Morgunblaðið - 31.07.1954, Side 5
Laugardagur 31. júlí 1954
MORGUNBLAÐIÐ
FRÚ GUN NILSSON, sem hér
yar sendikennari um þriggja ára
skeið, og naut óvenjumikilla vin-
Sælda hér á landi, hélt í vetur
sem leið fyrirlestur um íslenzkar
bókmenntir í Svíþjóð á stórveld-
istímunum og hefir fyrirlestur
þessi nýlega borizt hingað til
iands sem sérprentun úr ritinu
Seripta Islandica. Er þar mikið
efni dregið saman og sett fram 1;
'skýru ljósi.
’ Bæði á stórveldistímum Svía
é 17. og 18. öld og aftur á 19.
foldinni lögðu Svíar stund á ís-
lenzkar fornbókmenntir. Svíar
Siugðust finna sína eigin fornöld
í fornbókmenntunum. Frúin ræð-
ir lím hinn mikla útflutning
Bkinnbóka, sem átti sér stað frá
íslandi á 17. öld. Af skiljanlegum
jástæðum varð Danmörk það
landið, sem íslenzkar skinnbæk-
kir bárust fyrst til, en ekki var
langt liðið á 17. öldina þegar
Svíar tóku að ásælast íslenzkar
bækur, og tókst sænskum höfð-
ingjum og ríkismönnum fljótt að
tiá í nokkrar þeirra. Á 17. öld
yar með Svíum hin mesta forn-
Sldardýrkun og þóttust menn
íinna henni stoð í íslenzkum
sögum. Brátt fengu Svíar heppn-
ína í lið með sér að eignast ís-
Senzkar bækur. Segja má að
HJppsala-Edda bærist þeim í
Siendur af tilviljun árið 1652, og
jþeir fengu góða viðbót sex árum
Síðar í dönsku bókasafni, sem
þeir tóku herfangi. Þá var það
Stilviljun ein, sem færði Jón
púgmann í hendur Svíum árið
!S658. Jón hafði orðið að fara úr
jlatínuskólanum á Hólum sökum
jtnisklíðar við skólameistara og
lók sér fari til Kaupmannahafn-
?ir e.t.v. til þess að halda áfram
glámi, en Svíar hertóku skipið í
tiafi og var Jón fluttur fanginn
lil Gautaborgar. Mun Jón þá sízt
Siafa grunað, að þar í landi ætti
bann eftir að vinna ævistarf sitt.
En þegar sænskir fræðimenn og
jhöfðingjar, sem voru áhugamenn
I fornaldarsögu þjóðar sinnar,
Eréttu, að íslenzkur námsmaður
5ræri meðal fanganna, urðu þeir
Bkjótt fastráðnir í að taka hann
I þjónustu sína, enda hafði hann
i fari sínu nokkur gömul handrit.
Bvíar tóku Jón að sér og kostuðu
Ibann til náms fyrst í latínuskóla
bg síðan í Uppsalaháskóla. Vann
STón síðan að útgáfu fornaidar-
tagna, aðallega með tilliti til sögu
Bvíþjóðar. — Með ævistarfi Jóns
iRúgmanns hófst samvinna Svía
S>g íslendinga, sem bar merkilega
ifivexti.
1 Skammt var að bíða íslend-
Inga, sem þó urðu afkastameiri
gn Jón í sænskri þjónustu, og
gneðal þeirra íslendinga, sem á
Bíðustu áratugum 17. aldar réð-
jBst til Svía má nefna Guðmund
í>lafsson, sem alls flutti til Sví-
þjóðar 200 íslenzk handrit, og
IBinkanlega Jón Eggertsson. Jón
Bafnaði hér á landi 274 handrit-
.Þm handa Svíum og eru þar á
Jneðal sumar hinna merkustu
Jslenzku skinnbóka. Jón dó
Bkömmu eftir að hann færði Sví-
Jim þenna mikla feng, en launin
JUrðu ekki eins mikil og hann
|iafði búizt við, en látnum
feýndu Svíar honum hinn mesta
Bóma, og konungur sjálfur kost-
ftði útför hans.
f Þeir íslendingar, sem nú voru
pefndir, og ýmsir landar þeirra,
Bem dvöldust í Svíþjóð síðari
fcluta 17. aldár, voru iðnir og af-
Ikastamiklir við uppskriftir ís-
lenzkra handrita í söfiium þar,
Þg hjálpuðu sænskum fræði-
Jnönnum við útgáfur og þýðing-
®r, enda urðu Svíar langt á und-
JBn Dönum að gefa út íslenzk
íornrit. Heimskringla kom út í
Btokkhólmi á árunum 1697—1700
H íslenzkum frumtexta með
Bænskri og latneskri þýðingu.
Panir gáfu Heimskringlu út
1772, og upp úx því hófst útgáfa
íslenzkra fornrita í Kaupmanna-
höfn.
Frú Gun Niisson leggur áherzlu
á það í fyrirlestrinum, að enda
þótt Svíar iærðu íslenzkt mál,
voru þó í íslenzkum ritum nálar-
augu, sem þeir urðu úlfaldar í.
eins og llf öfundsiullra leikurn
K>aÖ er erfitt að komast heim
Gun Nilsson.
Þar var hjálp íslendinga ómetan-
leg.
Eftir 1700 varð færra um ís-
lenzka fræðimenn í Svíþjóð; og
áhugi Svía á íslenzkum fræðum
rénaði heldur. Þó má ekki
gleyma því, að árið 1737 kom út
í Stokkhólmi bókin Nordiska
kampadater, en þar er m. a. sá
texti Eriðþjófssögu, sem Tegnér
orti eftir.
K. S.
Frarnh. af bls. 2
klúbbalífinu og fastagestur við
spilaborðin.
5 BÖRN
Drottning' hans, 39 ára gömul
og fimm barna móðir, hefur stað-
ið dyggil^ga við hlið hans jafnt
í stjórnmálum sem næturrölti og
spilamennsku.
En eitt er víst, að þegar Bao
Dai finnst hann hafa drukkið
bikar nautnanna í botn, að þá
bíður hans ekki lengur það ríki,
sem hann var kjörinn til að
stjórna —- og aldrei framar verð-
ur hátíð hjá landsmönnum vegna
heimkomu hans.
AUGLYSIftOAR
sem birtast eiga i
Sunnudagsblaðinu
þurfa hafa borizt
fyrir iti. 6
á fösftidag
— ÉG myndi aldrei ráðleggja'
neinum, að leggja út á braut
atvinnuknattspyrnumanns-
ins, sagði Albert Guðmunds-
son, hinn kunni knattspyrnu-
maður, og eini sonur íslands
er hefur það fyrir atvinnu að
leika knattspyrnu, er frétta-
maður Mbl. ræddi við hann
á dögunum.
— Líísbarátta atvinnu-
mannsins er erfið, gata hans
þyrnum skráð, og sambúð at-
vinnumannanna í knattspyrnu
er eins og á milli öfunds-
fullra leikara. Hver otar sín-
um tota.
Það eru um það bil 10 ár, síðan
Albert fór af landi burt til að
leita sér fjár og frama. Áður
hafði hann leikið knattspyrnu
hér með Val og æ sett sinn svip
á kapplið félagsins vegna leikni
sinnar og kunnáttu. Hann tók að
leika með hinu fræga enska liði
Arsenal. Vera hans þar, var eins
og vera í búðarglugga. Það var
boðið í Albert og hann hvarf til
meginlandsins, Frakklands og
Italíu. Þar hefur hann leikið,
unnið sigra oft — stundum. tap-
að, en ailtaf verið hinn leik-
prúði Albert, sem unnið hefur
hug og hjörtu áhorfenda, hvort
sem sigur vannst eða ekki.
© FYRST YNGSTUR —
NÚ ELZTUR
Albert getur nú litið yfir lang-
an feril sinn sem atvinnumaður.
Þegar hann fyrst tók að leika
með atvinnumönnum, var hann
yngstur eða meðal þeirra yngstu
í liðinu. Nú er hann aldursfor-
seti iiðsins. Innan skamms kem-
ur röðin að honum, að hverfa af
leikvellinum. Um þetta spurði ég
Albert m.a. á dögunum. Hann
svaraði;
— Eg er nú farinn að þreytast
á atvinnumennskunni, sem mér
likaði vel í fyrstu. Þegar samn-
ingur minn rann út núna og ég
fór í sumarleyfi, viidi ég ekki
gera nýja samninga, þvi mig er
farið að langa heim. Meðan ég
hef dvalið hér nú, hef ég athug-
að möguleika á því að flytjast
búferlum heim.
Og eftir þær athuganir, hef
ég komizt að því að það er
erfitt að koma heim. T.d. eru
litlar líkur til þess að ég fái
að koma með bíl minn með
mér, nema að standa í alls
konar þrasi um leyfi og ef til
vill að greiffa stórar fjárupp-
hæðir. Af þeim sökum veit ég
ekki, hvað ofan á verður. Ég
fer utan aftur nú, en fram-
tíffin er óákveðin.
© MEÐ ATVINNULIÐUM
— Er eitthvað fleira, sem kem-
ur til greina, ef þú hættir knatt-
spyrnunni, en kemur ekki heim?
— Já. Mér hefur af tveimur
aðilum verið boðin staða sem
framkvæmdastjóri atvinnufélaga
— að sjá um reksturinn og kaup
á mönnum.
— Hve mörg eru atvinnuféiög-
in í Frakklandi?
— Þau eru fjörutíu talsins og
er skipt í 2 deiidir. Eru 18 í 1.
deild en 22 í 2. deild. Þau síðar-
nefndu keppa um það að komast
upp í 1. deild. En öllum félögum
er heimilt að taka þátt í keppn-
inni um Frakklandsbikarinn
— Hefur lið, sem þú hefur
leikið með sigrað i þeirri keppni?
— Meðan ég lék með Racing
Club de Paris (1949—1952) kom-
umst við einu sinni í úrslita-
Samtal við Albert Guðmundsson
Albert Guðmundsson, ásamt konu sinni, Brynhildi og dóttur þeirra.
hjóna, Helenu. — (Myndin var tekin 1950).
keppnina — en töpuðum 2:0, eft-
ir að hafa verið í nær stanzlausri
sókn ailan leiktímann. En eftir
að ég hætti í París, réðist ég til
Nissa og það lið varð Frakk-
landsmeistari í vor.
• FYRIRKOMULAG
ATVINNULIÐS
— Hvernig er starfsemi at-
vinnufélags háttað?
— Lögum samkvæmt er bann-
að að einstaklingar „eigi“ fé-
lögin, en í raun og veru standa
einstaklingar að öllum frönskum
atvinnufélögunum. Leikið er
vikulega 10—11 mánuði ársins
og á hverjum leik kemur inn
brúttó sem svarar 3—400 þúsund
krónum. Reynt er að hafa hemil
á fjármagnsskrúfunni. — Hefur
knattspyrnusambandið tekið
munnlegt loforð af öllum forráða
mönnum félaganna að greiða
þeim ekki hærri laun en leyfi-
legt er, en það er 4500—5000 kr.
á mánuði. Hins vegar er ekki
hömlum háð það verð, sem
knattspyrnumaðurinn er keypt-
ur fyrir í upphafi. Knattspyrnu-
mennirnir nöldra yfir hinu
„lága“ kaupi, og þó forráðamenn
irnir hafi gefið knattspyrnusam-
bandinu loforð um að halda sig
við það, er ekki ólíklegt að
aukagreiðslur fari fram undir
borðinu.
— En hvers er af ykkur leik-
mönnunum krafizt?
— „Vinnutíminn“ er ekki á-
kveðinn, en við verðum að vera
reiðubúnir hvenær sem er. —
Þjálfarinn má kalla okkur út
hvenær sem honum þóknast og
setja hverjar þær reglur sem
hann telur beztar. Venjulega æf-
um við frá kl. 8,30—11,30 f h.
Þá eru á dagskránni líkamsæf-
ingar til að auka úthald og
kraft. Um tveggja tíma skeið
eftir hádegið er knattæfing og á
töflu er okkur sýnd útfæring
ieikaðferðar þeirrar sem nota á
í næsta kappleik, en sama liðið
býr yfir mörgum leiðakferðum,
og beitir þeim sitt á hvað eftir
því hver talin er gefa beztan ár-
angur hverju sinni. Sumarfrí
eigum við að fá IV2 mánuð á ári,
en það varð meira núna vegna
heimsmeistarakeppninnar.
© ENGIN MISKUNN
Og þegar til kappleiks kem-
ur, er atvinnumönnunum engr-
in miskunn sýnd. Þeir vitar
sjálfir, að slaki þeir á eina.
mínútu, hafa þeir ekki at-
vinnuna lengur. Og fcrráffa-
menn félagsins og læknir þet»
gera allt til aff halda mönnum
sínum í fullu fjöri út leikinnu
Þegar leikmennirnir koma ina
í hálfleik, er súrefnisgrímum
skellt fyrir vit þeirra, svo út-
hald þeirra verffi betra í síff-
ari hálfleik. Læknirinn kemnr
meff pillur, sem enginn leik-
maffurinn veit hvað í er. Þetta
verffa leikmennirnir aff gleypa
og sumar pillurnar verka*
þannig, aff menn gleyma stund
og staff þegar út á völlicn
kemur. Maffur veit ekki af
þreytu, og hugsar affeins um
eitt: — aff koma knettinum í
marknet andstæðingsins. —
meiffist góður atvinnumaffur,
eru konum gefnar sprautur^
svo aff hann geti leikiff rneff,
og eftir leikinn mótsprautmv
til að hreinsa deyfilyfiff úr
líkama hans. Þannig er meff-
höndlun atvinnumannsins lík-
ari meffferff á dýrum en möna
um.
— Þú ráðleggur þá ekki öðrura
að feta í fótspor þín?
— Nei. Það geri ég ekki. Líf
atvinnumannsins er eins og líf
öfundsfullra leikara. Hver otar
sínum tota, til þess að halda at-
vinnu sinni og faila ekki i áliti_
• AGALEYSIÐ
í ÍSL. KNATTSPYRNU
— Hefur þú séð knattspyrnuna
hér heima núna, og hvað telur
þú helzt vanta?
— Ég sá um daginn æfingar-
Framh. á bls. 12