Morgunblaðið - 01.07.1954, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 1. júli 1954 1
Skugginn og tindurinn
SKÁLDSAGA EFTIR RICHARD MASON
Framhaldssagan 72
í því stórð:
„Veit, að þú fyrirgefur mér
aldrei og þú getur ekki skilið, hve
mjög ég sakna þín, en Louis er
j^ijög veikur og þarf nauðsynlega
á hjálp minni að haida. Verð því
kyrr í Argentínu. Fyrirgefðu
elsku Douglas".
Ekkert nafn stóð undir. Það
var leiðinlegt, hugsaði Douglas,
að hún skyldi ekki hafa skrifað
undir: „þín elskandi, hjartahreina
Judy“. Það hefði bætt það upp
að hún sagði honum að hún
liefðí fleygt heimilisfangi Louis.
Hann fór í leigubíl aftur heim
í skólann. Hann hafði verið hálí-
tíma að taka þá ákvörðun. í hálf
tíma hafði hann gengið fram og
ittftur um Harfbour Street. Hon-
um hafði dottið í hug að vera
kyrr í Kinston og drekka sig full-
an og fara á hóruhús, en ekki
vegna þess, að hann langaði til
þess, heidur eingöngu vegna þess
íið það virtist vera síður í kring
umstæðum sem þessum. Hann gat
ekki fundið neina huggun í þvi,
að leyta gleymskunnar í drykkju
skap. Heldur ekki gat hann hugs-
ttð sér' að ganga heim í bæinn.
Hinn úrskosturinn var sá, að fara
xneð Burroughs út í húsið á
f.tröndinni, sem hann hafði leigt,
en það var næstum eins og að
bera salt í opið sár.
Honum fannst það ekki bein-
Jínis tilhlökkunarefni að fara
aftur heim í skólann samdægurs,
eftir alla þá fyrirhöfn sem hann
hafði haft af því að fá fríið. En
'að sumum leyti var hann bara
íeginn að komast þangað sem
fyrst, til að gera út um skeyta-
xnálið við Pawley og konu hans.
Hann efaðist alls ekkert um það
.að frú Pawley hafði haldið eftir
skeytinu til hans af illvilja einum.
I>að var frú Pawley að kenna
; ð hann hafði lifað í samhangandi
angist og eftirvæntningu í heila
viku. Það var frú Pawley að
kenna að hann hafði fengið
sumarbústaðinn og bílinn. Það
var frú Pawley sem átti sökina
á þessum þungbæru stundum,
K5m hann hafði liðið úti á flug-
vellinum. Það var frú Pawley að
Irenna, að hann hafði gert sjálfan
Big að fífli, þegar Judy var fjög-
xir þúsund mílur í burtu í fanginu
á Louis. Hann vissi ekki hVort
Pawley var samsekur henni, eða
ckki, en reiði hans var svo mikil,
að nú sá hann ekkert nema gall-
a.na bæði á hjónunum og skólan-
iu,m þeirra. Og þegar hann var
Jtominn heim, var hann orðinn
Jivíglóandi af réttlátri reiði.
Douglas fór úr bílnum við
hliðið og borgaði bílstjóranum
Jjögur pund eins og um hafði
verið samið. Ökumaðurinn taldi
seðlana, eins og hann undraðist
að þeir væru ekki fleiri og leit
síðan áskandi á Dougias eins og
til að spyrja hvort það væri raun
verulega meiningin að borga hon-
um enga drykkjupeninga. Dou-
•glas sagði honum að fara til
fjandans, tók tösku sína og fór
beina leið til Pawley.
Pawley sat einni úti á svölun-
um yfir einhverjum blöðum. —
Þegar hann kom auga á Douglas
setti hann upp furðu sannfær-
andi undrunarsvip.
„Nei, komið þér sælir, Lock-
wood. Þetta er sannarlega undau-
legt. Það er ekki meira en hálf-
tími síðan að konan mín sagði,
•að hún væri viss um að þér kæm-
-uð aftur áður en helgin væri
liðin.“ Hann gaut augnum spyrj-
andi til hans, um leið og hann
kom upp tröppurnar. „Mér sýn-
ist þér vera eitthvað úr jafnvægi.
Ég vona að ekkert sé að“.
„Tekur konan yðar við skeyt-
um sem eru send hingað upp
eftir frá símstöðinni?“, spurði
Douglas.
„Ja“, sagði hann undrandi. —
„Hún gerir það venjulega. Póst-
sendillinn hefur fyrirskipanir um
að koma með öll skeyti hingað“.
„Ég fékk skeyti á þriðjudaginn“
sagði Douglas. „Konan yðar af-
henti mér það ekki“.
„Pawley tók gleraugun af sér,
þurrkaði af þeim, en horfði á
Douglas.
„Þér eruð vænti ég ekki að gefa
í skyn að konan mín hafi hald-
ið eftir skeyti, sem var með
utanáskrift íil yðar?“
„Jú“, sagði Douglas. „Það er
einmitt það, sem ég er að gefa í
skyn“.
„Eruð þér ekki nokkuð fljót-
fær“.
„Ég vil fá að vita, hvers vegna
ég fékk ekki betta skeyti".
Pawley setti aftur á sig gler-
augun.
„Einhver misskilningur hlýtur
að hafa átt sér stað“, sagði hann.
„Konan mín hefur .enga ástæðu
tií að blanda sér í einkamál
| yðar“.
„Aðeins eina ástæðu", sagði
Douglas „og það er illkvittni.
„Svona, svona, Locwood", sagði
Pawley. „Við skulum ekki láta
þetta verða að rifrildi“.
„Sem einn af kennaraliðinu
finnst mér það móðgandi", sagði
Locwood, „að konan yðar hefur
ekki virt mig viðlits í margar
vikur. Mér finnst það jafnvel
ennþá meira móðgandi, þegar
skeytum til mín er haldið eftir
og jafnvel ekki skilað".
„Það má rannsaka það mál
nánar“.
„Ég vildi gjarnan fá að rann-
saka það samstundis".
Frú Pawley birtist einmitt í
dyrunum. Hún hafði auðsjáanlega
heyrt raddir þeirra. Pawtey sneri
sér að henni og sagði tilgerðar
lega:
„Það er gott að þú komst, Joan.
Það hefur orðið einhver mis-
skilningur með skeyti herra Lock
wood átti að fá. Það á að hafa
komið á þriðjudaginn var“.
Frú Pawley sagði með þjósti:
„Já, ég skrifaði undir mót-
tökuna. Er nokkuð athugavert við
það?“
„Ég hef ekki fengið það“.
„Ég sendi það niður eftir til
yðar“.
„Þangað kom það aldrei.“
Pawley þóttist nú geta tekið
að sér hlutverkið, sem milligöngu
maður í málinu. „Ef konan mín
hefur sent yður það, þá hlýtur
það að hafa farist fyrir heima
hjá yður. Við getum ekki áfellst
hana fyrir það“.
„Ég áfellist hana fyrir að hafa
alls ekki sent það“, sagði Douglas.
„Ég áfellist hana fyrir að hafa
opnað það. Eða hvernig gat hún
annars vitað það að ég mundi
koma heim áður en helgin væri
liðin“.
Frú Pawley fölnaði. Eftir augna
bliks þögn sneri hún sér að manni
sínum og sagði með yfirlætislegri
röddu:
„Ég ætla ekki að sætta mig
við það, að starfsmaður þinn
móðgi mig á svona freklegan
hátt. Ég læt þig um það, að jafna
þetta við herra Lockwood". Hún
snerist á hæli og fór út.
„Ég er hrædduí um að ég verði
að vera sammála konunni minni,
Lockwood“, sagði Pawley. —
„Þessi tilsvör yðar áttu hreint
engan rétt á sér. Ég mundi taka
þessu alvarlegri tökum ef ekki
væri svona álitið skólatímabilsins.
Eins og ég hef minnst á við yður
áður, þá eru allir orðnir þreyttir
og hættir við að gera og segja
vanhugsaða hluti. Ég mun þess
vegna taka léttar á þessu. Þegar
skólinn hefst að nýju, þykist ég
mega treysta því að þið hafið jafn
að ykkur eftir þetta ósamkomu-
lag“.
Amerískc.r Amerískai'
DRAGTIR TELPUKÁPUR
Fraiískar sportdragtir Telpustuttjakkar
Sumarkjólar Telpukjólar
Blússur og pils Ungbarnafatnaður
í FJÖLBREYTTU ÚRVALI
Verzlunin Eros h.í
Hafnarstræti 4 — Sími 3350
Vosidi kóogurinn
Danskt ævintýri.
EINU SINNI var konungur nokkur, illur og ofdrambsfullur,
sem hugsaði ekki um nokkurn hlut annan en að vinna undir
sig öll lönd á jarðríki með ógn og yfirgangi og gera menn
svo skelkaða, að þeir óttuðust nafn hans tómt.
Hann fór æðandi um allt með báli og brandi. Hermenn
hans tróðu niður kornið á ökrunum og brenndu upp bænda-
bæina, svo að loginn sleikti laufið af trjánum og ávextirnir
löfðu steiktir niður af sviðnum greinunum.
Mörg fátæk móðir faldi sig með nakið barn á brjósti bak
við rjúkandi múrvegg, og liðsmennirnir leituðu að henni,
og þegar þeir fundu hana og barnið, kættust þeir djöfullegri
kæti. Árar vítis hefðu ekki getað verið verri. En svona
fannst konunginum það eiga að vera.
Veldi hans fór dagvaxandi, allir óttuðust nafn hans, og
heppnin var með honum í öllu, sem hann tók sér fyrir hend-
ur. Hann flutti heim með sér ógrynni fjár úr herteknu borg-
unum, og í aðsetursborg hans hrúguðust saman svo mikil
auðæfi, að slíks voru ekki dæmi neins staðar í víðri veröld.
Nú lét hann reisa skrautlegar hallir, kirkjur og önnur
stórhýsi, og öllum, sem sáu þessa dýrð, varð að orði:
„Hvílíkur konungur, mikill konungur og voldugur!“ Þeir
hugsuðu ekki um alla þá eymd og hörmung, sem hann hafði
leitt yfir löndin. Þeir heyrðu ekki harmakveinið og and-
vörpin, sem ómuðu frá borgunum, sem hann hafði brennt
til kaldra kola.
Konungurinn horfði á gull sitt og skrauthýsi og hugsaði
með sjálfum sér eins og múgurinn:
HRING-ÖFIVBNIV
LilVIVSCHIFF
er fyrir kökur, kjöt, græn-
meti og fisk—Hann bakar,
steikir og sýður.—Er sem
sagt smá eldavél.
Tvær gerðir.
Verð kr. 270,00 og 290,00
VÉLA- OG RAFTÆKJAVERZLUNIN
Bankastræti — Sími 2852
=1
• 4
STRAIjJARN
þýzk og ensk, ýmsar gerðir.
Sömuleiðis ferðastraujárn.
Véla- og Raftækjaverzlunin
Bankastræti 10 — Sími 2852
FYRIRLIGGJANDI
Tabu DÖMUBItDI
K\r. J^orua íclóion CJo
Þingholtsstræti 11 — Sími 81400
■i
• 4
Hvít teygja
á 3ja metra spjöldum, fyrirliggjandi.
KCr. Jf^ot valdóóon ds? Co.
lóóon
Þingholtsstræti 11 — Sími 81400
Síaup — Sala — Skipli
Vil (selja eða) skipta á 3 herbergja íbúð í Norðurmýri
og einbýlishúsi á hitaveitusvæði eða í úthverfi. Til greina
koma einnig skipti á 4—5 herbergja íbúð í sérstæðu húsi
á hitaveitusvæði. — Uppl. í síma 80505.
ALliMIINÍILM ÞILPLOTLR
í 6, 7 og 8 feta lengdum fyrirliggjandi.
Einnig tilheyrandi saumur.
LAUGAVEG 166