Morgunblaðið - 01.07.1954, Side 10

Morgunblaðið - 01.07.1954, Side 10
10 MQRGUNRLAÐIÐ Fimmtudagur 1. júlí 1954. Ánika Magnúsdóffir-mlnning ANIKA MAGNÚSDÓTTIR var fædd á Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði 11. maí 1865 ög dó 18. apríl s. 1. á Bíldudal hjá • Kristjáni syni sínum og Ragn- heiði Gísladóttur, konu hans. 'Hún var þannig komin fast að -'níræðu, er hún lézt. Magr.ús faðir Aniku var Jóna- tansson. Sá Jónatan var Jónsson, ■ættaður úr Múlasveit við Breiða- J fjörð, en bjó lengi á Vöðlum og Veðrará Innri í Önundarfirði. 'Kona hans hét Helga og var 'dóttir séra Hjalta Þorbergssonar •á Bakka í Langadal. Bróðir Helgu var séra Ólafur á Breiðaból- • stað í Vesturhópi, faðir Bergs Thorbergs landshöfðingja. Voru ■þeir Magnús Jónatansson og landshöfðinginn þannig syst- ■kinasynir. — Systir Magnúsar var Sigríður ljósmóðir á Veðrará. ' > Guðrún móðir Aniku var dóttir bJóns bónda á Laugabóli á Langa- dalsströnd, Árnasonar umboðs- •manns í Æðey, Jónssonar sýslu- ■ manns í Reykjarfirði, Arnórs- ■sonar, en móðir Jóns Árnasonar >rvar Elísabet Guðmundsdóttir í - Arnardal, Bárðarsonar. Móðir Guðrúnar var Helga Jónsdóttir ■bónda í Djúpadal í Gufudals- ■ 'sveit, Arasonar. Bróðir Helgu var ■‘.'Jón í Djúpadal, faðir Björns ráð- iherra. Voru þau Guðrún, kona 'Magnúsar Jónatanssonar, og ráð- • herrann þannig systkinabörn. Anika fluttist ung með for- | eldrum sínum til Dýrafjarðar og síðan að Djúpi. Þar kynntist hún ' manni sínum, Reinaldi Kristjáns- • syni, ættuðum úr Tálknafirði. " Þau giftust 25. marz 1894 og áttu þá heima í Hnífsdal. Vorið eftir fluttust þau að Kaldá í Önundar- firði og bjuggu þar í 19 ár. Var 4 Reinard hinn mesti dugnaðar- maður til hvers sem þurfti að ' taka, ekkí sízt til sjósóknar. Latti ýog konan hann aldrei til stór- ræðanna, en var sjálf hamhleypa til allrar vinnu og hlífði sér hvergi. Þurfti hún oft að sjá Uin búið inni og úti, þegar bóndi hennar var við sjó eða í póst- ferðum, en hann hafði á hendi ;,póstferðir milli ísafjarðar og Bíldudals í 14 ár. Þykir ýmsurn það að vísu ekki ýkjalöng leið á sumardegi, en tveir háir fjall- ' vegir eru á leiðinni, oft illfær- ir að vetrarlagi, og tveir firðir, 'og getur að minnsta kosti ann- ar þeirra — Arnarfjörður — verið ærið óárennilegur yfir- feðar á litlum árabát í vetrar- 'veðrum. En harðfylgi Reinalds í þessum ferðum var við brugð- ið. Atorka þeirra hjóna olli þvi, að þau efnuðust sæmilega á Kaldá, þótt þau kæmu þangað ; eignalaus. Höfðu þau ekki búið þar lengi, er þau keyptu jörð- ina. Ejögur börn þeirra hjóna lifðu og komust á fullorðinsár: Mar- ,grét, er lengi var húsfreyja á Breiðabóli í Skálavík, nú búsett á ísafirði, Guðrún, ekkja í Reykja j vík, Magnús, bóndi á Görðum j í Önundarfirði, látinn fyrir tveim árum, og Kristján, formaður á Melstað í Selárdal og síðar á Bíldudal. Öll voru þau systkin dugnaðarfólk, sum svo að af bar. Þau Reinald og Anika fluttust frá Kaldá 1913 og settust þá að við sjóinn þar fyrir neðan og kölluðu heimili sitt Kaldeyri, Stundaði Reinald sjó, en jafn- framt höfðu þau nokkrar skepn- 'ur. Átta árum síðar fluttust þau í húsmennsku' að Melstað í Selár- 'dal, þar sem Kristján sonur þeirra hafði þá sezt að. Var Anika síðan hjá Kristjáni til dauða- dags nema nokkur síðustu ár Reinalds, er þau hjón dvöldust í Önundarfirði, og þar dó Rein- ald 2. okt. 1940. Anika var prýðisgreind kona ög Ijóðelsk. Sjélf var hrm einn- ig skemmtilega hagmælt. Mest orti hún um hversdagslega at- burði og atvik, sem fyrir komu, sér og öðrum til dægrastytting- @r og gamans. Eru ýmsar stökur hennar mætavel gerðar. Skulu tvær stökur hennar teknar hér upp til að sýna. hve málið lék henni lipurt á vörum til ljóða- gerðar, en þær orti hún í bréf til kunningja síns, skömmu eftir að hún fluttist til Arnarfjarðar. Selárdalur geymir gnótt af góð- um svönnum, handamjúkum, mittisgrönnum, miðla brosi ferðamönnum. Ef þú kæmir einhvern tíma á þær líta, — þú mátt engum þar um kenna, þó þig kunni ást að brenna. Einnig orti Anika bænarvers, því að hún var trúrækin og ekki hálfvolg í trú sinni frekar en öðru því, sem henni var al- vörumál, Og hún fór ekki dult með skoðanir sínar. Hún var hreinlynd og örlynd og hispurs- laus í máli, glaðvær að hitta og gamansöm og sá vel það, sem kímilegt mátti kalla, viðkvæm og hjálpsöm og trölltrygg vinum sínum. Og nú er þessi mæta kona hnigin til moldar á háum aldri eftir mikið dagsverk. Ekki mundi það allra að leysa lífsstarf sitt jafn vel af hendi og hún gerði, vera afkasta mikil og hafa þó jafnan hug höndum skjótari, láta erfiði og andstreymi aldrei buga lífsgleði sína og lífstrú, halda yl hjartans ókulnuðum til æviloka. Anika var jörðuð í Önundar- firði, í „blessuðum firðinum síti- um“. Þar kunni hún bezt við sig. Henni fannst, að engin fjoll jöfnuðust á við fjöllin þar, eng- inn sjór væri eins og sjórinn þar, engar hlíðar eins og hlíðarnar þar. Hvíli hún í friði. Ólafur Þ. Kristjánsson. Sumarleyfisfe rði r Fariugla FARFUGLADEILD Reykjavíkur efnir til briggja sumarleyfisferða í júlí og ágúst. i Fyrsta ferðin er ráðgerð 10—25. júlí, er það hjólreiðaferð um Snæfellsnes og Breiðafjörð. Hjól- að verður frá Borgarnesi um Mýr ar út Snæfellsnes að sunnan, fyrir Snæfellsjökul og inn með Breiðafirði, í Hvammsfjörð og yfir Bröttubrekku í Borgarfjörð. Viku dvöl verður í Þórsmörk 17. til 25. júlí. 1. ágúst hefst hálfs mánaðar óbyggðaferð. Farið verður um Fiskivötn, Eyvindarver, Jökul- dali, Sprengisand, Gæsavötn, Öskju, Herðubreiðarlindir og Dettifoss. Komið verður til ; byggða í Mývatnssveit. Alls verður verið 11 daga í óbyggðum, og dvalið. dag um kyrrt á nokkrum helztu stöðum. Frá Mývatnssveit verður ekið þjóðveginn til Reykjavíkur og markverðustu staðir skoðaðir á leiðinni. Farfugladeildin leggur til tjöld og hitunaráhöld í allar ferðir nema hjólreiðaferðir. í sumar- leyfisferðum sér deildin einnig um fæði. Um næstu helgi verður ferðast um sveitir Borgarfjarðar. Nánari upplýsingar um ferð- irnar fást á skrifstofu Farfugla á Amtmannsstíg 1 á fimmtudags og föstudagskvöldum kl. 8,30 til 10. Þess er vænzt að þeir, sem ætla að taka þátt í ferðunum gefi sig sem fyrst fram á skrifstofunni. !.fií Jóhanna Eíín Bjarnadóttir Hinníng FYRIR réttum mánuði var ég staddur á heimili því, er vinkona mín Elín Bjarnadóttir frá Hraun- hálsi dvaldi á síðustu árin. Þá var hún glöð og reif. Og nú er hún látin. Við töluðum saman um liðinn tíma og gömul atvik liðu gegnum minnið. Hún var glöð eins og hún hafði ávalt verið, jafnvel þegar harðast blés á móti. Mér var þó ljóst að heilsa hennar fór þverrandi og jafn framt beið hún róleg hins kom- andi kvelds, eins og þeir geta allir, er unnið hafa öll sín æfi- störf af trúmennsku og kærleika. Jóhanna Jónsdóttir frá Hofi áttræð Á JÖNSMESSUNNI, 24. júní varð áttræð yngsta Hofssystirin, frú Jóhanna Jónsdóttir, nú búsett á Siglufirði. Hún fæddist þjóðhátíðarsum- arið að Mosfelli í Grímsnesi, dóttir séra Jóns Jónssonar frá IBUÐ Ung reglusöm hjón með eitt barn, vantar íbúð, 2—3 her- bergi og eldhús, nú þegar eða 1. okt. Æskilegt í Kópa- vogi. — Tilboðum er greini leigufjárhæð sé skilað á af- greiðslu Mbl. fyrir fimmtu- dagskvöld, merkt: „Góð umgengni — 803“. Húsnæði Lítið herbergi til leigu á góðum stað í bænum. Jafn- framt óskast til leigu hús- næði sem næst miðbænum strax eða fyrir næstu ára- mót fyrir léttan iðnað. Til- boð sendist afgr. Mbl. fyrir sunnudag, merkt: „812“. Málmngarsprauta — Loftpressa Er kaupandi að málningar- 1 sprautu eða loftpressu. Þarf að þrýsta ca. 80 til 100 pund. — Uppl. á bílaverk- , stæði Gunnars Björnssonar Þóroddstaðakamp Sími 81261 Klausturhólum Og Þuríðar Kjartansdóttur frá Skógum, konu hans. Jóhanna var yngst sex barna, er upp komust. Átta ára fluttist hún með foreldrum sínum og systkinum austur að Hofi í Vopnafirði og ólst þar upp. Prófastsheimilið á Hofi varð brátt rómað fyrir risnu og mynd- arskap, en ekki síður fyrir lífs- gleði og æskufjör, er þar réðu húsum. Enn munu finnast þeir menn á Austurlandi, er allir lifna við, £>egar þeir rifja upp kynni sín af Hofsheimilinu gamla og það getur hent hæruskotinn öldung, að roðna örlítið, ef minnst er á þær Hofssystur. Árið 1904 giftist Jóhanna Stef- áni O. Sigurðssyni, kaupmanni og ræðismanni á Akureyri. bjuggu þau í mörg ár í húsinu nr. 29 í Hafnarstræti. Heimili þeirra þar var skjótt með miklum myndar og glæsi- brag. Fór saman fyrirmannleg háttvísi beggja húsráðenda og vingjamlegt og glaðlegt viðmót við hvern, sem að garði bar. •— Gestkvæmt var því oft á heimili þeirra og aldrei var húsfreyjan ánægðari en þegar gestirnir voru sem flestir. Minnisstæð mun sjálfsagt mörgum koma Og dvöl á heimili þeirra hjóna, en minnisstæðast þó umhyggja og nærgætni, er dóttir og tengdasonur sýndu gömlu prófastsmaddömunni frá Hofi, er sat þar í öndvegi til hárrar ellL Þau eignuðust sex börn er öll komust upp og urðu hin mann- vænlegustu svo sem þau áttu kyn til. Þau eru: Þuríður, gift Mejer sjóliðsforingja, búsett í Noregi, Jón framkvæmdastjóri á Siglú- firði, kvæntur Ástu G. Hallgríms- son, Sigríður gift Agli Ragnars útgerðarmanni frá Akureyri, Marinó, framkvæmdastjóri, Ak- ureyri Agnar símritari, Reykja- vík, kvæntur Guðrúnu Guðjóns- dóttur og Ólafur póstfulltrúi á Siglufirði, kvæntur Ölmu Björns dóttur. Eitt dótturbarn sitt og nöfnu hefur frú Jóhanna alið upp. Nokkru eftir 1930 lét Stefán af kaupmennsku Og fluttu þau hjón til Siglufjarðar, en þar voru nokkur böm þeirra búsett Og hef- ur Jóhanna búið þar síðan og jafnan átt sit eigið heimili. Mann sinn missti hún 1942. Það mun sjállfsagt hafa komið mörgum á óvart, að frú Jóhanna skuli vera orðin áttatíu ára. Því trúir engin, sem hana sér. Fjör sitt, lífsgleði og glæsileik hefur hún varðveitt svo vel, fram á efri ár, að óvenjilegt er. Á andliti hennar og fasi sézt enn svipmót heimasætunnar frá Hofi, þótt silfurhvítir lokkar falli um herðar. Vafalaust hafa margir, vinir og vandamenn heimsótt frú Jó- hönnnu á Jónsmessudaginn, en þó munu þeir enn fleiri, er þess áttu engan kost, þótt fegnir vildu, og verða að láta sér nægja að senda henni kærar þakkir fyrir forn Og ný kynni og inni- legar óskir um friðsælt og bjart æfikvöld. Þ. Þ. Jóhanna Elín Bjarnadóttir, eins og hún hét fullu nafni var fædd 28. okt. 1878 á Rimbæ í Eyrar- sveit. Foreldrar hennar voru fá- tækt alþýðufólk. Börnin voru mörg og því engin tök á að veita börnunum aðra kennslu, en þá, sem móðirin veitti, þrátt fyrir sín erfiðu kjör, en það var samt það veganesti, er nægði Elínu sál. sína löngu æfi ásamt sínum góðu og hagnýtu gáfum, er hún hafði fengið í vöggugjöf og til þess að leysa af hendi sitt mikla og erfiða hlutverk í lífinu, að koma upp stórum barnahóp og gefa þeim möguleika til þroska að sínum hluta. Árið 1897 giftist hún Sæmundi Kr. Guðmundssyni og hófu þau búskap sama árið í Árnabotni í Helgafellssveit. Eignuðust þau tíu börn, tvö dóu í æsku, en hin náðu fullorðinsaldri, en af þeim eru tvær dætur dánar, auk þess ólu þau upp dóttur dóttur sína. Vorið 1920 fluttust þau að Hraun- hálsi í sömu sveit og bjuggu þar við batnandi afkomu þar til hann dó 2. janúar 1945, eftir það var hún hjá börnum sínum, þar til hún lézt af hjartabilun hjá yngstu dóttur sinni og tengdasyni í Graf- arnesi í Grundarfirði 13. þ. m. Búskapur þeirra í Árnabotni var erfiður, jörðin kostarýr, sam- göngur erfiðar og einangrun mikil. Verzlun öll og viðskipti voru mjög erfið í þessum sveitum á fyrstu áratugum aldarinnar. Þessi aðstæða olli því, að þrátt fyrir ótakmarkaða vinnu og strit var fjárhagurinn rýr og oft var „þröngt í búi og dimmt í dala- kofa“ og þó var hún drottning heimilisins, í skauti hennar ólst upp hinn stóri barnahópur, þau voru framlag þeirra hjóna til þjóðfélagsins, samhliða starfinu við að rækta jörðina, sem að vísu naut sín betur síðar, er þau fluttust að Hraunhálsi og ýmsar aðstæður bötnuðu. Sambúð þeirra hjóna var öll með ágætum, voru þau á öllum sviðttm samhent, jafnt við upp- eidi barnanna, ræktun jarðarinn- ar og hirðingu búfjárins, en það sem mér virtist ávallt gefa henni þrek og bjartsýni til að berjast við fátækt, myrkur og hvers- konar harðrétti, var trú hennar á mátt gróðurins, bæði hið ytra og innra, trú á land sitt og þjóð, trú á Guð og framtíðina, yfirleitt trú á hina eilífu framþróun til batnandi afkomu og aukinnar fegurðar. Já, hún unni landi sínu, þjóð, dalnum sínum og heimil- inu og væri þá vel, ef þær mæður er nú búa við fullkomnastar að- stæður, tækju hana í þeim efnum til fyrirmyndar og væru í engu síðri. Ég stend í þakkarskuld við Elínu sál. fyrir vináttu hennar 1 full fimmtíu ár fyrir tryggð hennar við mig og mína, fyrir allar minningarnar. Lífsstarf hennar var allt með þeim hætti, að hún gat lítið unnið að þeim hugðarefnum, er hún unni, en það var lestur góðra bóka og ljóða gerð. Hún var vel hagmælt og hafði næma tilfinningu fyrir list ljóðs og laga, fyrir fágun málsins og fegurð náttúrunnar. Hún var fróð í sögu og ýmsum sögnum og mun oft hafa hvílst við að hugsa um þessi hugðarefni sín. Og svo er hún farin eftir 75 ára feril á þessu tilverustigi. Við sem að meira og minan leyti höf- um orðið samferða henni, þökk- um hjartanlega samfylgdina. Við vottum börnum hennar, bama- börnum, systkinum og öðrum ástvinum samúð okkar og óskum að í þeim rætist hennar fegurstu draumar. Blessuð sé minning hennar. Kristján Hjaltason. BEZT AÐ AUGLfSA í MORGLISBLAÐIIW

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.