Morgunblaðið - 01.07.1954, Síða 2

Morgunblaðið - 01.07.1954, Síða 2
MO.RGl'H BLAÐlti Fimmtudagui 1 júlí 1954 'j % Kvenfél. Akureyrar efna !!1 sundnámÉiiSi fyrir konur ! Elzfi þáfffakandinn aí þeim ósyndu 62 ára f AKUFfEYRI, 29. júní. KVENFÉLÖGIN hér á Akureyri hafa mikinn áhuga fyrir eflingu sundíþróttarinnar meðal kvenna hér í bæ. Hafa þau tekið sig saman og ráðið sér sundkennara. Fyrir þeirra tilstilli hefir eftir- darandi ávarp verið samið. NÁÍVISKEIÐ FYRIR ÓSYNDAR KONUR Á mánudagskvöldið var hófst »\mdnárnskeið fyrir ósyndar og lílt syndar konur. Var ætlunin ■að öll kvenfélög í bænum ættu lilufc að námskeiði þessu. Aðeins ■fáar konur mættu þó þetta fyrsta ivötd og mun ástæðan vepa sú að byrjað var fyrr en auglýst liafði verið áður. Elzti þátttakandinn sem mætt Jbcfnr til þessa af ósyndum kon- u»n er 62 ára og hefur aldrei í •sundlaug komið. Önnur er 65 ára sið atdri og hefur ekki synt í 45 ár. Sundið er þjóðar íþrótt okkar Xslendinga og sú íþrótt, sem fólk á öllum aldri getur stundað sér ~til ánægju og hressingar. Konur góðar! Hefjizt handa nú þegar, takið til sundfötin, gamlir bolir koma að gagni sem nýir. Kennslutímarnir verða á hverju kvöldi frá kl. 7.30—9 og eru tím- ar þessir eingöngu ætlaðir kon- um. Nánari upplýsingar eru hjá sundkennaranum frk. Þórhöliu Þorsteinsdóttur í síma 1250 og hjá formönnum kvenfélaganna. Notið þetta sérstaka tækifæri til þess að læra að synda. Reynið síðan að synda 200 metrana. AKUREYRINGAR LINIR VIÐ SUNDIÐ Áhugi akureyrskra kvenna fyrir sundíþróttinni er einkar lofsverður og er ekki að efa að hann hefur mikil áhrif. Annars hefur þátttaka Akureyringa í samnorrænu sundkeppninni ver- ið léleg til þessa. — Vignir. Ileildarumseíning SIS nam j 500 inillj, kr, s. L ár AÐALFUNDUR Sambands íslenzkra samvinnufélaga liófst í gær að Bifröst í Borgar- íírði og sækja hann fulltrúar frá 57 kaupfélögum. Sigurður Krist- insson, formaður Sambandsstjórn •ar setti fundinn og minntist lát- in,n.a starfsmanna og samvinnu- irömuða. Síðan var Jörundur Brynjólfsson, alþingismaður, kos- inn forseti fundarins, en Ólafur I>. Kristjánsson, kennari, vara- íorseti. Sigurður Kristinsson flutti kkýrslu stjórnarinnar og Vilhjálm Tir Þór, forstjóri, flutti ýtarlega £reinargerð um starfsemi Sam- bandsins á síðastliðnu ári og lagði íram reikninga þess. Vilhjálmur skýrði frá því, að xekstur Sambandsins hefði aukizt mikið á síðastliðnu ári og orðið meíri en nokkru sinni fyrr. Varð heildarumsetning SÍS 500 mill- jónir króna, þar af 184,5 milljón- ir hjá Útflutningsdeild og hafði sú deild ein aukið veltu sína um 43 milljónir, og 179 milljónir hjá Innflutningsdeild, sem jókst um 11 milljónir. Aðrar stærstu deild- Galdra-Lofiur sýndur í Sealfle LEIKLISTARDEILD háskóla Washington-fylkis í Seattle efndi nýlega til sýningar á Galdra-Lofti Jóhanns Sigurjónssonar í enskri þýðingu frú Jakobínu Johnson. Var leikurinn leikinn í aðalleik- húsi háskólans (University Play- house), alls þrisvar sinnum og við hinar beztu undirtektir. Leik- sljóri var Sherry Selfors, og var lefkstjórn hennar þáttur í meist- araprófi hennar í leiklistarfræð - um. Á undan sýningu og í aðal- hléinu sýndi frú Jakobína John- son samkvæmt ósk íslenzkár bækur og myndir og flutti stutt ávarp. í bréfi, sem borizt hefur nýlega ■frá Seattle, er þess getið, hve leikendur hafi verið góðir, hve mikla alúð þeir hafi allir lagt viff að skilja leikinn og bera hann fram virðulega og með tilþrifum. Segist bréfritarinn víst aldrei hafu verið staddur þar „sem eins var hljótt og hlustað eftir hverju »jrði.“ ir Sambandsins eru Véladeild, sem hafði 36 milljónir króna veltu, Iðnaðardeild með 29 mill- jónir og Skipadeild með 29 mill- jónir. Vilhjálmur Þór gerði ýtarlega grein fyrir rekstri hinna einstöku deilda og afkomu þeirra svo og afkomu Sambandsins í heild. — Hann skýrði frá nýjungum og framkvæmdum ársins, en þrátt fyrir allmiklar framkvæmdir, hefur énn sem fyrr verið fylgt þeirri eglu að ráðast ekki í meiri fjárfestingu en nemur eigin fé og hægt er að fá sérstök lán til. Haldið hefur verið áfram að auka skipastól Sambandsins og bættist Dísarfell við á árinu 1953, en á þessu ári kom olíuskipið Litlafell og Helgafell hljóp af stokkunum, en það er 3. stærsta kaupskip Islendinga. Þá skýrði Vilhjálmur frá því, að Samband- ið hefði gert fjórar tilraunir til að fá leyfi fyrir kaupum á 16—19 þúsund lesta olíuskipi, en slíkt leyfi hefur enn ekki fengizt. Mun Sambandið halda áfram þessurn tilraunum í þeirri von að íslend- ingum auðnist að taka olíuflutn- ingana til landsins í sínar eigin hendur. Fundinum verður haldið áfram í dag. Ánægja með siarf- semi Iðnaðar- bankans EFTIRFARANDI samþykktir voru gerðar á Iðnþinginu á Akur- eyri varðandi Iðnaðarbankann: „Sextánda Iðnþing íslendinga skorar á hæstvirta ríkisstjórn, að flýta svo sem auðið er lántöku þeirri til Iðnaðarbanka íslands, kr. 15 millj., er Alþingi hefir heimilað, og verði lán þetta lát- ið sitja fyrir öðrum lönum, sem síðar eru heimiluð eða ákveðin". „Sextánda Iðnþing íslendinga lýsir ánægju sinni yfir starfsemi Iðnaðarbankans á fyrsta starfs- ári hans, og skorar á iðnaðar- menn og styrkja bankann með sparifjár innlögum og öðru því, sem bankanum má verða til heilla“. Hundruð manna fóru loftleiðis og landveg austur í sýslur í gær og fyrradag til þess að sjá sólmyrkv- ann, algjöran. Við Dyrhólaey voru tugir manna saman komnir og sýnir neðri myndin nokkra þeirr«| á varðbergi uppi á eynni. — Ljósm. Mbl. Ól. K. M tók efri myndina af Dyrhólaey úr lofti. - SÓLMYRKVIMM Framh. af bls. 1 myrkvans fara með ægihraða yfir allbreitt belti af suðurhluta lands i ins. Fjöldi bifreiða sást á austur- leið á þjóðveginum. ÁSKÓGASANDI Þrjátíu og sex mínútum eftir að lágt var á stað úr Reykjavík erum við lentir á Skógasandi. Kíukkuna vantar nú rúmlega 20 mínútur í tólf. Við bregðum | þykku dökklituðu gleri fyrir aug- un og horfum til sólar. Jú, sól- myrkvinn gengur samkvæmt á- ætlun. Vísindamönnunum hefur ekki skjátlast. Tunglið er að þoka sér fyrir sólina. Það er rétt eins og það sé að smáéta af henni hægra meginn. BYRJAÐ AÐ SKYGGJA Kl. er 11,50. Það er greinilega farið að skyggja og kólna. Þarna á sandinum eru nú 6 flugvélar, þar af tvær stórar Dakotavélar. Hitt eru litlar einkaflugvélar. Samtals munu vera þarna 70—-80 manns. Fólkið er flest í námunda við vélarnar. Allir eru með gler fyrir augum og horfa til himins. Gegnum glerið sést hin minnk- andi sólskífa. Nú er svo komið að ef horft er andartak til sólar með berum augum þá sést skarðið í hana greinilega. Við erum að verða hálf loppin. Veður er kyrrt en andvarinn verður að kaldri og óhugnanlegri nepju. Svartur sandurinn, sem við stöndum á verður þungbún- ari á svipinn og skrúðgrænt land- ið upp af honum missir smám saman lit sinn. Það skyggir smám t saman meira. Sólskífan er orðin örmjó. Út.sýnið þrengist. Nú sést varla orðið til Vestmannaeyja. I Út við sjóndeildarhringinn bregð | ur kvöldroða á himininn, e*ins og rétt eftir sólarlag. j TITRANDI SÓLMYRKVA- RÁKIR BYLGJAST YFIR LANDIÐ Nú er kl. orðin rúmlega 12. Titrandi sólmyrkvarákir bylgjast j yfir landið og gefa umhverfinu | einhvern dularfullan og annar- j legan svip. Fólkið stendur flest I grafkyrrt eins og í ofvæni. Ljós- ; myndararnir háfa komið sér upp | nokkurskonar „rannsóknarstöðv 1 um“ á víð og dreif í nágrenninu. Nú er þess örskammt að bíða að sólin almyrkvist. Tunglið hefur gert jarðarbúum þann grikk að leyfa sér að skyggja á hinn mikla orkugjafa þeirra, sem öllu mann- legu lífi ræður. „SÓL TER SORTNA“ Kl. er rúmlega 5 mínútur yfir tólf á hádegi. Sólin hefur almvrkvast. Nokkrar undr- andi cg lítilsmegandi verur horfa til himins upp frá Skóga sandi á íslandi. í sólarstað sjá þær nú aðeins svarta kringlu. En umhverfis hana er örmjór glóandi hringur, sem fögrum geislakrans stafar út frá. Nú er sem nótt hafi fallið yfir. Stjörnur tindra á himni, dimm ský bera við sjóndeildarhringinn og kvöldroðinn má heita horf- inn. Allir litir eru horfnir úr landslaginu, túr.in eru ekki leng- ur græn og fólkið á sandinum er álengdar séð eins og dökkur skuggi. Manni verður hrollkalt. Örstutta stund, fyrst eftir al- myrkvan, er óhætt að horfa ber- um augum á hina svörtu kringlu, sem milljónir manna beina nú athygli sinni að. Undir Eyjafjöll- um blikar rafmagnsljós í bæjar- glucga. Þessi sýn er engu cðru lík, sem nokkru sinni hefur borið fyrir augu okkar, sem þarna stöndum. Þetta er stórfenglegasta náttúru- fyrirbrigði, sem ég hefi séð, að fráskildu Heklugosi. Það er sannarlega ómaksins vert að þakka vísindamönnum, sem- hafa reiknað það út upp á mínútu, hvenær þessi undur ger- ast. BIRTIR Á NÝ Hinn algeri sólmyrkvi stendur yfir í rúma mínútu á Skógasandi. Að þeim tíma loknum tekur rönd af sólinni að sjást á ný. Og þá birtir undra fljótt. Stjörnurnar dofna og hverfa. Það verður aft- ur hlýtt og hið myrkvaða belti jarðarinnar nýtur dags og sólar. Það er upphafningar- og gleði- svipur á fólkinu, sem horft hef- ur á sólmyrkvann. Við höfum verið vitni að undursamlegu fyr- irbrigði, séð myrkur og ljós víkja hvort fyrir öðru á örskömmum tíma, dag og nótt takast í hend- ur og skilja á ný með furðuleg» um hætti. J Heimsókninni á Skógasand et! lokið. Snæfaxi lyftir sér til fluga og leiðin liggur um loftin blá tili Reykjavíkur. Svo bíðum við næsta almyrkva á sólu rólegir f svo sem eitt hundrað og þrjátíu ár!! S. Bj. j ---------------- | Helander fyrir Hæstarétt STOKKHÓLMI, 30. júní — Sænski ríkisákærandinn sagði | opinberri yfirlýsingu, sem hann gaf út í dag, að sök Helanders biskups, sem dæmdur var sekur fyrir níðbréfaskrif sín sé svq augljós, að mjög ólíklegt sé að önnur dómsniðurstaða verði I Hæstarétti. Aftur á móti sé vafi um, hvorS brottrekstur Helanders úr bisk-< upsembættinu -hafi við lög að styðjast. Því mun ákærandinn ekki vera því andvígur, acl. Helander fái veitta þá beiðni sína um, að málið verði tekið upp f Hæstarétti. — Reuter-NTB. Truman veikur KANSAS CITY — Truman fyn* um Bandaríkjaforseti varð alvar- lega veikur á dögunam. Læknil) hans segir nú að sjúklingurinn sð á batavegi, en muni enn um skeiðj verða rúmfastur. AUGLYSIMGAR sem birtast eiga í Sunnudagsblaðinu þurfa að hafa borizt fyrir kl. 6 á föstudag

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.