Morgunblaðið - 22.06.1954, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.06.1954, Blaðsíða 16
VeduiHfii! í dag: Léttir til. NV-kaldi síðdegis. 138. tbl. — Þriðjudagur 22. júní 1954 BBC-menn í Reykjavík Sjá bls. 8. f " «• . f & W&Wt. --•-■ ~ % IBll ii* i — ' AnpMi I ■■mmm » ■ - — f W*' ■ V —H' * » Þessi mynd er tekin af biskupshjónunum, erlendum fulltrúum og prestum þeim, sem viðstaddir voru biskupsvísluna, en þeir voru um hundrað. — Myndin er tekin í garði Alþingishússins á sunnudaginn. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) , Sex guðfræðingar vígðir í gær Fyrsta prestvígsla hins nýja bishups Afgreiðslu Fossaima flýtt r Islenzkur lögreglumaður og Z amerískir verkamenn særasf i PRESTASTEFNA ísiands hófst í gær með guðsþjónustu og prestvígslu í Dómkirkjunni. Vígðir voru sex guðfræðingar og gerði það hinn nývígði biskup dr. Ásmundur Guðmundsson h. c. «PRESTAR Þessir guðfræðingar hlutu vígslu: Bjarni Sigurðsson til Mos- fellsprestakalls, Grímur Gríms- son til Sauðlauksdalsprestakalls, Kári Valsson til Rafnseyrarpresta kalls, Óskar Finnbogason til Staðarhraunsprestakalls, Þórir Stephensen til Staðarhólspresta- kalls og Örn Friðriksson til Skútu staðaprestakalls. FJÖLDI PRESTA Athöfnin hófst laust eftir kl. 1 í gærdag. Er hún skyldi hefjast hafði mikill fjöldi gesta safnazt saman í Dómkirkjunni og sátu mnstir báðu megin þjónandi prestar utan af landi sem komn- ír voru til þess að vera viðstadd- ir vígsluna. Voru þeir flestir hempuklæddir. VÍGSLU LÝST Athöfnin hófst á því að sung- inn var sálmur. Sér Jón Thorar- •ensen þjónaði fyrir altari. Þá lýsti séra Friðrik Á. Friðriksson sóknarprestur á Húsavík vígslu hinna sex guðfræðinga úr predik- unarstól. Gengu þá prestsefnin í kórinn og fór biskup fyrir. Fylgdu þeim vigsluvottar sem voru séra Frið- rik Á. Friðriksson, Sigurjón Guð- jónsson prófastur, Magnús Már Lárusson prófessor og séra Jón Thorarensen. Voru prestsefnin skrýdd hökli yfir hempunni. EXELCIOR! Mælti biskup til þeirra, hvatti þá til starfa fyrir kírkju og krist- jndóm í landinu og bað þá ekki hvika þótt á móti blési. „Leggið •ótrauðir á brattann" sagði bi^kup. „Brekkubrúnin ber við himin. Exelcior! Hærra, Hærra!“ Vígði biskup síðan prestsefnin sex og las bæn. Þá predikaði einn hinna nývígðu presta sr. Örn Friðriksson. HÁTÍÐLEG ATHÖFN Að síðustu fór fram almenn altarisganga presta og annarra kirkj ugesta. Prestvígsla þessi var hin virðu legasta og hátíðlegasta athöfn. Að vígslu lokinni í Dómkirkj- unni gengu prestar suður í Há- skóla, þar sem fundir prestastefn- unnar fara fram. Piggott rekinn EPSOM — Knapinn, sem vann Derby hlaupið, Pigott var rekinn frá Ascothlaupinu fyrir að beita ólöglegum reiðaðferðum. YFIRVOFANDI er nú verkfall yfirmanna á verzlunarflotanum, sem hefjast mun á fimmtudags- kvöld á miðnætti, hafi samningar ekki tekizt. Hefur Eimskipafé- lagið ákveðið að gera ýmsar ráð- stafanir til að flýta afgreiðslu skipa sinna, svo þau verði komin úr höfn áður en verkfallið skell- ur á. — Það var t. d. unnið af fullum krafti seint í gærkvöldi við losun á vörum úr Tröllafossi. Þá tilkynnti Eimskip í gær að Gullfoss myndi verða Iátinn sigla til Kaupmannahafnar á fimmtu- dag í stað laugardags. Biskupinn gengur úr kór að lokinni prestvígslu. Þá séra Bjarni Sigurðsson, séra Grímur Grímsson, séra Kári Valsson og milli hans og Gríms séra Þórir Stephensen, séra Óskar Finnbogason, séra Örn Friðriksson er að baki. (Ljósm. Mbl. Ól. K.'M.) Ti! óeirða kom í Hamiiionbúðum | KEFLAVÍK, 21. júní. 1 IGÆRMORGUN kom til átaka milli íslenzku lögreglunnar og amerískra verkamanna hjá Hamiltonfélaginu. — Er þeim átök« um lauk, varð að flytja einn lögreglumann og tvo Bandaríkja- menn í sjúkrahús til læknisaðgerða. ; Forsaga máls þessa er sú, dð á sunnudagsmorgun um kl. 9 var íslenzka lögreglan á Keflavík- urflugvelli kölluð í íbúðarskála- hverfi Hamiltonfélagsins. Þar kærði íslenzkur maður yfir því að á sig hefði verið ráðizt. VORU AÐ FÁ NÖFNIN í skála einn, þar sem íslend- ingurinn taldi árásarmennina Matsveinar feildu samningslilboðið AKRANESI, 21. júní: — Sjómenn og vélstjórar á Akranesi sam- þykktu á fundi í gær með öllum greiddum atkvæðum gegn 1 sam- komulag það, sem útgerðarmenn og Alþýðusambandig gerðu með sér um kaup og kjör á síldveiði- flotanum. Matsveinar felldu samningana á fundi í kvöld. í ráði er að 16 bátar fari frá Akranesi á síldveiðar. Einn bát- ur, Reynir, átti að leggja af stað á morgun, en úr því getur ekki orðið. — Oddur. Friðrik tapaði fyrir LundinogPachmann PRAG, 20. júní: — Svíinn Lundin vann Friðrik Ólafsson í 13. umferð á skákmótinu hér og Svíinn Stáhlberg vann Guð mund Pálmason. — í 14. um- ferð vann Guðmundur Hoxha frá Albaníu, en Friðrik gcrði jafntefli við Tékkann Sajtar. — í 15. umferð tapaði Frið- rik fyrir Tékkanum Pachman. — Einar. vera, fóru lögreglumennirnirg sem voru fjórir saman. — Með« an lögreglumennirnir voru að ffi uppgefin nöfn mannanna, setn íslendingurinn taldi hafa ráðizt á sig, kom til óeirða milli lög« reglumanna og amerísku verka« mannanna. SÆRÐIST AF STEINKASTI Barst leikurinn út fyrlv skálann og þar særðist einn lögreglnmannanna á höfði at steinkasti. Og tveir Bandaríkj* mannanna særðust einnig. Herlögreglumenn komu ís- lenzku lögreglunni til aðstoð* ar og er átökunum Iauk vorq Kristján Pétursson lögregiu* maður frá Keflavík og Banda- ríkjamennirnir tveir fluttit í sjúkrahús, en þar var búið að sárnm þeirra, en allifi! mennirnir þrír voru rúmliggj- andi í dag. Rannsókn í máli þessu hóf3Í þegar á sunnudagsmorguninn og stendur enn yfir. Enginn mannanna mun alvar- lega slasaður. j — Helgi S. [ ------------------------I ‘ i 1 Skákrsavígið KBISTNES I VÍFEL8TAÐIR 35. leiknr Vífilsstaða: Kg3—f3 j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.