Morgunblaðið - 11.07.1954, Side 9

Morgunblaðið - 11.07.1954, Side 9
Sunnudagur 11. júlí 1954 MORGVIHBIAÐIB 9 ReykJavíkurbréf: Laugardagur 10. íúli Tengslin milli landsins og fólksíns — Norrænir búvísinda- menn — Verkamannabústaðirnir og vinir þeirra — Raunhæf úrræði til sköpunar jafnvægi í byggð landsins — Raforkufram- Að þekkja landið VIÐ Islendingar höfum eins og flestar aðrar þjóðir mikla ánægju af ferðalögum. Fjöldi fólks fer árlega til útlanda og ferðast þar um, víkkar sjóndeildarhring sinn og kynnist mönnum og málefnum meðal framandi þjóða. Er það vel farið. En margir þeir, sem mest ferð- ast um erlendis hafa ekki gert sér það ljóst, að þeir eiga mikið óséð af sínu eigin landi, bæði byggðum þess og óbyggðum. Og ísland býr yfir fjölmörgum dá- semdum, sem veita ferðafólki er leittar hvíldar og hressíngar út í náttúrunni unað og tilbreytingu. Ferðafélag íslands hefur allt frá stofnun sinni unnið ötullega að því að kynna þjóðini land sitt. I því skyni hefur það m. a. gefið út Árbók sína. f henni eru ein- stökum héruðum og landshlutum gerð góð skil af ritfærum og kunnugum mönnum. Þar eru birtar myndir af landslagi og sögufrægum stöðum. Tengslin milli landsins og fólksins ÞETTA starf Ferðafélagsins er ákaflega merkilegt og gagn- legt. íslendingar eiga að þekkja land sitt og knnna að meta fegurð þess og stórfeng- leik. Það treystir tengslin milli landsins og fólksins og hefur mikla uppeldislega þýðingu fyrir hina uppvaxandi kyn- slóð. Sú æska, sem þekkir sögu lands síns og sambandið milli hennar og þess verður við það betri og þroskaðri ís- lenzk þjóð en ella. Síðasta Árbók Ferðafélagsins er um Borgarfjarðarsýslu norð- an Skarðsheiðar. Er hinu fagra Borgarfjarðarhéraði lýst þar og brugðið upp fjölda mynda úr sögu þess að fomu og nýju. Hver sá, sem les þessar héraðslýsing- ar Árbókanna öðlast við það stór- aukna þekkingu á landi sínu. Á Ferðafélagið miklar þakkir skild- ar fyrir þetta útgáfustarf sitt. En það hefur gefið Árbók sina út síðan árið 1928. Er þetta rit nú orðið mjög eftirsótt. Norrænir búvísinda- menn UNDANFARIÐ hefur staðið hér yfir fundur norrænna búvísinda- snanna. Hafa þar hitzt fulltrúar frá öllum Norðurlöndum. Er þetta í fyrsta skiptið, sem slíkur fundur er haldinn hér á landi. Að því er vafalaust mikill fengur að fá hingað ágæta kunn- áttumenn á sviði landbúnaðar- .mála. Danir, Norðmenn, Finnar og Svíar eru áreiðanlega allir lengra komnir áleíðis á sviði vís- indalegrar starfsemi í þágu Iand- búnaðarins en við íslendingar erum. Er engin skömm að því fyrir okkur að játa það hrein- skilnislega. Við hljótum því að leggja hið mesta kapp á að til- einka okkur smám saman þeirra reynslu og þekjkingu á bessu sviði. Islenzkur landbúnaður þarf ekki síður en aðrar atvinnugrein- ar á vísindalegu rannsóknarstarfi að halda. Sem betur fer höfum við einnig á að skipa ungum menntamönnum, sem hlotið hafa menntun, er þessari elztu at- vinnugrein þjóðarinnar má að miklu gagni koma. Við verðum aðeins að kunna að notfæra okk- ur þessa menntun, byggja upp- kvæmdir fyrir vestan og austan Við Skorradalsvatn, ein myndanna í Árbók Ferðafélagsins um Borgarfjarðarsýslu. byggingu búnaðar okkar i vax- andi mæli á vísindalegu starfi og hagnýtum rannsóknum, bæði í ræktun, meðferð búpenings og á fleiri sviðum. Ef samvinnan við hina norrænu búvísindamenn hefur aukið skiln ing frammámanna búnaðarsam- taka okkar á mikilvægi þess þá er vissulega vel farið. Verkamannabústað- irnir og vinir þeirra BYGGINGAFÉLAG verkamanna hér í Reykjavík átti nýlega 15 ára afmæli. Var þess minnst í blöðum, m. a. hér í blaðinu með ítarlegum greinum. Hér er um félagsskap að ræða, sem unnið hefur merkilegt og gagnlegt starf í þágu húsnæðisumbóta í höfuð- borginni. Skrif Mbl. um verkamannabú- staðina hafa orðið til þess að mál- gögn Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins hafa fyllzt mátt- lausri heift og hellt fáryrðum yfir það. Sætir þetta hinni mestu furðu. Þessir flokkar hafa jafnan þótzt vera miklir og einlægir vinir verkamannabústaðanna. Ætla mætti að þeir fögnuðu því, að vinsamlega væri um þau sam- tök ritað, sem haft hafa forystu um byggingu þeirra. En það er nú öðru nær. Tíminn og Alþýðu- blaðið eru hreinlega móðguð og sárreið yflr vinsamlegum skrifum Morgunblaðsins um Byggingafé- leg verkamanna. Vinátta þessara blaða við verkamannabústaðina er eitt- hvað annarleg. Þau geta ekki þolað það, að saga þeirra sé sögð af samúð og skilningi af öðrum en þeim sjálfum. Er þetta einlæg vinátta? Sýnir þetta fölskvalausan áhuga fyr- ir því að haldið verði áfram af vaxandi krafti að byggja verkamannabústaði? Mér er næst að halda að svo sé ekki. Það má vel vera að ein- hverjir hafi ekki tekig hugmynd- inni um byggingu verkamanna- bústaða af fullum skilningi fyrir 25 árum. En það er áreiðanlega langt síðan sá misskilningur gerði vart við sig. Verkin tala UM afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins til verkamannabústaðanna tala verkin greinilegast. Ekk ert bæjarfélag hefur stutt byggingu þeirra eins öfluglega og Reykjavík undir forystu Sjálfstæðismanna. Höfuðborg- in hefur jafnan staðið í fyllstu i skilum með framlög sín til þessara framkvæmda. Er það Norrænir búvisindamenn, talið frá vinstri: Árni G. Eylands, stjórnarráðsfulltrúi, Karsten Iversen, tilraunastjóri (Danmörku), dr. Lars Spildo, forstjóri (Noregi), prófessor Pentti Kaitera (Finn- landi) og prófessor Frederik Nilsson (Svíþjóð). (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) meira en hægt er að segja um þau bæjarfélög, sem Alþýðw- flokkurinn hefur stjórnaö'. Það er t. d. landsfrægt jafnaðarmenn. á ísafirði svik- ust um það ár eítir ár að inna af höndum lögboðnar greiðsl - ur til verkamannabústaðanna. Enginn stjórnmálaflokkur hef- ur heldur stutt byggingar smá- íbúða sem fjöldi verkamanna og láglaunafólks hefur ráðist í eins rösklega og Sjálfstæðisflokkur- inn. Undir hans forystu er nú. einnig unnið að undirbúningi framibúðar lausnar á lánsfjár vandamálinu, sem staðið hefur allri byggingarstarfsemi í land- inu mjög fyrir þrifum undanfarin. ár. Hið lítilmótlega nart Al- þýðublaðsins og Tímans í Sjálfstæðisflokkinn fyrir að minnast 15 ára afmælis Bygg- ingafélags verkamanna f Reykjavík myndarlega er þ\í ekki aðeins gersamlega órök- stutt. Það sýnir hlægilega. minnimáttarkennd flokk.% sem finna að þejr hafa dagaði uppi eins og nátttröll fyrir rís- andi degi. Fólkið trúir ekbi rausi þeirra um umbótaf jand- skap Sjálfstæðisflokksins. Þa® trúir því ekki vegna þess, að' það sjálft hefur reynt og noti® forystu hans um flest mestu hagsmunamál þess. Það er kjarni málsins. Framkvæmdaáætlun til sköpunar jafnvægis í byggð landsins ÓLAFUR THORS, forsætisráð- herra hefur fyrir skömmu skipað þá alþingismennina Gísla Jóns- son, forseta Efri deildar og Gísla Guðmundsson, þm. N.-Þingey- inga, í nefnd til þess að gera til- lögur um samræmdar aðgerðir til sköpunar og viðhalds jafnvægi í byggð landsins. Er þessi ráð- stöfun byggð á þingsályktunartil- lögu, sem Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn stóðu að á Al- þingi fyrir rúmu ári síðan. Það sem vakti fyrir flutnings- mönnum þessarar tillögu vai’ fyrst og fremst það, að gerðar yrðu ráðstafanir til þess að bæta aðstöðu þeirra byggða í landinu, til sjávar og sveita, sem við erfið- asta aðstöðu hafa búið. Þeir töldu það mjög hættulegt fyrir alþjóð- arhagsmuni, að fólkið héldi áfram að streyma frá framleiðslustöð- um utan af landi til hinna stsérstu kaupstaða, þar sem það síðau eyddi gjaldeyri í staðinn fyrir að skapa hann. Hér er vissulega um ‘.tórmál að ræða. Veltur mikið á þ,í ?ð eng- in vetlingatök verði höfð á hv£ verkefni, sem hinni nýsköpu ."Xt nefnd hefur verig falið, því ao sjálfsögðu er það ekki nóg nð fela greindum og gegnum mönn- um að gera um það tiIJögur. verður að framkvæma þær sýna raunhæfa viðleitni til þtss að stöðva samþjoppun fólksins á einum stað á landinu. Enda þótt Reykjavik og' umhverfi hennar sé lífvæn- legur landshluti geta íslenö- ingar ekki byggt lífsbjargar- viðleitni sína á þvi starfi einu, sem þar er unniff Þaff verður að framleiða fisk tií utflutn- ings og landbúnaðarafurffir til innanlandsneyzlu, og jafnvel tii útflutnings, víðsvegar urn lamlið, Við verffum jafnframi; Framh. á bls. 12 «ð og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.