Morgunblaðið - 02.07.1954, Síða 6
6
MORGUNtíLAÐIÐ
Föstudagur 2. júlí 1954
Fimmtugur í dag:
Sveinbjörn Arnnson
verzlunarstjéri
SVEINBJÖRN kom hingað til
Reykjavíkur 14 ára að aldri frá
Ólafsvík. Hann kom í atvinnuleit
og var brátt ráðinn sem sendi-
sveinn við verzlun Haraldar
Árnasonar, sem þá þegar var eitt
af beztu firmum í höfuðborginni.
Þar hefuy hann unnið alla tíð
síðan til heilla fyrir hið gamla og
góða verzlunarfyrirtæki.
Á æskuárunurr* komu þegar í
ljós hjá Sveinbirni afbragðs
mannkostir hins sanna verzlunar-
manns svo sem trúmennska ásamt
dugnaði, árvekni og skyldurækni
samfara prúðmennsku í fram-
komu.
Sveinbjörn hefur á liðnum ár-
um þroskast í starfi og þroskað
sína hæfileika og fullyrða má, að
hann sé prýði sinnar stéttar.
Sveinbjörn á mörg hugðarmál
og hefur mikið starfað fyrir þau
1 góðum félagsskap, þar á meðal
í ,,gamla“ K.R., þar sem hann
hefur oft unnið afbragðsvel. Enn-
fremur hefur hann átt sæti í
stjórn Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur árum saman. Hefur
hann jafnan þótt farsæll í störf-
um enda er Sveinbjörn einn af
þessum bjartsýnu dugnaðarmönn
um, sem ánægja er að kynnast,
og sem vilja láta allt gott af sér
leiða i hvívetna.
Sveinbjörn dvelst nú ásamt
fjölskyldu sinni í London. Fjöldi
vina og kunningja munu senda
honum hugðarkveðjur með hlýj-
um árnaðaróskum og þakklæti
fyrir vel unnin störf, vináttu og
tryggð.
K. L. G.
Jaðar býður upp á
ágæf skemmtiatriði
SUMARHÓTELIÐ að Jaðri tek-
ur til starfa um þessi mánaðamót
og tekur á móti dvalargestum í
lengri eða skemmri tíma eins og
undanfarin sumur. Jaðar hefir
jafnan kapplcostað að stilla verði
í hóf til þess að gera sem flestum
kleift að dvelja á þessum fagra
stað og njóta hvíldar og hress-
ingar.
í vor hefir verið unnið að brey't
ingum á véitingasalnum og hann
stækkaður, svo að nú rúmast þar
fleiri gestir en áður. Leiksvið er
nú fyrir miðju í salnum og er
gert ráð fyrir að skemmtiatriði
fari fram á hverju kvöldi. Jaðar
hefir gert ráðstafanir til þess að
fá þekkta erlenda skemmtikrafta
og hefir aflað sér ágætra sam-
banda erlendis. Margir kraftarnir
koma frá hinum kunna skemmti-
stað Atlantic Palace í Kaup-
mannahöfn, en margir fslending-
ar kannast við þann stað og vita
að þar koma aðeins fram beztu
skemmtikraftar sem völ er á.
KOMA í BYRJUN
MÁNAÐARINS
Fyrstu skemmtikraftarnir
koma í byrjun júlí. Það eru ung
og fögur stúlka, Marie la Garde
dægurlagasöngkona. Hún hefir
verið nefnd hin danska Vera
ZEIS?
IKON
CARL ZEISS.
OBERKOCHEN
— ZEISS IKON A/G.
STUTTGART og BERLIN
Þegar þið kaupið ZEISS-vörur — þá kaupið þið fyrsta
flokks vörur gegn samkeppnisfæru verði.
ZEISS-IKON-spegillampar og öryggislæsingar af-
greitt frá verksmiðjunum til kaupmanna og kaupfélaga.
Myndlistar og verðtilboð frá umboðinu:
G. M. BJÖRNSSON
Innflutningsverzlun og umboðssla
Skólavörðustíg 25, Reykjavík.
Mdlning
■
■
Nú fæst Hörpusilkið í öllum regnbogans litum. ■
■
■
■
■
■
ICeqnboqlnn, cyCauaaueq 62 :
RÚÐUGLER I
■
■
■
2, 3, 4, 5 og 6 mm. rúðugler, fyrirliggjandi. j
■
■
■
CjlerólípLtn Cs? CCpecjlacjerli, L.p., I
Klapparstíg 16 — Sími 5151
■Oaujimv
Veltingat|ald
Viljum kaupa eða leigja veitingatjald (150—170 fer- ;
•
metra fyrir þjóðhátíð Vestmannaeyja 1954. :
Tilboð sendist fyrir 5. júlí til Ingólfs Arnarsonar, Aust- j
urveg 7, Vestmannaeyjum. ;
■
■
* m
Iþróttafélagið Þór, Vestmannaeyjum. :
Carmen og Antonio
Lynn og hefir sungið víða um
lönd og nýtur mikilla vinsælda.
Hún er nýkomin úr hljómleika-
ferðalagi frá Helsingfors og borg-
um í Vestur-Þýzkaiandi. Eitt af
uppáhaldslögum hennar er „Ósk-
aðu mér gæfu“ eða „Wish me
luck“. Undirtektirnar við þetta
lag voru dálítið óvenjulegar er
hún söng það í Þýzkalandi, því
þar streymdu giftingartilboðin til
hennar. Trúlegt er að mörgum
leiki forvitni á að sjá og heyra
þessa ungu stúlku, er hún kemur
fram á Jaðri. Einnig kemur Roy
Bylund töframaður, sem skemmt
hefir á hinum fræga skemmtistað
Liseberg í Gautaborg. Hann sýnir
ýmis nýstárleg atríði, t. d. skugga
mynditr, sem harm framkallar
með höndunum einum saman.
FRÆGT DANSPAR
Um miðjan júlí kemur spanskt
danspar, Carmen y Antonio. List
þeirra er óviðjaf ianleg og hin
spanska fegurð þeirra og yndis-
þokki heilla alla sem hafa séð
þau dansa. Margir Islendingar,
sem voru á ferð í Kaupmanna-
höfn í vor, munu hafa séð þau
og mun þeim seint úr minni líða
hin dásamlega list beirra. Carmen
og Antonio koma hingað frá
Rotterdam, en þa sýna þau um
þessar mundir.
Carl Billich o. f' kunnir hljóð-
færaleikarar sjá ”m tónlistína.
í sumar er fegu>ra á Jaðri en
nokkru sinni fyrr og júlikvöldin
Framh. á bls. 12
P.V.G. SioBka:
SjóSifahúsmáiIii
Á SÍÐASTA Alþingi var kosin
milliþinganefnd í heilbrigðis-
málum og er henni m. a. ætlað
að gera tillögur um staðsetn-
ingu, stærð og tilhögun sjúkra
húsa utan Reykjavíkur. — í
nefndina voru kosnir lækn-
arnir Kjartan Jóhannsson al-
þingismaður, Alfreð Gíslason
og Esra Pétursson. Kjartan
Jóhannsson baðst undan störf-
um í nefndinni og skipaði þá
heilbrigðisstjórnin Pál Kolka
héraðslækni til að taka sæti í
henni og vera formann henn-
ar. Mbl. hefur snúið sér til
Kolka læknis og leitað frétta
hjá honum um gang spítala-
málanna og spítalabyggingar-
innar á Blönduósi sérstaklega,
en hún hefur vakið mikla at-
hygli, bæði sökum stærðar og
þess, hve vel hún hefur geng-
ið. Gefum vér honum nú orð-
ið.
★
Ahugi fyrir þvi, hversu bæta
skuli úr sjúkrahúsþörf þjóðar-
innar, virðist fara mjög vaxandi,
bæði meðal lækna og almennings.
Aðalmálið á væntanlegu lækna-
þingi, sem haldið verður á Ak-
ureyri seint í þessum mánuði,
verður skipun læknishéraða og
sjúkrahúsþörf utan Reykjavíkur.
Hef ég lofað að hafa framsögu i
því máli. Þá hefur Alþingi sýnt
með skipun sérstakrar milli-
þinganefndar í heilbrigðismál-
um, að það vill taka þessi mál
eitthvað fastari tökum en verið
hefur. Sú nefnd er nú að afla
ýmislegra gagna og upplýsinga,
sem ekki er tímabært að skýra
frá fyrr en við höfum í félagi
fjallað um þau.
Um spítalabygginguna okkar
hér á Blönduósi er það að segja,
að hún gengur eftir áætlun. Þeg-
ar á það er litið, að ekki hefur
verið unnið við bygginguna neroa
í 13 mánuði samtals, síðan byrjað
var að slá upp fyrir undirstöð-
um, og að sjaldnast hafa unnið
þar fleiri en 15 menn, má eigin-
lega segja, að verkið hafi gengið
betur en áætlun stóð til. Húsið
var orðið fokhelt á síðasta ári,
hitalögn, vatnslögn og skólplögn
er að mestu lokið, múrhúðun
langt komin á tveimur hæðum og
fjögur herbergi ásamt eldhúsi
eru orðin íbúðarhæf, enda búa
þar nú byggingarmeistarinn og
yfirsmiðurinn, meðan verið er að
fullgera húsið. Með sama áfram-
haldi getur stofnunin tekið til
starfa á næsta ári.
Margir óttuðust, að bygging
þessi yrði óhæfilega dýr vegna
þess að grafa þurfti fyrir undir-
stöðum hússins rúma þrjá metra
niður á fastan grundvöll. Þetta
verk reyndist þó mjög létt, því
að engin steinvala var í jarðveg-
inum og var útgreftrinum því
lokið á skömmum tíma með vél-
skóflu. Ég hef sannfærzt bezt um
það, að hússtæði þetta var hent-
ugt, við að sjá, hversu geysilegur
tími og vinna fer í að graía
grunninn fyrir nýju Landspítala-
byggingunni, þar sem allt verð-
ur að sprengja niður í klöpp.
Það sem veldur okkur mestum
erfiðteikum nú, er það að ríkis-
sjóður leggur ekki fram tillag
sitt jafnóðum nema að litlu leyti.
Á fjárlögum er ár eftir ár ekki
áætlað til byggingu sjúkrahúsa,
sjúkraskýla og læknisbústaða
nema ein og hálf milljón króna,
enda þótt vitað sé, að raunveru-
leg fjárþörf þeirra verka af þessu
tagi, sem verið er að framkvæma,
sé miklu meiri. Alþingi fer að
eins og stórbóndi, sem segði við
fjósamanninn sinn: „Heyrðu, góði
minn, þú átt að hirða kýrnar
mínar í vetur, en þú færð ekki
nema 20 hesta af heyi handa
hverri kú núna. Ef þér þykir það
of lítið, skal ég láta þig fá það,
sem á vantar, að ári eða árið þar
á eftir, því að þá ætla ég að
heyja meira.“ Við Húnvetningar
skiljum ekki slik búvísindi. Við
skiljum ekki, að það borgi sig
fyrir ríkissjóðinn að svelta þau
fyrirtæki, sem þegar eru hafin,
svo að þau standi ekki aðeins
hálfköruð, arðlaus og gagnslaus
árum saman, heldur hlaði á sig
aukakostnaði í vöxtum, viðhaldi
og upphitun á meðan, ofan á
venjulegan byggingarkostnað.
Ég hef heyrt sagt, en veit ekki
á því fullar sönnur, að þegar
Keflavíkurspítali, sem var eitt-
hvað um 12 ár í smíðum, var
loksins fullgerður, hafi tollar,
vextir, upphitun og viðhald á
meðan hann var í smíðum, num-
ið hærri upphæð en öllum ríkis-
sjóðsstyrknum til byggingarinn-
ar. Hitt er þó öllu verra, að þegar
þetta hús er loksins komið upp,
verður það alveg ófullnægjandi,
af því að fólksfjöldi héraðsins
hefur aukizt svo, meðan á bygg-
ingunni stóð, og stærð þess er
svo óhentug þar að auki, að það
hlýtur að verða mjög dýrt i
rekstri, miðað við rúmafjölda.
Það munar ótrúlega litlu á stofn-
kostnaði 20 rúma spítala og 40
rúma spítala. Útbúnaður á skurð-
arstofu, röntgenstofu, sótthreins-
unartækjum, fólkslyftu, matar-
lyftu, eldhúsi, þvottahúsi og ým3-
um tækjum til rannsókna og
lækninga er svo að segja hinn
sami. Það þarf aðeins nokkrar
sjúkrastofur í viðbót á stærri
spítalanum og þær eru tiltölulega
ódýr hluti hússins.
Um reksturinn er svipaða sögu
að segja. Sama kaup verður að
greiða dýrasta starfsfólkinu, svo
sem yfirlækni, yfirhjúkrunar-
konu og matmóður, hvort sem
spítalinn hefur 20 rúm eða 40.
Starfsorkan nýtist miklu betur á
stærri spítalanum, svo að þar
þarf aðeins að bæta við lítið eitt
fleiri starfsstúlkum. Hinn fastí
og óhjákvæmilegi kostnaður
dreifist þar á fleiri legurúm og
fleiri legudaga og það er því hag-
kvæmara, bæði fyrir ríki og hér-
uð, að hafa spítalana færri og
stærri, eftir því sem samgöngur
og aðrir staðhættir leyfa.
Þessi viðhorf réðu stærð nýja
spítalans okkar á Blönduósi og
tilhögun hans að öðru leyti. Við
litum ekki aðeins á lágmarks-
þörfina fyrir sjúkrarúm, þörf
þeirra sjúklinga, sem þurfa að
komast á spítala í bráðri lífs-
nauðsyn. Við vildum einnig
skapa örvasa gamalmennum
heimili, þar sem hægt væri að
hjúkra þeim í námunda við ætt-
ingja þeirra og vini, í stað þess
að senda þau í önnur héruð og
gefa þar með þeim. Við vildum
lika skapa skilyrði til þess að
hægt væri hér innanhéraðs að
framkvæma þær rannsóknir og
aðgerðir, sem teljast verða vanda
litlar í höndum hæfs læknis, og
tryggja einnig með því, að hæfir
iæknar fáist til að líta við Blöndu
óshéraði í framtíðinni. Við vilj-
um m. ö. o. ekki aðeins gera hér
lélega þrautalendingu, heldur
öllu fremur sæmilega höfn, þótt
hún verði nokkru dýrari. Það er
búraháttur, sem ekki borgar sig,
að skera legurúmafjöldann á nýj-
um spítölum mjög við neglur, ef
fólksfjöldi og staðhættir gera
spítalabyggingu á annað borð
nauðsynlega og mögulega.
Hin nýskipaða milliþinganefnd
í heilbrigðismálum er nú að safna
skýrslum um þá reynslu, sem
fengizt hefur af rekstrarkostnaði
og öðru, er máli skiptir, á sjúkra-
húsum af mismunandi stærð. Allt
mun þetta liggja ljósar fyrir, þeg-
ar unnið hefur verið úr þeim
upplýsingum, en það verður
væntanlega nú í haust.
P. V. G. Kolka.
★★★★★★★★★★★★★
★ ★
★ D ★
★ Dezt að auglýsa I ★
★ MORGUNBLAÐINU ★
★ ★
★★★★★★★★★★★★★