Morgunblaðið - 22.06.1954, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.06.1954, Blaðsíða 12
MORGVNBLAÐID Þriðjudagur 22. júní 1954 ! vt INNRÖMMUN Tilbúnir rammar. SKILTAGERÐIN Skólavörðustíg 8. HILMAR FOSS lögg. skjala!)ýð. & dómt. Hafnarstræti 11. — Sím; 4824. jPcratiHA JchAAch • IOCCA.TU* SK)ALA»tOArO OC DÓMnXKU* • INMU • KIRKJUHVOLI - SfMI 81655 Peimanenlstofan Tnyólfsat.ræti 6 — Simi 41«» Gísli Einarsson héraðsdómslögmafinr. Málflutningsskrifstofa Laugavegi 20 B. — Sími 82631 Vandaðir trulohinartiringir M.S. „Clillí()SS“ Vegna yfirvofandi verkfalls yf- jrmanna á skipunum er ráðgert að ir;.s. Gullfoss fari frá Reykjavík fimmtudaginn 24. júní kl. 10 síð- degis (í stað laugardags 26. júní) BVo framarlega sem samningar hafa ekki tekizt fyrir þann tíma. Eimskipafélag íslands. Josephine Baker „söng sig inn” að hjörfum áheyrenda Hún hefur haldið 6 kvöldskemmtanir HIN HEIMSFRÆGA söng- og danskona, Josephine Baker, hélt fyrstu skemmtun sína á vegum Tivolis s. 1. laugardag í Austur- bæjarbíói. Var þetta stærsta samkomuhús landsins fullsetið áheyr- endum, sem tóku á móti hinni frægu listakonu, sem farið hefur sigurför um allan heiminn, með innilegu lófataki. SKlPAuTGCRÐ RIKISINS „Esja“ felvstur um land í hringferð 26. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fá- ekrúðsf jarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðis- fjarðar, Kópaskers, Húsavíkur og Akureyrar í dag og á morgun. Farseðlar seldir á fimmtudag. U.s. Herðubreið austur um land til Raufarhafnar 26. þ. m. Tekið á móti flutningi til Horna fjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvík- ur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopnafjarðar, Bakkafjarðar, Þói’shafnar og Raufarhafnar í dag og á morgun. Farseðlar seldir árdegis föstu- dag. Þar sem yfirmenn á kaupskipa- flotanum hafa boðað vinnustöðv- un, ef nýir kaup- og kjarasamn- ingar hafa ekki náðst fyrir kl. 24 á miðvikudag, 23. þ. m., eru vöru- sendendur beðnir að athuga, að varhugavert kann að vera að senda vörur, sem hætt er við skemmdum, til hleðslu í ofan- greind skip í þetta sinn. ÁNÆGJULEG SKEMMTI- STUND Á þeim skemmtunum sem Josephine Baker hefur haldið hér hefur hún dansað og sungið frönsk lög og kúbönsk. Meðferð hennar á lögunum og framkoma er frábær. Strax á fyrstu mínútu „syngur hún sig“ inn að hjört- — Sumarhús Páls Framh. af bls. 7 eyri. Bústað þessum fylgir leigu- lóð, 900 fermetrar að stærð. Gjöf þessi er gefin í tilefni af 60 ára afmæli dr. Páls ísólfsson- ar og á að votta honum þakklæti og virðingu gefendanna fyrir þann vinarhug, sem hann hefur ávalt sýnt Stokkseyringum svo og fyrir þau tónlistarstörf, er hann hefur unnið fyrir íslenzku þjóð- ina. Samkvæmt ofanrituðu afhend- ist dr. Páli ísólfssyni til fullrar eignar og umráða fyrrnefndur bú staður og er honum heimilt að hagnýta sér gjöfina á hvern þann hátt sem honuin þykir henta. BRIMALDAN LYFT LISTINNI TIL FLUGS Þá hélt dr. Páll ísólfsson ræðu, þar sem hann þakkaði hina höfð- inglegu gjöf, sem hann kvaðst taka á móti með hrærðum hug. Komst hann meðal annars svo að orði í ræðu sinni. Hingað á ströndina, þar sem ég sleit barnsskónum, hefur hugur minn æ leitað, hvar sem ég hefi haft næði til að sleppa honum lausum. Og það er sannarlega ekkert undarlegt. Á aðra höndina hinn fagri hringur blárra fjalla og hvítra jökla, ýmist teygjandi sig upp í háloftin í tíbrá sólar- glóðar og sumardagsins eða álút undan sterkum og svölum vind- um norðuríshafsins, og á hina höndina eitt mesta reginhaf ver- aldar, á yfirborðinu oft eins og skuggsjá fornkonunga, sem spegl ar í senn fegurð himinsins og undiröldu úthafsins mikla. Þó ef til vill fegurst og tilkomumest í sogandi brimlöðri hávetrarins og himinháum öldum hans með hvítu faxi. Hafi ég um dagana alið með mér einhverja stóra hugsun, hefur hún frjógvast í leikjum að skeljum og kufungum hér við ströndina og brimaldan lyft henni til flugs. Þá lék hljómsveitin nokkur ættjarðíarlög, en síðan tók til máls Sigurgrímur Jónsson í Holti í Stokkseyrarhreppi. Því næst stjórnaði Páll ísólfsson almenn- um söng af svölum sumarhússins og var vel tekið undir. HÁTÍÐAHÖLD VIÐ KNARRARÓSSVITA Er lokið var athöfninni við af- hendingu sumarhússins, var stig- I ið í bílana og ekið út að Knarrar- 1 óssvita þar semhátíðahöldinhéldu áfram til kl. 7 um kvöldið. Þar (flutti ræðu Grímur Bjarnason pípulagningameistari í Reykja- vík. Einnig fluttu þar ræður Ásgeir Eiríksson og Jarðþrúður ( Einarsdóttir. Kirkjukór Stokks- eyrarkirkju söng og lúðrasveitin lék. Þá stjórnaði dr. Páll Isólfs- son einnig almennum söng þar. ' Um kvöldið var dansað bæði í samkomuhúsi Stokkseyrar og í barnaskólanum. Voru hátíðahöld- in hin ánægjulegustu og fóru Ifram Stokkseyringum til mesta * sóma. — M. Th. um viðstaddra — og fyrr en var ir er dagskráin á enda — og aft- ur tekur við hinn grái hversdags- leiki. Stund á skemmtun hjá Josephine Baker er stund í öðr- um heimi. Aðstoðarmenn tveir komu með henni — leikur annar þeirra á píanó en hinn á „bongo“ (trumba). Þeir ásamt hinum ísl. aðstoðarmönnum, Carl Billich og félögum hans, eiga sinn þátt í því hve skemmtunin er ánægjuleg, Haraldur Á. Sigurðsson var kynnir og það starf var hægt að leysa af hendi mun betur en hann gerði. KÆRKOMINN GESTUR Josephine Baker hefur nú með komu sinni til Reykjavíkur bætt enn einu nafni á listann yfir þau lönd og borgir er hún hefur skemmt í. Hvarvetna hefur henni verið frábærilega tekið og hinn langi listaferill hennar og marg- ítrekaðar heimsóknir hennar til stórborga heimsins ásamt heim- boðum til þjóðhöfðingja og stór- menna sanna að list hennar hef- ur hrifið menn. Mannúðarstarf listakonunnar hefur Og Orðið til að vekja menn til umhugsunar — svo hvarvetna hefur hún ver- ið góður og kærkominn gestur. Og það er hún í Reykjavík einnig. Skólakirkja Mýrarhúsaskóla Á ÁRINU 1946 var stofnaður sjóður til minningar um Ólaf Guðmundsson óðalsbónda í Mýr- arhúsum á Seltjarnarnesi, — fæddur 7. júlí 1832, dáinn 28. marz 1887. Skyldi sjóðnum varið til bygg- ingar kirkju, sem næst núverandi Mýrarhúsaskóla, sem byggður var í framhaldi af brautryðjanda- starfi hans í skólamálum. Við síðustu áramót nam sá hluti sjóðsins. sem er í minni vörzlu kr. 185.507,04 og í vörzlu hreppsnefndar Seltjarnarnes- hrepps kr. 140.857,44 eða samtals í Skólakirkjusjóðnum kr. 326.364, 48. — I þennan sjóð hefur mér nýlega borízt kr. 100,00 áheit frá N. N., sem hér með kvittast fyrir með þakklæti. Jón Guðmundsson, Nýjabæ. FulHrúaráðsfundi KRFl lýkur í kvöld 19. JÚNÍ fagnaður Kvenréttinda- félags íslands var haldin í Tjarn- arkaffi s.l. laugardag. Sóttu hann um 90 konur, m. a. 12 vestur ís- lenzkar. Fluttu þær kveðjur og frásagnir af kvenfélögum vestan hafs. — Einnig voru fluttar marg ar ræður. Fjórar skáldkonur lásu upp úr kvæðum sínum. Þá söng ungfrú Þóra Matthíasson við mikla hrifningu. Skemmtu konur sér hið bezta. Fulltrúaráðstefna KRFÍ var sett í hófinu af formanni félagsins, frú Sigríði J. Magnússon. Fer hann fram í Sjálfstæðishúsinu og lýkur í kvöld. — Konur þær,‘ sem áhuga hafa á málefnum fundar- ins, eru velkomnar á hann meðan húsrúm leyfir. Fundarkonur heimsóttu for- setahjónin að Bessastöðum og skoðuðu staðinn. Framh. af bls. 8 hingað til Reykjavíkur að lok- inni norðurferð sinni og hafa þá hér nokkra viðdvöl, en halda síð- an til Englands. Á síðustu árum hafa augu manna opnast æ betur fyrir þeirri staðreynd, að erlendir ferðamenn eru hverju landi happafengur Og drjúgur gjaldeyrisauki á þessum síðustu og verstu tímum. íslenzk- ir aðilar hafa um nokkurt skeið haft uppi landkynningarstarfsemi í þeim tilgangi að auka hingað ferðamannastrauminn og er það þörf Og þjóðnýt starfsemi. Ljóst er, að blöðin og útvarpið eru áhrifamestu tækin til þess að hafa áhrif á almenningsálitið Og beina hugum manna erlendis í norðurátt, er þeir taka að hugsa um hvar sumarleyfinu skuli eytt. En meinið er, að fátt fréttnæmt skeður á íslandi, svo efni um landið Og atburði þess er sára sjaldséð í erlendum blöðum, og heyrist vart í útvarpi. Það er því gleðiefni, að stærsta og vandaðasta útvarp veraldar B.B.C. skuli senda fulltrúa sína hingað norður í landkynningar- skyni Og þarf ekki að fara í graf- götur um hve dýrmæt kynning það er landinu. Óhætt er að segja, að í því féí- ist meira auglýsingagildi en t nokkru öðru, sem á stofn yrði komið af svipuðum toga spunnið. Má með sanni segja, að sú auglýs- ing sé gulls ígildi. Ferðaskrifstofa ríkisins hefur greitt götu útvarpsmannanna og skipulagt ferð þeirra um landið í efnisleitinni. Þáttur þeirra félaga mun birtast í þeirri dag- skrá, sem nefnd er „Light Pro- gram“ og mun Mbl. skýra frá hvaða dag það verður og hve- nær. ggs. BEZT AÐ AUGL'ÝSA I MORGUNBLAÐim ■ enrmrtfimv Frá félagi Eiúsinæðraslialakeiinara Af ófyrirsjáanlegum atvikum verður aðalfundi félagsins frestað til 28. ágúst n. k. STJÓRNIN ■ 4 3 Þeir félagar, sem ætla á hestum til Akureyrar, og óska að hafa samstarf um ferðina, ennfremur þeir, sem senda sýningarhross, tali við Kristján Vigfússon, Lindargötu 26. STJÓRNIN Aðaliundur Félags sérleyfishafa verður haldinn í Breiðfirðingabúð miðvikudaginn 23. júní 1954 og hefst klukkan 2 e. h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN 3 »4 f * Tiftkynnmg frá Sokkaviðgerð Unnar Haraldsdóftur ¥■ Tekið á móti sokkum til viðgerða í Sápu- húsinu, Austurstræti 1. Afgreiðslutími 2 dagar. SKIPSTJORA vantar á 46 tonna bát. — Uppl. hjá Farmanna- og fiski- mannasambandi íslands til kl. 2 í dag — Sími 5653. Síldursiúlkur vantar á Söltunarstöð Hafsilfurs h. f. á Raufarhöfn. Upplýsingar í skrifstofu SVEINS BENEDlKTSSONAR EÍhfnarstræti 5 — Sími 4725 Miu Miiiiimmn ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.