Morgunblaðið - 01.07.1954, Qupperneq 7
Fimmtudagur 1. júlí 1954
MORGTJNRIAÐIÐ
!í
Etftir Hermoð Guðmundsson
ÁRNESI, S.-Þing.: — Hinn' 7.-8.
þ.m. var haldið hátíðlegt 25 ára
afmaeli Húsmæöraskólanm að
Laugum í Reykjadal. A annan í
hvítasunnu hófust hátíðahöldin
kl. 18 með ræðu formanns skóla-
ráðs Húsmæðraskólans, Karls
Kristjánssonar, alþm. I ræðu
sinni gerði Karl Kristjánsson
grein fyrir sögu skólans frá upp-
hafi. Gat ræðumaður þess, að
Anna Kristjánsdóttir á Koiborg-
ará í Bárðaraal hefði fyrst vakið
máls á stofnun húsmæðraskóla
fyrir Þingeyjarsýslu árið 1900.
Síðan hefðu þingeyzkar konur
ári siðar sent Alþingi áskorun um
stofnun húsmæðraskóla, en ár-
angurslaust í það sinn. — Málið
var þó ekki látið niður falla af
hálfu þingeyzkra kvenna, sem
héldu skólahugmyndinni sívak-
andi af miklum dugnaði. Voru
þar fremstar í flokki Hólmfríður
Pétursdóttir frá Gautlöndum,
Kristbjörg Marteinsdóttir í Ysta-
felli og Ilelga Kristjánsdóttir.
Um 1915 lagði Jónas Jónsson
málinu stuðning um leið og hann
barðist fyrir stofnun Héraðsskól-
ans á Laugum. Varð nú stofnun
húsmæðraskólans að sameigin-
legu baráttumáli kvenfélaganna
í sýslunni og veitti Alþingi 1928
13 þúsund krónur framlag til
byggingar húsmæðraskóla á Laug
um, en það var helmingur áætl-
aðs kostnaðar, sem varð þó 51.
þús. krónur. Tók skólinn form-
Jega til starfa í nóv.-mánuði 1929
og rúmaði þá 12—14 námsmeyj-
ar. Þannig lauk þriggja áratuga
baráttustarfi þingeyzkra kvenria
í húsmæðraskólamálinu.
Að ræðu Karls Kristjánssonar
Jokinni sýndu námsmeyjar hús-
mæðraskólans þjóðdansa og leik-
þátt úr Skugga-Sveini, og enn-
fremur var söngur undir stjórn
Páls H. Jónssonar söngkennara.
Að lokum var svo stiginn dans
fram eftir nóttu.
NEMENDAMÓTIÐ
Síðari daginn, h5nn 8., var
dagurinn að mestu helgaður fyrr
verandi námsmeyjum húsmæðra-
skólans. Nemendamótið hófst kl.
2 e.h. með guðsþjónustu. Sóknar-
presturinn séra Sigurður Guð-
mundsson messaði.
Að lokinni guðsþjónustunni
bauð húsmæðraskólinn öllum
gestum til miðdegisverðar í Hér-
aðsskólanum, sem framreiddur
var af miklum myndarskap og
húsmæðraskólanemum.
Kl. 19 hófst samkoma í íþrótta-
húsi héraðsskólans. Forstöðukona
húsmæðraskólans, frá Halldóra
Sigurjónsdóttir, bauð nemendur
og gesti velkomna fyrir hönd
skólans. Karl Kristjánsson alþm.
flutti ræðu, séra Friðrik A. Frið-
riksson talaði fyrir minni kvenna.
Sigurður Kristjánsson þakkaði
húsmæðraskólanum gott nábýli
og ánægjulega samvinnu. Hall-
dóra Eggertsdóttir námsstjóri
flutti húsmæðraskólanum þakkir
fræðslumálastjórnar, Þórdís Ás-
geirsdóttir 1 þakkaði núverandi
námsmeyjum skólans fyrir sér-
staklega óeigingjarnt starf við
undirbúning hátíðahaldanna.
Hólmfríður Pétursdóttir þakkaði
f. h. kvenfélaga sýslunnar öllum
velgerðarmönnum og stuðnings-
mönnum skólans frá upphafi og
Júlíus Havsteen, sýslumaður,
fiutti húsmæðraskólanum þakkir
sýslunefndarinnar fyrir ágætt
starf. Kvæði fluttu: Bragi Sigur-
jónsson, Jón Haraldsson, Arnþór
Árnason, Margrét Lútersdóttir og
Páll H. Jónsson las kvæði eftir
Þórodd Guðmundsson.
Milli ræðuhalda og kvæðaupp-
lesturs var almennur söngur und-
ir stjórn Páls H. Jónssonar. Að
lokum söng skólakórinn og sýndi
þjóðdansa, en samltornunni lauk
kl. 23.
SKÓLANUM BÁRUST GJAFIR
Margar gjafir bárust skólanum
vio þetta tækifæri. Systkifcin frá
Mýri í Bárðardal gáfu skólanum
5 þús. kr. til minningar um for-
eldra sína Jón Karlsson og Aðal-
björgu Jónscíóttur, Kvenfélag
Bárðdæla gaf 15 hundruð krónur,
núverandi námsmeyjar vandaða
stundaklukku, fyrrverandi nem-
endur búsettir á Húsavík kerta-
stjaka og ýmsar bekkjarsystur
Ilalldóra Sigurjónsdóttir
forstöðukona heldur raeðu.
peningagjafir, samtals um 2 þús.
krónur.
FJÖLMENN HÁTIBAHÖLD
Mikið fjölmenni tók þátt í há-
tíðahöldunum báða dagana. Kom
þar fram, hve miklum vinsæld-
um húsmæðraskólinn á Laugum
á að fagna meðal Þingeyinga og
annarra. Þarna voru samankomn-
ir á þriðja hundrað fyrrverandi
nemendur skólans og margir
langt að komnir. Margs var því
að minnast frá fyrri tíð, en flest-
um eru ljúfár endurminningar
námsáranna og geyma þær eins
og fegurstu perlur lífs sins. Mikl-
ar breytingar höfðu iíka orðið á
skólanúm og umhverfi hans á
liðnum árum. Upp var risinn stór
og nýtízkulegur skóli við hliðina
á litla garnla vinalega skólanum
með burstunum tveim, skólalóð-
in girt og fegurð og birkiskógur
limríkur, nýplantaður, að þekja
hlíðina ofan við skólann.
Ilúsmæðraskólinn að Laugum.
HANDAVINNUSÝNINGIN
Frá þvi fyrst að Húsmæðra-
skólinn á Laugum tók til starfa
fyrir aladrfjórðungi síðan, hefur
í lok hvers skólaárs verið haldin
sýning á handavinnu námsmeyja.
Ilefur verið gestkvæmt í skólan-
um á sýningunum því að margt
hefur verið að skoða af fögrum
munum. Að þessu sinni stóð
handavinnusýningin yfir báða
hátíðistdagana. Gaf þar að líta
markskonar vefnað og útsaum-
aða muni ásamt mörgu fleiru alls
á 12. hundrað muni. Er ótrúlegt
hvað tæpar 30 námsmeyjar geta
komið í verk á þessu sviði á að-
eins einum vetri þar sem öðrum
verklegum — og bóklegum grein-
um skóians er ætlað mikið rúm.
Verður því ekki sagt, að hús-
mæðraskólinn kenni nemendum
sínum að slá slöku við námsefnið.
Er gleðilegt til þess að vita hvað
mörg þingeyzk heimili hafa þeg-
ar tileinkað sér hina litauðugu,
smekklegu og þjóðlegu húsmæðra
skólamenningu frá Laugum, en
skóiinn hefur nú brautskráð alls
500 námsmeyjar frá því hann tók
fyrst til starfa.
GÓÐ HÚSAKYNNI
Eins og áður er sagt kostaði
gamli húsmæðraskólinn 51 þús.
krónur og rúmaði 12—14 nem-
endur. Þessi bygging var reist í
burstastílnum gamla og fór eink-
ar vel við hið fagra umhverfi.
Árið 1944 beitti sér þáverandi for
stöðukona, sem hafði mótað og
stýrt starfi skólans frá upphafi
af óvenjulegum skörungsskap,
frk. Kristjana Pétursdóttir frá
Gautlöndum, fyrir stækkun skól-
ans. Fyrir ötula baróttu hennar,
skólanefndar, kvenfélaga sýsl-
unnar og með stuðningi sýslu-
nefndarinnar komst skólastækk-
unarhugmyndin í framkvæmd,
en því miður andaðist Kristjana
áður en sá draumur hennar gat
orðið að veruleika. Árið 1948 var
nýja skólahúsið tekið í notkur, og
rúmaði húsmæðraskólinn nú sam
tals 36 rrámsmeyjar Þessi nýja
bygging var hin vandaðasta og
veglegasta á alla grein Hún var
þó í öðrum stil en eldri skóla-
byggingin og báru margir kvíð-
boga fyrir því, að svona ólíkar
byggingar færu illa hlið við
hlið. Þetta fór þó á annan veg og
eru allir prýðilega ánægðir með
það hve vel hefur til tekist með
(Ljósmyndirnar tók Sig. P. Björnsson, Húsavík).
útlit skólans og alla skipulagn-
ingu hið innra.
Heildar stofnkostnaður við-
byggingarinnar varð 972 þús. kr.
og greiddi ríkið eða á að gxeiða
%, en héraðið 14 kostnaðarins.
Hefur kostnaður héraðsins verið
greiddur af sýslusjóði og kvenfél.
sýslunnar, sem hafa af mikilli
ósérplægni safnað miklu fé til
skólabyggingarinnar. Auk þess
gáfu nokkrir vinir og velunnarar
Frá handavinnusýningu nemenda.
Öllum sýningargestum var gefið
kaffi að gömlum sið.
skólans rausnarlegar peninga-
gjafir í byggingarsjóð svo sem
Gautlandasystkini og Litlulauga-
systkini, sem lögðu fram sínar 10
þúsund krónur hver.
ÓDÝR SKÓLI
í ræðu þeirri, sem Halldóra
Eggertsdóttir námsstjóri flutti
gat námsstj. þess, hvað hús-
mæðrafræðslan væri nauðsynleg
hverri menningarþjóð. Hér á
landi færu f jórða hver húsmóður-
efni á húsmæðraskóla, en ef vel
væri þyrfti hver einasta að eiga
þess kost. Að vísu væri húsmæðra
fræðslan mun minni, t. d. á Norð
urlöndum þar sem aðeins 8%
húsmæðra væru kvennaskóla-
gengnar. Hér væri það athyglis-
vert hvað kvennaskólarnir væru
ódýrir, þar sem námsmeyjarnar
gætu fyllilega unnið sér fyrir öll-
um náms og dvalarkostnaði, ef
handavinnan væri reiknuð til
verðs. Námstími Húsmæðraskól-
ans á Laugum er 9 mánuðir og
hefur ailur dvalarkostnaður orð-
ið síðustu ár um 5 þúsund krónur
en þar er innifaiið fæði, hrein-
lætisvörur og efni í aila skyldu-
vinnu.
SKÓLAKENNARAR
Þegar Húsmæðraskólinn á
Laugum tók til starfa 1929 var
frk. Kristjana Pétursdóttir frá
Gautlöndum ráðin skólastjóri og
gegndi hún því starfi í samfleytt
17 ár eða þangað til hún lézt 1946.
Almennt er svo talið, að betri
skólastýru hefði ekkið verið unnt
að fá, en þar sem Kristjana var
fóru saman óvenjumiklir mann-
kostir, móðurleg umhyggja fyrir
nemendum og skóia, samfara
skörungsskap og stjórnvisku. Gat
skólinn sér strax góðan orðstír
undir stjórn jafn ágætrar konu.
Árið 1930 var fr. Halldóra Sig-
urjónsdóttir ráðin kennari vicí
húsmæðraskólann, en eftir frá
falla Kristjönu Pétursdóttur var
hún ráðin forstöðukona og hefur
gegnt því starfi síðan. Ekki var
með öllu vandalaust að setjast i
rúm Kristjönu eins og gefur aíT
skilja. Þetta veglega ábyrgðar-
starf hefur þó Halldóra Sigru-
jónsdóttir leyst af hendi af hinni
mestu prýði og myndarskap ogr
verður ekki annað séð en þessi
menntastofnun þingeyskra hús-
mæðra megi hrósa happi yfir vali
núverandi skólastjóra.
Með stækkun húsmæðraskól-
ans 1948 óx starf forstöðukon-
unnar að miklum mun, auk þess
sem umfangsmiklar bygginga-
framkvæmdir og umsýsla í sam
bandi við þær lögðu stóraukiíf
erfiði á skólastýruna til viðbótar
öðrum skyldustörfum. Einnig'
þetta heíur Halldóra leyst af
hendi með framúrskarandi ráð-
deild og dugnaði.
Aðrir kennarar skólans eru:
Kristín Jakcbsdóttir, sem kennii
vefnað, Fanney Sigtryggsdóttir,
sem kennir útsaum og sauma, en.
þvotta og ræstingu kennir Jónína
Björnsdóttir.
I skólaráði húsmæðraskólans-
eiga sæti þessir menn: Karl Kristj
ánsson alþm., form., séra FriðriV
A. Friðriksson prófastur, séra
Sigurður Guðmundsson, Þórdú*
Ásgeirsdóttir og Hólmfríðui*
Pétursdóttir, sem hefur átt sæti
í skóiaráði frá því skólinn tóV
fyrst til starfa.
Á þessum tímamótum í sögu
Húsmæðraskólans á Laugum, er
það ósk Þingeyinga, að gæfa,
velgengni og blessun megi ætííf
halda áfram að skipa virðulegt
öndvegi þessarar glæsilegu
menntastcfnunar þingeyskra.
kvenna, svo að þar megi jafnau
verða gróðursett þjóðleg og lim-
rík heimilismenning til blessunai
landi og þjóð
IjÓ!
pmssina
í hausf 1
L J ÓSMYNDAFÉL AG Revkjæ-
víkur, sem er félag áhugamanna.
um Ijósmyndun, hefir ákveðið aS~
halda sýningu á hausti komanda.
Hefur nú verið endanlega ákveð-
ið um tiihögun sýningarinnar og*
boðsbréf með reglum um þátt-
töku í sýningunni verið prent.uð.
Vitað er að áhugi landsmanna
hefur farið ört vaxandi á síðari
árum og enginn vafi á því að sve~
margar góðar myndir berast, að
sýningin geti orðið hin bezta. Fé-
lagið heíur lika fullan hug á því
að gera hana vel úr garði. Auð-
vitað er öllum sem vilja heimilt
að senda myndir og mun fimm
manna dómnefnd velja mynd-
irnar. Þeir sem vilja geta fen^ið
reglurnar um þátttöku í sýning-
unni hjá Hans Petersen, Banka-
siræti 3, Reykjavík eða skrifað til
Ljósmyndafélags Reykjavíkur,
e/o Atli Ólafsson, Box 1117,
Reykja’úk. — Síðasti dagur til að-
skila myndum er 15. ágúst.