Morgunblaðið - 31.07.1954, Page 14

Morgunblaðið - 31.07.1954, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 31. júlí 1954 ] Framtíaldssagan 6 et t furSu lostin yfir því, sem þú Itefur séð og heyrt um mig i kvöld. Það gerir þá ekki til, þó að', ég segi þér eitt enn. Ég ætlaði aldrei að segja þér það. Ég hélt að ég gæti taiað um fyrir þér, en þú ert svo þrá, að þú lætur þér elcki segjast fyrr en ég legg staö- j eyndiinar fyrir þig, á eins skýr- ■ ui hátt og mér er unnt.“ Nicoile varð óróleg. Hún horfði á móður sína, sem sat andspær.is henni með hálfiokuð augu. Hún óskaði þess nú með sjálfrí sér, að hún hefði aldrei komiS í kiúbb inn til að hitta móður sína Hún liafði komist að mörgu í kvöld, s.llt of mörgu. Þá' mundi hún allt" i einu eftir því að Gredda hafði sagt, að hún hefði leynt hana s mnleikanum. Henni rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Móður hennar hafði rétt fyrir sér. Sannleikurinn og raunveru- lcikinn koma oft óþægilega við mann. Og Nicole fannst það ekki sízt nú, þessa kvöldstund. Gredda var byrjuð. „Það var fyrir löngu“, sagði hún. „Stund- um lít ég um öxl og velti því þá fyrir mér, hvort þetta hafi nokk- urn tíma átt sér stað. Sjáðu txl, þetta er um eitt skeið æfi minnar, sem er liðið og búið. Þegar ég nugsa um það núna, skil ég ekki að ég skuli hafa lent í þessu. Ef ég hefði verið eldri og reyndari, hefði þa® verið skiljanlegra. En ég var ekki gömul, aðeins 20 ára, og ég var óreynd með öllu, Það byrjaði í London stuttu eftir að pabbi minn dó. Ég var einstæð- ingur. Ég hafði ágætt starf, líkt því sem ég nú hef, nema bara að þá fékk ég að leika betrf tegund tónlistar en nú.“ Hún hló með sjálfri sér. „Kaupið var mjög gott í þá daga. Eg var starfsmað- ur fyrirtækis, sem leigði út hljóm sveitir fyrir samkvæmi í heima- húsurn og lokaða dansleiki. Á dansleikjunum lék ég á píanó í stórri hljómsveit, en í samkvæm- in fór ég venjulega ein. Þau voru öll lík hvert öðru, fóru vel fram og voru glæsileg, enda flest í West End. Aðeins eitt þeirra stendur mér enn í fersku minni. Það var Gamlárskvöldsgleði ein- hvers staðar í Mayfair. Fólk var að koma allt kvöldið og það var orðið þéttsetið. Ég hafði spilað hvíldarlaust frá klukkan 8 um kvöldið og var orðin mjög þreyft. Ég hefði getað gargað af ánægju er gestirnir gengu í annan sal til kvöldverðar, og ég var skilir eftir ein. Virðingin og kurteisin við píanóleikarann var svo sem ekki mikil. Þjónn kom með mat á bakka til mín. Gestirnir höfðu verið um 20 mínútur að borða. Ég naut hvíld arinnar og kyrrðarinnar. Þá opn uðust dyrnar allt í einu og inn kom maður. Hann var að leita að vindlingaveskinu sínu. Ég hafði séð það liggja á stólarmi, og von- aði að hann kæmi auga á það og færi svo strax án þess að taka eftir mér. En þegar hann opnaði d.yrnar aftur, sneri hann sér við og sá mig. Hann horfði á mig augnablik, brosti og sagði „Halló. Ert þú hérna ennþá?“. Rödd hans var vinaleg, og ég brosti til hans. Þá gekk hann að píanóinu og spurði, hvort mér stæði á sama um þó hann fengi sér sæti. Ég hafði ekki á móti því; hann var eini gesturinn x samkvæminu, serri hafði nokkuð hirt um rnínar óskir. Hann bauð mér vindling. Ég hafnaði boðinu, en hann kveikti sér í einum. „Segðu mér“, sagði hann skyndilega, „finnst þér skemmti- legt að, leika á pianó alla nótt- ina? Það hlýtur að vera mjög þreytandi.“ „Hann virtist hafa samúð með mér, og mér féll það vel í geð. Ég sagði honum að ég elskaði tónlist, sanna tónlist, en starfið væri hálf leiðinlegt, þegar fólk bæði um Dóná, svo blá, og vin- sælustu dægurlögin. Þá fórum við að tala um tónlist, og ég komst að því að hann vissi ótrú- i lega mikið um tónlist, því hann spilaði ekki sjálfur.. Síðan sneri j hann samræðunni um mína hagi. | Hann spurði, auðvitað óbeint en mjög kurteislega. En hann virt- ist mjög áhugasamur svo ég sagði honum allt, sem hann vildi fá að vita. Hann var undrandi þeg- ar ég sagði honum, að ég væri pólsk; hann sagði að einhver hefði sagt sér, að ég væri rúss- nesk. Það þótti mér skrítið, því ég hafði ekki tekið eftir honum, fyrr en hann kom þarna í le.it að vindlingaveskinu. Ég sagði hon- um frá námi mínu við tónlistar- skólanum í Warsjá. Hann bað mig að spila fyrir sig, og ég spil- að Polonaise eftir Chopin. Ég veit ekki af hverju það varð fyrir valinu, en ef til vill var það fyrsta verkið, sem ég mundi eftir þá stundina. Þegar leiknum var lokið, sagði hann, að ég hefði leikið það verk, sem hann teldi fallegast af verk- um Chopins. Honum geðjaðist að hita þess og hljómfalli. En ég komst að því síðar, að þetta var ekki aðeins kurteisi hans — held- ur var þetta verk Chopins hans óskalag. Ég lék meira, fleiri verk eftir Chopin, erfiðari og stærri. Ég man ekki hver þau voru. Gestirnir komu inn og' ég varð að byrja aftur á „Dóná svo blá“. En þá fannst mér einhvern veg- inn, að það væri ekki eins leiðin- legt. Ég vissi, að það var að minnsta kosti einn maður á með- al gestanna, sem hafði samúð með mér. Ég sá hann ekki eftir þetta í samkvæminu, en er því var slitið, kom hann til mín og spurði, hvort hann mætti ekki fylgja mér heim. Ég var honum þakklát, ekki vegna þess, að brýn þörf væri á fylgd, heldur vegna þess, að það snjóaði úti og það var orðið mjög áliðið nætur. Hann kynnti sig sem , Roger Ashleigh.“ j Gredda hló með sjálfri sér. „Sem Roger Ashleigh kynnti hann sig. Og við skemmtum okk- ur vel næstu vikurnar. Við sá- umst mjög oft; hann fór með mig á alla hugsanlega staði. Persónu- 1 leiki hans var mikill. Hann var fríður og mjög aðlaðandi, og ég varð ástfanginn af honum“, sagði hún niðursokkin í hugsanir sín- ar. „Englendingar eru seinir til svifa, en þegar þeir eru komnir j af stað þá tala þeir ekki lengur utan af neinu. Roger var engin 1 undantekning. Þegar hann hafði rannsakað hug sinn, tjáði hann 1 mér ást sína, og bað mig þegar í stað að giftast sér. Ég hikaði ekki við að svara. Alörei hafði ég kynnst slíkum manni, sem Roger var, og það að verða kon- an hans, fannst mér það dásam- legasta sem hugsast gat. Hann sagði mér þá frá ýmsu um sjálfan sig og fjölskyldu sína. Það urðu fyrstu vonbrigði mín. Roger var þrettándi jarlinn af Manstone.“ Hún sá, hvernig brúnir Nicoles lyftust. „Ég veit alveg, hvernig þér er innan brjósts, Nicole. Mér leið alveg eins, þegar hann sagði mér frá þessu. Ég hugsaði ekki þá. Ég var ekkert hrædd við þennan titil þá. Ég skildi ejtki, hvað það þýddi að vera enskur aðall. Roger var ekki annað en lítill drengur. Ég hugsaði aldrei um það, að stöðumunur okkar var meiri en svo, að menn gæfu því ekki gætur. Ég hélt þá, eins og þú núna, Nicole, að hann hefði aldrei beðið mín ef ég, að hans dómi, hefði ekki sæmt honum. Og það leið ekki á löngu, þar til ég rak mig á það, hve ófull- nægjandi ég var. Við fórum á h^imili hans í Kent snemma í marz. Hann hafði oft talað um Kaupamaðurinn 5 Hann lofaði því og fór heim. Batt hann spíkina í orfið, og fór að slá, en náði engu hári af með henni. Reiddist þá bóndi, og brýndi spíkina, en það dugði ekki. Fór hann þá í smiðju og ætlaði að dengja spíkina. Því hann hugsaði, að ekki væri mikið í húfi, þó að hann eldbæri spik þessa. En undir eins og hún kom í eldinn, rann j hún niður sem vax, og varð að gjalli einu. Fór þá bóndi og sagði konunni hvar komið var. — Varð hún þá hrædd, því að hún vissi, að þetta myndi manni sínum líka stórilla, þegar hann vissi það. Það varð og. Þó er þess getið, að hann léti það ekki lengi á sig fá, en samt sló hann þá konu sína fyrir tiltækið, og bar það ekki við hvorki fyrr en síðar. SÖGULOK. 1 ■ Skriístofustnrf • ■ • ■ ■ ■ * Reglusamur maður eða stúlka, geta fengið atvinnu • ■ , , S nu þegar eða 15. agust, við skxifstofustörf hjá fyrir- ; ■ ■ tæki hér í bænum. —■ Umsókndr, merktar; „180“, j ; sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudag 4. ágúst. ■ • m m ***■■■■■■«■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■ ■ ■_■ ■ ■ ■ ■■■■■■■ ■ ■_!■. ■_* • ■-1AM mm §18 verzlunanmanna í Tívola 31. júíSi, 1. og 2. ágúst Meðal þess, er þar kemur fram, má nefna eftirfarandi: Gasperý’s — Káts j úk -f imleikar Baldur og Konni — Búktai Flcssons — Loftfimleikar Alfreð Clausen — Dægurlög Fimleikaflokkur Klí — Noregsfararnir sýna undir stjórn Ben. Jakobss. Hjálmar Gíslason — Gamanvísur, eftirhermur Baldur Georgs — Töfrabrögð Karl Guðmundsson — Gamanþáttur Kynnir verður Baldur Georgs Laugardagur 31. júlí: Skemmtiatriðin hefjast kl. 4.00 e. h. og aftur kl. 9,00 um kvöldið. — Hlé verður milli kl. 7—8. Sunnudagur 1. ágúst; KL. 2,30 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli. Stjórnandi Paul Pampichler. KL. 3,00 Skrúðganga frá Austurvelli að Tivoli. Lúðra- sveit Reýkjavíkur leikur í broddi fylkingar. KL. 3,30 Hefjast fjölbreytt skemmtiatriði í Tivoli. Hlé klukkan 7—8. Kl. 9,00 um kvöldið hefjast skemmtiatriði að nýju. Mánudagur 2. ágúst: Skemmtiatriði hefjast kl. 4,00. Hlé verður milli kl. 7—8 og kl. 9,00 um kvöldið hefjast fjölbreytt skemmtiatriði. Komið og sjáið hina stórkostlcgu flugeldasýn- ingu kl. 12 á miðnætti 2. ágúst. Dans á palli öll kvöldin til kl. 2,00 eftir miðnætti laug- ardag og mánudag og til kl. 1,00 eftir miðnætti sunnudag. Hljómsvoit Magnúsar Randrup leikur á danspallinum. Aðgangur ókeypis að danspallinum. Skemmtigarðurinn opnaður kl. 2 alla daga. Bílferðir verða frá Búnaðarfélagshúsinu að Tivoli alla daga. Eftir miðnætti verður ekið til baka frá Tivoli vestur Hringbraut um Vesturgötu, Hafnarstræti, Hverfisgötu og Hringbraut. Skemmtitæki garðsins opin allan tímann. Fjölmennið í Tívolí um verzlunarmannahelgina Skemmtiskrá verður úthlutað ákeypis við innganginn. ■■■■■■■■■■•■■ ■■■■■■■■•■ ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■ m'mmmmmmammmmwmmmaaaaaam** >4 VERZLUI IIL SOLU Stór og þekkt vefnaðarvöruverzlun, er af sérstökum ástæðum til sölu nú þegar. — Verzlunin er í góðu hús- næði með sanngjarnri leigu til margra ára. — Útborgun nauðsynleg allt að kr. 500 þús. — Þeir, sem kynnu að hafa áhuga fyrir að kaupa verzlun þessa, sendi nöfn í lokuðu umslagi til afgreiðslu Morgunblaðsins fyrir 7. ágúst n. k., merkt: „Góð verzlun — 179“. Lokað vegna sumarleyfa frá 2. ágúst til 16. ágúst. BÁTANAUST H. F. "ÚU

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.