Morgunblaðið - 01.07.1954, Side 1
16 sáður
41, árganfoí.
146. tbl. — Fimmtudagur 1. júlí 1954.
Prentsmiðja Morgunblaðsin*
Bólmys’kvimn s
Konr fæddu fyrir tímann í Höfn
Vísíndarannsóknir gengu illa sökum
dimmviðris
Ósló, 30. júní. — Frá Reuter-NTB.
FRÉTTIR hafa nú borizt af sólmyrkvanum frá hinum ýmsu lönd-
um heims. í þaim öllum fóru fram vísindarannsóknir, en auk
þess hafa milljónir manna fylgzt með þessu einstæða náttúru-
fyrirbrigði alit vestan frá Bandaríkjum austur til Indlands. Óvíða
mun myrkvinn hafa sézt jafn vel og frá suðurhluta íslands.
SJÓNVARPAÐ
í Bandaríkjunum sást myrkv-
inn allvel, enda veður sæmilegt.
Milljónir manna fylgdust með
myrkvanum í sjónvarpi. Teknar
voru kvikmyndir fyrir sjónvarp-
ið úr flugvélum og allar útvarps-
stöðvar höfðu fréttamenn í flug-
vélum, sem skýrðu hlustendum
frá þróun myrkvans.
í Evrópu var veðrið víðast
slæmt og gengu því vísindarann-
sóknir illa. Fólk hafði safnazt
saman á húsþökum og götum úti
til þess að horfa á myrkvann. í
Færeyjum hindraði slæmt veður
sýn til myrkvans, en eyjarnar
voru í miðju beltinu. í Svíþjóð
var heiðríkt loft yfir Gotlandi og
suðureyjunum, en ella slcýja-
þykkni, þar sem myrkvinn var
algjör og mistókust því vísinda-
rannsóknir víða.
DÝR ATHUGUÐ
Vísindaleiðangrar, sem höfðu
aðsetur í austurrísku ölpunum og
í Pýreneafjöllunum unnu og verk
sitt við slæm veðurskilyrði. Hins
vegar sást deildarmyrkvinn úr
, mörgum löndum álfunnar.
í Úkraínu var sólmyrkvinn kl.
16.12 eftir rússneskum tíma og
flutti Moskvuútvarpið samfellda
frásögn af myrkvanum. í Þýzka-
landi og Ítalíu yfirgaf fólk vinnu
staði sína til þess að sjá myrkv-
ann, sem þar var þó aðeins deild-
armyrkvi.
Danskur fæffingarlæknir
skýrir svo frá, aff margar kon-
ur í Höfn hafi fætt fyrir tim-
ann sökum sólmyrkvans, en
þaff var vitaff frá fyrri reynslu,
aff svo myndi fara.
í dýragörðum víðsvegar um
Evrópu voru dýrafræðingar á
varðbergi til þess að athuga áhrif
myrkvans á hin margvislegustu
dýr, en slíkt tækifæri til athug-
unar hafa þeir ekki haft áður.
Fuglafræðingar fóru og á stúf-
ana sömu erindagjörða.
Armas notaði .
dönsk vopn
KAUPMANNAHÖFN, 30. júní.
— Það hefur vakið athygli með-
al manna, sem bera skynbragð á
vopn í Danmörku, að vopn þau,
sem innrásarherinn í Guatemala
notaði, líkjast mjög danskfram-
leiddum vopnum. Er hér eink-
um um að ræða hina svonefndu
Madsen-vélbyssu af gerðinni frá
1946.
Er hún framleidd af Industri-
syndikatinu í Höfn, sem er til
húsa í Fríhöfninni.
Danska blaðið Information hef-
ur rannsakað málið og komizt
að þeirri niðurstöðu, að fyrir
nokkrum vikum seldi verksmiðj
an 500 byssur af þessari tegund
til Caracas í Suður-Ameríku. —
Jafnframt fór nokkur vopnasend-
ing til Bandaríkjanna. Þykir nú
öruggt að uppreisnarmenn hafi
unnið sigur sinn með byssum frá
Dönum. — Reuter-NTB.
¥opnahlésumræður
í Sii Sulvudor
Kommúnlstar unnvörpum handleknir
Frá Reuter-NTB
★ NEW YORK, 30. júní: — Eins
og BBC skýrffi frá þegar í gær
hættu bardagar í Guatemala
seint í fyrrakvöld. Samdi þá
hinn nýi forseti landsins, Mon-
jí zan ofursti viff Armas foringja
innrásarmanna og lögffu báffir
herirnir niður vopn. Lífið
gengur nú aftur sinn vana
gang í landinu eftir hina
óvenju stuttu styrjöld, sem þar
var háff og stóff affeins í 10
daga. Hin nýja bráffabirgða-
stjórn 'andsins, sem háttseltir
hershör'oingjar skipa, hefur
•fa gefiff út tilkynningu til íbúa
landsins um aff láta af hendi
öll þau vopn, sem í þeirra fór-
ur hafa komiff meðan á bar-
dögum stóð.
Þessi mynd sýnir sólmyrkvann á hinum mísmunandi stigum. — Myndin lengst til vinstri sýnir, er
skuggi tunglsins hefur færzt allmjög yfir sólina og þurrkaff út hluta hennar fyrir sjónum manna. Er
sú mynd tekin nokkrum mínútum fyrir hádegi. Næsta mynd sýnir deildarmyrkvann svipaffan og
hann ss.st frá Reykjavík og mörgum löndum Suffur-Evrópu. Þar sést affeins lítiff brot sólarinnar fram
hjá skugga mánans. Myndin er tekin á hádegi. — Síffasta myndin sýnir algjöran sólmyrkva, er rökkur
hafði lagzt yfir landiff og sólin var formyrkvuð með öllu. Kórónan sést sem daufur geislabaugur utan
um svarta sólina. Myndirnar eru allar teknar í Vík í Mýrdal af Ijósm. Mbl. Ólafi K. Magnússyni.
Sólmyrkvínn —
Stórkostlegustu núttúrulyrir-
brigði síiun Heklu guus
k Skcgasandi íéil myrkur yfir
1 og stjörnur skinu á himsii
E.U.P. hættir
að ári
PARIS, 30. júní: — Sú ákvörff
un var tekin á fundi greiffslu-
bandalags Evrópu í dag, aff
þaff skyldi a'ðcins starfa í eitt
ár enn. Bandalagiff var stofn-
að fyrir nokkrum árum til
þess aff auðvelda þjóðum að
ráða bót á gjaldeyrisörðug-
leikum sínum og hafa íslend-
ingar mjög notið góffs af því.
— Reuter-NTB
Fyrr í dag gaf Castillio Armas
út tilkynningu um, að vopnahléff
skyldi vara þar til formlegar við-
ræffur um frið gætu hafizt, en
ákveðiff hefur verið, aff þær
skuli fara fram í San-Salvador-
ríkinu.
Sérstök áherzla er nú lögff á
það í Guatemalaborg aff elta uppi
og hneppa í fangelsi alla komm-
únista, hvar sem þeir finnast.
Mikill mannfjöldi hefur safn-
azt saman fyrir framan mexík-
anska sendiráðið, en lausafregnir
herma, aff þar hafi Arbenz forseti
og aðrir kommúnistaforsprakkaf
leitað hælis. Fréttir frá Hondúras
segja, affi meixikanska stjórn.in
muni senda flugvél eftir Arbenz,
sem ætlar að setjast að í Mexíkó.
Gleði ríkir í landinu yfir vopna-
hléiuu.
ÞEIR, sem sáu sólina almyrkvast í gær voru vitni aff einu stór-
kostlegasta náttúrufyrirbæri, sem augum getur aff líta. Um
hádaginn féll myrkur yfir landið, napur gjóstur næddi um menit
og skepnur, og stjörnur skinu á himni eins og á vetrarnóttu. Þar
sem fréttamenn Mbl. voru staddir á Skógasandi undir Eyjafjöllum,
stóff hinu algeri sólmyrkvi í rúmlega eina mínútu. Aff þeim tíma
loknum kom örlítil rönd af sólinni fram undan tunglinu og innaw
skamms skein hún glatt í heiði. Heimurinn varð á ný bjartur og
hlýr, þar sem fyrir örskammri stundu hafði ríkt hrollvekjandi myrk-
ur og kuldi.
SOLMYRKVAFLUG
MEÐ SNÆFAXA
Gærdagurinn rann upp heiður
og bjartur hér sunnanlands. Var
það mjög mikils virði fyrir vís-
indalegar rannsóknir á sólmyrkv-
anum. Flugfélag Islands vildi
gera sitt til þess að auðvelda
blaðamönnum að fylgjast með
þessu merkilega náttúrufyrir-
brigði og bauð þeim þessvegna
með f sólmyrkvaflug (sbr. mið-
nætursólarflug) til Vestmanna-
eyja. Skyldi sú ferð hefjast laust
fyrir kl. 11 árdegis. En vindur
gerðist þá of hvass til þess að
unnt væri að lenda á flugvellin-
um í Eyjum. Var þessvegna stefnt
austur á Skógasand undir Eyja-
fjöllum, sem einnig var á þvi
svæði, þar sem almyrkvi mundi
verða á sólu. Fararkosturinn var
Snæfaxi, hin nýja Douglasdakota
vél Flugfélagsins. Var hún full-
skipuð farþegum, ungum og
gömlum, konum og körlum.
Yngsti farþeginn mun hafa verið
innan við 10 ára en hinn elzti á
áttræðisaldri.
FÖGUR FJALLASÝN
Þegar flogið var austur með
landinu var útsýni hið fegursta.
Suðurlandsundirlendið breiddi úr
s*ér með nýslegnum lúnum, stór*
fl.iótum sínum, ægisöndum og
brimfextri strönd. Inn í landinu
blöstu við eldfjöll og jöklar, úti
í hafi risu Vestmannaeyjar upp
úr Djúpinu. Yfir þetta svipmikla
land skein júnísólin, heit og sterk.
En innan skamms mun hún
sortna og dimmur skuggi sól-
Framh. á bls. 2
Þessi mynd er tekin, þegar almyrkvinn á sólu stóff sem liæst. Skuggi
mánans hyiur sélina ra:ff öllu, svo hún verffur affeins svört kringla
á himinhvolfinu. Myndin er tekin frá Skógusandi í Rangárvalia-
sýslu, en þar stóff almyrkvinn í um eina mínútu. Myrkur ríkti þegar
myndin var tekin. — Ljósm.: Þ. R. Jónsson. j