Morgunblaðið - 31.07.1954, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 31.07.1954, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. júlí 1954 mttlMniMfe Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Stjórnmálaritstjóri: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði innanlands. í lausasölu 1 krónu eintakið. —__?C í UR DAGLEGA LIFINU í ÁhriíMcCarth ys minnka AHRIF MeCarthys öldunga- deildarmanns, æsingamanns- ins alkunna, hafa bersýnilega dvínað mjög í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Virðist nú allt útlit fyrir því að hann hverfi í skuggann eftir því sem nálgast þingkosningarnar, sem fram fara í Bandaríkjunum í haust. Virðast mál nú mjög hafa snúizt frá því að sumir töldu að kosningabar- áttan myndi aðallega snúast um McCarthy og hann sjálfur gat þess að næstu kosningar fjölluðu aðallega um það hvort hin ill- ræmda rannsóknarnefnd hans fengi að starfa áfram eða ekki. Það sem gerzt hefur er að al- menningur í Bandaríkjunum hef- ur kynnzt nánar starfsaðferðum hans. Niðurstaðan hefur orðið sú þrátt fyrir það þó æsingahóp- ur McCarthys hefði hátt um sig í fyrstu að meginhluti banda- rísku þjóðarinnar getur ekki sætt sig við slíka hegðun manna í valdastöðum. — Andúðin á Mc Carthy-ismanum hefur stórauk- izt síðustu mánuði. Og hinir stjórnmálameim- irnir sem áður brugðust þeirri skyldu sinni að koma í veg fyrir rangsleitnar aðgerðir McCarthys í valdastöðu hafa þá loksins rumskað við. — Republikanarnir, samflokks- menn hans, skilja að með vaxandi andúð á Mc-Carthy- ismanum er enginn akkur í honum. Hann er þvert á móti að verða þungur baggi, sem getur valdið því að republik- anamir tapi kosningum þeim, sem nú eru framundan. Það verða ekki republikanarnir, sem minnast á McCarthy í kosningabaráttu þeirri, sem nú <er framundan, hins vegar munu andstæðingar þeirra, demokratar minna kjósendur á það að starfsemi hans hafi verið republikanaflokknum til lítils lofs. Þeir munu saka republikana um McCarthy- isma og þeir þá jafnvel reyna að hreinsa sig af honum. Stundum er sagt að McCarthy hafi gert nokkuð gagn, þar sem hann hafi vakið bandarísku þjóð- ina til umhugsunar um hættuna, sem stafar af kommúnismanum. Hitt er þó e. t. v. sönnu nær að hann hefur gert miklu meira ógagn. Á það má benda að það eru aðrir sem ljóstrað hafa upp um hina hættulegu njósnahringi og fimmtuherdeildir, sem starfað hafa á vegum alþjóðakommún- ismans frá stríðslokum í Banda- ríkjunum. McCarthy og fylgis- menn hans hafa lítið annað gert en að stofna til æsinga. Þeir hafa verið lýðskrumsmenn sem kveikt hafa ótta og ætlað að hafa sér hræðsluna til framdráttar. Eins og títt er um slíka menn, hafa þeir orðið æ ófyrirleitnari eftir því sem á leið. Þeir byrjuðu smátt en áður en lauk voru þeir orðnir svo forfallnir í eigin æði, að hver einasti maður, sem leyfði sér að mótmæla gerræði þeirra var jafnskjótt úthrópaður komm- únisti. * Það er heldur enginn vafi á því að margur hefur saklaus orðið að líða vegna ofsókna frá hendi McCarthys. Að vísu er ólíku saman að jafna við hinar blóðugu ofsóknir og hreinsanir sem eru daglegur viðburður austan járntjalds, en þótt í minna mæli sé hefur þetta einhvernveginn lyktað af sama daun aftan úr galdra- öld. Sama virðingarleysið fyr- ir mannlegum réttindum. Svo virðist sem bandarískum almenningi hafi orðið ljósara enj áður eðli McCarthyismans í rann- ( sókn þeirri sem fyrirskipuð var í sumar í deilu hans við herinn.' Þar gafst mönnum almennt tæki- ( færi til að hlýða á framkomu þeirra kuinpána og sjá hana í sjónvarpi. Aðaláhrifin hafa orð- ið þau, að þeir sem áður létu sér á sama standa um starfsemi þeirra hafa nú skilið áð hér var hætta á ferðum. Það eru þessir hlutlausu áhorfendur, sem nú hafa látið málið til sín taka svo andúðin gegn McCarthyismanum hefur vaxið og orðið virk. Svo að þegar McCarCthy kom aftur til Washington nú fyrir skömmu eftir þriggja vikna frí og ætlaði enn á ný að láta til sín taka þá var fyrsta tilkynn- ingin sem hann fékk framan í sig að ekki væri lengur óskað eftir þjónustu samverkamanns hans Roy Cohns í sjálfri rannsóknar- nefnd öldungadeildarinnar. Og aðrir meðlimir rannsóknarnefnd- arinnar hafa lýst sig ófúsa til að lúta að öðru leyti forustu Mc- Carthys né gefa honum eftir laus- an tauminn í nefndarstörfum. J Það er ekki vonum seinna að komið er í veg fyrir að McCarthy og kumpánar hans haldi áfram ofsóknaraðgerðum sínum. Starfsemi þeirra hefur kynt að báii ótta og ofstækis meðal þeirra sem móttækileg- astir voru fyrir því á þessum tímum flokkadrátta í heimin- um. í augum erlendra manna hefur það ekki verið Banda- ríkjunum til heiðurs að þeir skyldu komast upp með þess- ar athafnir og misnota rikis- vald í slíku skyni. En síðustu atburðir sýna eins og oft áður, að hin frjáls- lyndu öfl eru enn svo sterk að ekki er hætta á því að of-( stækismenn komist þar upp þegar til lengdar lætur. Það eru þessi frjálslyndu öfl, sem smámsaman sigruðust á ein-j angrunarsinnunum harð- skeyttu í styrjaldarlokin. Það voru sömu frjálslyndu öflin sem báru Eisenhower fram til sigurs fyrst gegn hinum þröng sýnu stjómmálamönnum republikanaflokksins og sem síðan skipuðu sér um hann við sjálfar forsetakosningarnar.' Og það eru þessi sömu öfl, sem eiga rót sína í sjálfri virðing-j unni fyrir manninum og rétt- indum hans, sem eiga eftir að bægja frá lýðskruminu frá ofstækismönnum eins og Mc- Carthy. Það virðist því öruggt, að minnsta kosti um sinn, að það verða ekki McCarthy né kumpán ar hans, sem segja fyrir um stefnu Bandaríkjanna. E. t. v. hefur þýðing þeirra í stjórnmál- um landsins stundum verið ýkt. Það eru eftir sem áður hinir frjálslyndu og framfarasinnuðu menn undir forustu Eisenhowers sem stjórna stefnu skútunnar og mega hinar frjálsu þjóðir heims vænta þaðan áframhaldandi sam starfs og vináttu. Daglega lífið ................. ★ í LOK septembermánaðar býst prófessor Auguste Piccard við því að hafa lokið öllum und- irbúningi í sambandi við köfun- artilraunir við Kanaríeyjar. Þar hyggst hann geta komizt niður á 6000 metra dýpi og þar með að slá met Frakkanna í köfun. — Hyggst hann „svipast um eftir Atlantis“-menningarríkinu, sem sögusögnin segir, að hafi sokkið í Atlantssæ. í geislum geysilegra kastljósa á í undirdjúpunum að taka mikið af kvikmyndum, og vonast Piccard og samstarfs- menn hans, að af þeim megi fá vitneskju um, hvort sögusögnin um Atlantis sé sönn eða ekki. ★ ENGIN af sögum fornaldar hefur kveikt í ímyndunarafli manna, sem sögnin um Atlantis. Sá, sem fyrstur kom fram með kenninguna um að Atlantis hafi verið á þeim slóðum, sem Picc- ^JJif eilí^c ^hlaviti ió ard hyggst nú leita á, var banda- rískur blaðamaður, Ignatius Don elly. Skrifaði hann bók um Atlantis, sem út kom 1882 og hefur verið þýdd á yfir 20 tungu- mál. Eyland, eins stórt og heil heimsálfa, segir Donelly, hefur áður en sögur hófust, risið úr djúpi Atlantshafsins. —□—□— ★ AZOREYJAR, Madeira, Kan aríeyjar o. fl. eru síðustu leifar þessa sokkna lands. Þar bjó þjóð á háu menningarstigi, og hópar þessa fólks leituðu bæði til Ameríku og landa við Mið- jarðarhaf. Egyptaland var helzta \JeíuahanAi ilrifa nýlenda Atlantis. Frá Atlantis um þessar nýlendur barst kunn- átta til að hagnýta stein og bronze og þekking til að hefja landbúnag o. fl. —□—□— ★ í STUTTU máli sagt var þarna á eyju Platons úti í Atlants hafi menningarmiðstöð fyrir Ameríku, Evrópu og hin nálæg- ari Austurlönd. Konungar þessa eyríkis og drottningar eru tign- aðar sem guðir í goðafræði Egypta, Grikkja, Norðuráifu- manna o. fl. Þannig eru í stuttu máli fullyrðingar Donellys blaða manns. —□—□— ★ FYRIR nokkrum árum var sænskur verkfræðingur í slik- um vígamóði sem Piccard er nú. Hann leitaði þó Atlantis ekki við Kanaríeyjar, heldur í hafinu á ssíS: ■ ar: I Það skeður margt við Kaldárhöfða. A, það má nú segja — það skeður margt vig, Kaldár- höfða“, sagði maður einn við mig hér á dögunum, nýkominn að austan úr sumarfríi og fiskiferð. „Við vorum nokkur saman þarna við Kaldárhöfða og veiddum murtu af miklum móði — ég er ekki svo stór upp á mig í fiski- mennskunni, að ég geti ekki lagt mig niður við að veiða murtu — á maðk, ósköp venjulega. Fussi þeir, sem fussa vilja, en við öll undum okkur konunglega við veiðiskapinn, veiddum og veidd- um í gríð og erg, þangað til stór og falleg kippa upp undir hundrað sélegustu murtur, lá við fætur okkar. Blessaðar kýrnar. ÞÁ var nú farið að hugsa til matseldsins. Kvenfóikið labb aði heim á við að tjöldunum með fenginn, settar voru upp hlóðir og byrjað að sjóða. Vel skyldi nú tekið til matar síns, en samt voru einar 80 murtur eftir, sem stúlkurnar skildu eftir í stórri hrúgu skammt frá — með poka yfir. Hvílík dásemd að neyta svona matar síns úti í guðsgrænni náttúrunni. Allt var svo friðsælt og fagurt, af og til heyrðist í spóa eða kríu og blessaðar kýrn- ar vögruðu um saddar og sak- leysislegar í kringum okkur á meðan við mannfólkið átum glæ- nýja murtuna okkar, sátt við guð og menn. Blessaðar kusurnar!!! AÐ góðri máltíð lokinni hugs- uðum við hvað af hverju til að taka á okkur náðir, eftir þenn- an fengsæla veiðidag. Stúlkurnar bjuggust til að huga að murtu- hrúgunni undir pokanum, en — hvað hafði gerzt? Það var því miður nokkuð greinilegt: Blessaðar sakleysislegu kus- urnar höfðu gert sér þær að góðu — allar með tölu. Við sáum Hrafnarnir átu þá alla. SEINNA um daginn fluttum við okkur dálítið ofar með Soginu og nú veiddum við stóra og myndarlega silunga — eina 15—20. Hér voru engar kýr á kreiki né aðrar skepnur merkur- innar til að ruppla fengnum. Hins vegar er óþarfi að orðlengja um afdrif silunganna: Þeir urðu gráðugum hröfnum að bráð, all- ir með tölu — og það með ótrú- lega sviplegum hætti! Við héld- um, að þetta væri einstakt ólán, sem við höfðum ratað í með veiðifeng okkar, en kunnugir menn segja mér, að þetta sama komi oft og einatt fyrir, sé ekki því betur verið á verði. Eg hef þessvegna ekki annað að segja en þetta: Varið ykkur á kúnum og krúnkunum þarna fyrir aust- an.“ — Þetta sagði nú maðurinn. M1 iiif á sporð og haus þeirrar síðustu út úr einni föngulegri flekkóttri — og vel saddri rétt hjá okkur! Skyldi henni ekki að minnsta kosti geta orðið dálítið bumbult? — Hvílík afdrif murtunnar okk- ar! Verzlunarmanna-helgin IKIL ósköp ganga á fyrir fólkinu — eins og vant er um verzlunarmannahelgina. Allir þurfa að komast eitthvað burt, út í sveit eða upp til fjalla. Já, skyldi það vera furða, þó að fólkið langi til að viðra af sér bæjarrykið, þegar því gefst kost- ur á. En það er nú svo með verzl- unarmannahelgina undanfarin ár að heyrzt hafa svo ófagrúr sögur um, það hvernig fólkið hefir var- ið þessum frídögum sínum, að öllu venjulegu fólki hefir blöskr- að. Drykkjuskapur og skrílslæti hafa langt um of sett svip sinn á þessi hátíðahöld kaupstaðabúa — og það þar sem sízt skyldi uppi í sveitum í skauti náttúrunnar. Góða og skemmti- lega helgi. Ahverju ári höfum við hugsað: Nei, þetta getur nú ekki end- urtekið sig — en, því miður — það hefur gert það ár eftir ár og sett óvirðingar og ómenning- arblett á þessa daga verzluuar- manna. Hvað um árið í ár? Von- um, að allir þeir, sem að heirr.an fara, komi heim aftur ánægðir og endurnærðir, með ekkert það á samvizku sinni, sem þeir hefðu eftir á viljað látið ógert eða ó- sagt Gott veður, góða ferð — og góða skemmtun yfir helgina! Reynslan er réttlátur dóm- milli Sikileyjar, Túms og Tripol- is. Eftir nákvæmar rannsóknir á egypzkum handritum um forn- leifar og landafræði hélt hann að þar væri ag; finna þessa ey Piatons. En Atlantis hefur víðar verið leitað, bæði við strendur Egyptalands, við Ceylon og víð- ar. —□—□— ★ SAGAN um Atlantis ber keim æfintýrsins. Það er saga um þjóð, sem fór ránshendi um eigur annarra og kúgaði aðrar þjóðir — en sem síðar varð öld- um Atlantshafsins að bráð. Þjóð- in var rík, þar stóðu hallir úr gulli, og á ökrum óx vínviður. Þar voru allsnægtir fyrir alla. En þjóðin tortímdist fyrir sakir vonzku sinnar. —□—□— ★ SAMKVÆMT sögusögninni hefur Atlantis sokkið um 9000 f. Kr. Rannsóknir síðari tíma manna hafa leitt í ljós að eftir þann tíma hefur átt sér stað mikið jarðsig í grennd við Azor- eyjar. Þess vegna trúa margir sögninni um Atlantis. —□—□— ★ PRÓFESSOR Piccard og fé- iagar hans hafa kannski heppn- ina með sér. Þeir finna ef tii vill „gull og græna skóga“. Kannski fer fyrir þeim eins og hinum er ieitað hafa að Atlantis — því að ekki eru allar ferðir til fjár, þótt farnar séu. Varð frægur rithöf- undur í fangelsi SAN QUENTIN, 29. júlí — Hinn dauðadæmdi árásarmaður Laryl Chessman, sem skrifaði fádæma vinsæla bók um bið sína eftir dauðanum, verður tekinn af Iífi í St. • Quentin-fangelsinu í Kali- forníu á morgun. Lögfræðingur hans reynir enn að fá aftökunni frestað. Chessman var dæmdur sekur um bæði líkamsárásir og brottnám. Hann hefur sætt sig við tilhugsunina að deyja. — Reuter. '

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.