Morgunblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.07.1954, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 1. júlí 1954 MORGUNBLAÐIÐ 11 Smíðaskólinn í Hólmi ÞEGAR komið er austur yfir Eldhraunið í Vestur-Skaftafells- sýslu tekur Landbrotið við. Það er lítil sveit í bugnum vestan Skaftár, fræg fyrir sína óteljandi hraunhóla. Skammt austan við Eldhraunið standa tveir bæir norður undir Skaftá. Það ber ekki mikið á þeim frá veginum að sjá. Þeir eru hálf-faldir bak við grasi gróna og mosivaxna hólana, sem fylla þessa sér- kennilegu sveit. Vestri bærinn heitir Ytri-Dal- hær. Hann á sína sögu, þótt ekki sé hún þekkt, og ekki verður hún skráð hér. Sá bærinn, sem austar stendur heitir ílolmur. Sú stofnun sem nú er rekin í Hólmi er tilefni þessa greinarkorns. AÐDRAGANDI Haustið 1938 andaðist hinn nafn kunni rafvirki Bjarni Runólfs- son í Hólmi. Ekkja hans, Val- gerður Helgadóttir, gaf Búnað- arféiagi íslands jörðina, ef það mætti verða til þess að ekki félli með öllu niður það nytjastarf, sem verið hafði dagsverk þess nafnfræga skaftfellska völundar. Búnaðarfélagið þáði gjöfina, en hús og mannvirki á jörðinni voru keypt fyrir 54 þús. kr. Nokkur ár liðu unz félagið kom þarna starfsemi á fót. Stóð helst á manni til að veita henni for- Stöðu, enda á fárra færi að taka upp merkið þar sem Bjarni Run- óifsson féll frá. SKÓLASTJÓRINN KEMUR Árið 1942 fluttist Valdimar Runólfsson, bróðir Bjarna, að Hólmi og tók þar við jörð og þúi. Valdimar er trésmíðameist- eri að iðn og hafði þá lengi stund- Bð húsbyggingar í Reykjavík og yerið um hríð formaður í félagi trésmiða í höfuðstaðnum. Kvænt- ur er Valdimar Rannveigu systur Valgerðar frá Hólmi og eiga þau þrjá syni. Strax og Valdimar Rimólfsson Irom að Hólmi, tók hann til óspilltra málanna við að undir- þúa stofnun smíðaskóla á staðn- vm á vegum Búnaðarfélagsins. Byrjaði hann á að endurbyggja gamalt ítr'ðarhús, stækka það og Jagfæra, svo að hægt væri að ncta það til kennslu og íbúðar íyrir nokkra nemendur. Var það 8ö vísu úr steinsteypu en all- lirörlegt orðið. Endurbygging hússins var mikið verk og taf- Bamt svo sem oft vill verða þeg- @r lagfæra skal Og endurnýja Valdimar Runólfsson. hússins að mestu lokið um ára- mótin 1945—’46. Þá komu fyrstu nemendurnir að Hólmi., Síðan hefur skólinn starfað alla vetur að undanskyldum vetrinum 1949—1950. Fæstir hafa nemend- urnir verið fimm en flestir átta, enda rúmar skólinn ekki fleiri í núverrndi húsnæði. Alls hafa tæplega 50 nemendur sótt skól- ann þessi ár. Eru þeir úr flest- um sýsium á landinu, en flestir af Norðaustur-landi. Hafa þeir yfirleitt reynst námfúsir og ár- vakir við smíðarnar og reynt að notfæra sér bæði bóklega og verklega kennslu eftir því sem ástæður hafa leyft. — Næstum allir nemendurnir hafa verið úr sveitum. Fæstir af þeim hafa notið nokkurrar kennslu annarr- ar en barnafræðslu áður en þeir komu að Hólmi. NÁMSTILHÖGUN Námstíminn í Hólmi er sex mánuðir, byrjar með nóvember og stendur til aprílloka. Venjulega er unnið að smíðum 7 klst. daglega. Þó dragast frá 2—3 stundir tvisvar í viku ul náms í íslenzku og reikningi. Lesin hefur verið Njála með skýr ingum og nokkrar æfingar hafð- ar í stafsetningu og stílagerð. Reikningskennslunni hefur ver ið hagað eftir því hvernig kunn- áttu hvers árgangs hefur verið háttað. Eftir kl. 5 á daginn er ætlast til að nemendumir smíði fyrir sig sjálfa. Hafa þeir yfir- leitt stundað smíðina prýðilega og náð ótrúlegri leikni og af- köstum. { Séð heim að Hólmi. það sem gámalt er og úr sér jgengið. Þó var viðgerðinni að Inestu lokið í árslok 1945. Húsið er tvær hæðir og kjallari. I kjallaranum er komið fyrir ýmsum rafknúnum trésmíðavél- Um. s. s. sög, hefli, borvél o. fl. !Á næstu hæð er vinnustofa nem- ©nda. Þar er hægt að koma fyrir átta hefilbekkjum. Auk þess er é hæðinni snyrtiklefi og eitt lítið herbergi. Á efri hæðinni, sem er með tveimur kvistum. eru tvær rúm- góðar stofur í suðurhlið en að Dorðan fjögur lítil svefnherbergi, hvert fyrir tvo nemendur. Borð- $tofa, eldhús og íbúð ráðskonu er I íbúðarhúsi skólastjórans, sem er áfast skólahúsinu. t SKÓLINN TEKUR TIL STARFA i Eins og áður segir, var viðgerð Eftir hvert námsár hefur verið haldin sýning á smi|Ciisgripum nemendanna og hefur það al- mennt komið fólki á óvart hve mikið og vel hefur verið unnið á ekki lengri tima. En það sýnir hverja alúð skólastjóri og nem- endur hafa lagt við skólastarfið yfir veturinn. HYAÐ HF.FUR VF.RID SMÍÐAÐ Áherzla hefur verið lögð á að æfa nemendur í smiði þeirra muna, sem nauðsynlegir eru á hverju heimili, s. s. eldhússtólar og skápar, hillur, borð o. s. frv. Ennfremur hefur skólinn tekið að sér að smíða hurðir og glugga, innréttingar í eldhús, geymslu- skápa í nýbyggingar o. m. fl. Þá hafa ýmsir munir verið teknir til viðgerðar. Fyrir sjálfa sig hafa nemend- urnir flestir smíðað hefilbekki og næstum allir hafa þeir smíðað stofuskápa, sem hafa verið hin fallegasta og vandaðasta smíð. Má verðleggja þessa muni næst- um á sömu upphæð og fæðis- kostnaður nemenda hefur numið yfir veturinn, enda hefur verið reynt að stilla öllum kostnaði svo i hóf sem mögulegt hefur verið. Ráðskona skólans hin síðari ár hefur verið Sveinbjörg Jónsdótt- ir, Heiðarseli, Síðu. S. 1. vetur tóku nemendur það upp hjá sjálfum sér að nota frí- stundir sínar til að smíða smá- hillur og tínur og skera þær út og myndskreyta. — Voru margir þessara muna einkar fallegir, og er vonandi að framhald verði á þessu næsta vetur. Smíðaskólinn í Hólmi er ekki gamall. Eirls og sagt er hér að I framan hefur hann aðeins starfað í 8 ár. Samt hygg ég að sú reynsla hafi fengist af þessari starfsemi að hún bendi í áttina, sem halda ' skal. Fjölmennur smíðaskóli, sem ^ gæti rúmað tugi nemenda mundi I vera svo dýr í byggingu og erfið- I ur í rekstri, að það mundi reyn- ! ast flestum sveitapiltum um ! megn að kosta sig þar til náms. Minni skólar með sem næst ein- um tug nemenda virðast langt- um hentugri og sá nemendahóp- ur e. t. v. tvískiptur, undir stjórn ötulla og úrræðagóðra manna, ætti að geta tekið að sér bygging- ar húsa að öllu leyti og slegið tvær flugur í einu höggi: lært af reynslunni og byggt upp í sveit- unum bæði íbúðar og penings- hús. Smíðaskólinn í Hólmi er vísir í þessa átt, en ekki er ennþá séð hvert framhaldið verður. En ég hygg að það sé engin tilviljun að hann er staðsettur í þeirri sýslu þar sem hagleikur og hug- kvæmni í verklegum efnum er ríkari heldur en í flestum eða öllum öðrum byggðum lands- ins. G. Br. Ágæfar hayskapar- horfur í Hi hreppi BORG, Miklaholtshreppi, 15. júní — Hér í Miklaholtshreppi hófst sláttur hinn 9. þ.m. og hefir aldrei verið byrjað að slá svo snemma, elztu menn muna ekki slíkt. Stöð ugir þurrkar hafa verið núna undanfarið og er búið sumstaðar að ná inn í hlöðu vel þurri, hvann grænni töðu. Verði útlit fyrir áframhaldandi þurrka, þá mun verða haldið áfram að slá af fullum krafti. Nýlega var haldinn aðalfundur búnaðarsambands Snæfellsnes- sýslu, var fundurinn haldinn í félagsheimili Miklaholtshrepps að Breiðabliki. Mættir voru full- trúar úr öllum hreppum sýslunn- ar nema Fróðárhreppi. Mörg mál voru afgreidd á fundinum. Fulltrúi á Búnaðarþing til næstu fjögra ára var kjörinn Gunnar Guðbjartsson bóndi á Hjarðarfelli, varamaður var kjör inn Páll Pálsson bóndi á Borg. Stjórn búnaðarsambandsins skipa nú: Gunnar Jónatansson, Stykkishólmi formaður, Gunnar Guðbjartsson, bóndi, Hjarðarfelli og Þórarinn Bjarnason, bóndi, Hlíðarholti, Staðarsveit. Ákveðið er að hinn árlegi bændadagur Snæfeliinga verði að Breiðabliki í Miklaholtshreppi h. 24. júní n.k. Mun verða vandað til dagskrárinnar, því bændur og húsfreyjur munu fjölmenna þann dag að Breiðabliki. — P. P. TIL MOSKVU LUNDÚNUM — Nefnd brezkra Verkamannaflokksþingmanna heldur til Kína í ágústmánuði. Mun nefndin dveljast tvo tíma í Moskvu. Fararstjóri er Attlee. Bevan er einnig með í förinni. Bragi Steingrímsson, dýralæknir: DÝRALÆKNINGAMÁL ÞAÐ getur verið nokkrum vand- kvæðum bundið að ræða dýra- lækningamál í viðtalsformi í út- varpi. Þá er erfitt að svará í stuttu máli aukaspurningum óviðbúinn um heilsufar búfjár- ins. — Það er ekki aðalatriðið að vera með mælgi um þau efni, heldur fyrst og fremst að athuga vel einstök atriði í því sambandi. Kúasjúkdómar hafa á seinni árum valdið vaxandi vandræðum hér á landi og fjárhagslegu tjóni. Krampadoði (tetani), sem stund- um lýsir sér sem bráðadauði hjá kúm, verður með ári hverju al- gengari. Menn hafa litið vitað orsakir kúadauðans hér á landi. Ég hygg að algengasta orsök kúacjpuðans hafi verið krampa- doði. Vitanlega geta sjúkdóms- orsakirnar verið margvíslegar. T. d. visst fóður getur valdið banvænni lifrarbólgu. Líka getur járn í kúm valdið bráðum bana o. s. frv. Fyrir 15—20 árum var krampa- doði mjög algengur í kúm í ná- grenni Reykjavíkur, en lýsti sér þá sjaldan sem bráðadauði. Síð- an hefur veikin magnazt veru- lega víða á landinu og bráðdrpp- ur oft kýrnar. Af þessum ástæð- um er mikil nauðsyn á því að menn viti um orsakir veikinnar, sérstaklega ef hægt væri að koma í veg fyrir hana. Einkum þurfa menn á þeim stöðum þar sem árlega drepast margar kýr að vita hvað hægt er að gera til varnar. Það var mjög fróðlegt að kynn- ast sömu veiki í kúm í Þýzka- iandi og fá að vita að veikin er engan veginn bundin við íslenzk- an bústofn. Það er staðreynd að orsakir veikinnar eru þekktar og það hefur tekizt að koma í veg fyrir hana. Krampadoði kemur í þýzkar kýr sem gefin er sérstök bráð- sprottin taða. Taða þessi vex einkum á engjum sem nefnast „Rieselfelder“, (áveituengjar). Á engjar þessar er veitt frárennsl- inu frá stórborgum. Það er köfn- unarefnisríki áburðufinn, sem veldur hinni öru sprettu á engj- unum. Álitið er að efnahlutföllin í þessari bráðsprottnu töðu séu of þröng eða of mikið af eggja- hvítu samanborið við kolvetni. Reynslan hefur sýnt, að það er hægt að koma í veg fyrir krampa doða í kúm ef þeim er gefið ann- að fóður með kraftmiklu töð- unni af áveituengjunum. Á þenn- an hátt hefur að miklu leyti tek- izt að útrýma veikinni. Fóðrið sem kúnum hefur verið gefið með bráðsprottnu töðunni hafa verið rófusneiðar (úrgangur frá sykurvinnslunni) og hálmur. — Þessi fóðurbreyting er mikilvæg- asta atriðið til þess að útrýma krampadoða. Þá ber að hafa hugfast, að með einhliða og óhófslegri áburðar- notkun, sérstaklega af köfnun- arefnisríkum áburði og kalí- áburði er hægt að breyta töð- unni í óhollt fóður handa kúm. Fosfor og kalkáburð verður líka að nota á túnin. Til þess að forð- ast krampadoðann hefur líka reynzt vel í Þýzkalandi að nota steinefnablöndu handa kúm eins og farið er að nota á íslandi og Dr. Bruckner dýralæknir fór fyrstur að nota. Þess er enginn kostur að draga verulega úr notkun köfnunar- efnisáburðar við íslenzka tún- rækt, því eitt mikilvægasta at- riðið í íslenzkum landbúnaði er mikil fóðuröflun. — Hins vegar verður að athuga áburðarspurs- málið vandlega á þeim stöðum þar sem krampadoði hefur gert vart við sig, byggja meir á vís- indum og láta handahófið í áburð arnotkun ekki vera ríkjandi. Til þess að fyrirbyggja veik- ina gæti verið nauðsynlegt að flytja inn erlent fóður til þess að gefa með bráðsprottinni töðu. Þá þyrfti fyrst og fremst að flytja inn rófusneiðar. Á þeim er mikið framboð og þær eru ódýrt fóður. Kúasjúkdómum þyrfti að veita miklu meiri athygli en gert er á íslandi. Yfirleitt er mikils um vert að eiga hraustar kýr, því þær einar geta framleitt heiL næma mjólk handa uppvaxandi æskulýð. Mjólkin er ein þýðing- armesta fæðutegundin í landint. Það væri vel til fallið i sam- bandi við krampadoðann .og aðra kúasjúkdóma að fá hingað til lands frægan dýralækni og reyndan til þess að gefa holl ráð og rannsaka kúasjúkdóma. Þá myndi ég mæla með próf. Rosen- berger frá Dýralæknaskólanum í Hannover. Próf. Rosenberger hefur að undanförnu gert ýmsar þýðing- armiklar rannsóknir á garna- veiki í kúm. Hann hefur t. d. þaulprófað þau ,,paratuberkulin“ sem hæfust eru til að finna mcð garnaveiki í kúm. í Hannover var verið að gera tilraunir með inngjafir á „super- fosfati“ við garnaveiki í kúm. Það er ekki talið að þetta efni drepi garnaveikissýklana, sem. sitja djúpt í slímhúð meltingar- færanna. Það er álitið að focv- forinn í superfosfati örfi efna • skiptin í líkamanum og á þann hátt er reynt að skýra þau heilsu- bætandi áhrif, sem superfosfat- inngjafir hafa haft á garnaveik- ar kýr. Það hafa verið reynd fleiri lyf við garnaveiki og hafa þau haft heilsubætandi áhrif. — Superfosfatið hafði betri áhrif á kýrnar en hin lyfin. Kýrnar fóru að þyngjast á tiltölulega stuttum tíma, meltingin varð miklu belri, hárlag og útlit skepnunnar varð miklu frísklegra. Bændur á Aust- urlandi hafa á undanförnum ár- um haft mikinn áhuga fyrir þvi að fá slíkt lyf, sem gæti bætt kindum garnaveiki. Það er þýð- ingarmikið að fá úr því skorið hvort superfosfatinngjafir hand'a j fé gætu haft fjárhagslega þýð- , ingu í sauðfjárbúskap hér á landi, : þó ekki lækni þeir veikina. Það má vænta þess að þessar inn- gjafir gætu bætt holdafar kind- anna og að ær, sem drepast að öðrum kosti nokkru fyrir sauð- burð, gætu náð nokkrum bata. Þess væri líka full þörf að hægi væri að létta verulega á þeim út- gjöldum sem afurðatjón bænda vegna garnaveiki bakar rikis- sjóði. Egilsstöðum 10. júní 1954. Bragi SteingTÍmsson. Vestur-klendinpr minnast 10 ára 1 aftnæli íslemka lýðveldisins TÍU ára afmæli íslenzka lýðveld- isins var minnzt í Winnipeg 17. júní með útvarpsdagskrá og al- mennri samkomu. Útvarpað var hálftíma dagskrá frá aðalútvarps stöð borgarinnar og fluttu ávörp þeir, dr. Valdimar J. Eylands, forseti þjóðræknisfélagsins og Thor Thors sendiherra. Var ávarp hins síðarnefnda flutt af hljómplötu. Dagskránni lauk með því að leikið var „Ó guð vors lands“. Þjóðræknisdeildin Frón í Winnipeg efndi til samkomu að kvöldi þess 17. júní og stjórnaði Jón Jónsson forseti- deildarinnar henni. Kveðja barst frá Thor Thors, en ræður fluttu Björn Sig- urbjörnsson, fyrir minni Jóns Sigurðssonar, og séra Bragi Frið • riksson, lýðveldisdagsminningu, Einar Páll Jónsson flutti frumort kvæði og lesið var einnig kvæði eftir Sigurð Júl. Jóhannesson. Elma Gíslason söng einsöng og Þóra Ásgeirsson lék einleik á píanó. Samkoman var fjölmenn og þótti takast vel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.