sem franskir stjórn arerindrekar í Gtenf telja að miði að því að veikja þar aðstöðu Frakka. OF LITIÐ VALD Bao Dai kvartaði undan því, að stjórn sinni væri ekki veitt nægjanlegt vald til að ráða mál- um sínum af hálfu Frakka. Því gæti hún ekki leyst þau vanda- mál, sem að steðja í Viet Nam. Drottningarheimsókn LUNDÚNUM — Fyrrverandi drottning Spánar, Victoria Engenie eyðir nú sumarleyfis- dögum sínum í góðu yfirlæti í Bretlandi. I DOMKIRKJUNNI Athöfnin í Dómkirkjunni hófst með því að dr. Páll ísólfsson lék forspil. Þá flutti dr. Friðrik Frið- riksson bæn í kórdyrum. Síðan ,var sunginn sálraurinn „Þann signaða dag vér sjáum enn". Þá var tónuð kollekta dagsins og sunginn sálmurinn „Ó, syng þín- um drottni". Þegar hér var kom- ið lýsti dr. theol. Magnús Jóns- son, prófessor vígslu, en að ræðu hans lokinni var sunginn sálm- urinn „Lofið Guð, ó, lýðir, göfg- ið hann". Þá gengu í kór úr skrúðhúsi biskupssveinar, biskupar og vígsluvottar, en á meðan var sung inn vígslusöngur. Síðan flutti vígslubiskup, dr. theol. Bjarni Jónsson ræðu. Að henni lokinni Framh. á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.